Morgunblaðið - 20.11.1976, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 20. NÓVEMBER 1976
3
HINN kunni danski ljóðaþýðandi
Poul P.M. Pedersen er um þessar
mundir staddur á tslandi i boði
menntamálaráðuneytisins og
mun hann verða hérlendis i rúm-
ar tvær vikur. Hefur Norræna
húsið boðið Pedersen að dveljast í
húsinu þennan tfma.
Poul P.M. Pedersen
Poul P.M. Pedersen er hingað
kominn vegna útgáfu fslenzks
ljóðasafns, sem hann hefur verið
að þýða á dönsku. Verða þar sýn-
ishorn af verkum 50 islenzkra
ljóðskálda frá þessari öld. Verður
bókin um 500 blaðsfður og hafa
90% ljóðanna þegar verið þýdd.
Að sögn Pedersens mun hann
ljúka þýðingum, skýringurti við
ljóðin og ritstjórn verksins eftir
um það bil ár og mun bókin koma
út upp úr því.
Pedersen sagði i samtali við
Morgunblaðið f gær, að hann
vænti þess, að Norræna þýðingar-
miðstöðin veitti aðstoð við útgáfu
verksins, en á meðan hann dvelst
hér hefur hann f huga að hafa
samband við skáld og kynna sér
ný markverð ljóðasöfn frá árinu
1975.
Þess má geta að Poul P.M. Ped-
ersen hefur oft komið til Islands
áður og er hann handgenginn ís-
lenzkum bókmenntum og þá sér-
staklega ljóðlist, enda hefur hann
gefið út ljóðasöfn fjögurra ís-
lenzkra skálda á dönsku, Steins
Steinars, Hannesar Péturssonar,
Matthfasar Johannessens og
Jóhannesar úr Kötlum, auk lftils
ljóðaúrvals, „Fra hav til jökel",
sem út kom 1961. Hefur þessum
bókum yfirleitt verið vel tekið f
Danmörku. „Þessum bókum hef-
ur yfirleitt verið vel tekið f dönsk-
um blöðum," sagði Pedersen,
„sem sýnir að islenzk skáld hafa
mikla og sérstæða hæfileika, sem
vekja athygli erlendis og ástæða
er til að kynna öðrum þjóðum."
Þess má að lokum geta, að Fé-
lag, fslenzkra rithöfunda mun
efna til sérstaks fundar með Poul
P.M. Pedersen, þar sem hann
mun spjalla um íslenzka nútfma-
ljóðlist.
Arnarflug boðið
Flugleiðum til kaups?
MORGUNBLAÐIÐ hefur fregnað
að meðal forráðamanna Ollu-
félagsins og/ eða annarra aðila
innan samvinnuhreyfingarinnar,
sem hlut eigi I Arnarflugi, hafi
komið til tals að bjóða Flug-
leiðum þennan hlut til sölu og
haft hafi verið samband við for-
ráðamenn Flugleiða i þvf
sambandi.
Ekki hefur tekizt að fá þetta
staðfest hjá forráðamönnum
Flugleiða. Morgunblaðið hafði
samband við Alfreð Elfasson, for-
stjóra Flugleiða sem vísaði á Sig-
urð Helgason, forstjóra, sem hefði
haft með málið að gera.
Morgunblaðið spurði þá Sigurð,
hvort komið hefði formlegt eða
óformlegt tilboð frá for-
ráðamönnum Olíufélagsins
og/eða annarra aðila innan sam-
vinnuhreyfingarinnar um, að
Flugleiðir keyptu hlut þeirra f
Arnarflugi. Sigurður kvað ekkert
slfkt tilboð hafa komið fram.
Hann var þá spurður að því, hvort
sömu aðilar hefðu þreifað fyrir
Framhald á bls. 30
Ljósm. Mbl. RAX.
Frá blaðamannafundi, sem Landssamtökin Þroskahjálp efndu til f gær. Á myndinna eru talið frá
vinstri: Hólmfrfður Gunnarsdóttir, Eggert Jóhannesson, Gunnar Þormar, Jón S. Alfonsson, Ingibjörg
Sfmonardóttir og fyrir enda borðsins þær Helga Finnsdóttir og Margrét Margeirsdóttir.
Landssamtökin Þroskahjálp:
Brýn nauðsyn aó setja
nýja heildarlöggjöf um
málefni þróskaheftra
LANDSSAMTÖKIN Þroska-
hjálp, sem stofnuð voru fyrir
rúmum mánuði, boðuðu til
blaðamannafundar f gær.
Tilgangur samtakanna er að
berjast fyrir réttindum og
vinna að málefnum þroska-
heftra f landinu. Að sam-
tökunum standa foreldrafélög,
styrktarfélög, starfsmanna-
féfög, stéttarfélag sérkennara
og starfsmannafélög þroska-
þjálfa og þroskaþjálfanema.
Eru félagsmenn alls 5500. For-
maður samtakanna er Gunnar
Þormar en ásamt honum skipa
Jón S. Alfonsson og Eggert
Jóhannesson framkvæmdaráð
stjórnarinnar. Auk þeirra eru f
stjórn Helga Finnssdóttir, for-
maður menntamáfanefndar
samtakanna. Kristján Ing-
ólfsson, fulltrúí Austurlands,
sr. Gunnar Björnsson, fyrir
Vestfirði, og Einar Sigbjörns-
son Akureyri.
Tilgangur blaðamanna-
fundarins var að skýra frá
niðurstöðum fjölmenns fundar,
sem samtökin héldu að Hótel
Esju fyrr í vikunni að viðstödd-
um menntamálaráðherra og
nokkrum þingmönnum.
Að þvi er stjórn samtakanna
sagði, tóku margir til máls á
fundi þessum auk þeirra er
fluttu framsöguerindi. Kom þar
skýrt í ljós mikil óánægja með
ástand mála og þungar deilur á
ráðherra og þingmenn fyrir
sinnuleysi hvað málefni þroska-
heftra snertir. A fundinum var
eftirfarandi tillaga samþykkt:
Fundur landssamtaka Þroska-
hjálpar, haldinn að Hótel Esju
18. nóvember 1976, samþykkir
að skora á alþingi að samþykkja
nú þegar, að hafinn verði
undirbúningur frumvarps til
laga um málefni þroskaheftra.
Lög þessi samþykki kennslu-,
heilbirgðis- og félagslega
þjónustu við þroskahefta svo
vel fari og taki mið af framför-
um og nýrri vitneskju, sem
felur í sér það meginatriði, að
þroskaheftir búi við sömu lffs-
skalyrði og annað fólk
Reglugerð um sérkennslu,
sem gerð verður samkvæmt lög-
um um grunnskóla frá árinu
1974, á að koma menntunar-
málum þroskaheftra í eðlilegt
horf og þá miðað við, að þeir
njóti sama réttar og aðrir um
framkvæmd kennslu og þjálf-
unar þeim til handa. Ef vikið
verður frá þvf telur fundurinn
að reglugerðin sé
ófullnægjandi.
Fundurinn gerir þá skilyrðis-
lausu kröfu, að fulltrúar
Þroskahjálpar hafi hönd i
bagga með lögum og reglum,
sem sett eru um málefni
þroskaheftra.
Loks vill fundurinn gera
alþingi ljóst, að þetta mál þarf
að hafa algjöran forgang, ef um
verkefnaval er að ræða vegna
fjárskorts. Þar til ný heildar-
löggjöf um málefni þroska-
heftra kemst til framkvæmda
verður að efla styrktarsjóð
vangefinna verulega, þannig að
hægt verði að fjármagna þau
verkefni, sem mest eru að-
kallandi.
Gunnar Þormar, formaður
samtakanna, gat þess á blaða-
mannafundinum að fjárfram-
lag rfkisins til þessara mála
væri á fjárlögum 1977 fjörutfu
milljónir og sagði hann að það
Framhald á bls. 30
Vinsælu„Blasé”ilmvötnin frá MAX FACTOR
eru fáanleg í helstu snyrtivöruverslunum.
íslenzk skáld
hafa sérstæða
hæfileika, sem
vekja athygli
— segir Poul P.M. Pedersen,
sem kominn er til íslands vegna út-
gáfu íslenzks ljóðasafns á dönsku
Aðalfundur
Norðfirðinga
félagsins
AÐALFUNDUR Norðfirðingafé-
lagsins f Reykjavfk og nágrenni
verður haldinn á morgun, sunnu-
dag. Fundurinn hefst f Snorrabæ
við Snorrabraut kl. 20.30, með
venjulegum aðalfundarstörfum.
Að þeim loknum verða skemmti-
atriði. Baldur Karlsson frá Skála-
teigi í Norðfirði syngur einsöng,
lesin verða tvö kvæði eftir Marfu
Bjarnadóttur og að lokum verður
spilað bingó. Vinningar eru fjöl-
margir og góðir, en þá hafa Norð-
firðingar f fyrirtækjarekstri i
Reykjavík gefið.
Perfume
Perfume Spray Essence Perfumed Cologne Concentrate
Ólafur Kjartansson, Heildverzlun, Lækjargötu 2
J