Morgunblaðið - 20.11.1976, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 20. NOVEMBER 1976
Verðmæti
hundruða
milljóna
króna hent
í sjóinn
Sigurlaug Bjamadóttir
og Jón Árnason hafa flutt
tillögu til þingsályktunar
um fullnýtingu lifrar og
hrogna. í greinargerB
kemur fram, aS heildar-
magn lifrar úr árlegum
fiskafla fslendinga
(þorski, ufsa og ýsu) sé
allt að 15.000 tonn. Af
þvi magni er um 10 þús-
und tonnum fleygt. Var-
lega áætlað er verðmæti
þessa hráefnis 250 m.kr.
á ári að sögn Sigurlaugar
og margfalt það ef full-
unnið væri. Sigurlaug
sagði 1 framsögu fyrir til-
lögunni að verð á hreins-
uðu lýsi væri kr. 67.000 á
tonnið. Flutningsmenn
telja nauðsynlegt að
könnun fari tafarlaust
fram á þvi, hvem veg
megi nýta þessi verð-
mæti. sem óverjandi sé að
fleygja. bæði með tilliti til
gjaldeyrisstöðu þjóðar-
búsins og ekki síður með
tilliti til þess næringar-
vanda, sem hrjárir stóran
hluta mannkyns.
Lýsi og
niðursoðin
lifur
Sigurlaug sagði að
lýsisframleiðendur teldu
að hægt væri að selja
mun meira af meðalalýsi á
erlendan markað, ef
meira framboð væri á
góðri og ferskri lifur hér
heima. Aukin framleiðsla
fóðurlýsis gæti og létt
eitthvað á útgjöldum
bænda I rándýran fóður-
bæti, sem er einn út-
gjaldafrekasti rekstrar-
liður landbúnaðarins. i V-
Þýzkalandi er vaxandi
áhugi á niðursoðinni
þorsklifur. Mengun sjávar
viða um heim (lifur er sér-
staklega viðkvæm fyrir
mengun) veldur þvi. að
fsland og N-Noregur eru
talin liklegust framleiðslu-
svæði neyzluvara úr lifur.
Lifur úr Eystrasalti er t.d.
ekki talin gjaldgeng til
vinnslu vegna mengunar.
Framkvæmd bókunar sex
auðveldar okkur sölu á
Evrópumarkað fyrir allar
sjávarafurðir, en ekki sizt
rækju. hrogna og lifrar.
Sigurlaug sagði mikinn
áhuga fyrir þessu máli
bæði hjá Rannsóknastofn-
un fiskiðnaðarins og lýsis-
framleiðendum. Þessu
máli þyrfti þvi að fylgja
fast eftir.
Geymsluþol
lifrar
Sigurlaug sagði að
tvennt hefði verið fært
fram til afsökunar þvi, að
lifur væri. ekki hirt.
Geymsluþol hennar væri
takmarkað og mikið feit-
metisframboð á heims-
markaði hefði haldið lýsis-
verði það lágu. að vinnsla
hennar væri vafasöm i
verðlægðum. Rannsóknir
á geymsluþol lifrar hafi
hinsvegar sýnt að með
réttum aðferðum megi
auka það í allt að 10
daga. Markaðsaðstaða
virðist og batnandi. eftir
upplýsingum sem hún
taldi áreiðanlegar. i þessu
sambandi megi heldur
ekki gleyma framlögum
svokallaðra velmegunar-
þjóða til þrónuarlanda.
þar sem hqndruð milljóna
líði af næringarskorti. Hér
sé þvl ekki einvörðungu
um það að ræða, hvort við
stöndumst það efnahags-
lega að fleygja í sjóinn
fæðuverðmætum fyrir
hundruð milljóna króna.
heldur líka hitt, hvort það
sé siðferðilega verjandi
eða sæmandi menningar-
þjóð.
Að nýta verð-
mætin við
fætur okkar
í ræðu Sigurlaugar var
m.a. vitnað til fróðlegs er-
indis dr. Bjöms Dagbjarts-
sonar, sem öðrum þræði
fjallaði um nauðsyn þess
að kanna grundvöll fyrir
lyfja- og Itfefnavinnslu úr
sjávarafla. en þeirri iðn-
grein er spáð vaxandi
gengi á næstu áratugum.
Það þykir Ijóst að notkun
fiskúrgangs i lifefna-
vinnslu er að mestu
óplægður akur og þarfn-
ast mikillar undirbúnings-
vinnu og rannsókna. Ýms-
ar aukaafurðir fiskiðnaðar
eru nær framleiðslustig-
inu. Má þar nefna rækju-
skel og humarúrgang. Ár-
iega falla til um 5000
tonn af þess konar úr-
gangi frá vinnslustöðvum
i landi, auk þess sem
fleygt er i sjóinn af
humarbátum. Litarefni i
rækjuskel Contaxantin, er
sama eðlis og litarefnið i
holdi laxa og bleikju, og er
sett i blöndur fiskafóðurs
til eldisstöðva. Súpukraft
má vinna úr humarklóm.
hydrosiöt úr fiskslógi og
fleira mætti til tina úr
fróðlegri ræðu þing-
mannsins, sem vakið
hefur verðskuldaða at-
hygli.
Guðspjall dagsins: Skattpeningurinn. (Matt. 22, 15,—22.)
Litur dagins er grænn: Táknar vöxt, einkum vöxt hins andlega lífs.
DÓMKIRKJAN Messa kl. 11
árd. Séra Hjalti Guðmundsson.
Klukkan 2 siðd. messa með
breyttu formi. Kristinn Halls-
son verður forsöngvari og syng-
ur einsöng. Foreldrar og að-
standendur fermingarbarn-
anna eru vinsamlegast beðnir
að koma ásamt börnunum. Séra
Þórir Stephensen. Barnasam-
koma kl. 10.30 i Vesturbæjar-
skólanum við Öldugötu. Séra
Þórir Stephensen.
LAUGARNESKIRKJA Messa
kl. 2 siðd. Barnaguðþjónusta kl.
10.30 árd. Séra Garðar Svavars-
son.
BUSTAÐAKIRKJA Barnasam-
koma kl. 11 árd. Guðþjónusta
kl. 2 síðd. Barnagæzla meðan á
messu stendur. Séra Ólafur
Skulason.
DÓMKIRKJA KRISTS
Konungs Landakoti Lágmessa
ki. 8.30 árd. hámessa kl. 10.30
árd. og lágmessa kl. 2 síðd.
KIRKJA ÓHÁÐA SAFNAÐ-
ARINS Messa kl. 2 siðd. Séra
Emil Björnsson.
NESKIRKJA Barnasamkoma
kl. 10.30 árd. Guðþjónusta kl. 2
e.h. Sr. Guðmundur Óskar
Ólafsson. Kirkjukvöld kl. 8.30.
35 ára afmæli Kvenfélagsins,
vandað verður til dagskrár.
Einsöngur og tvisöngur. Erindi
Þórarinn Þórarinsson f. skóla-
stjóri. Orgelleikur. Afmælis-
veitingar í Félagsheimilinu.
FRtKIRKJAN Barnasamkoma
kl. 10 30 árd. Guðni Gunnars-
son. Messa kl. 2 síðd. Séra Þor-
steinn Björnsson.
FELLA- OG HÓLASÓKN
Barnasamkoma í Fellaskóla kl.
11 árd. Guðþjónusta í skólanum
kl. 2 siðd. Séra Hreinn Hjartar-
son.
LANGHOLTSPRESTAKALL
Barnasamkoma kl. 10.30 árd.
Guðþjónusta kl 2 síðd. Séra
Árelius Níelsson.
HÁTEIGSKIRKJA Barnaguð-
þjónusta kl. 11 árd. Séra Tómas
Sveinsson. Messa kl. 2 síðd.
Séra Arngrímur Jónsson.
H ALLGRtMSKIRKJA Messa
kl. 11 árd. Séra Ragnar Fjalar
Lárusson. Fjölskyldumessa kl.
2 siðd. Séra Karl Sigurbjörns-
son.
LANDSPÍTALINN Messa kl.
10 árd. Séra Karl Sigurbjörns-
son.
ÁSPRESTAKALL Messa kl. 2
siðd. að Norðurbrtin 1. Séra
Grimur Grímsson.
GRENSÁSKIRKJA Barnasam-
koma kl. 10.30 árd. Messa kl. 2
siðd. Altarisganga. Séra Hall-
dór S. Gröndal.
ÁRBÆJARPRESTAKALL
Barnasamkoma í Árbæjarskóla
kl. 10.30 árd. Guðþjónusta i
skólanum kl. 2 síðd. Æskulýðs-
félagsfundur á sama stað
klukkan 8 síðdegis. Séra Guð-
mundur Þorsteinsson.
HJÁLPREÆÐISHERINN
Helgunarsamkoma kl. 11 árd.
Sunnudagaskóli kl. 2 síðd.
Hjálpræðissamkoma kl. 8.30
síðd. Hermannavígsla.
Prédikun flytur major Hiorth.
Kaft. Daníel Óskarsson.
FtLADEILFtUKIRKJAN Al-
menn guðþjónusta kl. 8 siðd.
Einar J. Gislason.
GRUND elli- og hjúkrunar-
heimili. Messa kl. 10 árd. Séra
Magntis Guðmundsson fyrrv.
prófastur messar.
DIGRANESPRESTAKALL
Barnasamkoma í Safnaðar-
heimilinu við Bjarnhölastíg kl.
11 árd. Guðþjónusta i Kópa-
vogskirkju kl. 2 síðd. Séra Þor-
bergur Kristjánsson.
KÁRSNESPRESTAKALL
Barnasamkoma í Kársnesskóla
kl. 11 árd. Guðþjónusta í Kópa-
vogskirkju kl. 11 árd. Séra Árni
Pálsson.
GARÐAKIRKJA Barnasam-
koma í skólasalnum kl. 11 árd.
Séra Bragi Friðriksson.
HAFN ARFJARÐARKIRKJ A
Barnasamkoma kl. 11 árd. Rún-
ar Egilsson guðfræðinemi.
Messa kl. 2 siðd. Séra Þorvald-
ur Karl Helgason prédikar,
séra Bragi Friðriksson þjónar
fyrir altari. Aðalsafnaðarfund-
ur að messu lokinni. Sóknar-
nefnd.
NJARÐVtKURPRESTAKALL
Sunnudagaskóli i Innri-
Njarðvíkurkirkju kl. 11 árd. og
i Stapa kl. 1.30. Guðþjónusta í
Innri-Njarðvíkurkirkju kl. 2
síðd. Séra Páll Þórðarson.
KEFLAVtKURKIRKJ A
Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Guð-
þjónusta kl. 2 síðd. „Kristað
æskufólk" sér um kvöldvöku
kl. 8.30. Séra Ólafur Oddur
Jónsson.
STOKKSEYRARKIRKJA
Barnaguðþjónusta kl. 10.30 árd.
Sóknarprestur.
GAULVERJABÆJARKIRKJA
Almenn guðþjónusta kl. 2 siðd.
Sóknarprestur.
ÚTSKÁLAKIRKJA Messa kl. 2
siðd. Séra Erlendur Sigmunds-
son.
STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA
Messa kl. 2 siðd. Barnaguðþjón-
usta kl. 3 siðd. Séra Stefán Lár-
usson.
AKRANESKIRKJA Barnasam-
koma kl. 10.30 árd. Messa kl. 2
síðd. Jóhannes Ingibjartsson
sóknarnefndarformaður
prédikar. Kristniboðsins
minnzt. Séra Björn Jónsson.
Verkamannafélagið
Dagsbrún
Félagsfundur
verður í Iðnó sunnudaginn
21. nóv. 1976 kl. 2. e.h.
Dagskrð:
1. Félagsmál (kosning í starfsnefndir samkv. lögum).
2. Breyting á innheimtu félagsgjalda, samkvæmt
samþykkt aðalfundar.
3. Málefni ASÍ þingsins.
Fjölmennið og sýnið skírteini við innganginn.
Stjórnin.
Standard 'Patkfíhder
Eigum fyrirliggjandi hin viðurkenndu
reykköfunartæki
frá SABRE SAFETY LTD,
Mjög hagkvæm verð.
Öll tækin afgreidd með lásum og festingum úr
ryðfríu stáli og hylkjum úr léttmálmi.
Vélsmiðjan Dynjandi S/F
Skeifunni 3 H Símar 82670 og 82671.
ItfH 'th
kvokl
verður sunnudagskvöld
21. nóvember
að Hótel Sögu Súlnasal
Austurlandakynning
Kl. 19.00. Húsiðopnað.
Kl. 19.30. — Hátlðin hefst stundvislega.
Matseðil:
Kinverskur fiskiréttur CHO LOW YU.
Indverskt KABAB karrý.
Arablskur kjúklingur Djedjag imer
Matarverð aðeins kr. 1650.—
Kl. 20.30. Skemmtiatriði.
Myndasýning — Austurlönd.
Tizkusýning m.a. pelsar frá Pelsinum.
Ferðabingó: Spilað verður um 3 sólarferðir með
Útsýn til Spánar og italiu.
Fegurðarsamkeppni ungfrú Útsýn 1977 __________
forkeppni.
Dans: Hin vinsæla hljómsveit Ragnars Bjarna-
sonar.
Ath.:
Gestir sem koma fyrir kl. 20.00 fá ókeypis happdrættis-
miða og vinningurinn er ókeypis Útsýnarferð til Spánar
og Ítaliu. Munið að panta borð snemma hjá yfirþjóni.
Hjá Útsýn komast jafnan færri aðen vilja. Útsýnarkvöld
eru skemmtanir I sérflokki þar sem fjörið og stemmn-
ingin bregzt ekki.
FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN