Morgunblaðið - 20.11.1976, Qupperneq 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NOVEMBER 1976
k\
EIMSKIP
A NÆSTUNNI
FERMA SKIP VOR
TIL ÍSLANDS
SEM HÉR SEGIR:
ANTWERPEN:
Skeiðsfoss 24. nóv.
Grundarfoss 29. nóv.
Urriðafoss 6. des.
Tungufoss 1 3. des.
Grundarfoss 20 des.
ROTTERDAM:
Skeiðsfoss 25. nóv.
Grundarfoss 30. nóv.
Urriðafoss 7. des.
Tungufoss 14. des.
Grundarfoss 21. des.
FELIXSTOWE:
Dettifoss 23. nóv.
Mánafoss 30. nóv.
Dettifoss 7. des.
Mánafoss 14. des.
Dettifoss 21. des.
HAMBORG:
Dettifoss 25. nóv.
Mánafoss 2. des.
Dettifoss 9. des.
1 Mánafoss 1 6. des.
Dettifoss 23. des.
PORTSMOUTH:
Selfoss 1 9. nóv.
Brúarfoss 25. nóv.
Bakkafoss 6. des.
Goðafoss 20. des.
Bakkafoss 27. des.
HALIFAX:
Brúarfoss 29. nóv.
KAUPMANNAHÖFN:
irafoss 23. nóv.
Múlafoss 30. nóv.
Irafoss 7. des.
Múlafoss 14. des.
írafoss 21. des.
GAUTABORG:
Irafoss 24. nóv.
Múlafoss 1. des.
Irafoss 8. des.
Múlafoss 1 5. nóv.
Irafoss 22. des.
HELSINGBORG:
Álfoss 29. nóv.
Álafoss 1 3. des.
Álafoss 27. des.
KRISTIANSAND:
Álafoss 30. nóv.
Álafoss 14. des.
Álafoss 28. des.
GDYNIA/ GDANSK:
Skógafoss 4. des.
Fjallfoss 1 3. des.
VALOKOM:
Skógafoss 1. des.
Fjallfoss 10. des.
VENTSPILS:
Skógafoss 3. des.
Fjallfoss 1 2. des.
&
WESTON POINT:
Kljáfoss 1. des.
Kljáfoss 1 5. des.
REGLUBUNDNAR
VIKULEGAR
HRAÐFERÐIR FRÁ:
ANTWEHPEN,
FELIXSTOWE,
GAUTABORG,
HAMBORG,
KAUPMANNAHÖFN,
ROTTERDAM
ALLT MEÐ
EIMSKIP
Ei1lapp|iaMlSíl6ji1S!Tep
Ljósm. Einar S. Einarsson.
ISLENZKA SKÁKSVEITIN I HAIFA, talið frá vinstri: Helgi Ólafsson, Guðmundur Sigurjónsson, Magnús Sólmundarson,
Bragi Halldórsson, aðstoðarmaður, Björn Þorsteinsson, Björgvin Víglundsson og Margeir Pétursson.
Einar S. Einarsson, forseti Skáksambands íslands:
Arangur Islands á Olympíuskák-
mótinu o g eftirmáli um mótið
VARÐANDI frammistöðu fsl.
skáksveitarinnar á Ólympiu-
skákmótinu í Israel, sem nýlok-
ið er, má segja að herzlumun-
inn hafi vantað til þess að hún
geti talist vel viðunandi. Hálfur
vinningur til viðbótar hefði
breytt miklu og fleytt liðinu úr
20.—22. sæti upp í allt að 11.
sæti. Þrátt fyrir það verður
þetta að teljast dágóður árang-
ur, miðað við að ekki var um að
ræða okkar allra sterkasta lið.
Einnig má benda á það að af
13 þjóðum, sem við var teflt,
höfnuðu 10 fyrir ofan ísland að
vinningum, sem sýnir að fyrir-
staðan hefur verið þónokkur.
Nú var f fyrsta sinn teflt eftir
Monrad-kerfinu, og því segja
vinningarnir oft á tíðum ekki
nema hálfa söguna. Aðeins röð
5—7 efstu liða er ótvíræð, þar
eð þau hafa örugglega teflt
saman innbyrðis og sama gildir
reyndar um neðstu liðin, en um
miðjuna ræður slembilukkan
ein um endanlega röð, vegna
þess að mjög misjafnt er á móti
hvað sterkum þjóðum einstakar
sveitir hafa teflt. Kosturinn við
Monrad-kerfið er sá fyrst og
fremst að það styttir mótin og
sparar þannig mikinn tíma og
peninga. Nú var mótið aðeins
13 umferðir samanborið við
20—22 oftast áður.
I mótinu vann fsl. sveitin 6
keppnir, tapaði 6 og ein varð
jafntefli. 14 skákir unnust, 26
urðu jafntefli og 12 töpuðust.
Bestum árangri náði Guðmund-
ur Sigurjónsson stórmeistari,
eins og við var að búast. Hlaut
7.5 vinning úr 11 skákum eða
68.2%, sem jafnframt var 6.
bezti árangur á 1. borði.
Ólympfuskákmótið, eftirmáli
Aðdragandi þess að tsland
tók þátt í nýafstöðnu Ólympíu-
skákmóti var með sögulegra
móti. Fyrst var ákveðið að sitja
heima og fara hvergi, til að
spara peninga, þar sem fyrir-
sjáanfegt þótti að margar þjóðir
myndu ekki mæta til leiks.
Mánuði seinna var svo blaðinu
snúið við og ákveðið að senda
lið til þátttöku. Var það gert
fyrst og fremst að þrábeiðni
Israelsmanna, sem höfðu treyst
á það að a.m.k. öll Norðurlönd-
in kæmu. Enda hafði og komið í
ljós að þær þjóðir, sem ætluðu
að sniðganga mótið, voru flest-
ar af sama sauðahúsi í pólitfk,
andstæðingar tsraels.
Þegar farið var að bendla
Skáksamband tsiands við að
vera f slagtogi með þeim þótti
ýmsum nóg boðið. Einnig hafði
þá komið fram vilji ríkisstjórn-
arinnar til að stuðla að því að
tsland tæki þátt. Var þvf fyrri
afstöðu breytt og ákveðið að
vera með, en þó því aðeins að
hægt væri að afla sérstaks fjár
til fararinnar, svo önnur starf-
semi St biði engan hnekki.
Heitið var á alla velunnara
skáklistarinnar máfinu til
stuðnings og fengin sérstök
heimild rfkisskattstjóra fyrir
því að gjafir og styrkir til Skák-
sambandsins mættu vera frá-
dráttarbærir til skatts, til að
örva fyrirtæki og einstaklinga
ennfrekar til þess að láta fé af
hendi rakna. Nú að mótinu
loknu er meir en tímabært að
þakka þeim aðilum, sem þegar
hafa styrkt Sl vegna þessa
keppnisferðalags, þvf það eru
þeir sem eiga heiðurinn af þvf
Urslit einstakra umferða:
1. Island—HongKong 4—0
2. tsland — ltalfa 1—3
3. tsland — Kolumbfa „ 1.5—2.5
4. tsland — Luxemburg 3—1
5. Island—Chile 2.5—1.5
6. Island—Astralfa 1.5—2.5
7. tsland — Austurrfki 2.5—1.5
8. lsland — Fiiippseyjar 1.5—2.5
9. lsland — Finnland 2.5—1.5
10. tsland — Noregur 2—2
11. tsland — Kanada 1—3
12. tsland — Wales 1—3
13. tsland — frland 3—1
að tsland gat verið með, og enn
eru bundnar vonir við það að
fleiri ólympfugfróseðlar skili
sér. Ekki er viðeigandi að birta
nöfn einstakra styrktaraðila
umfram önnur, en koma má
fram að auk rfkissjóðs og nokk-
urra bæjarfélaga munaði mikið
um framlög frá bönkunum og
samvinnuféfögunum, sem ár-
lega verja nokkru fé til menn-
ingarmála. En litlu verður
vöggur feginn og hin mörgu
smáu framlög voru hvað gleði-
legust.
Annars er það nú svo, þegar
farið er að hugleiða þessi mál
nánar, þá verður það að teljast
Árangur einstakra keppenda:
Guðmnndur Sigurjðnsson
Helgi Ólafsson
Björn Þorsteinsson
Magnús SAimundarson
Margeir Pétursson
Björgvin Viglundsson
samtals
hálfundarlegt, að hið opinbera
skuli ekki veita meira fé til
menningarsamskipta við útlönd
á sviði fþrótta og lista.
Þátttaka í alþjóðamótum,
svo sem ólympíuleikjum/ mót-
um, heimsmeistarakeppnum,
Evrópu- eða Norðurlandamót-
um á að vera kappsmál hverrar
sjálfstæðrar þjóðar. Að tryggja
fslenzka þátttöku f alþjóðlegum
menningarviðburðum af þessu
tagi, ætta að vera kappsmál
þjóðarinnar og fastur liður á
fjárlögum hins háa alþingis, en
ekki sérmál fámennra og oftast
fjarvana stjórna einstakra sér-
sambanda ESE.
vinn skákir % u j t
7.5 11 68.2 4 7 0
6.0 11 54.5 3 6 2
4.5 9 50.0 2 5 2
5.0 9 55.6 4 2 3
2.5 6 41.6 1 3 2
1.5 6 25.0 0 3 3
27.0 52 51.9 14 26 12
„MANNTAFLIÐ er alþjóðlegt tungumál og vel til
þess fallið að efla frið og vináttu milli þjóða. í skák
geta menn „barizt“ án þess að berjast,“ mælti
prófessor E. Katzir, forseti ísraels, í hófi, sem hann
hélt fulltrúum þátttökuþjóða í ólympíuskákmótinu í
embættisbústað sínum í Jerúsalem. Hann kvað
ísraelsmenn eiga enga ósk heitari en að geta lifað i
friði og sátt við allar þjóðir heims, ekki hvað sízt
nágrannaþjóðir sínar. Á myndinni þakkar Einar S..
Einarsson, forseti Skáksambands Islands, honum
móttökur ísraelsmanna, sem voru framúrskarandi
höfðinglegar.