Morgunblaðið - 20.11.1976, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1976
BRAGI ÁSGEIRSSON skrrfar um sýningu VETURLIÐA að Kjarvalsstöóum — ERLENDUR JÓNSSON skrtfar um bókina „Þaó rís úr djúpinu" og JÓHANN
Bókmenntlr
eftir ERLEND
JONSSON______________
Guðbergur Bergsson: ÞAÐ RÍS
UR DJUPINU. 231 bls. Helga-
fell 1976.
Þessi bók skiptist í tvo hluta.
„Sönn saga af sálarlífi systra“
heitir fyrri hlutinn og er sem
hver önnur frásögn með at-
burðarás, söguþræði; kvenna-
fari t.d. sem aldrei má vanta í
sögu eigi hún að rísa undir
nafni. Við fyrstu sýn kann að
virðast sem höfundur fari
troðnar slóðir, skrifi hefðbund-
ið og skikkanlega og leiki ekki
þess konar sjónhverfingar sem
gert hafa margan lesandann
tvílráðan andspænis fyrri bók-
um hans. Meira að segja eldhús-
Guðbergur Bergsson.
Umhverfi og
innhverfi
reyfarastíl bregður fyrir, t.d.
eftirfarandi:
„Gunna var ljóshærð. Auk
þess að vera snotur, hafði hún
alltaf þótt tignarleg, bæði í fasi
og framgöngu. Hún átti ekki til
hætis hót af feimni." Og
nokkru síðar: .J'agurskapaðir
kálfarnir fóru ekki framhjá
neinum fyrir ofan nettan fót-
inn. Gunna var reglulegt pilta-
gull.“
Hvað er hér á ferðinni?
Hjúkrunarkona í leit að ham-
ingju? Heimasæta utan af landi
að freista gæfunnar f borginni?
Bók handa draumlyndu fólki að
lesa undir svefninn? Satt er
það, litur textans er fljótt á litið
rósrauður. Fljótt á litið — en
varlega skyldi treysta að sá sé
grunnliturinn. Guðbergur hef-
ur oft gengið á það lagið að
bregða ýmiss konar grimu fyrir
andlit sögupersóna sinna og
varpa annarlegu ljósi yfir svið
það sem þær hrærast á. Ætli
hann geti ekki sett saman æsi-
spennandi ástarsögu eins og
hver annar? Þegar líður á þessa
“sönnu sögu af sálarlífi systra“
staldrar höfundur við og ætlast
til að lesandi nemi líka staðar
og leyfi spennunni af lestrinum
að hríslast þægilega um taug-
arnar og spyrji sjálfan sig:
,JIvað kemst Friðþjófur langt
með Tótu?“ Kannski hittir höf-
undur þarna naglann á höfuðið.
Flestar skáldsögur snúast ein-
mitt um það — hvað kemst
hann langt með hana? Þetta
ætlar að verða heilmikil saga
með „innlifun" og hverju einu
sem segja má slíkri sögu til lofs.
En söguna þrýtur áður en bók-
in er hálfnuð; höfundur lætur
hana enda á auðri sfðu svo les-
andinn geti botnað.
Þá tekur við seinni partur-
inn. Þar eru aftur komin á vett-
vang Anna, Már og fleiri gamal-
kunnar persónur, allt frá Tóm-
asi Jónssyni metsölubók. Anna,
þessi gustmikli kvenmaður,
gerður af anda meir en efni,
stendur aftur f sfnu flöktandi
sviðsljósi. Hver er Anna? Hún
stendur á þröskuldi milli raun-
veruleika og draumóra og
skyggnist til beggja átta:
„Persónulega finnst mér allt
koma hvort tveggja f senn frá
umhverfinu og innhverfinu, og
því er mér bæði skiljanlegt og
óskiljanlegt í senn.“
Gróskan f hugarlandi önnu
er líkt og jarðargróðinn ef hann
er ekki flokkaður í kerfi — þar
kennir margra grasa, alltaf seg-
ir Anna eitthvað nýtt sem þó
lfkist flestu sem hún hefur áður
sagt; hún er sannarlega heil-
steypt persóna eins og sagt var
um atkvæðamiklar söguhetjur f
gamla daga. Hún hefur orðið
viðskila við bæði raunveruleik-
ann og vanann, hún er að hálfu
mennsk en að hálfu draumur.
Lýsingin á henni er þvf engin
„sálarlífslýsing“ f venjulegum
skilningi, lesandinn stendur
ekki eftir með sundurliðun og
skilgreining á duttlungum
hennar; úr geðflækjum hennar
verður trauðla greitt. „Flestir
menn eru útlendingar í eigin
lfkama og sálin erlend og mælir
á framandi tungu“ — þannig er
Anna, framandi sjálfri sér, um-
hverfi sínu og lesanda. Hún er
persóna búin til af orðum og
ætlar sér ekki stærra hlut. Eftir
allar þær furður sem gerst hafa
f kringum hana — og í henni
sjálfri — lýkur bókinni á þess-
ari hagnýtu skáldspeki:
„Bústaðir orðsins eru ótelj-
andi. Vegir orðsins eru órann-
sakanlegir, en samt er ekkert
til án þess. öll orð eru sönn, en
það sem ég hef sagt og hugsað
er hverju orði sannara."
Ég hygg að sá verði nýtastur
mælikvarðinn sem lagður verði
á þessa bók eins og fyrri bækur
Guðbergs að litið verði á þær
sem texta byggðan upp af orð-
um fremur en eftirmynd af
raunveruleikanum ef hugtakið
raunveruleiki er mælt á hefð-
bundinn raunsæismælikvarða.
Þær eru að talsverðu leyti
abstraktmyndir úr lffinu; engin
spegilmynd af þvf, heldur skír-
skotun til þess, eins konar villi-
gróður undirvitundarinnar.
Guðbergur getur hermt eftir,
er gæddur þeim hæfileika í rík-
um mæli. Skopstælingum
bregður fyrir í flestum bókum
hans, einnig þessari. Með sfnu
næma auga hefur hann fest sér
í minni fínlegu drættina í svip-
móti mannlffsins. Jafnframt er
hann uppreisnarmaður gegn
viðteknum ritunarhefðum.
Skopstælingunum, sem svo víða
gægjast fram í texta hans, sýn-
ist ekki beitt til skemmtunar
einnar heldur til að koma upp
um fyrri ritanarhefðir; sýna
fram á að það, sem lesendur
hafa trúað, viljað trúa eða verið
látnir trúa, stenst ekki alltaf
próf raunveruleikans fremur
en hugarórar önnu.
Þó Guðbergur komi ekki
fram endurnýjaður með þessari
bók er hún vissulega góð viðþót
við fyrra safn hans um Önnu
Katrfnu og stórfjölskyldu þá
sem hún hefur safnað um sig.
Eldhúsreyfarinn um sálarlff
systranna er líka spennandi —
á sfna vfsu.
Skopskyn Guðbergs spannar
alla tfðni mannlífsins. Og hug-
kvæmnin bregst honum ekki.
Jc /u y/icti
VETURLIÐI Gunnarsson
er dugmikill á vettvangi
sýninga á myndverkum
sínum og jafnframt áleit-
inn athafnamaður á sviði
myndsköpunar. Ekki er
langt síðan hann sýndi að
Kjarvalsstöðum og nýtti þá
meirihluta af rými Vestur-
salarins, og er nú aftur
kominn þangað og leggur
að þessu sinni allan salinn
undir myndverk sín.
Hugðist hann jafnvel taka
allt húsið fyrir mikla yfir-
litssýningu á verkum
sínum, og mun það vafa-
lítið hafa átt að vera í
tengslum við þann merkis-
áfanga ævi hans að fylla
fimmta áratuginn, — en
einungis annar salurinn
var honum falur. Líkast til
mun af sú góða og gagn-
merka venja F.élags
íslenzkra myndlistar-
manna er lengi tíðkaðist að
bjóða félögum sínum að
gangast fyrir sýningu á
verkum þeirra í tilefni
þessa áfanga í lífi félaga
sinna.
Sýning Veturliða ber þrátt fyrir
allt nokkurn svip yfirlitssýningar,
þótt engan veginn sé að þvf
stefnt, — en eins og listamaður-
inn hefur látið orð falla um þá
hefur hann tfnt til myndir frá
ýmsum tímaskeiðum, sem eru
flestar í eigu hans sjálfs. Nokkrar
hefur hann fengið að láni.it.d.
tvær stórar myndir er voru á
fyrstu sýningu hans haustið 1952,
er mikla athygli vakti þá og mikið
var skrifað um vegna hressilegra
tiltekta, en hér verður ekki
fjallað um.
Ekki eru þetta þó elztu
myndirnar á sýningunni með því
að listamaðurinn hefur hengt hér
upp málverk á vegg við inngang
sýningarinnar og er hún sögð
máluð árið 1944 og viðfangsefnið
frá Bolungavfk. Gefur sú mynd til
kynna ótvfræða listamannshæfi-
leika og , að snemma hafa honum
verið hugleikin viðfangsefni, sem
tengjast smáþorpum við sjávar-
síðuna og umhverfi þeirra, en
slfkt gengur f ýmsum myndum
lfkt og rauður þráður f gegnum
listferil Veturliða, með nokkrum
frávikum þó.
Umbúðalaus óhlutlæg mynd-
Mynðír
frá
fmsnm
tímnm
sköpun tók hug Veturliða á tfma-
bili, „action painting" og
„tassismi", en þar var hann þó
alltaf með hugann við fyrri hug-
hrif af viðfangsefnum sjávar-
þorpa, landslags, skipa f höfn, að
ógleymdum fuglinum og sjálfum
manninum.
— Hér er um viðamikla sýningu
að ræða svo sem ráða má af tölu
mynda, en þær eru 134 á
syningarskrá, margar þeirra stór-
ar en einnig minni myndir, og
hanga þær sumsstaðar f tveimur
röðum, auk þess að skilrúmin eru
nýtt eftir fremsta megni. Fer því
ekki hjá því, að þröngt sé um
myndir á sýningunni, og er hér til
baga að tfmabil eru ekki af-
mörkuð, heldur myndum dreift
óþarflega mikið án tillits til tíma-
skila. Augljós er viðleitni lista-
mannsins til nokkurar úttektar á
listferli sínum, en takmarkað hús-
rými hefur sennilega staðið hér á
vegi rökvísrar yfirlitssýningar, —
og hann þvf brugðið á það ráð að
stokka upp tímabilin og sýna
myndirnar fremur eftir þvf
hvernig honum hefur fundist þær
fara saman á vegg. Þetta gerir
skoðendum óþarflega erfitt fyrir í
fyrstu, en við aðra heimsókn er
sem maður sé kominn á nýja
sýningu, svo mikil er breytingin,
a.m.k. var það reynsla mfn.
Veturliði hefur orðið þeirrar
reynslu aðnjótandi að vera um-
deildur listamaður f gegnum
tfðina, og hressilega atyrtur á
þeim tfma er beinar lfnur, hvöss
og flöt form voru útópfa framúr-
stefnulistamanna höfuðborgar-
innar, er illa þoldu að sjá hlutlægt
form koma fram i myndverki.
Sem betur fer er sá tími liðinn,
og þeir landslagsmálarar og
iðkendur hlutveruleikans er
árum saman pfndu sig við tilraun-
ir f óhlutlæga átt eru aftur farnir
að mála hlutlægt, hressilega
óþvingaðir, enda hafa sumir
þeirra sjaldan eða aldrei málað
betur. Ætti þetta að gefa auga
leið um það, hve opin og víðsýn
viðhorf gagnvart möguleikum
listarinnar eru heilbrigðari en
uppgötvun fallvalts fullkomleika
sérgildra viðhorfa.
Það er rétt stefna hjá Veturliða
að draga fram gamlar myndir og
kynna yngri kynslóðinni, sem
væntanlega kann slfkt að meta.
Eftirsjá er að þvf, að ekki varð af
skipulegri yfirlitssýningu Vetur-
liða, með þvf að þetta form hentar
naumast sama listamanni, svo
skammt sem hér er á milli svip-
lfkra sýninga. Svo dugmikill lista-
maður sem Veturliði Gunnarsson
ætti að geta efnt til sýninga með
nýjum myndum einungis og hafa
af þvf mikinn ávinning.
Veturliði er rómantíker fram í
fingurgóma, örgeðja og viðkvæm
sál er finnur samsemd með öllu
þvf sem lifir og hrærist, föru-
maður er klífur fjöll og firnindi f
leit að sjaldgæfum steina-
tegundum, nýju viðhorfi og
ferskum hughrifum, — einlægur
unnandi boðaslóða, öræfa og út-
nesja. Hann leitar fróðleiks í
nýlistum jafnt sem verkum eldri
meistara. — Þann veg kenni ég
þennan listamann.
Allt þetta speglast f myndum
hans á sýningunni í Vestursal
Kjarvalsstaða f mögnuðum vatns-
lita- og pastelmyndum, svo sem
nr. 2, 4, 16, 41, 44 og 48, og
málverkum nr. 76, 89, (er Lista-
safnið falaði, og valdi hér vel) 93,
121, 127, 128 og 134, — ásamt í
myndum „action painting" og
„tassisma" nr. 87, 85, 113, 126 og
133.
Ekki er gerlegt að greina þetta
nánar hér að sinni, en þetta voru
þau verk er einkum vöktu athygli
mína að loknum þrem heim-
sóknum á sýninguna.
Bragi Ásgeirsson.