Morgunblaðið - 20.11.1976, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1976
15
Helgi J. Halldórsson:
ísland væntir þess að
alþingismenn og kenn-
arar geri skyldu sína
Kæri Sverrir.
Af því að okkur tókst ekki að
ræða neitt saman að gagni þeg-
ar við sátum stutta stund við
kaffidrykkju fyrir nokkru lang-
ar mig áð skrifa þér nokkrar
línur. Og þar eð efni bréfsins er
ekki einkamál okkar í milli
spillir ekki þó að fleiri lesi. Ég
kann betur við að ganga opin-
skátt til verks en hafa I frammi
launmál í baksölum Alþingis
eða treysta á fjölskyldutengsl.
Síðastliðið sumar las ég allar
umræður sem fóru fram á Al-
þingi undir þingslit I vor um
fslenska stafsetningu svo og
umræður 1975 um sama efni.
Ég var litlu nær um rökin fyrir
þvf að þú og fleiri sækja svo
fast að fá aftur inn í íslenskt
ritmál z, hið umdeilda rittákn.
Eg varð hinsvegar nokkru fróð-
ari um þær bardagaaðferðir
sem beitt er f þessari virðulegu
stofnun, en það er önnur saga
sem ég ræði ekki hér.
Þú talar mikið um að þú þurfir
að ná vopnum þfnum. En það
skyldi nú ekki vera að þau séu
ekki eins bitur og þú heldur og
betri vopna sé annars staðar að
leita.
Ég átti engan hlut að brott-
námi z úr fslensku ritmáli f
september 1973 og vissi ekkert
um þá breytingu fremur en þú
fyrr en hún var auglýst. Hins-
vegar fagnaði ég breytingunni
en þú reist öndverður gegn
henni. Nú skal ég segja þér og
öðrum hvers vegna ég fagnaði
brottnámi z úr fsl. stafsetningu.
Fljótlega eftir að ég byrjaði að
kenna fslensku 1945 komst ég á
þá skoðun að misráðið hefði
verið að taka z aftur inn f fsl.
ritmál 1929 og fella hana f það
kerfi sem þá var gert. Með aug-
lýsingu stjórnarráðsins 1918
hafði z verið hafnað. Ástæð-
urnar fyrir afstöðu minni voru
einkum þessar:
1. Z hefur ekkert framburðar-
gildi f íslensku eða réttara sagt:
hún hefur sama framburðar-
gildi og s. Hún á að bæta upp
brottfall tannhljóðanna ð, d og
t., sem falla brott í framburði,
hvort sem þau eru stofnlæg eða
bætast við í endingum. Þetta er
gert til að varðveita tengslin við
stofninn. Segja má að nokkurt
gagn sé að þessu þegar tann-
hljóðin eru stofnlæg. Þó er það
nú svo að ekki er hægt að rita z
réttilega nema finna fyrst
brottfallið. Og hver er þá
vinningurinn? 1 endingum
sagna kemur z ýmist f staðinn
fyrir stofnlægt t eða viðbótar t í
endingum. Þar er víða að henni
harla lftill vinningur og sum-
staðar er hún fráleit. Hvaða
vinningur er t.d. að þvf að rita
ég sest með zt (sezt) en ég hef
sest (sami framburður) með tzt
(setzt)? Ég sé ekki betur en
þetta sé hréin tölfræði sem á
ekkert skylt við hljóðfræði og
hefur aldrei átt. Þá er ærið
langsótt sú regla að það hefur
veiðst skuli rita með ðzt
(veiðzt). Það skýrist með því að
sögnin beygist f kennimyndum
í germynd: veiða — veiddi
(veiðdi) — hef veitt (veiðt).
Þarna verður samlögun sam-
kvæmt þeirri reglu að hinn
sterkari ræður, ð er linast tann-
hljóða en t harðast. í miðmynd-
inni bætist st við germyndina.
Það hefur veiðst. Aður ritað
hefur veiðzt. Þarna kemur z í
staðinn fyrir s f miðmyndar-
endingunni og t sem bættist við
f lýsingarhætti þátfðar f
hvorugkyni germyndar. Sum-
staðar var z ranglega rituð
vegna samræmis. Venja var að
rita: Hann hefur ferðast með z
(ferðazt) en fyrir þvf eru engin
málfræðileg rök. Sögnin að
ferðast er miðmyndarsögn sem
er ekki til í germynd. Hann
hefur ferðað — er tilbúin ger-
mynd. Ég á erfitt með að skilja
röksemd, sem sumir hafa
haldið fram, að þeir geti ekki
gert sig skiljanlega i ritmáli
nema nota z en geti gert sig
skiljanlega f talmáli þrátt fyrir
brottfall tannhljóðanna. Ef
menn skilja ekki að hist og
flust er lýsingarháttur þátfðar
af sögnunum að hitta og flytja,
hvernig fara þeir þá að þvf að
skilja að þú lást og brást er
þátíð af sögnunum að liggja og
bregða?
2. Þá er það verulegur ókostur
við notkun z að ekki er talið
fært að byrja að kenna hana
fyrr en í 7. bekk grunnskóla,
sbr. fengna reynslu á liðnum
árum svo og 4. grein í frum-
varpi til laga um fsl. staf-
setningu flutta af Gylfa Þ.
Gíslasyni o.fl. á Alþingi 1975.
Hún hljóðar svo: „Heimilt skal
menntamálaráðherra að kveða
svo á, að þess skuli ekki krafizt
f 1.—6. bekk grunnskóla, að
kennt sé að nota z, og f stað tzt
megí nota st, t.d. rita styst,
stystur, flust, breyst o.s.frv."
Hér er gert ráð fyrir að kenna
brottfall tannhljóða talmálsins
í 6 fyrstu af 9 bekkjum grunn-
skóla, en sfðan á að taka upp í 3
efstu bekkjum kennslu á rit-
tákni sem hefur ekkert fram-
burðargildi í íslenskri tungu.
3. Það fer óhjákvæmilega
mikill tfmi f að kenna og læra
notkun z. Samkvæmt kerfinu
frá 1929 — eða eins og það
hefur verið útfært — þrengir
hún sér inn á svo mörg svið
málsins, a.m.k. meðan verið er
að kenna hana, eins og gjörla
má sjá á kennslubókum f staf-
setningu. Nýleg könnun á tfðni
bókstafa f skáldsögunni
Hreiðrinu eftir Ólaf Jóhann
Sigurðsson sýnir hinsvegar að
hún er ekki fyrirferðarmikil f
fallegu og vönduðu máli. Kom
sú niðurstaða mér ekki á óvart.
Ég sagði eitt sinn við kunningja
minn að einu lýtin á ljóðabók-
um Ólafs Jóhanns Sigurðs-
sonar, Að laufferjum og Að
brunnum, væru þau að ljóðin
væru prentuð með z. Þetta
hornótta rittákn, sem hefur
ekkert sjálfstætt hljóðgildi,
fellur svo ..a að kliðmjúkum
ljóðum.
Að sjálfsögðu er viss þjálfun
fólgin f þvf að læra að rita z
eftir settum reglum og einnig
fróðleikur. En er þessi fróðleik-
ur ekki of dýrt keyptur og er
ekki hægt að öðlast hann eftir
öðrum leiðum? Og nú kem ég
að meginefni þessa bréfs.
Þegar rætt er um stafsetningu
megum við ekki gleyma því að
mál er tjáningarmiðill f
samskiptum manna. Búningur
málsins, starfsetningin, þarf að
henta þessu hlutverkl Þess
vegna er vafasamt að vera f
daglegri notkun að burðast með
rittákn sem á sér ekkert hljóð-
gildi og er eingöngu notað til
fróðleiks. Hið sama má auð-
vitað segja um y. En sá er þó
munurinn að y er f kjarna máls-
ins en z hangir utan á þvf. Svo
er annað. Y er alltaf orðið til
við hljóðvarp og segja má að
hljóðvörpin séu enn lifandr f
málinu. Enn er hægt að mynda
nýyrði með hljóðvarpi.
En er ekki hægt að afla sér
fróðleiks um þróun málsins án
þess að hafa hann grunnmúrað-
an í daglegt mál, þennan
tjáningarmiðil f • viðskiptum
manna? Vissulega. Þú minntist
á tvenns konar æ. Engin hefur
lagt til að taka þau aftur upp f
daglegt mál. Þó væri mikill
fróðleikur fólginn f þvf að rekja
uppruna þeirra, og sennilega
væri það sfst erfiðara en hvort
heldur er að finna uppruna y
eða z. Æ f fslensku er orðið til
við i-hljóðvarp annaðhvort úr á
eða ó (láta — læti, góður —
goeði) En eins og ég sagði er
hægt að afla sér þess fróðleiks
eftir öðrum leiðum en gegnum
stafsetningu daglegs máls. Til
eru útgáfur með slfkri staf-
setningu.
Sannarlega er við nóg að fást
við kennslu íslenskrar staf-
setningar þó að henni sé ekki
íþyngt með fróðleik aðeins
fróðleiksins vegna. Hinsvegar
er misskilningur að staf-
setningarkennsla sé erfiðari en
aðrir þættir málsins. Að engum
námsþætti er hægt ganga eins
reglufast og vafningalaust og
að stafsetningu. Það er eins og
að herða rær á færibandi í
síldarbræðslu. Ég gerði það á
námsárunum. En eigi ég að
kenna samningu ritgerða eða
lestur bókmennta, verð ég að
setja alla heilastarfsemina f
gang. Þó hef ég aldrei látið
nemendur mína greina Völuspá
setningafræðilega. En sú var
tfðin að til mfn komu nemendur
úr Menntaskólanum f Reykja-
vík og báðu mig að þjálfa sig í
að greina Völuspá f setningar-
hluta af því þeir ættu að taka
próf í þvf.
Þú ert stundum nokkuð harð-
orður f garð kennara sem van-
rækja starf sitt. Ekki mun ég
kveinka mér undan þvf þó mér
og öðrum sé sagt til syndanna.
Allir hafa gott af þvf. Á 17. og
18. öld og reyndar síðar var
sagt: „Nú eru flestir sótraftar á
sjó dregnir." Stéttarbróðir
minn á 20. öld vildi heldur orða
það þannig að nú væri sótraftar
af sjó dregnir til að gerast getu-
litlir kennarar. Ég er einn slík-
ur sótraftur á sjó dreginn f
hinni fornu merkingu og af sjó
dreginn samkvæmt orðfæri
þess kennara á tuttugustu öld
sem telur sig hafa vald til að
dæma stéttarbræður sfna. En sá
sem kennir á æðri stigum sem
kaflað er, hvort sém það er í
hinu virðulega menntasetri við
Lækjargötu eða annars staðar,
ætti að minnast þess að til eru
Framhald á bls. 19
Opið bréf til Sverris Hermannssonar
—---_
iekjuin hjóna skipt til
leiminga
eimtatóingaíatv^^tSí^
Kolbrún S. Ingólfsdóttir, Hamborg:
Breyting
skattakerfis
Skattamál manna eru alltaf við-
kvæmt efni. Flestir álfta þó, að
skattar séu nauðsynlegir. Það
hafa alla tíð verið einhvers konar
álögur á mannfólkinu, þótt þær
hafi ekki alltaf verið nefndar
skattar.
Skattakerfi okkar er alltaf að
verða flóknara og flóknara. Þeir,
sem fjalla um þessi mál, hafa látið
f það skína, að- það sé hreinlega
völundahús á enda. Alltaf koma
nýjar tillögur og nýjar álögur.
Lfklega má gera ráð fyrir þvf, að
hver eintaklingur greiði um 50 til
60% launa sinna til hins opinbera
í formi skatta, útsvars, tolla, sölu-
skatts og alls kyns álagna.
Eftir lestur Reykjavfkurbréfs
Morgunblaðsins þann 10. október
sfðastliðinn, komu ýmis atriði f
huga minn, sem mig langar til að
vfkja að.
Það má eiginlega skipta skatt-
greiðendum f hópa eftir þeim
hlunnindum, sem hver fær af
hálfu skattayfirvalda.
Þar er fyrst að nefna giftar kon-
ur, sem vinna úti og eiga eigin-
mann, sem einnig vinnur fyrir
kaupi. 50% af launum konunnar
eru skattfrjáls. Þó fá hjónin ekki
tvöfaldan persónufrádrátt ein-
staklings.
1 öðrum hópnum eru einstæð
foreldri. Fyrir utan það, að ein-
stætt foreldri fær persónufrá-
drátt hjóna, verður það að greiða
fullan skatt af sínum launum og
það sem einstaklingur, jafnvel
þótt börn séu á framfæri þess.
Og svo má nefna einstaklinga.
Þeir hafa fæst skattfríðindi, þar
sem þeir eru álitnir bezt settir af
öllum skattþegnum þjóðfélagsins,
og lifa einir af sínum launum.
Og að lokum mætti nefna
kvænta menn, sem eru eina fyrir-
vinna heimilsins. Þeir leggja til
grundvallar sínu heimilislífi ein
laun. Þeir fá engin 50% til frá-
dráttar, þótt segja megi, að þeir
hafi að minnsta kosti einn ein-
stakling á sfnu framfæri. Einnig
má búast við, að hjónin eigi ein-
hver börn og þá vandast málið.
Reyndar verður maður að gera
ráð fyrir því, að þjóðfélagið borgi
þannig kaup, að maður með fjöl-
skyldu eigi að geta séð fyrir sér og
sfnum, án þess að eiginkonan
þurfi líka að vinna úti, en því
fylgir að börnin þurfa að vera í
leikskólum rfkis og bæjar árum
saman, þar til skóli og gata tekur
við.
Þrátt fyrir persónufrádrátt
hjóna til handa einstæðum for-
eldrum, eru þessir þegnar verst
settir innan þjóðfélagsins. Karl-
maður, sem sér einsamall um
heimili og börn, hefur það þó
mun betra fjárhagslega, en til að
mynda kona, sem verður ef til vill
að fara allt í einu út á vinnumark-
aðinn eftir margra ára hlé. Hús-
móðir, sem fer út að vinna, á afar
erfitt með að fá sér viðunandi
vinnu með góðum launum, sem
hún hefur þó fulla þörf á. Það er
auðveldara að vera „ólærður" að
heimilisstarfi en á vinnumarkað-
inum.
Maður fhugar oft, hvers vegna
þjóðfélagið verðlaunar giftar kon-
ur fyrir að vinna úti, en lætur þær
konur, sem vinna heima við, ekki
sitja við sama borð, svo og þá
þjóðfélagsþegna, sem einir sjá um
uppeldi barna sinna. Jafnrétti er
ágætt, en það nær bara alls ekki
inn á hvert heimili í skattamálum.
Og að jafnvel yfirvöldin skuli
styðja þá stefnu, að mismuna
borgurum sfnum, jafnt körlum
sem konum, er mér eiginlega tor-
skilið.
Grundvallaratriði skattkerfis
okkar, sem er að miða hlunnindi
við fjölskyldustærð og fjölskyldu-
stöðu, er ekki réttlátt í fram-
kvæmd.
Mig langar til að koma fram
með eftirfarandi tillögur. 1. Allir
fá sama persónuafslátt án tillits
til stöðu eða starfa innan þjóð-
félagsins. 2. Hjón, sem vinna bæði
úti, fái 25% launa sinna skatt-
frjáls. 3. Hjón, þar sem einungis
annar aðilinn vinnur úti, fái 40%
launa sinna skattfrjáls. Þar með
væri vinna húsmóður loksins met-
in. 4. Einstæð foreldri fái 50%
launa sinna skattfrjáls.
Það tekjutap, sem rfkið myndi
verða fyrir vegna þessara breyt-
inga og það telur sig ekki þola,
mætti koma f veg fyrir með því að
hækka skattprósentuna.
Þessar tillögur myndu að mfnu
áliti auka réttlæti þjóðfélags okk-
ar hvað varðar skattmál.
Einnig væri ekki úr vegi, að
vinnuveitendur, verkalýðsfélög,
ríki og bær tækju höndum saman
og reyndu að hjálpa þeim ein-
stæðu foreldrum, sem allt í einu
standa uppi með börn og bú.
Það eru til alls konar trygging-
ar innan þjóðfélagsins, en engin
nær til þessa fólks, svo nokkru
nemi. Mætti ekki veita kvenfólki,
sem þarf fyrir heimili :ð sjá,
möguleika á þvi að mennta sig í
þvf starfi, sem þær hafa áhuga á?
Bezt væri, að þær gætu mennt-
að sig hálfan daginn með aðstoð
opinberra trygginga, og hinn
helming dagsins myndu þær nota
á vinnumarkaðinum. Sama ætti
að gilda fyrir karlmenn, sem eru
einir með sitt heimilishald. Koma
á námskeiðum fyrir þá í heimilis-
rekstri og aðstoða þá til að aðlag-
ast þessari breyttu aðstöðu, sem
reynist þeim oft erfið.
Þetta er afar erfitt vandamál,
en ég held, að allir séu sammála
um, að góð menntun verði ekki
aftur tekin.
Því betur sem þjóðfélagið er
menntað, þeim mun meiri af-
rakstur gefur það af sér. Því heil-
steyptara heimilislíf, sem við
bjóðum börnum okkar, þeim mun
betra verður þjóðfélagið.
, hér hefur legt er
_ bei
af þclm 6róa. sem
> Og llllll
fjölskyldan,
veroui nu ®'ns
sem hér var
Reykjavíkurbréf
»Laugardagur 9. október
.„•roehvertþeirf^a
,em nauðsynlecur e
»ð ekkerf^
dómgreind 1
vit * milij
Vttggur v
var h»nn s
bústaö»k»uP°l
skólabókardæ*
langt mörg ij
eru leidd.
vega að alnt
um. sem ÞJ
frjilsumj