Morgunblaðið - 20.11.1976, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1976
Þórfinna Finnsdótt-
ir — Minningarorð
Fædd 28. maf 1892
Dáin 15. nóvember 1976
Látin er hér í Reykjavik Þór-
finna Finnsdóttir úr Vestmanná-
eyjum. En hér hafði hún dvalið
síðan 23. janúar 1973, er hún flúði
eldinn gosnóttina eftirminnilegu,
eins og aðrir Eyjamenn.
Þórfinna var fædd að Stóru-
Borg undir A-Eyjafjöllum hinn
28. maí 1892. Var hún því komin
vel á sitt 85 ár, er hún andaðist.
Alsystkinin frá Stóru-Borg voru
13. Fyrir var Jónina hálfsystir í
móðurlegg. Þórfinna var næstelst
alsystkina sinna. Nú þegar hún
kveður lífið, þá eru einungis tvö
eftir af þeim stóra hópi. Friðfinn-
ur frá Oddgeirshólum, kunnur
borgari í Eyjum um árabil, dugn-
aðarmaður og vel látinn, og
Helga, er nú dvelur í Ameríku og
sendir kveðjur sínar heim á
gamla Frón við andlát systur
sinnar. /
Foreldrar þessa stóra systkina-
hóps voru hjónin Ólöf Þórðardótt-
ir og Finnur Sigurfinnsson Run-
ólfssonar frá Skaganesi í Mýrdal,
af Presta-Högna ætt frá Breiða-
bólstað í Fljótshlíð.
Þóra, eins og hún var oft kölluð,
er ekki orðin níu ára, er mikinn
og örlagaríkan skugga ber að for-
eldraheimili hennar. Faðir henn-
ar tekur sér far til Eyja með ver-
tíðarskipi, er formaður var fyrir
Björn Sigurðsson frá Skarðshlíð.
Um borð í skipi hans voru 28
manns, áhöfn og farþegar. Ferð-
ina bar upp á uppstigningardag,
16. maí 1901. Svo hrapallega tókst
til, að skipið fórst suðaustur af
klettsnefi á Ystakletti í svokall-
aðri Beinakeldu og með skipinu
drukknuðu 27 manns. Mörg heim-
Móðir mln
INGIBJORG ÓLAFSDÓTTIR
frá Steindyrum
Hrisey
andaðist i sjúkrahúsinu á Akureyri, fimmtudaginn 1 8 nóvember
Fyrir mina hönd, systur minnar og barna hennar,
Ólafur Þorsteinsson.
Konan mín, móðir, tengdamóðir og amma,
MARGRÉT GUÐLAUGSDÓTTIR
andaðist í Borgarspítalanum að kvöldi fimmtudagsins 1 8 nóvember
Pjetur Jóhannsson
Sigríður Pétursdóttir Kjartan Georgsson
Pétur, Margrét, Georg.
Eiginkona min
HELGA SVEINSDÓTTIR
Grýtubakka 28
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Kristkirkju Landakoti. mánudaginn 22 nóvember
kl. 10 30
Fyrir hönd vandamanna,
Hans Hilaríusson
+ Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu víð fráfall og jarðarför
HREIÐARS PÁLSSONAR
kjötiðnaSarmanns.
Lindargótu 24.
ASalheiður Steingrlmsdóttir og börn.
Helga Guðmundsdóttir, Kristln Pálsdóttir. Thomas Hassing.
Fanney Pálsdóttir, Ells Hannesson,
Reynir Pálsson, Margrét Bergsdóttir.
Steingrímur Steingrímsson, og vandamenn.
+ Öllum þeim sem heiðruðu minningu
JULÍONU SIGUROARDÓTTUR
frá Borgarnesi, með nærveru sinni, blómum og kveðjum sendum við okkar beztu þakkir og biðjum Guð að blessa ykkur öll
Þorkell Þorkelsson Þórunn Einarsson Edvard Einarsson
Erna Þorkelsdóttir Friðrik Guðbjartsson
Oddný Þorkelsdóttir Jón Kr. Guðmundsson
Jóna Snæbjörnsdóttir Ásmundur Guðmundsson
Barnaborn og barnabarnaborn
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa
SIGURÐAR WAAGE
forstjóra. Melhaga 17.
Lára Ágústsdóttir Waage
Guðrún Waage Sigurður Waage
Ellen Sigurðardóttir Waage Björn Þorláksson
Hulda Waage Ágúst Sverrisson
Barnabörn og barnabarnabörn.
ili í Eyjum, Eyjafjöllum og Mýr-
dal áttu nú um sárt að binda.
Tilfinnanlegast var, þegar fyrir-
vinnu heimilisins var svipt burt,
eins og með heimilið að Stóru-
Borg. Heimilið þoldi slfkt ekki.
Börnin fóru f hina og þessa áttina.
Þóra fór að Skógum og var þar
tekið af kærleika.
Innan við tvítugt er hún komin
í Eyjar. Giftist bráðung og er orð-
in móðir 1912. Eignaðist hún
elskulegan dreng með manni sfn-
um Karli Gránz. Hlaut hann nafn-
ið Ólafur GrSnz. Kunnur og sér-
stæður persónuleiki, er dó langt
um aldur fram frá Astu sinni og
sex ungum börnum. Ólafi var
mjög margt til lista lagt. Hann
nam húsgagnasmíði í Danmörku
og varð meistari f þeirri iðn, hag-
ur á tré og járn, listmálari, hagur
til munns og handa. Mikill vinur
vina sinna og ógleymanlegur er
honum kynntust.
Um 16 ára skeið bjó Þóra með
Helga Helgasyni héðan úr
Reykjavík. 1 æsku hafði Helgi
hlotið menntun er gaf honum
möguleika. Þannig var hann yf-
irmaður, verkstjóri og fiskimats-
maður hjá kaupfélaginu Fram f
Eyjum um árabil. Kunnur að
vandvirkni og trúnaði. Lifið blasti
við Þóru og börnum hennar.
Lúmskari öldur en í Beinakeldu
settust að heimiiinu, það voru öld-
ur Bakkusar, er urðu skaðvaldar
og brutu niður heimilið. Það vildi
enginn, en örlögin eru grimm og
lífið er ekki alltaf leikur. Þóra
varð aldrei sátt við að slíkt kom
fyrir. Sjálf var hún bindindiskona
og lifði reglusömu líferni.
Þau Þóra og Helgi eignuðust
þrjú yndisleg börn, er öll lifa
móður sína og föður.
Elst er Jóhanna Kristín, gift
Sigurði Sigurjónssyni skipstjóra
og mikilli aflakló um árabil. Um
mörg ár stýrði hann einu besta
skipi Eyjaflotans, „Freyju" VE
260, við mikinn og góðan orðstir.
Heimili þeirra er að Boðaslóð 15 f
Eyjum. Eiga þau fimm börn.
Næst kom Guðrún Helga, sem
gift er Ragnari Stefánssyni raf-
virkjameistara. Stendur heimili
þeirra að Rauðalæk 23 hér i borg.
Eiga þau fjögur börn.
Yngstur er Jón Ástvaldur, sem
kvæntur er Kristínu Ingimyndar-
dóttur. Stendur heimili þeirra á
Hvolsvelli og eiga þau fimm börn,
auk Ingu dóttur Kristínar, er Ast-
valdur gekk í föður stað.
Nokkru fyrir síðara stríð giftist
Þóra Ólafi Guðmundssyni á
Bakka í Eyjum. Ástvaldur fylgdi
móður sinni og fyrir var Fffa dótt-
ir Ólafs. Þessi fjölskylda hélt vel
saman allt til er Ólafur andaðist
farinn að heilsu og kröftum. Voru
þá þá búin að vera í elliheimilinu
Skálholti um árabil. En börnin
farin og gift.
Þóra var falleg kona og frfð.
Vaxtarlag samsvaraði sér vel.
Hárið var mikið og fallegt. Verk
hennar voru afbragð, bæði í
saumum og fínni verkum. Hún
var listræn og átti kærleiksríka og
góðgjarna sál.
í stórum dráttum hafa hér verið
teknar ytri línur úr Iffsþáttum
litlu munaðarlausu stúlkunnar
frá Stóru-Borg. Oft gaf á bát
hennar eins og skynja má af fram-
angreindu. En aldrei svo að von,
trú eða kærleikur brysti hjá þess-
ari heiðurskonu. Með framúrskar-
andi lyndiseinkunn, skapfestu,
von og trú og kærleika var hún
ávallt sigurvegari og ekkert
beygði hana til brots, fyrr en
dauðinn mætti henni háaldraðri.
Fyrir þrjátíu og þrem árum
fékk Þóra heilablóðfall og var
vart hugað líf. Svo fór þó, að Þóra
komst á fætur með lamaða hönd
og fót og átti erfitt með mál.
Þóra gekk mikið um og heim-
sótti börn sín. Fór fyrst á fætur.
Var öllum hugljúfi. Henni var
alltaf að batna. Hún fyllti um-
hverfi sitt hamingju og gleði. I sál
hennar rúmaðist hvorki armæða
né víl.
Þóra gerði sér góða grein fyrir
því að þá heilsu er hún fékk aftur
og hafði í 33 ár, var Guðs miskunn
og náð. Mikil heiðurskona er
kvödd og kveður samborgara sína
í Eyjum um meira en sextíu ár.
Fögur og björt er hennar minn-
ing.
Útför Þórfinnu Finnsdóttur
verður gerð laugardaginn 20. nóv-
ember frá Fíladelfíu kl. 10.30.
Einar J. Gfslason.
Minning:
Haraldur Sigurðs-
son — Minning
Nýlátinn er f sjúkrahúsi í
Reykjavík Haraldur Sigurðsson,
fyrrverandi héraðslæknir f
Fáskrúðsfjarðarlæknishéraði, er
einnig nær yfir Stöðvarhrepp og
stundum í forföllum alla leið suð-
ur til Beruf jarðar.
Þeim fer nú sjálfsagt óðum
fækkandi héraðslæknunum, er
þurftu að ferðast um héruðin og
milli þeirra um tómar vegleysur.
Milli Stöðvarfjarðar og Fáskrúðs-
fjarðar ferðaðist læknirinn oftast
með bátum af ýmsum stærðum
eftir því hvað tiltækt var í það og
það skiptið. Haraldur læknir flyt-
ur með fjölskyldu sfna til Fá-
skrúðsfjarðar 1940 frá Dan-
mörku, en þar hafði hann dvalist
við framhaldsnám og sem starf-
andi læknir í nokkur ár — og
læknir við krýólitnámur í Ivigtut
f Grænlandi f eitt ár. Hann kom
með Petsamo-ferð Esju upp til
Reykjavíkur. Dvelst þar skamma
stund, heldur ferðinni áfram
austur á Fáskrúðsfjörð og tekur
við héraðinu haustið 1940. Sest
hann þar að og tekur slfku ást-
fóstri við tvö iítil byggðarlög á
Austurlandi að hann yfirgefur
þau ekki fyrr en kraftar hans eru
þrotnir. Þar varð því hans ævi-
starf, mikið og giftudrjúgt, milli
þrjátfu og fjörutíu ár. Honum
datt áreiðanlega aldrei f hug að
fara í verkfall. Ég held mér sé
óhætt að fullyrða, að hægt sé að
telja á fingrum annarrar handar
þau sumarfrf er hann tók sér, öll
þessi ár. Þegar ég nú hugleiði og
rifja upp, hversu mikils maður
krafðist af lækninum sfnum ligg-
ur við að ég fyrirverði mig og
sáriðrist þess.
Það er ótrúlegt en dagsatt að í
öll þessi ár var hann til taks allan
sólarhringinn, ef einhver þurfti á
hjálp að halda, hvort heldur var f
næsta húsi eða á Stöðvarfirði.
Ennfremur ef læknislaust var f
nærliggjandi héruðum eins og
stundum vildi verða.
Þvf hagaði þannig til, að ég bjó f
húsi rétt við bryggjuna á Stöðvar-
firði og fylgdist því mjög vel með
báta- og skipakomum, þar á meðal
ferðum með lækninn, því skip-
stjórarnir biðu oft hjá okkur
hjónunum, meðan læknirinn
vitjaði sjúklinga í þorpinu. Þetta
var á öllum tímum sólarhringsins
og þá auðvitað oft í myrkri yfir
veturinn og alla vega veðrum.
Fyrir nú utan það, að oft þurfti að
berjast við höfuðskepnurnar á
smábátum, var á þessum fyrstu
læknisárum Haralds vá fyrir
Austurlandi, þar sem tundur-
duflabelti lá þar úti fyrir.
Mér er minnisstætt, að marga
nóttina hrökk ég upp við tundur-
dufl, sem voru á reki, sprungu f
brimgarðinum við ströndina. En
allar þessar ferðir læknisins
gengu giftusamlega, enda góðir
og lánsamir skipstjórar á Fá-
skrúðsfirði. Hrósuðu þeir Haraldi
oft, hversu afar duglegur hann
væri að ferðast og kynni ekki að
hræðast.
Ymsum hefir sjálfsagt í fljótu
bragði fundist Haraldur vera
þurr á manninn og snöggur f til-
svörum, en þeir, sem þekktu hann
berst, vissu að hann átti göfugt og
stórt hjarta og ólýsanlega góðar
og hjálpfúsar hendur. Hann var
afbragðs læknir, er gat læknað
flest, bæði andlegt og líkamlegt.
Þau fjórtán ár, er ég bjó á
Stöðvarfirði, held ég engri konu
þar hafi dottið i hug að leggjast
inn á sjúkrahús til að fæða barn.
Við treystum Haraldi og strax var
hann kominn, ef eitthvað var að
og öllu borgið.
Margt misjafnt hlýtur að mæta
héraðslækni á langri starfsævi,
bæði ljúft og sárt. Haraldur flfk-
aði ekki tilfinningum sfnum, enda
dulur að eðlisfari og sagði lftið frá
starfi sínu. En þó heyrði ég haft
eftir honum, að átakanleg hefði
verið aðkoman, er hann þurfti á
aðfangadag jóla að gera að sárum
pilts, er hafði f slysi misst sjón á
báðum augum og aðra höndina.
Og í öðru tilfelli, hve sárhryggur
hann hefði orðið, þegar lítill gest-
ur, sem beðið hafði verið eftir
með mikilli eftirvæntingu fékk
ekki að lfta dagsins ljós.
Til að sýna hve miklum erfið-
leikum gat verið bundið að vitja
læknis fyrir rúmum þrjátfu árum
skal hér nefnd ein slík ferð. Har-
aldur læknir var beðinn að koma
til Stöðvarfjarðar og aðstoða við
fæðingu. Lagt var á Vfkurheiði
seint um kvöld f nóvembermán-
uði 1941 með fjóslugt að leiðar-
ljósi. Með lækninum var þaul-
kunnugur og vanur ferðamaður.
En ekki tókst betur til en það, að
til Stöðvarfjarðar komust þeir
ekki fyrr en undir morgun næsta
dag. Höfðu þeir verið að villast f
þoku og náttmyrkri mest alla
nóttina. En þessu lyktaði vel og
þarna fæddist drengur, sem nú er
skipstjóri fyrir austan.
Haraldur læknir var tvfkvænt-
ur. Fyrri konu sfna, Súsönnu Mar-
íu, missti hann frá tveimur ung-
um börnum. Seinnni kona hans
var dönsk, Lita Caroline, læknir
að mennt. Hjálpaði hún manni
sfnum við meir háttar aðgerðir og
studdi hann f starfi. Náði hún að
festa rætur á Islandi, þó sársauka-
laust hafi varla verið fyrir hana
að yfirgefa sitt hlýja og sólrfka
ættarland.
Þau bjuggu alla tíð f gamla
læknishúsinu á Fáskrúðsfirði og
gerðu engar kröfur.
Ég heimsótti Harald lækni einu
sinni eftir að hann flutti í Kópa-
vog. Líta kona hans var þá látin
fyrir nokkru. Er ég hafði setið um
stund sagði hann: „Get ég nokkuð
gert fyrir þig.“ Þetta lýsir honum
mjög vel, því að fyrsta og síðasta
hugsun hans var að verða öðrum
að liði.
Ég votta Haraldi lækni virðingu
mfna á kveðjustund og flyt hon-
um dýpsta þakklæti frá mér og
fjölskyldu minni fyrir allar
happaferðirnar til okkar kæru
heimabyggðar. Fari hann heill-
meira að starfa um Guðs um geim.
Þorbjörg Einarsdóttir.