Morgunblaðið - 20.11.1976, Page 32

Morgunblaðið - 20.11.1976, Page 32
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JHareunblabit) LAUGARDAGUR, 20. NÓVEMBER 1976 Byrja Vængir að fljúga um helgina? Flugráð hefur mælt með flugrekstr- arleyfi fyrir Islander-vél félagsins FLUGRÁÐ samþykkti á fundi I gær að mæla með þvi við sam- gönguráðuneytið að veita Vængjum hf flugrekstrarleyfi fyrir 9 sæta Islander-flugvél félagsins. Er ákvörðunarvald nú ( höndum Halldörs E. Sigurðssonar samgönguráðherra, en hann er væntanlegur til landsins f dag. Þar sem flugráð hefur gefið Geirfinnsmálið: Nú beinist athyglin að Álftanesi RANNSÓKNARMENN f Geir- finnsmálinu hafa nú beint augum sfnum að Álftanesi, sem hugsanlegum felustað jarðneskra leifa þeirra Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. 1 fyrra- dag voru rannsóknarmenn að leita á nesinu og var skurðgrafa notuð við verkið. Ekkert fannst við þessa fyrstu leit og er áformað að leita frekar á Álftanesi á næstu dög- um. Leitin á Álftanesi mun vera til komin vegna ábendinga þeirra ungmenna. sem nú sitja Framhald á bls. 18 grænt ljós á umsókn Vængja, er allt útlit fyrir að ráðuneytið veiti flugfélaginu flugrekstrarleyfið. Viðar Hjálmtýsson, flugmaður hjá Vængjum, sagði við Mbl. í gær að félagið myndi hefja áætlunar- flug strax og leyfið kæmi, jafnvel strax um helgina. Guðjón Sigur- geirsson, flugvirki, sem starfar sjálfstætt, hefur gert Islandervélina flughæfa en að sögn Viðars er bandarískur flug- virki væntanlegur til landsins eftir helgina, og mun hann strax hefjast handa um að yfirfara báðar Twin-Otter flugvélar Vængja og gera þær flughæfar. Ljósm. Jens Mikaelsson. Heildarsöltun Suðurlandssfldar nálgast nú 100 þúsund tunnur. Verulegur hluti hennar er reknetasfld og hefur hlutur Hornfirðinga verið þar stærstur. Myndin sýnir reknetabátinn Gissur hvfta koma inn til Hornaf jarðar fyrir helgina með 50 tonn af sfld. Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra: Opinberar framkvæmdir 18—19% minni næsta ár t DRÖGUM að fjármuna- myndunarspá fyrir árið 1977, sem nú er unnið að, kemur fram að samdráttur í heildarfjárfestingu ts- lendinga verður 4 til 5%. Munar þar mestu um sam- Þegar búið að panta 3 1000 hestafla vélar frá Bronx- verksmiðjunni á Ólafsfirði SEM kunnugt er, þá er fyrirtækið Nonni h.f. á Ólafsfirði og véla- verksmiðjan Bronx f Hollandi að reisa f sameiningu samsetningar- verksmiðju á Ólafsfirði og á hún að taka til starfa á næsta ári. Eftir þvf sem Þórir Hall hjá Nonna tjáði Morgunblaðinu f gær, er þegar búið að panta þrjár vélar frá hinni nýju samsetningarverk- smiðju. Þórir sagði, að unnið væri af miklum krafti við að koma verk- smiðjunni upp, og vonazt væri til að hún gæti tekið til starfa seint á næsta ári. — Það er þegar búið að panta hjá okkur þrjár 1000 hest- afla vélar, en alls á að vera hægt að setja saman 5 vélar á ári til að byrja með, eða 5000 hestöfl alls. Þá sagði hann að gert væri ráð fyrir að 10—15 manns myndu drátt opinberra fram- kvæmda, sem mun á næsta ári verða um 18 til 19%. Kom þetta fram f ræðu, sem Geir Hallgrfmsson, forsætisráðherra, hélt f gær á ráðstefnu Stjðrnun- arfélags tslands um fjár- festingarmál. Kom það fram í ræðu Geirs, að meginviðfangsefni I efnahagsmál- um næstu mánuðina verður að halda áfram viðleitni til að draga úr verðbólgu og jafna viðskipa- hallann, án þess að atvinnuöryggi sé fórnað. Taldi Geir að það gæti aldrei tekizt án verulegs aðhalds að vexti þjóðarútgjaldanna. Því væri það stefna ríkisstjórnarinn- ar, að hlutur samneyzlu ykist ekki á næsta ári heldur yrði dregið úr opinberum framkvæmdum f heild. „Nokkur samdráttur opinberra framkvæmda hlýtur því að setja svip á horfur f fjárfestingamálum næstu misserin," sagði Geir. „I drögum að fjármunamyndunar- spá fyrir 1977 kemur fram um 4 til 5% samdráttur 1 heildarfjár- festingu. Þessi samdráttur verður fyrst og fremst vegna aðhalds f opinberum framkvæmdum, þar sem mjög mun draga úr raforku- framkvæmdum, enda Sigöldu- virkjun að mestu lokið og Kröflu- virkjun langt komin, án þess að aðrar opinberar stórframkvæmd- ir taki þegar við.“ Sagði Geir, að á grundvelli til- lagna fjárlagafrumvarpsins og nokkurri vitneskju um fram- kvæmdaáform sveitarfélaga, benti fjármunamyndunarspáin til um 18 til 19% samdráttar opin- berra framkvæmda á næsta ári. Samdráttur í raforkuframkvæmd- um skapaði samt nokkurt svigrúm til aukningar á öðrum sviðum. Kvað forsætisráðherra einkum mikilvægt að unnið yrði að hita- veituframkvæmdum og væri gert ráð fyrir að þær ykjust um fjórð- ung á næsta ári. Þá sagði hann að Framhafd á bls. 18 Hátt verð fæst fyr- ir rækju 1 Hollandi AÐ UNDANFÖRNU hefur feng- izt mjög gott verð fyrir frysta rækju f Holiandi eða sem sam- svarar 22.50 sænskum krónum á kfló, og er hér um lausfrysta rækju að ræða. Pólverjar hóta að rifta samningum við Loðskinn hf. stæðan er deila SÍS og Loðskinns í gærumálinu MRANB klpn7kra cam. —.. 1 —-- — SAMBAND fslenzkra sam- vinnufélaga hefur eins og kunnugt er neitað sútunar- verksmiðjunni Loðskinn h.f. á Sauðárkróki um gæruskinn til vinnslu eins og undanfarin ár (213 þús. skinn s.I. ár frá Búvöru- deild StS), en f haust hóf Iðnaðardeild StS að selja forsútaðar gærur á Pól- Iandsmarkað. Hingað til hefur Loðskinn hins vegar verið eini fslenzki söluaðil- inn á þeim markaði f Pól- landi. Það er þvf allt útlit fyrir, eins og málið stend- „Eigum á hættu ad missa sölu- samninga vegna hráskinnaleiks SÍS,” segir forstjóri Loðskinns ur, að Loðskinn verði að hætta rekstri sínum, en fyrirtækið er orðið snar þáttur f atvinnulffi Sauðár- króks með 20 fasta starfs- menn og er verulegur gjaldandi til bæjar- félagsins. 1 gær barst Loðskinni h.f. skeyti frá pólsku kaupendunum, SKORIMPEX, en það er inn- flutningsfyrirtæki pólska ríkisins og dreifir hráefni til fjölmargra verksmiðja. I skeytinu segir pólska rfkisinnkaupafyrirtækið að það muni verða að endurskoða alla samninga um vörukaup frá Loðskinni, þar sem þeir hafi frétt að Loðskinn sé að reyna að hindra útflutning á hráum gæruskinnum til Póllands. Mbl. leitaði upp- lýsinga um málið hjá Jóni Asbergssyni forstjóra Loðskinns. I skeytinu segir m.a. í lauslegri þýðingu: „Við höfum heyrt að upp séu ráðagerðir um að stöðva útflutning á hráum gærum til Pól- lands. Okkur þykir leitt að heyra að yðar fyrirtæki ber ábyrgð á þessum ráðagerðum. Við verðum því að tilkynna yður að breyt- ingar á gerðum samningum um sölu á söltuðum skinnum til Pól- lands munu óhjákvæmilega leiða af sér endurskoðun á kaupunum frá yður í ár og framvegis. Við erum of heiðarlegir kaupendur til að láta hafa okkur að leiksoppi f valdaleik milli þeirra sem útvega okkur hráefni." Morgunblaðið spurði Jón As- bergsson að þvf hvað hann vildi segja um þá stöðu sem upp væri komin, annars vegar með tilkynn- ingu StS að selja Loðskinni ekki Framhald á bls. 18 Þórir Hall hjá Nonna h.f. tjáði Morgunblaðinu að fyrirtækið hefði byrjað á að flytja rækju f smáum stíl til Holland á s.l. ári og þegar fengið sæmilegt verð fyrir hana. A þessu ári hefði verið Áutt út yfir 30 lestir og 22—22.50 s. kr. fengizt fyrir kílóið. Sagðist hann eiga von á, að á næstu árum yrði hægt að auka þennan útflutning töluvert mikið. Umboðsaðili þeirra í Hollandi væri stórt dreif- ingarfyrirtæki, sem hefði aðstöðu víða I Hollandi. Þórir sagði, að rækjan, sem þeir hefðu flutt út, kæmi frá nokkrum stöðum á landinu, en kaupendum í Hollandi likaði bezt við rækjuna sem kæmi frá Dalvík. Lá við alvar- legu slysi á •• Oxnadalsheiði Akureyri 19. nóv. HARÐUR árekstur varð milli tveggja bfla á öxnadaisheiði um klukkan 18.30 f kvöld. Fólksbfll úr Skagafirði var á vesturleið en Bronco-jeppi frá Akureyri á austurleið þegar þeir skullu harkalega saman á brúnni yfir Reiðgil, vestarlega á heiðinni. Bflarnir köstuðust vestur af Framhald ábls. 18

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.