Morgunblaðið - 05.01.1977, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 05.01.1977, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR 1977 3 V estf jarðaf iskurinn: 60% 4 og 5 ára fiskur Fleiri til Japans til að semja um sölu á loðnu — ÞORSKURINN, sem Islenzku togararnir hafa fengið undan Vestfjörðum síðustu daga, er yfir 60% 4 og 5 ára fiskur. Mest er þó af 5 ára fiski, en það er árgangur- inn frá 1972, sagði Sigfús Schopka fiskifræðingur I samtala við Morgunblaðið f gær. Sigfús bætti við að I aflanum Skjaldhamr- ar í sigti á N ordurlöndum væri ennfremur nokkur fiskur af árganginum frá 71 og eins 1970, eitthvað af þessum fiski hrygndi í fyrsta sinn á þessum vetri. Sigfús sagðist vilja taka fram, þar sem það væri mjög útbreidd- ur misskilningur að þessi fiskur kæmi frá Grænlandi, að svo væri ekki. í fyrsta lagi mætti benda á, að merkingar sýndu að þorskur, sem gengi frá Grænlandi til Is- lands, væri ávallt kynþroska er hann gengi á Islandsmið og I öðru lagi mætti benda á, að fyrrnefnd- ir árgangar væru mjög veikir við Grænland, það veikir, að þeirra hefði lítið sem ekkert orðið vart í afla. Sigfús Schopka Þá sagði Sigfús, að í nóvember- mánuði s.l. hefði verið kannað hvernig á því stæði að þorskur þétti sig svona mikið. Þær rannsóknir væru enn stutt komnar, en yrði haldið áfram um leið og rannsóknarskip yrði aflögufært, en þau væru nú upp- tekin við önnur störf. TVEIR fulltrúar Sjávarafurða- deildar Sambandsins, þeir Sig- urðar Markússon framkvæmda- stjóri deiidarinnar og Árni Bene- diktsson framkvæmdastjóri, halda til Japans n.k. föstudag til að ræða við þarlenda aðila um kaup á loðnu og loðnuhrognum frá tslandi á komandi loðnuver- tfð. I samtali við Morgunblaðið í gær sagðist Sigurður ekkert geta sagt um horfurnar. Málin skýrð- ust vart fyrr en í næstu viku. Þá hafði Morgunblaðið sam- band við Bjarna .Magnússon hjá tslenzku umboðssölunni f gær, en það fyrirtæki hefur selt nokkuð af frystri loðnu til Japans á und- anförnum árum. Sagði Bjarni, að sér hefði aldrei reynzt erfitt að selja loðnu til Japans. Vandkvæð- in hefðu fyrst og fremst verið bundin við að geta ekki framleitt nógu mikið fyrir markaðinn þar. Kvaðst Bjarni eiga frekari við- ræður við Japani á næstu dögum og að þeim loknum væri hægt að segja hvernig málin stæðu nú. Eins og Morgunblaðið skýrði frá í gær fóru fulltrúar SH til Japans í gærmorgun til að semja um sölu á loðnu. Vertíð aðhefj ast í Ólafsvík ólafsvík 4. jan. BÁTAR eru að hefja vertfðar- róðra hér um þessar mundir. Flestir fara á Ifnu, en fáeinir á net. Róið var með ifnu f haust og var árangur sæmilegur. Veðurfar hefur verið með ein- dæmum gott, nema á nýársnótt gerði fyrsta byl vetrarins. Hér var friðsamt og gott um jól og áramót. —Helgi MORGUNBLAÐIÐ spurði Jónas Árnason alþingismann og rithöf- und að þvi f gær hvernig mál stæðu varðandi mögulega kvik- myndun á leikriti hans, Skjald- hömrum, í Bretlandi. Jónas kvað þau mál myndu skýrast nánar á næstu vikum, en hins vegar kvað hann afráðið að leikritið yrði leik- ið í finnska útvarpið og myndi Kristín Olsoni, leikhússtjóri Wasaleikhússins, stjórna verkinu. Þá eru einnig miklar líkur á að Skjaldhamrar verði settir á svið f Noregi, Svíþjóð og Finnlandi og komið hefur til tals að jafnvel íslenzkur leikstjóri og íslenzkir leikarar taki þátt f þeim uppsetn- ingum. Nýlega var leikritið einnig þýtt á pólsku og verður það birt i pólsku leikhúsriti. Umsögn um sýningu Skjaldhamra í Bretlandi var fyrir skömmu í hinu kunna bandarfska leikhúss- og kvik- myndablaði Variety og fékk verk- ið fremur jákvæða dóma þar að sögn höfundar. Loftleiðir stefna á Persaflóa AÆTLUNARFLUG Loftleiða til Bahrain við Persaflóa eða Araba- flóa eins og heimamenn kalla það, hefst 12. jan. n.k., en flogið verður einu sinni f viku á leiðinni Reykjavfk — Bahrain og er flugið tengt flugi Loftleiða til Chicagó og Luxemborgar. Markmaðið með þessu farþega- flugi Loftleiða er að komast inn á markaðinn á þessu Arabasvæði annars vegar og tengja það flugi tii Bandarfkjanna. Siglufjörður: Ungur skipstjóri með mettúr Siglufirði 4. jan. SIGLUVlKIN landaði hér f dag liðlega 200 tonnum af ágætis fiski og er talið að afla- verðmætið eftir 5 daga túr sé um 15—16 millj.kr. Þetta er mesti afli sem Siglu- vikin hefur landað eftir einn túr síðan skipið kom lands- ins. Skipstjóri f þessum túr var Jónas Sumarliðason, 25 ára gamall, en þetta var fyrsti túr hans með skipið. —m.j. Nú er LeeCooper fatnaður einnig framleiddur á Islandi LAUGAVEGI 47 SAMKV. EINKALEYFI FRA LEE COOPER* INTERNATIONAL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.