Morgunblaðið - 05.01.1977, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1977
Frú Soleil segir að menning okkar verði senn
úrelt, og boðar hjartari tíð.
ER HÆTTA Á MORÐI
YFIRVOFANDI?
— Nei, svo óhugnanlegt verður þetta ekki. En
ég sé fyrir, að á stjórnmálasviðinu í Bandaríkjun-
um birtist einstaklega sterk og ástsæl persóna,
sem enn er óþekkt. Áhrif þessarar persónu munu
fara sífellt vaxandi, unz hún skyggir á Carter,
býður sig fram á móti honum í lok fyrra kjörtíma-
bils hans, og ber af honum sigurorð. í Banda-
ríkjunum batnar enn sambúð svarta og hvíta
kynþáttarins, og kvenfrelsishreyfingin verður á
undanhaldi sem stjórnmálalegt og þjóðfélagslegt
afl. Fjölskyldulíf færist í átt til fyrra horfs, svo og
staða konunnar í þjóðfélaginu. Þegar á allt er litið
stefna Bandaríkin mjög fram á við hvað almennt
siðgæði snertir.
Þá var frú Soleil að því spurð, hvort Giscard
d’Estaing Frakklandsforseti sitji út kjörtímabil
sitt, og svaraði hún því neitandi. Hún spáir
kosningum í Frakklandi á árinu 1977 í stað 1978,
og geti þær annað hvort verið afdrifarík þjóðar-
atkvæðagreiðsla eða forsetakosningar. í þessum
kosningum verði mikil umskipti í frönskum
stjórnmálum. Michel Jobert og Michel Rocard
spáir velgengni í kosningunum.
AÐRIR LEIÐTOGAR
IVANDA?
— Indira Gandhi á ekki góða daga í vændum, að
því er stjörnurnar segja. í hreinskilni sagt þá er
útiitið verulega slæmt hvað henni viðkemur.
„Old
vatns-
berans”
gengur
ígarð
sovEtríkin?
— Brezhnev heldur um taumana þar til hann
deyr, og ekkert fær hann til að beygja sig fyrir
ráðleggingum. En hann fær að finna fyrir ýmiss
konar uppreisnaraðgerðum, — ekki aðeins þeim
sem fáeinir andófsmenn standa fyrir, heldur fjöl-
mennir hópar meðal hinnar sovézku þjóðar.
HVAÐ UM KÍNA?
— Enda þótt stuðningur við Hua Kuo-feng virð-
ist í svipinn eindreginn eru ekki öll kurl komin til
grafar. Róttæku öflin munu enn láta að sér kveða.
En þar mun gæta meira frjálslyndis og Kinverjar
munu auka samskipti sin við umheiminn. í því
sambandi munu Bandarikin gegna mikilvægu
hlutverki. I stjórnartíð Carters munu Bandaríkin
koma við sögu annars staöar í Asíu, s.s. í Víetnam,
og þótt undarlegt megi virðast munu þau aðstoða
mjög við uppbyggingu þar.
MIÐAUSTURLÖND?
Skilningur Arabaleiðtoga mun vakna á því, að
sú svipa, sem þeir hafa reidda yfir umheiminum í
krafti olíulindanna, er ekki annað en stundar-
fyrirbæri, sérstaklega þegar litið er á orkuupp-
götvanir næstu ára. Ég sé þar engin stórfelld
átök, en óeining er þar allsráðandi, og eindrægni
er langt undan.
segir þekkt spákona í
viðtali við N ewsweek
í nýjasta tölublaði Newsweek birtist viðtal við franska spákonu, frú Soleil
(Sólskin), sem þekkt er víða um lönd. Um áramótin 1973—74 birtist við hana
viðtal f sama blaði, þar sem hún sagði fyrir ýmsa atburði á árinu, sem í hönd fór.
Ýmsir spádómar hennar rættust, — þar á meðal fall Nixons og óvæntar
forsetakosningar í Frakklandi.
Fer hér á eftir úrdráttur úr viðtali, sem Fdward Behr átti vð frú Soleil um
viðburði hins nýja árs, en f upphafi var hún spurð að því hvort árið 1977 yrði
erfitt ár á alþjóðavettvangi eins og hún spáði fyrir um árið 1973:
— Þetta verður ekki ár mikilla áfalla, og raunar
held ég að þetta verði býsna gott ár. Miklar
jarðhræringar halda áfram í Austurlöndum fjær,
þar á meðal í Japan, og í kjölfar þeirra verða
miklar mannlegar þjáningar og efnahagsörðug-
leikar. Yfirleitt má vænta minnkandí tortryggni
milli stórvelda heimsins og aukins skilnings á
vandamálum hvers annars. Ein ástæðan kann að
vera sú, að innan þriggja ára og jafnvel þegar á
árinu 1977, verður gerð í Bandaríkjunum stór-
kostleg uppgötvun, sem veldur algjörri byltingu á
sviði orkumála, og dregur hún stórkostlega úr
þýðingu þeirra orkugjafa sem nú allsráðandi, s.s.
olíu og kjarnorku. Önnur ástæða fyrir þessum
aukna skilningi er „ögrunarjafnvægi" milli stór-
veldanna, sem verður vegna þess að tæknileg
uppgötvun á sviði gjöreyðingarvopna veldur því
að vetnisspréngjan verður ekki meira virði en
baunabyssa. Þetta mun skelfa svo þjöðaleiðtoga,
að það mun hvetja mjög til afvopnunar.
HVERS KONAR FORSETI VERÐ-
UR JIMMY CARTER?
— Stjörnurnar eru honum hliðhollar, enda þótt
fyrsta ár hans í embætti verði honum erfitt.
Styrkur hans er gott samband hans við almenn-
ing, og hann mun koma miklu góðu til leiðar
innanlands, sérstaklega á árunum 1978—80. En
hann verður ekki endurkjörinn árið 1980.
MARGIR BUAST VIÐ STÓRAUKNUM
OFBELDISAÐGERÐUM Á SPÁNI
NU AÐ FRANCO GEGNUM.
ERUÐÞÉR SAMMÁLA?
— Nei. Stjórnm'álaumsvif í landinu munu stór-
aukast. Juan Carlos konungur heldur áfram að
gegn lykilhlutverki í því að koma á lýðræði á
Spáni — en loks dregur hann sjálfviljugur saman
seglin og gegnir þaðan í frá hefðbundnum
konungdómi. Þeir staðir, sem stjórnmálaágrein-
ingur og átök vegna hans gætir einkum á, eru
Rhodesía og Suður-Afríka, og á árinu 1977 ættu
að hefjast þaðan þjóðflutningar til Evrópu. Ekki
leikur vafi á því að komið er að lokum veldi hvítra
manna þar og þeir munu svipast um eftir nýjum
bólstað.
HVAÐ ER ÞAÐ, SEM SETJA
MUN MESTAN SVIP A ÁRIÐ 1977?
— Óhemjumiklar breytingar, sem birtast munu
í nýjum lífsvenjum, nýjum andlitum á stjórn-
málavettvangi, nýjum byggingastíl, framandi
yfirbragði á bifreiðum og loftförum. „Öld fisk-
anna“ er á enda, „öld vatnsberans" heldurinnreið
sína, og þar með sleppir allskyns hömlum á menn-
ingu okkar. Þessar hömlur munu senn virðast
gjörsamlega úreltar. „Öld vatnsberans" færir
okkur nýjan áhuga á raunverulegum lífsgæðum,
þörfina til að annast þá, sem eru veikburða og
snauðir, — nýtt siðferðismat.
I heim-
inum
hafa
l/10borgarbúa
og 1/5 sveitaf ólks
ekki hreint vatn
Á ÁRINU 1977 verður haldið
áfram þvf sérstaka átaki, sem gert
var á árinu, sem er að hverfa, til
verndar votlendi, segar f frétta-
bréfi frá Evrðpuráðinu. En al-
þjóða stofnanir eru farnar að
helga ákveðnum brýnum verkefn-
um ákveðin ár og beita þá kröft-
um sfnum að þvf sérstaka við-
fangsefna, svo sem t.d. kvennaár
S.þ. og húsfriðunarár Evrópuráðs-
ins. f mafmánuði f vor var endan-
lega ákveðið hvaða viðfangsefni
verður tekið fyrir af náttúru-
verndarnefnd Evrópuráðsins á ár-
inu 1978. En valið mun hafa stað-
ið milli átta verkefna. Niðurstað-
an varð sú að 1978—1979 yrði ár
farfuglanna og sjónum beint að
þeim. Þessi aðferð, að fjöldi
landa einbeiti sér að sameigin-
legu viðfangsefni, hver hjá sér og
sameiginlega, ræði vanda sem
alla snertir og vinni að yfirlits-
rannsóknum, hefur gefizt ákaf-
lega vel. Mörg lönd gera þá tals-
vert átak f málinu hjá sér, kann-
anir eru gerðar og yfirlit fæst yfir
vandann á alþjóðavettvangi.
Þannig var til dæmis, þegar
Evrópuráðið beindi sjónum sín-
um að fersku vatni og verndun
þess. Þá var t.d. samin stefnuskrá
landanna f Norðurálfu varðandi
ferskvatn, sem átti að vera til
leiðsagnar um meðferð vatnsforð-
ans, verndun hans og nytjun.
Hjörtur Þ. Eldjárn þýddi þessa
stefnuskrá á íslenzku. Það er ekki
að ófyrirsynju að ástæða þykir til
að vekja athygli á þeim vanda,
sem stafar af stöðugt vaxandi
mengun ferskvatnsins og auknum
kröfum um nægt og gott neyzlu-
vatn. Sameinuðu þjóðirnar efndu
í vor til ráðstefnu á Argentínu um
vatnið og hugsanlegan skort á því
f veröldinni. í upplýsingablaði
þaðan segir m.a.:
Vatnið er mikilvægasta auðlind
mannkyns. Fyrr á tímum voru
menn þeirrar skoðunar að vatn,
þ.e. nothæft vatn, væri bókstaf-
lega talið óþrjótandi auðlind. En
það heyrir nú sögunni til. Vatns-
mengun fer stöðugt vaxandi. Þar
að auki mun f jölgun fólks á næstu
áratugum hafa það í för með sér
að vatnsnotkun fer stöðugt vax-
andi. Og þess verður ekki langt að
bíða, að þörf verði á mun meira af
hreinu vatni en við höfum nú yfir
að ráða. Sameinuðu þjóðirnar
hafa lengi fjallað um vandamál
tengd vatni og vatnsnotkun. Er
með ráðstefnunni í Mar del Plata
í Argentínu þess freistað að setja
fram tillögur til ríkisstjórna ein-
stakra landa um það hvernig unnt
sé á hagkvæman hátt að nýta það
vatn, sem fyrir hendi er, og setja
einhverjar meginreglur um al-
þjóðlega samvinnu á þessu sviði.
Heildarvatnsmagnið í veröld-
inni er óbreytanleg stærð, en
hringrás náttúrunnar sér til þess
að það endurnýist stöðugt. Mest
af vatnsmagninu er bundið í höf-
unum. Aðeins lítið brot af heild-
arvatnsmagni jarðar er ferskvatn,
og þar af er aðeins eitt prósent
eða svo aðgengilegt fyrir fólk, í
ám og vötnum eða sem jarðvatn.
Hitt er bundið í jöklum og borgar-
ísjökum. Því þarf að finna leiðir
til að nýta það vatnsmagn betur,
sem aðgengilegt er mönnum, og
það er markmiðið með þessari
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.
Ekki að finna og fjalla um nýjar
leiðir, svo sem að vinna vatn úr
sjó eða bræða borgarís til vatns-
framleiðslu.
Þær vatnsbirgðir, sem fyrir
hendi eru, ættu að geta dugað á
komandi áratugum þó vatnsnotk-
un fari mjög vaxandi. En tal að
svo geti orðið, verður að fara að
öllu með gát og af skynsemi. Og
samvinna milli ríkja er höfuð-
nauðsyn. Tvennt er vert að hafa f
huga í því sambandi:
1. Vatnsból geta orðið uppurin
eða ónothæf vegna mengunar eða
hirðuleysis.
2. Vatnsmagninu er afar mis-
skipt milli landa. Sum lönd hafa
miklu meira en þau þurfa á að
halda. Annars staðar er stöðugur
vatnsskortur. Enn annars staðar
verða tímabundnir þurrkar.
Það kemur fram f gögnum frá
starfsliði ráðstefnunnar, að þarna
er vissulega um að ræða vanda,
sem þegar í stað verður að takast
á við. Þar segir m.a. að um fimmt-
ungur allra borgarbúa í veröld-
inni og tfundi hluti þess fólks,
sem býr í sveitum, hafi ekki að-
gang að hreinu og tæru drykkjar-
vatni. í mörgum löndum á allt að
helmingur borgarbúa og tfundi
hluti sveitafólks ekki aðgang að
nægilega miklu vatni.
Ef ekki verður gripið í taumana
fljótlega, mun þessi vatnsskortur
breiðast út og ná til stærri svæða,
að sögn sérfræðinga Sameinuðu
þjóðanna. Afleiðingarnar geta
orðið hörmulegar, að ekki sé
meira sagt. Ekki aðeins í ýmsum
þróunarlöndum heldur og f iðn-
væddu ríkjunum. Sé ekkert að
gert, geti meira að segja svo farið
að það verði á næstu 25 árum eða
svo.