Morgunblaðið - 05.01.1977, Side 11

Morgunblaðið - 05.01.1977, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR 1977 11 Ein aðalorsök þess að menn ótt- ast vatnsskort I heiminum er hin öra fjölgun íbúa jarðarinnar. Tal- ið er að eftir 25 ár muni fbúafjöldi þróunarlandanna hafa tvöfaldast. Þá verður ekki aðeins þörf á mjög auknu magni af drykkjarvatni, heldur þarf lfka verulegt vatns- magn til landbúnaðar. Þar við bætist svo, að stöðug íbúaf jölgun f bæjum og borgum hefur í för með sér vandamál af ýmsum toga í sambandi við frárennsli og klóak, fyrir utan það að þetta skapar stóraukna þörf á neyzluvatni. Iðnvæddu löndin eiga þarna vað sérstakt vandamál að stríða, þvf þar stóreykst vatnsnotkun í iðn- aði og jafnframt er vatnið í mik- illi hættu vegna mengunar. Fái sú mikla mengun að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist, mun það að sögn sérfræðinganna ekki aðeins hafa það i för með sér að gífurlegt vatnsmagn verði ónot- hæft sem drykkjarvatn, heldur verði það einnig óhæft til notkun- ar f iðnaði. Ekki má heldur gleyma notkun efna í landbúnaði, svo sem tilbúins áburðar og skor- dýraeiturs af ýmsu tagi, sem veld- ur og verulegri mengun f vatni. Og því eru Sameinuðu þjóðirn- ar nú að freista þess að fá fram tillögur til lausnar þessum vanda, tillögur um aðferðir sem beita skal, tillögur um stofnanir til að hafa eftirlit og umsjón með vatns- bólum og tillögum um heildar- stefnu í þessum málum f heimin- um. Reynt er að beina í auknum mæli athygli yfirvalda að vatninu og va 'damálum, sem tengd eru vatni og notkun þess. Það er mjög mikilvægt, því vfða og þá ekki sfzt f auðugu löndunum, er gffurleg sóun á vatni, sem ekki fer í minnstum mæli fram á heimilun- um. Þá rísa stundum deilur milli rikja vegna þess að tvö eða fleiri lönd liggja að sameiginlegum vatnsbólum, svo sem að fljóti, sem rennur á landamærum. Og með vaxandi vatnsskorti eru sívaxandi líkur á að slikar deilur harðni svo mjög að til átaka komi. Það er því ekki út í loftið sagt, að vatnið þekki engin landamæri og að vatnið sé sammannlegt vandamál. Það eru ein af hinum mörgu hlunnindum, sem við njót- um hér á Islandi að hafa gnægð vatns. Það er tslands lag, þegar fljót á flúðum dunar og foss f klettaskorum brunar, eins og Grímur Thomsen orðaði það. En við þurfum lfka að fara að gæta að okkur, og það gera ýmsir forsjálir menn sér ljóst. I haust hafði Landssamband stangaveiðifélaga t.d. forgöngu um ráðstefnu, sem ýmsir aðrir aðilar tóku þátt f, um mengun ferskvatns. Þar voru fluttir margir merkir fyrirlestrar um vatnið og vatnsbúskapinn og það sem i vatninu býr, svo sem líf, gerla og mengunarefni. Og fjallað var um varnir gegn mengun. Þar sagði Guðmundur Pétursson for- stjóri t.d. í upphafi erindis um áhrif mengunar á heilbrigði vatnafiska: „Með vaxandi fólks- fjölda og iðnvæðingu hefur alls kyns mengun aukist í ám og vötn- um víða um heim, en þó hvað mest í ýmsum löndum Evrópu og Norður-Ameríku. Áhrif mengun- ar á lífríki vatna hafa verið mjög mikil og vakið mikla almenna at- hygli, enda hefur hún valdið stór- felldu tjóni á nytjafiskum í fersk- vatni. Sums staðar hafa viðkvæm- ar tegundir, eins og lax, horfið gersamlega. Hérlendis er almennt talið að mengunar gæti tiltölulega lítið og fátt er vitað um tjón af hennar völdum. Nauðsynlegt er þó að vera vel á verði, enda eru margar islenzkar ár ótrúlega við- kvæmar fyrir mengun, einkum þær sem vatnsminni eru. Gera þyrfti sérstaka rannsókn, þar sem skólpi frá þéttbýli og afrennsli frá verksmiðjum, iðnfyrirtækjum og sláturhúsum er veitt beint í fslenzkar ár.“ 1 vatninu synda fiskarnir, en hér er meira í húfi. Fyrsta greinin í stefnuskrá Evrópuráðsins um ferskvatn segir: Ekkert lff getur þrifist án vatns. Það er auðlind, sem er ómissandi allri mannlegri starfsemi. — E.Pá. SAMKVÆMT heimild- um, sem blaðinu hafa borizt, munu 75 milljónir lesenda í 60 löndum lesa myndasöguna um Ljósku og Dag I 1600 blöðum. Þetta þýðir það, að þessi teiknimyndasyrpa er ein mest lesna og útbreidd- asta myndasaga i heimin- um og leggja lesendur Morgunblaðsins sitt af mörkum í þessu efni. Að- eins er hægt að segja svipaða sögu af vinsæld- um einnar annarrar teiknimyndasyrpu, en það er smáfólk, eða Peanuts. Höfundur myndasögunnar, Chic Young. Fæddist með penna I hendi Höfundur Ljósku og Dags er bandarfskur og heitir Murat Bernard „Chic“ Young. Hann fæddist árið 1901 og varð því 75 ára á síðasta ári. Það hefur ver- ið sagt um hann að hann hafi allt að því fæðzt með penna í hendinni og sjálfur hefur hann sagt að fjölskylda hans hafi frekar sett hugsanir sfnar og hugmyndir fram í myndum en orðum. Ferill hans sem teikni- myndahöfundar var þó heldur erfiður f fyrstu, en f september 1930 byrjaði hann á nýrri myndasögu, Ljósku og Degi og var það upphafið að velgengni hans. Þannig litu Ljóska og Dagur út þegar þau giftu sig árið 1933. Ljóska og Dagur mest lesna myndasaga í heimi Bárust 400.000 heillaóskir þegar dóttirinn fæddist Ljóska og Dagur eru flestum að góðu kunn, en hins vegar er ekki eins víst að fólk viti hvern- ig lífsferill þeirra hófst. Það gekk á ýmsu á árunum fram að hjónabandi þeirra, eins og jafn- an síðan, því Dagur er komin af forrfkri fjölskyldu, sem ekki sætti sig við að hann gengi að eiga óbrotna og fátæka stúlku, sem hafði gaman af þvf að dansa. En þrátt fyrir mótmæli fjölskyldunnar og að hann ver gerður arflaus giftist Dagur Ljósku sinni í febrúar 1933. Þau eignuðust tvö börn og til gamans má geta þess að þegar þeim fæddist dóttir árið 1941 bárust þeim 400.000 heillaóskir frá hrifnum lesendum. þA£> VAK NÁKVÆMLEGA ^ SVOMfK, SEM pETTA BYR3AÐI ALLT J Hefur gerzt á næst- um hverju heimili Sjálfur hefur höfundurinn, Chic Young, sagt: „Allt, sem gerist í myndasögunni, er satt og hefur gerzt á næstum hverju einasta heimili. I henni fjalla ég um og lýsi þvi stærsta og einfaldasta sem til er, nefnilega lífinu sjálfu og krydda lýsing- arnar með kryddi lífsins, sem er kímni.“ Kvikmyndir um Ljósku og Dag Fjölmargar leiknar kvik- myndir hafa verið gerðar um þau skötuhjú, Ljósku og Dag. Columbia- kvikmyndafyrirtækið gerði fjölda kvikmynda um þau á ár- unum 1938—50 með Arthur Lake og Penny Singleton f aðal- hlutverkum. Fleiri kvikmynda- félög hafa gert kvikmyndir um þau og einnig hafa verið gerðir fjölmargir sjónvarpsþættir um þessar vinsælu teiknimynda- ffgúrur Aðalumboð, Suðurgötu 10, sími 23I30 Halldóra Ólafsdóttir, Grettisgötu 26, sími 13665 Hreyfill bensínsala, Fellsmúla 24, sími 85632 Versl. Straumnes, Vesturbergi 76, sími 72800 Félagið Sjálfsvörn, Reykjalundi, Mosfellssveit Borgarbúðin, Hófgerði 30, sími 40180 Bókabúðin Gríma, Garðaflöt 16, Garðahreppi, sími 42720 Sigríður Jóhannesdóttir, c/o Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31, Hafnarfirði, sími 50045.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.