Morgunblaðið - 05.01.1977, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR 1977
17
Y firmaður öry ggisþ jónust-
unnar var eiturlyfjasmy glari
Hvert pólitíska hneykslis-
málið á fætur öðru skekur um
þessar mundir grunn þjóð-
félags Colombíu í Suður-
Ameríku. Þing landsins er að
rannsaka, hvort amerfska flug-
vélasmíðafyrirtækið Lockheed
hafi einnig mútað stjórnmála-
mönnum í Colombíu. Samtímis
hefur ríkisfyrirtæki ljóstrað
því upp, að þingmennirnir
sjálfir hafi notað framlög sín til
velferðarmála til að hjálpa sér
sjálfum: peningarnir hafi verið
settir á einka bankareikninga
þingmanna! En versta hneyksl-
ið af öllu saman varðar fyrrver-
andi yfirmann öryggisþjónust-
unnar sjálfan, Jorg Ordeonez
Valderrama hershöfðingja.
Hann hefur haft samvinnu við
eiturlyfjasmyglara og peninga-
falsara!
Hershöfðinginn á glæsilegan
feril að baki. Hann hefur verið
yfirmaður lögreglu og hersins,
forstjóri sjúkrasamlags lögregl-
unnar og sfðan alls landsins,
fylkisstjóri og síðan ambassa-
dor og loks yfirmaður öryggis-
þjónustu ríkisins. Þrálátur orð-
rómur hefur allan timann verið
á kreiki um það, að hann væri
þrjótur og þorpari, en það er
fyrst nú sem sannanir virðast
liggja fyrir.
Þegar sjúkrasamlagið ætlaði
að byggja stórhýsi f Bogotá á
sjötta áratugnum, tókst honum
að bjarga sér, áður en hætt var
við bygginguna. Síðan varð
hann fylkisstjóri f landamæra-
fylki, þar sem smygl var og er
ábatasamur atvinnuvegur. Þeg-
ar herforingjaklfkunni var
steypt af stóli, var Ordonez
Valderrama settur á svartan
lista. Hann átti ekki framar að
gegna embætti áþágu ríkisins.
Það varð því margur mjög
undrandi, þegar hann var
skipaður yfirmaður öryggis-
þjónustunnar árið 1970. Blaða-
maður hjá hinu vinstrisinnaða
tímariti Alternativa segir svo
frá:
— Helzta verkefni hans var
að berjast gegn vinstrisinnum f
Colombíu, bæði skæruliðasveit-
unum og friðsamlegri hópum.
En hann kom ýmsu fleiru í
verk einnig.
þvf að þeir skiptu ránsfengnum
hæfilega. Hershöfðinginn
verndaði þá gegn afskiptum
yfirvaldanna.
Aðra hverja viku kom yfir-
maður öryggisþjónustunnar á
staðnum frá frumskógaborg-
inni Leticia við Amazon til
Bogatá með sekki af kókafni,
sem vógu allt að 25 kíló. Sekk-
ina afhenti hann yfirmanni
öryggisþjónustunnar á flugvell-
inum, en hann skyldi koma
þeim rétta boðleið til Ordonez.
Þegar öryggislögreglan
ætlaði að handtaka tvo þekkta
eiturlyfjasmyglara, gerði
Ordonez þeim viðvart, og þeim
Anders Kiing skrifar frá Sudur-Ameríku
— Ordonez seldi CIA allt
skjalasafn öryggisþjónust-
unnar. Nokkrir CIA-menn
komu til Colombíu og tóku
myndir í marga daga. Banda-
ríska leyniþjónustan fékk
miklar upplýsingar um skæru-
liðana, stjórnmálamenn og
aðra, sem beittir voru sfmahler-
unum, um fólk, sem hafði verið
yfirheyrt af stjórnmálaástæð-
um, njósnara og fleira fólk.
Peningunum stakk hershöfð-
inginn í sína rúmgóðu vasa.
Allir, sem ég hef spurt, telja
samvinnu hershöfðingjans og
CIA sannað mál. Ekki aðeins
vinstrisinnaðir blaðamenn.
Yfirvöldin eru nú að rannsaka
fleira.
Öryggisþjónustan á einnig að
hafa gætúr á eiturlyf jasmyglur-
um og alþjóðlegum peninga-
fölsurum og ámóta afbrota-
mönnum. Hershöfðinginn not-
færði sér hinar leynilegu upp-
lýsingar til að taka upp sam-
vinnu við eiturlyfjasmyglara,
peningafalsara og sennilega
einnig aðra glæpamenn — gegn
tókst að fljúga til útlanda. Sfðar
voru þeir báðir handteknir af
ameriskum eiturlyfja-
leynilögreglumönnum. En í
Colombfu voru allar rannsóknir
stöðvaðar á eiturlyfjasmygli,
peningafölsun, smaragðasmygli
og öðru smygli, meðan Ordonez
hershöfðingi var yfirmaður
öryggisþjónustunnar.
Ordonez hershöfðingi opnaði
leynilegan bankareikning fyrir
öryggisþjónustuna. Rökstuðn-
ingurinn var augljós og auðskil-
inn: Öryggislögreglan getur
ekki sýnt opinberlega öll sín
útgjöld. Hershöfðinginn
losnaði við að tala um það, hve
mikið fé rynni til „leynilegra
aðgerða,,.
Það er fyrst nú sem það er að
koma í Ijós, hvernig hinum
leynilegu framlögum hefur
verið varið. Ríkissaksóknarinn
hefur komizt að raun um, að
flestar greiðslurnar, sem
sagðar voru hafa verið inntar af
hendi gegnum bankareikning-
inn, höfðu aldrei átt sér stað.
Peningarnir voru einfaldlega
fluttir yfir á einka bankareikn-
ing hershöfðingjans. Alls yfir 3
milljónir pesos. Að viðbættum
3.7 milljónum pesos mánaðar-
lega frá bandarfska sendiráð-
inu! En þó voru nokkrar upp-
hæðir greiddar út. Allhá upp-
hæð til fyrrverandi forseta,
sem var vinur hershöfðingjans.
Greiðsla fyrir tvo flugfarseðla
til manns, sem ákærður hafði
verið fyrir eiturlyfjasmygl,
áður en hershöfðinginn varð
yfirmaður öryggisþjónust-
unnar! Þá var og ein ávísun til
klæðskerans, sem hershöfðing-
inn var vanur að kaupa fötin
sín hjá... o.s.frv.
Sannanirnar hrúgast upp. Fá-
ir efast lengur um sekt hers-
höfðingjans. Spurningin er að-
eins: Verður hann dæmdur í
fangelsi eða verður málið
þaggað niður? Spurningin er
einnig: Verður Ordonez-málið
upphaf að mikilli herferð gegn
spillangunni eða láta menn sér
nægja að hafa Ordonez sem
blóraböggul?
ef ekki á óburður einn að verða
úr. Og hvílikur mýgrútur óburða
hefur ekki lurfast inn í íslenskan
ljóðheim I blóra við þá undan-
sláttartísku að fella niður stuðla
og höfuðstaf?
Einhvern veginn finnst mér
ekki hægt annað en vera meiri
maður og ganga hóti uppréttari,
eftir að bók slík sem Ur hugskoti
er komin til.
Ekki sætir það tíðindum, þótt
Halldór Laxness geri góða bók.
Hitt væri frétt ef hann byggi til
vonda. Og ekki varð ég hissa, þó
að kona mín og föðursystir, marg-
blessaðar, gæfu mér bókina
tJngur eg var í jólagjöf, hvor f
sínu lagi. En það er að vfsu frétt,
þegar Halldór Laxness getur gert
enn betri bók en áður. Lofsyrði
Kristjáns Karlssonar á kápubaki
þessarar nýju bókar eru sfst um
of. Þegar hér er komið þrýtur mig
lýsingarorð. Ætli ég reyni ekki að
notast við orðið óviðjafnanlegur.
Með þessari bók hefur Halldór
endanlega sannað, að hann er
fyndnastur höfundur á íslensku
fyrr og sfðar. Og ekki eru elli-
mörkin. Bókin mætti þess vegna
heita tJngur eg er. Margt hef ég
lesið skemmtilegt fyrir konu
mína, og kallar hún ekki allt
ömmu sína, enda vfðlesin og bæri-
lega var.dfýsin. En ég held, að nú
hafi ég stofnað heilsu hennar f
hættu. Á að drepa mig, var við-
kvæðið upp úr hláturshviðunum,
miklum og mörgum. Og hversú
oft varð ég ekki að hætta lestrin-
um og jafna mig! En eins og K.K.
sýnir fram á: Það er þung undir-
alda í bókinni. Hún er ekkert
skopsagnasafn. Fyndnin liggur á
yfirborði stílhafsins. Og þvílíkur
stfll, þvílík kunnátta, þvflfk æska.
Mér er sem ég sjái mann á
áttræðisaldri gera eða hafa gert
betri bók í gjörvöllum heiminum.
Og ég, trúarveikur og efagjarn,
veit nú að guð er almáttugur.
Akureyri, 28. des. ’76
Gfsli Jónsson
Merkilegur skóli
Þórbergur Þórðarson:
ÓLÍKAR PERSÓNUR.
Fyrstu ritverk
í óbundnu máli
1912—1916.
Ljóðhús 1976.
Meginhluti Ólíkra persóna
eru greinar sem birtust í félags-
blaði Ungmennafélags Reykja-
víkur, Skinfaxa, en Þórbergur
var í félaginu. í Formála útgef-
anda bókarinnar, Sigfúsar
Daðasonar, er minnt á þann til-
gang blaðsins „að vera skóli til
að „kenna ungum mönnum að
skrifa““. Sigfús Daðason kemst
að athyglisverðri niðurstöðu.
Hann skrifar: „Ef svo væri að
Þórbergur ætti ritlist sína að
þakka þessum skóla, þá mætti
með sanni kalla hann merkileg-
asta skóla sögu vorrar, síðan
skóli var lagður niður í Odda.
Og má þá ekki gleyma því aó
ýmsir fleiri frægir höfundar og
listamenn tungunnar komu úr
þessum „skóla", svo sem Helgi
Hjörvar og Kristján Alberts-
son“. En án þess að vanmeta
„skólavist” Þórbergs í Skinfaxa
virðist Sigfúsi að þann lærdóm
megi draga af æskuritum hans
að hann „hafi raunar fengið
náðargáfu stílsins í vöggugjöf".
I Formála útgefanda og
Athugasemdum í bókarlok er
margt að finna lesandanum til
glöggvunar. Vikið er að þeirri
kenningu Sigurðar Nordals að
Þórbergur hafi áður en hann
skrifaði Bréf til Láru „þjálfað
sig til ritstarfa með margvísleg-
um hætti". Telur Nordal að
bréfaskriftir hafi orðið honum
einna „notadrýgstur undirbún-
ingur“. Nú vitum við að við
eigum Ungmennafélagi Reykja-
víkur nokkuð að þakka. Þar
Þórbergur Þórðarson
fékk Þórbergur hálfopinberan
vettvang til að reyna sig á,
áheyrendur og lesendur, eins
og Sigfús Daðason segir rétti-
lega.
Ólíkar_persónur eru eins þór-
bergsk bók og hugsast getur.
Höfundurinn er að vísu að mót-
ast, bæði hvað varðar stíl og
umhugsun^refni, en hefur náð
miklum þroska af svo ungum
manni að vera. Hann hefur gert
sér grein fyrir að „sjálfsþekk-
ingin er undirstaðan að því
hvort vér verðum menn eða fá-
bjánar. — Iiún á að vera ljós á
vegum vorum og lampi fóta
vorra i þokulandinu, sem vér
erum allir að villast i“.
Þessi orð um sjálfsþekking-
una má lesa í greininni Skáld-
skapargagnrýnarnir nýju og
tvö kvæði eftir Sigurð Gríms-
son. í greininni notar Þórberg-
ur orðið „lyndisljóð" um lýrik.
Bókmenntir
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
ágætt orð sem ætti að festast í
málinu. Greinin er í senn
hvatning og gagnrýni og leiðir
hugann að því hve skáldskapur
Sigurðar Grimssonar (hann var
einnar bókar maður eins og
kunnugt er) var snemma tek-
inn alvarlega og fékk mikla um-
fjöllun. Ef til vill hafa verið
gerðar of strangar kröfur til
skáldsins? Aldrei þreytast
menn á að gera eina setningu
Sigurðar (um tilfinninguna) að
ars poetica skáldakynslóðar
hans, nú seinast Halldór Laxn-
ess í Ungur eg var. Gegn hinum
svokallaða grátljóðastíl snerist
Þórbergur með fútúriskum
stemningum sínum. Halldór
kallar hann dadaista „áðuren
uppskátt varð um dada-
stefnuna suðrí álfu uppúr
1910“.
Grein Þórbergs um Jón
Strandfjeld er dæmigerð fyrir
samúð hans mcð þeim sem
verða fyrir aðkasti í tilverunni
og lýsir um leið þeirri skemmt-
un sem hann hefur af sérkenni-
legu fólki. Gamminn lætur
hann geisa (m.a. í anda Grön-
dals) í greininni um Ársæl
Árnason og í Ölíkum persónum
þar sem hann fjallar ítarlega
um „spaugvin" sinn Arreboe
Clausen. Hftíðlegri er Þórberg-
ur í greinunum Draumar og
Draumar Hannesar Pétursson-
ar, enda nýtur hjátrú hans sín
vel á báðum stöðunum.
Ailar þessar greinar eru eink-
um heimildir um Þórberg og
gildi þeirra mest af þeim sök-
um. Sums staðar er líkt og skot-
ið yfir markið og fyndnin verð-
ur marklítil. Dæmi eru um
langdreginn stílsmáta. Ég er til
dæmis efins um að aðrir en
helstu- aðdáendur Þórbergs
nenni að lesa til enda greinar
eins og Ölíkar persónur og Ár-
sæll Arnason. Skemmtilegasta
lestrarefni bókarinnar eru þýð-
ingar Þórbergs á Boscombe-
leyndardóminum eftir A. Con-
an Doyle og þremur sögum eft-
ir Edgar Allan Poe. Hjartslátt-
urinn og Svarti kötturinn eftir
Poe komu út í bæklingnum
Kynlegar ástríður (1915). A
titilsíðu eru prentuð þessi orð:
„Til varúðar! Sögur þessar geta
verið of áhrifamiklar fyrir
taugaveiklað fólk.“ Eins og
málum er háttað nú held ég að
sögurnar séu ljúfar samanborið
við margt sem á okkur dynur úr
æsi- og hryllingsheimi bóka og
kvikmynda. En um sögur Poes
gildir það sem Þórbergur segir
í Bréfi til Láru: „Þær eru hver
um sig frumlegt meistaraverk".
Þórbergur segist hafa verið
skammaður fyrir þessar þýð-
ingar, annan eins „óþverra og
vitleysu“, en nú hljótum við að
harma það að hann skyldi ekki
þýða meira af slíkum sögum.
Ekki verður skilist við útgáfu
Ljóðhúss á Ólíkum persónum á
þess að þakka fyrir vandaða
bók að öllum frágangi. Heiður-
inn auk útgefanda er Hafsteins
Guðmundssonar og þeirra
bókagerðarmanna sem settu,
prentuðu og bundu.