Morgunblaðið - 05.01.1977, Side 19

Morgunblaðið - 05.01.1977, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR 1977 19 Olafur Arnason sjómaður - Ólafur Árnason sjómaður, er nú dvelur á Hrafnistu er 90 ára í dag. Hann er fæddur að Stóru Býlu, Innri-Akraneshreppi 5. jan. 1887, sonur hjónanna Vilborgar Páls- dóttur og Árna Magnússonar frá Efraskarði, er þar bjuggu. Ólafur er næstelztur fimm systkina. Með- an hann var enn barn að aldri slitu foreldrar hans sambúð sinni og var hann sfðan á ýmsum stöð- um og varð að vinna fyrir sér allt frá 10 ára aldri. Snemma hneigð- ist hugur Ólafs til sjómennsku og fór hann fyrst á skútu 15 ára gamall en frá 17 ára aldri var sjómennska hans óslitin 1 um 40 ár. Fyrst var hann á skútum en síðar á togurum og var hann m.a. á togaranum Geir I 23 ár. Árið 1943 hætti Ólafur sjómennsku og stundaði landvinnu eftir það. Var hann lengst hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur eða um 19 ára skeið og vann fulla vinnu til áttræðis- aldurs. Árið 1913 kvæntist Ólafur Guð- Níræður rúnu Þórarinsdóttur ættaðri úr Borgarfirði, hinni mætustu konu. Þau bjuggu nær allan sinn bú- skap í Reykjavfk. Voru þau hjón barnalaus en ólu upp fósturdótt- ur, Petru Þóru Jónsdóttur, sem gift er Pétri Auðunssyni fram- kvæmdarstjóra I Hafnarfirði. Guðrún lézt fyrir 15 árum. Nú sfðustu 9 árin hefur Ólafur dvalið á Hrafnistu og unir þar vel hag sfnum. Allt fram á sfðasta ár hef- ur hann unnið við áhnýtingu öngla o.fl., sem að sjómennsku lýtur. Ólafur er mjög heilsteyptur maður. Hann hefur alla tfð metið mikils þær góðu dyggðir, að vera trúr sjálfum sér og öðrum, vinna vel, vera reglusamur í lífi og starfi, vera sannorður, orðheldinn og orðvar, vera hreinskilinn og einarður, vera góður og traustur vinur vina sinna. Hann er höfð- ingi f lund og fús að rétta hjálpar- hönd og gleðja og vel hefur hann gætt þess að láta ekki sinn hlut eftir liggja í einu eða neinu. Hann hefur ávallt kappkostað að vera fremur veitandi en þiggjandi og farsæld hefur fylgt honum í lífi og starfi. Ólafur hefur verið eftirsóttur til starfa og hafa vinnuveitendur hans kunnað að meta trúmennsku hans og tryggð. Hlaut hann m.a. heiðursskjal fyrir langa og dygga þjónustu á togaranum Geir. Ólaf- ur gekk f Sjómannafélag Reykja- víkur skömmu eftir að það var LYKKJULOK er á dósunum Þú opnar það með einu handtaki hitar kornið og berð fram með steikinni öllum til Æk óblandinnar ánægju. Æ Svona auðvelt er það. Síðbúin afmæliskveðja: Elberg Guðmunds- son Grundarfirði Gamansamur vinur minn varð allt í einu 75 ára þ. 10. des. án þess að maður yrði þess var, enda fannst manni ekki kominn tfmi til, og enginn trumbusláttur sé lúðragjali var samfara þessum tímamótum í ævi Elbergs Guð- mundssonar, þótt ærin ástæða væri til. — Ekki má minna vera en að ég óski þér til hamingju. Frá 9 ára aldri hefi ég r.otið þess meir og minna að eiga sálufé- lag við Elberg eða nær 25 ár. Það var svo sannarlega gaman að vera trúgjarn strákur f fiskvinnu og vinnufélagi Elbergs, því hann sá svo um að þrátt fyrir einhæfa vinnu varð lífið annað og meir en eintómur saltfiskur. Elberg fræddi okkur yngra fólkið um mannlífið, eins og það gekk til í Eyrarsveit hér á árum áður, að vfsu kryddaði hann efnið þannig, að ef til vill hefur sannleiksgildi frásagnanna eitthvað goldið fyrir góðan texta, en það náði eyrum hlustandans. Ef marka má fræði- menn hafa frásagnir Elbergs þó ekki verið meira ýktar en sjálfar Islendingasögurnar, sem teljast óbrotgjarnasti auður okkar Is- lendinga. Elberg og Ása kona hans flutt- ust frá Kvíabryggju 1943 og byggðu sér hús inni f Grundar- firði og eru því í hópi frumbyggja þessa kauptúns. Eiga þau snaran þátt í vexti þess og viðgangi. Börn þeirra átta að tölu búa hér öll að einu undanskildu, og eiga það sammerkt með foreldrum sín- um að vera mikið dugnaðarfólk. Elberg er nánast ímynd hins raunverulega „Bryggjara“ og kemst maður ekki hjá því að álykta, að nú sé hún Kvfabryggja stekkur, því hætt er við að hið fjölskrúðuga og sumpart kómiska mannlíf á Kvíabryggju fyrri tíma hafi útþynnst í heldur bragðlitla naglasúpu hjá kokkum meðal- mennskunnar. Þrátt fyrir það að Elberg væri og sé annálaður dugnaðarmaður hefur hann ekki alltaf haft úr of miklu að moða, einkum á meðan hann hafði fyrir stórum barna- hópi að sjá. Þá komu sér vel eigin- leikar hans, sem eru að geta séð tilveruna í broslegu ljósi, brosað öllu drasli mót. Þótt Elberg sé sannur Eyrsveitungur og upp- fræddur af séra Jens á Setbergi, þá segist hann raunar geta rakið ættir sínar til franskra og má mik- ið vera ef hann er mjög fjarskyld- ur sjálfum De Gaulle. Víst er um það, þegar grannt er skoðað, að báðir rúlla þeir skemmtilega á errinu og síst er Elberg verr nefjaður en þessi stórbrotni frakki. En það sem einkum skilur þá að, er að Elberg hefur aldrei sóst eftir mannvirð- ingum, heldur unnið störf sín f kyrrþey með slfkum sóma, að einsdæmi er, enda virtur af vinnuveitanda og vinnufélögum. Hitt ætla ég, að Elberg sé jafn eðlisgreindur og De Gaulle, en miklu skemmtilegri og sennilega að upplagi meiri pólitfkus. Hann lætur sér ekki muna um Framhald á bls 22. Kornið er: ”Golden Sweet Corn” frá Banda- ríkjunum, frábært á bragðið. stofnað og átti hann lengi sæti f stjórn þess. Vann hann þar sem annarsstaðar heils hugar og þótti vænt um félag sitt. Var vel fyrir hverju þvf verki séð, sem honum var falið. Ólafur er barngóður maður og hefur fósturdóttirin og börn hennar fengið að njóta þess í rfk- um mæli og hefur fjölskylda hennar reynst honum vel. Ólafur er enn vel ern. Hann fer daglega út að ganga og lætur þá jafnan ekki veður né færð aftra sér. Hann hefur lesið mikið og gerir enn og er því fróður um marga hluti einkum þjóðlega. En nú er sjónin farin nokkuð að bila. Mikið hlustar hann á útvarp og fylgist þvf vel með öllu, sem er að gerast enda þótt sumt af því sitji ekki eins f minni hans og atburðir fyrri ára. Þótt sjá megi merki þess að Elii kerling hafi heimsótt hinn nfræða öldung, erfiðsvinnu- manninn frá barnsaldri, þá er hann heilsugóður og beinn f baki og annað verður ekki séð en að velli muni hann halda f átökunum við hana enn um sinn. Ég færi Ólafi innilegar hamingjuóskir á nfræðisafmæl- inu. Páll V. Danfelsson. ólafur verður f dag að heimili dðttur-dóttur sinnar að Hraun- hvammi 8 f Hafnarfirði. Trésmiðir — Trésmiðir Kaupaukanámskeið Námskeið í notkun véla, rafmagnshand- verkfæra og yfirborðsmeðferð viðar, hefst í Iðnskólanum, mánudaginn 10. janúar 1977 og stendur í 3. vikur. Kennsla fer fram mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga kl. 17—21, og laugardaga kl. 14—18. Þátttaka tilkynnist fyrir 7. janúar til skrif- stofu Trésmiðafélags Reykjavíkur, Hall- veigarstíg 1, sími 27600. Þátttökugjald er kr. 10.000.-. Trésmidafélag Reykjavíkur, Meistarafélag húsasmiða. Odýrar utanlandsferðir Lissabon verð frá 29.800 5. febrúar (7 nætur). Einstakt tækifæri — Gisting í íbúðum og hótelum — Veljið um dvöl í Lissabon eða Estoril (baðstrandarbær) Vín, vorferð Fyrirhuguð er ferð til Vínar í maí n.k. Nánari upplýsingar koma í byrjun ársins. Nánari upplýsingar: Ferðaskrifstofan Úrval, sími 26900 Skrifstofu Varðar sími 82900 Landsmálafélagið Vörður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.