Morgunblaðið - 07.01.1977, Síða 2

Morgunblaðið - 07.01.1977, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1977 Ný stífla gerð í Elliðaánum Gamla stíflan hriplek og talin stórhættuleg BORGARYFIRVÖLD hafa heimilað Rafmagnsveitu Reykja- vfkur að ganga til samninga við fyrirtækið Istak um gerð nýrrar stfflu f Elliðaánum f stað þeirrar sem þar er fyrir, en að sögn Aðal- steins Guðjohnsens rafveitu- stjðra er gamla stfflan orðin hrip- lek og jafnvel talin hætta á að hún kunni að bresta f flóðum með þá ófyrirsjáanlegum afleiðingum varðandi ýmis mannvirki neðar f dalnum. Aðalsteinn sagði, að það hefði smám saman verið að koma í ljós að eidri stíflan hefði bilað i þeim flóðum sem komið hafa í ánni á síðustu árum og menn óttuðust nú Handtökumálið: Meidyrða- mál vegna ummæla í Dagblaðinu? STEINGRtMUR Gautur Krist- jánsson, setudómari f hand- tökumálinu, staðfesti við Mbl. f gærkvöldi, að f athugun væri hvort ummæli, sem Jón E. Ragnarsson lögfræðingur við- hafði um stjórn hans á hand- tökumálinu f blaðafrétt f gær, brytu gegn 108. grein al- mennra hegningarlaga um meiðyrði við opinbera starfs- menn. „Ákæruvaldið er f höndum ríkissaksóknara. Ég hef ekki rætt við saksóknara um um- mæli þau, sem höfð eru eftir Jóni E. Ragnarsyni í Dagblað- inu, en ég mun væntanlega gera það eit^ivern næstu daga. Við fyrstu yfirsýn sýnist mér að ummælin gætu gefið tilefni til höfðunar f meiðyrðamáls," sagði Steingrímur Gautur. I fréttinni í gær sagði Jón E. Ragnarsson m.a. að samkvæmt því sem hann hefði frétt teldi hann framkvæmd sakbending- arinnar í handtökumálinu hreina lögleysu og sér virtist það hreint réttarhneyksli þeg- ar verið væri að rannsaka meint lögbrot lögreglumanna á rannsóknaraðferðum með þvf að framkvæma önnur brot á sömu lögum. að hún kynni að gefa sig við frek- ari flóð. Stífla þessi væri enda orðin allgömul, hún væri jarð- vegsstífla en í henni væri tré- kjarni, og væri skemmst frá þvf að segja, að hún væri orðin hrip- lek og jafnvel minksmogin. Það væri álit sérfræðinga, að stífla þessi væri orðin hættuleg, þar sem hún kynni að bresta í flóðum og þá með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir ýmis mannvirki neðar í dalnum, ekki aðeins mannvirki rafmagnsveitunnar heldur einnig ýmis önnur. Þess vegna teldi Rafmagnsveitan sér skylt að ráðast í gerð nýrr ar stíflu og raunar hafi það áður verið á dagskrá en jafnan verið frestað. Nú væri hins vegar fengin heimild til að hefja smíði stíflunnar og væri ætlunin að ljúka henni þegar á þessu ári. Skal stíflan rísa rétt neðan við eldri stffluna. Aðalsteinn kvað gerð stíflunar vera kostnaðarsamt fyrirtæki, en að vfsu hefði þó borizt lægra til- boð í verkið frá ístaki en kostnaðaráætlunin hljóðaði upp á. Var kostnaðaráætlunin 166,8 milljónir króna en tilboð Istaks hljóðar upp á 127,1 milljón króna. Úr hríðarkófinu f fyrradag kl. 16.44. Framkvæmdir við Hraun- eyjarfoss hefjast á næsta ári ENGAR framkvæmdir eru ráð- gerðar við Hrauneyjarfossvirkj- un á þessu ári — segir í fréttatil- kynningu, sem Morgunblaðinu barst f gær frá Landsvirkjun. Hins vegar verður stefnt að því að búa nokkuð í haginn á virkjunar- stað, en unnt verður að nýta að verulegu leyti margvíslega að- stöðu, sem þegar er fyrir hendi við Sigöldu. (Jtgjöld vegna þessa undirbúnings eru innifalin f Hótel Hof hœttir starfsemi sinni: „Ástæðan tap á rekstrinum 11 — segir formaður húsbyggingarsjóðs Framsóknarfélaganna Ástæðan óvissa með húsnæði” — segir lögfrædingur hótelsins 12% hækkun á stílabókum RÍKISSTJÓRNIN staðfesti á fundi sfnum f gærmorgun sam- þykkt verðlagsnefndar um 12% hækkun á stílabókum. Nær hækkunin einungis til stflabóka, sem framleiddar eru hér inna- lands hjá fyrirtækinu Ekkó. HÓTEL Hof, Rauðarárst fg 12, hætti starfsemi sinni um s.l. ára- mót. Að sögn Ingvars Björnsson- ar, lögfræðangs hótelsins, er ástæðan óvissa, sem rfkir um það hvort hótelið fær að vera áfram f núverandi húsnæði, en það er f eigu húsbyggingarsjóðs Fram- sóknarfélaganna. Formaður þess sjóðs, Jón Aðalsteinn Jónasson kaupmaður, sagði hins vegar f gær, að ástæðan væri taprekstur hótelsins, og hefðu aðstandendur þess óskað eftir að verða leystir undan leigusamningi og hefðu samningar tekizt um það 5. desember s.l. Sagði Jón það vera áhugamál stjórnar húsbyggingar- sjóðsins, að Dagblaðið Tfminn fengi inni f húsinu með rit- stjórnarskrifstofur sfnar. Er uppi ágreiningur milli aðilanna tveggja, húsbyggingarsjóðsins og Hótels Hofs, eins og fram kemur f svörum talsmanna þeirra hér á eftir. Ekki leiga þótt Tíminn flytji inn Morgunblaðið ræddi f gær við Jón Aðalstein Jónasson, formann húsbyggingarsjóðs Framsóknar- félaganna. Sagði hann það vera mikinn vilja sjóðsins að Dag- blaðið Tíminn fengi inni f húsi Framsóknarflokksin að Rauðarár- stfg 18 enda væri blaðið og flokk- urinn eitt það sama, og núverandi húsnæði blaðsins væri alveg óvið- unandi. Þetta væri á döfinni, og yrði að öllum líkindum endanlega ráðið í næstu viku. Jón Aðal- steinn sagði að samkomulag hefði orðið milli húsbyggingarsjóðsins og Hótels Hofs 5. desember s.l. um að hótelið hætti rekstri um áramótin. Hefði það veirið beiðni aðstandenda hótelsins að það yrði leyst frá leigusamningi f húsinu, sem þó hefði verið til margra ára. Ástæðan væri sú að reksturinn bar sig ekki. Staðreynd væri að rekstrinum hefði verið hætt en hótelið hefði áfram forleigurétt að húsnæðinu ef ávkeðað væri að leigja það áfram og gæti þá geng- ið inn í hæsta tilboð. Hins vegar kvaðSl Jón Aðalsteinn ekki telja það leigu, þótt flokkurinn flytti inn í húsið með starfsemi sfna, í þessu tilfelli útgáfu Tímans, þótt reiknuð væri húsaleiga. Það væri tvennt ólíkt frá bæjardyrum hús- byggingarsjóðsins að leigja flokknum húsnæðið eða einhverj- um óviðkomandi aðila. Þegar leit- að var álits á þeim ummælum Ingvars Björnssonar, að ekki hefði verið um að ræða lokun hótelsins vegna rekstrarörðug- Framhald á bls. 18 framkvæmdaáætlun Lands- vikjunar fyrri 1977, sem byggt hefur verið á við undirbúning lánsf járáætlunar rfkisstjórnar- innar. A þessu ári er fyrst og fremst ætlunin að undirbúa verk- samninga f þágu virkjunarfram- kvæmdanna og ljúka ýmsum tæknilegum og f járhagslegum undirbúningi. í frétt Landsvirkjunar segir, að hún lfti svo á, að eigi að vera unnt að ná því markmiði, að Hraun- eyjarfossvirkjun geti verið komin f rekstur á árinu 1981, þurfi að bjóða út byggingarvinnu við virkjunina, svo og vélar og raf- búnað fyrir hana á fyrri helmingi þessa árs. Astæðan fyrir þessu er sú, að áætlað er, að það taki 9 til 10 mánuði að bjóða verkið út, þ.e. frá útboði og þar til verk- samningar yrðu gerðir. Um tilhögun framkvæmdanna við Hrauneyjarfossvirkjun segir í frétt Landsvirkjunar, að stefnt Framhald á bls. 18 Drangsnes: Frystihúsið fokhelt Borgarstjóri efnir til við- talstíma í Breiðholtshverfi NYSTOFNAÐ félag ungra sjálf- stæðismanna f Breiðholti, Þór F.U.S., hefur ákveðið að gangast fyrir viðtalstfmum með borgar- fulltrúum og alþingismönnum Sjálfstæðisflokksins I Reykjavfk. Fyrsti viðtalstfminn verður á laugardag, 8. janúar n.k., kl. 14—15.30 að Seljabraut 54 (hús- næði Kjöts og fisks) og þar verður borgarstjóri, Birgir tsleif- ur Gunnarsson, til viðtals. í fréttatilkynningu frá félaginu segir, að markmið þessarar starf- semi sé að auka tengsl íbúa hverfisins við kjörna fulltrúa þess á þingi og í borgarstjórn. Fyrirhugað er að viðtalstfmar þessir verði hálfsmánaðarlega f vetur en félagið hyggur einnig á fjölbreytta félagsstarfsemi og verður meðal annars efnt til félagsmálanámskeiðs, stjórnmála- fræðslu og kynningarkvölds. ATVINNUÁSTAND er lélegt hjá kvenfólki á Drangsnesi og úr þvf rætist ekki fyrr en nýja frystihús- ið verður tekið f notkun. Nær allir karlmenn hafa atvinnu, ým- ist á bátunum eða við byggingu frystihússins, sagði Jón Alfreðs- son, kaupfélagsstjóri á Hólmavfk, er blaðið ræddi við hann um hvernig byggingarframkvæmd- um við frystihúsið á Drangsnesi miðaði. Jón sagði, að húsið væri nú fok- helt, en menn stæðu frammi fyrir þvf að betur þyrfti að huga að fjármögnun þeirra framkvæmda, sem eftir væru. Sagði Jón, að nú væri búið að verja rúmlega 40 milljónum króna til framkvæmda við húsið en áætlað hefði verið að heildarkostnaður yrði um 120 milljónir króna. Upphaflega var áætlað að frystihúsið yrði tekið í notkun í júní eða júlí f sumar og sagði Jón, að ekki væri útilokað enn að það tækist. Þeir fimm bátar, sem áður lögðu upp á Drangsnesi, leggja nú afla sinn upp á Hólmavfk og landa þar um þessar mundir, alls 13 bátar, en aflabrögð hafa, að sögn Jóns verið sæmileg að undan- förnu. Sjór komst í rafmagnstöflu Arnar KE ÞEGAR loðnuskipið Örn frá Keflavfk var að loðnuveiðum NA af Kolbeinsey f fyrrinótt vildi það til. að sjór komst f gegnum röralagnir f aðalraf- magnstöflu skipsins og varð skipið að leita hafnar f Siglu- firði f gær með 150 tonn af loðnu, sem það var búið að fá áður. Örn Erlingsson skipstjóri á Erni sagði i samtali við Morgunblaði í gærkvöldi, að byggt hefði verið yfir aðalþil- far Arnar f Noregi í sumar og um leið hefði þurft að breyta hinum ýmsu röralögnum í Framhald á bls. 18 Loðna finnst á stóru svæði: Fjórir bátar með 1400 lestir í gær FJÖRIR loðnubátar tilkynntu um afla til Loðnunefndar f gærdag, samtals tæpar 1400 lestir. Fóru tveir bátanna til Siglufjarðar og að Ifkindum tveir til Raufarhafn- Loðna hefur nú fundizt á Stóru svæði NA af Kolbeinsey, en í fyrrinótt fann rannsóknaskipið Árni Friðriksson loðnutorfur um 80 mflur NA af Kolbeinsey og virtist nokkuð mikil loðna vera þar á ferð. 1 gærmorgun voru 8 vindstig á svæðinu NA af Kolbeinsey og frost og kvörtuðu skipstjórar undan fsingu. Sögðu þeir að minna hefði komið út úr köstunum f fyrrinótt en efni stóðu til, en bæði stóð loðnan djúpt, veður var frekar slæmt og mikill straumur er um þessar mundir. Þessi skip tilkynntu afla til Loðnunefndar: Grindvíkingur GK 480 lestir, Ásberg RE 340 lest- ir, Pétur Jónsson RE 420 lestir og Örn KE 150 lestir. Loðnuveiðin þá tvo daga, sem hún hefur staðið, er nú um 3300 lestir, en fyrsta loðn- an barst á land 1 fyrra þann 17. janúar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.