Morgunblaðið - 07.01.1977, Side 14

Morgunblaðið - 07.01.1977, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANUAR 1977 Landbúnaðarráðherra: Nefnd kanni þörf á fjárhagslegri fyrir- greiðslu við bændur á óþurrkasvæðunum LANDBUNAÐ ARRAÐHERRA hefur skipað nefnd fimm manna til að athuga forðagæsluskýrslur af Vest- fjörðum, Vesturlandi og Suðurlandi og kanna á annan hátt, hve mikla fjárhagslega fyrirgreiðslu þurfi að veita bændum I þessum byggðarlög um til þess að gera þeim kleift að kaupa þann fóðurbætisauka, sem þarf til að bæta upp fóðurgildi heyja frá sl. sumri. Sem kunnugt er hafa rannsóknir leitt í Ijós. að vegna óþurrka á Suður- og Vesturlandi sl sumar er heyfengur bænda á þessum svæðum mjög rýr að fóðurgildi Hey á þessu svæði eru mjög misjöfn að gæðum og sam- kvæmt niðurstöðum rannsókna Rannsóknastofnunar landbúnaðarms á sl hausti má gera ráð fyrir að % af heyjum á fyrrnefndu svæði séu góð hey, ’/? sæmileg en þó langt undir meðallagi og % séu léleg eða ónýt Samkvæmt niðurstöðum þessara rannsókna þarf að meðaltali 2,56 kíló af heyi í hverju fóðureiningu á óþurrka- svæðunum en gert er ráð fyrir að alla jafna þurfti ekki nema um 1.9 kíló af heyi í fóðureininguna Þennan mismun þurfa bændur því að bæta upp með fóðurbætisgjöf en nokkuð bætir þar úr skák fyrir bændur að verð á innfluttu kjarnfóðri er nú mjög hagstætt og að sögn kunnugra hefur verð á fóðurbæti ekki verið jafn hagstætt sl. 20 ár j nefnd þeirri. sem landbúnaðarráð- herra hefur skipað. eiga sæti þessir menn Gisli Kristjánsson ritstjóri, sem hefur verið skipaður formaður nefndarinnar. Leifur Jóhannesson ráðunautur, vara- formaður, Árni Jónasson erindreki, Hjalti Gestsson ráðunautur og Haukur Jörundarson skrifstofustjóri Þetta einbýlishús f Siglufirði tók aðeins 2 daga að reisa, og smfði eininga tók aðeins um 3 mánuði en þær eru þá fullfrágengnar með einangrun o.s.frv. Húseiningar: Timbureiningarhúsið til á þrem til f jórum mánuðum GarAar Erlendsson forsljóri tekur viö viöurkenningarskjali Félags blikksmiða. — Blikk & stál Framhald af bls. 5 vökutímanum verður hann að eyða á vinnustað til að þræla fyrir þvf litla kaupi sem honum er skammtað, sá skammtur á svo að duga til að framfleyta hans fjölskyldu. Á þessu sést að vinnustaðurinn verður að upp- fylla þær kröfur, sem þurfa að vera til að starfsmaðurinn haldi óskertri heilsu," sagði Kristján Ottósson. Hann hvatti að lokum sveina iðninnar til að leggja sitt af mörkum til að uppfylla kröf- ur til vinnustaðar með góðri umgengni. Að ræðu sinni lokinni afhenti Kristján Garðari Erlendssyni, forstjóra Blikks og stáls, viður- kenninguna og þakkaði Garðar fyrir hönd fyrirtækisins og starfsmanna þess, en þeir eru um 30 og voru viðstaddir afhendinguna. Viðstaddir voru auk þeirra Guðjón Jónson, — Síldveiði Framhald af bls. 1. um og veitt jafnmikið og áður eða allt þar til ráðherranefnd EBE tekur afstöðu til framkominnar tillögu um algert sildveiðibann í Norðursjó í allt að fjóra mánuði. Fundurinn verður haldinn síðari hluta mánaðarins. Bannið við síldveiði Svía f Norðursjó hefur í för með sér að um þriðjungur starfsmanpa i fiskimjölsiðnaði á Norður- Jótlandi missir atvinnuna að sögn viðkomandi fyrirtækja. Norð- menn fá að halda veiðunum áfram. Fiskimjölsverksmiðjurnar eru á Skagen og Hirtshals og enga aðra atvinnu er hægt að bjóða þeim sem verða atvinnulausir. Afleiðingin verður því stóraukið atvinnuleysi á þessum slóðum. Norður-Jótland er eitt þeirra svæða EBE sem er lakast sett að sögn Iver Espersens, forstjóra fiskútflutningsfyrirtækis Skager- aks. Hann krefst þvf bóta í ein- hverri mynd fá EBE á sama hátt og viss svæði á Italíu fengu skaða- bætur þegar tómataframleiðsla minnkaði. form. Málm- og skiðasmiða- sambands Islandsmiðjueig- enda. Afhendingin fór fram í vinnusal blikksmiðjunar. TILGANGURINN meö stofnun þessa fyrirtækis var fyrst og fremst sá að reyna að ná almennt fram lækkun byggingarkostnaðar hérlendis, en þessu markmiði má fyrst og fremst ná með því að stytta byggingarfmann. Við teljum okkur hafa náð töluverð- um árangri f þessum efnum, en þó er aðstöðu starfseminnar f mörgu ábótavant. Þannig fórust orð Matthfasi Sveinssyni fram- kvæmdastjóra Húseininga hf. á Siglufirði á blm. fundi f gær. Húseiningar hf. framleiða ein- ingahús úr timbri, en fyrsta húsið sem fyrirtækið reisti var bæjar- stjórabústaðurinn i Siglufirði. Sfðan eru húsin orðin um 40, vfðs vegar um landið. Matthfas sagði að það liðu vanalega um 3—4 mánuðir frá því að byrjað væri á sökkli þar til að hvert hús væri orðið íbúðarhæft en með hinni hefðbundnu byggingaraðferð er sá tími 1—2 ár að sögn Matthías- ar. Það eitt að reisa húsið eftir að sökkull er tilbúinn tekur ekki nema 4—5 daga og getur farið allt niður í 2 daga. Það kom fram á blm.fundinum að þessari iðngrein væri illa búið. Þannig er ekki nema 12% tollur af tilbúnum, innfluttum timbur- húsum frá EFTA-löndum, að sögn Matthíasar, en framleiðendur ein- ingahúsa hér verða að greiða 25.5% toll af timbrinu sem þeir nota í húsin. Þá er framleiðend- um einingahúsa gert að greiða söluskatt af verði húsanna, þar sem þau eru framleidd innan- dyra, en þessu er öðru vfsi háttað með íbúðir sem buggðar eru á hefðbundinn hátt. Þá er f raun og veru um að ræða að söluskattur sé tviborgaður, að sögn Matthíasar, því í verði húsanna er ýmiss kon- ar fastakostnaður sem áður hefur verið greiddur söluskattur af. Það er ekki nóg að segja að við höfum lækkað byggingarkostnað heldur verðum við að geta sýnt fram á það með tölum, sagði Matt- hías. Samkvæmt síðustu útreikn- ingum kostar rúmmetrinn af timburhúsi frá okkur 22.580 krón- ur, og er þá miðað við fullfrágeng- Þjóðleikhúsinu barst nýlega höfð- ingleg gjöf frá Andrési Þormar leikritaskáldi og fyrrum gjald- kera. Er það bók þar sem hann hefur safnað öllum gögnum og umsögnum I blöðum um vfgslu Þjóðleikhússins, undirbúning og starf þess á fyrstu mánuðum. Bókin er fagurlega innbundin og verður til sýnis á Kristalssal á sýningum f leikhúsinu næstu vik- urnar. Andrés Þormar er gamall leik- húsunnandi og kunnur bókasafn- ið hús. Þetta má bera saman við vfsitöluhúsið en í þvf kostar hver rúmmetri 22.553 krónur. Sá rúm- metri er þó miðaður við að vera í 10 fbúða stigahúsi í blokk, svo að þarna er greinilegur munur á. Okkar kostnaður i hverju húsi er um 60% af heildarkostnaðiþess, en frá okkur kostar 100 fermetra hús 4,8 milljónir, svo að fullfrá- gengið kostar það um 8 milljónir. Af þessum 4,8 milljónum verðum við svo að skila 800 þúsundum í söluskatt. I verði Húseininga er húsið full- klárað, að undanskildum raflögn- um, múrverki (sökkull og gólf), hitalögnum, innanstokksmunum, o.s.frv. Að sögn er hönnun hús- anna og eininganna þannig háttað að ekki er um að ræða staðlaða gerð húsa, heldur eru margir möguleikar með stærðir og fyrir- komulag, jafnt utan húss sem inn- an. Greiðsluskilmálar húsanna eru með þeim hætti, að við staðfest- ingu pöntunar kemur greiðsla, og síðan eru mögulegar jafnar af- borganir á 12 mánuðum. Jafn- framt tekur fyrirtækið, ef þess er óskað, við Húsnæðismálastjórnar- láninu, en um greiðslufyrirkomu- lag verður þó að semja hverju sinni. ari og mun til dæmis eiga eitt merkasta safn islenskra leikrita, sem til er. Hann sést hér á mynd- inni við gjöf sfna, en með honum á myndinni eru nokkrir af leik- urum og starfsmönnum, sem hafa starfað við leikhúsopnun þess. Þeir eru, talið frá vinstri: Valur Gíslason, Róbert Arnfinnsson, Herdís Þorvaldsdóttir, Ögmundur Kristófersson, gefandinn Andrés Þormar, Bjarni Stefánsson, Þor- lákur Þórðarson og Kristinn Daníelsson. Snæfellsnes er vinsæll ferðamannastaður. Hér er mynd af Stapa- felli og Snæfellsjökli. Á 5. þúsund ferð- uðust með Útivist BLAÐINU hefur borizt eftir- farandi frá Ctivist: Nú er öðru starfsári okkar lokið, og varð farþegatala fé- lagsins 4055 árið 1976 í hátt á annað hundrað ferðum. Er það 75% aukning frá árinu áður. Þar af voru útlendingar 14.4% að langmestu leyti í sér ferðum. Um áramótin var um 100 manns f förum á vegum félags- ins, þ.e.a.s. í Hveradali, Herdís- arvík og Selvog og Strandar- kirkju 2. janúar. Ferðaáætlun 1977 er nú í prentun og væntanleg innan skamms. Er þar gert ráð fyrir fjölmörgum ferðum, m.a. kræklingafjörum, tunglskins- göngum, stjörnuskoðun o.s.frv., svo sem var síðastliðið ár. Enn- fremur verður boðið upp á ódýrar utanlandsferðir fyrir fé- laga Utivistar, en s.l. ár var farið í 4 slíkar ferðir til Græn- lands og Færeyja. Fyrsta ársrit félagsins kom út á síðastliðnu ári, blandað að ferðaefni og prýtt fjölda mynda í lit og svarthvftu. Annað ársrit er nú í prentun og væntanlegt seinna í þessum mánuði. 1 því er einnig blandað efni um ferðamál og útivist og prýtt fjölda mynda. Þess má geta, að félagið Uti- vist er öllum opið, og geta menn gerzt félagar og áskrifendur að ritinu í Lækjargötu 6, sfmi 14606. Áskrift kostar nú 2000 krónur. Tilgangur félagsins er að stuðla að útivist fólks f hollu og óspilltu umhverfi. Höfðingleg gjöf til Þ j ódleikhússins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.