Morgunblaðið - 07.01.1977, Page 25

Morgunblaðið - 07.01.1977, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1977 25 fclk f fréttum Anna á von á barni. + Anna prinsessa og Mark Phillips eru glöð og hamingjusöm á nýjustu myndunum sem birst hafa af þeim og ástæðan er sú að nú er sagt að Anna eigi von á barni. Sjaldan hefur barnsvon í Englandi vakið jafn mikla athygli. Anna er aðalumræðuefni í teboðum og á „pubunum". Anna er sem kunnugt er mikii hestakona og hún tét einhvern tíma þau orð falla að hún væri fús að fórna fjölskyldu-lífi og börnum fyrir hestamennskuna, en hún virðist hafa skipt um skoðun. Fyrir um það bil hálfu ári voru uppi háværar raddir um að þau Anna og Mark væru að skilja. Það var kappaksturshetjan Jackie Stevart sem var eitthvað að gefa Önnu hýrt auga, en nú er allt fallið { Ijúfa löð og Englendingar bíða í ofvæni eftir að Elfsabet drottning verði amma. + Sagt er að hjónaband Audrey Hepburn og læknisins Andrea Dotti sé að fara út um þúfur og muni hún ætla að taka saman á ný við fyrrver- andi eiginmann sinn, Mel Ferrer. Þau sjást oft saman í Sviss þar sem þau heimsækja son sinn Sean. + Leikkonan Valerie Perrine, sem leikur eiginkonu Dustins Hoffmans I verðlaunamynd- inni „Lenny“ segir að amerfsk- ir eiginmenn séu alltof þægir. Þeir láta konurnar stjórna. Þeir láta eiginkonurnar um fjármál heimilisins. „Ég veit ekki hvers vegna og ég held að það gæti ekki gerzt ( neinu landi öðru. Og þó að það sé f tfsku að konur gangi f karl- mannsklæðum og vilji f einu og öllu standa karlmönnum jafnfætis vil ég að karlmaður- inn sé húsbóndi á sfnú heim- ili,“ segir Valerie.^ + Þessi fallega sænska kisa lifði það af að vera grafin f fönn f 10 sólarhringa. Kisa hvarf frá heimili sfnu 14. desember og fannst hvergi þrátt fyrir leit. Svo var það á sjálfan aðfangadag að kona nokkur var á gangi á þjóðveg- inum skammt frá heimili kisu og heyrði einkennilegt hljóð undir snjónum. Hún fór að grafa f snjóskaflinn og þar fann hún kisu. Hún hafði graf- ið sér rúmgóða holu f skaflin- um en var frelsinu fegin og virtist ekki mjög illa haldin. Lfklegt er talið að snjóplógur hafi rótað snjó yfir kisu og hún ekki komist út af sjálfs- dáðum. Stálgrindarhús Efni í 2100 fm. stálgrindarhús til sölu. Tilbúið til afgreiðslu strax af vörulager í Reykjavík. Vegg- og loftklæðning er fulleinangruð máluð utan og innan. Upplýsingar í síma 37454. Heimasimi 81871. Einkaritaraskólinn Fullskipað er í Kjarna B — Skrifstofuþjálfun- ina. Pitmans-próf í Ensku: Intermediate 2 þann 5. febrúar, Correspondence & Report Writing þann 2. apríl. Getum tekið nokkra nemendur. 1 4 nemendur tóku fyrsta prófið 1 3. nóvember. Allir stóðust prófið. Mímir, Brautarholt 4, s. 10004. Fáum nýja sendingu af SUBARU; fyrir miðjan janúar VINSAMLEGAST ENDURNÝIÐ PANTANIR BÍLLINN — SEM ALLIR TALA UM framhjóladrifsbíll sem verður fjórhjóladrifsbíll með einu handtaki inni í bílnum — sem þýðir að þú kemst nærri hvert sem er á hvaða vegi sem er. SUBARU fjórhjóladrifsbíllinn, sem klifrar eins og geit, vinnur eins og hestur en er þurftalítill eins og fugl. VERÐ CA. KR. 1,950 ÞÚSUND INGVAR HELCASON Vonorlondi v/Sogoveg — Simar 84510 og 8451 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.