Morgunblaðið - 15.01.1977, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JANUAR 1977
14% skuldaaukning
FÍkis og ríkisstofn-
ana við Seðlabanka
Verulegur stöðubati opinberra sjóða
AL'KNING heildarskuldar ríkis-
sjóds og ríkisstofnana á sl. ári
nam um fjórðungi aukningar-
innar árið áður og sðð sem hlut-
fall af stöðunni I ársbyrjun varð
skuldaaukning 14%, samkvæml
upplýsingum Seðlabankans.
Skuldaaukningin var 838
milljónir króna sé gengis-
uppfa’rsla dregin út úr. Tölur
þessar ná yfir allt 1 senn,
reikningsskuld, verðbréf og rlkis-
vlxla.
I fréttatilkynningu fjármála-
ráðuneytisins 11. þ.m. hafa þegar
komið fram nánari skýringar á
afkomu og stöðu ríkissjóðs er
koma að sínu leyti heim við ofan-
greindar upplýsingar.
OPINBKRIR SJÓÐIR
Sé jafnframt litið til þeirra
opinberu sjóða, sem tengjast fjár-
málum ríkisins í viðari skilningi,
þ.e. sjóðá i opinberri vörzlu og
Framhald á bls. 18
STAÐA RIKISSJÓÐSOG RÍKISSTOFNANA VIÐ SEÐLABANKANN.
Millj kr. Staða I árslok Ilreyfingar
1975 1976 1975 1976
Rlkissjóður 9932 11419 6066 1487
þ.a. gengisuppfærsla (-258) (-699)
Ríkisstofnanir, nettó 2128 2389 642 261
þ.a. gengisuppfærsla (-68) (-211)
Loðnan heldur austur á bóginn:
12 skip með
4300 lestir
t gærmorgun lægði nokkuð á loðnumiðunum og þá fengu
12 bátar alls 4300 lestir af loðnu. Er leið á morguninn
hvessti aftur og héldu þá flest skipin í var. Loðnan, sem
veiddist í gærmorgun var 50—60 mílum austar en
loðnan sem veiddist fyrir bræluna og voru skipin að
veiðum norður af Þistilsfirði í gærmorgun. Þau skip ,
sem fyrst voru að tilkynna um afla héldu til Siglufjarðar
og í Krossnes, en hin héldu til Austfjarðahafna og
kemur fyrsta ioðnan á vertíðinni því til Austfjarða í dag.
Skipin, sem tilkynntu um afla í
gær voru þessi: Eldborg GK 530
lestir, Gísli Árni RE 500, Grind-
víkingur GK 540, Skarðsvfk SH
380, Huginn VE 350, Súlan EA
450, Þórður Jónasson EA 350,
Svanur RE 200, Rauðsey AK 300,
Börkur NK 450, Örn KE 300 og
Fífill GK 350 lestir.
Það sem af er vertiðinni hafa
veiðst um 26 þúsund lestir af
loðnu, en í fyrra barst fyrsta loðn-
an á land hinn 17. janúar.
Athuga með
kaup á
rækjutogara
Morgunblaðinu er kunnugt um
að aðilar á Dalvík eru nú að at-
huga með kaup á skutrækjutog-
ara frá Italíu. Togari þessi mun
vera nokkurra ára gamall, en ekki
er blaðinu kunnugt um að hve
stór hann er. Forráðamenn Dal-
víkinga munu nú vera farnir til
Italíu til að skoða skipið.
Skildu
jafnir
FYRSTA umferð alþjóðlega skák-
mótsins I Wijk Aan /ee 1 IIol-
landi var tefld 1 gær. Þá mættust
fslenzku stórmeistararnir,
Friðrik og Guðmundur, og skildu
jafnir. Guðmundur hafði hvítt og
jafntefli varð í 18. leik. Þrátt fyr-
ir þetta notuðu skákmeistararnir
talsverðan tfma. Skákmótið f Ilol-
landi hefur samkvæmt Elo-
stigatöflu 11 stig.
Framhald á bls. 18
V iðskiptabankarnir:
Hlutfallslega meiri aukning
innlána en útlána á sl. ári
Unnið var að þvf í gær að gera gott skautasvell á Tjörninni í Reykjavfk.
Starfsmenn Reykjavfkurborgar fluttu dælu í bíl út í hðlmann og sprautuðu sfðan
vatni yfir fsinn. Myndin er af bílnum f hólmanum. — Ljðsm.: Kr. Ól.
AUKNING heildarinnlána
viðskiptabankanna á árinu
1976 nam 32,7% og er það
talsvert meiri aukning en
árið áður, og kemur hér
einkum til aukning spari-
innlána. Utlán viðskipta-
bankanna fðru um 6%
fram úr þvf marki sem
Seðlabankinn f samvinnu
við viðskiptabankana hafði
sett til takmörkunar á
aukningu útlána á árinu
en á mðti kemur að þrðun
spariinnlána reyndist mun
hagstæðari en undanfarið
ár segir í tilkynningu frá
Seðlabanka Íslands.
Bráðabirgðatölur eru nú tilbún-
ar um útlán og innlán viðskipta-
banka, en um innlánsstofnanir í
heild eru enn aðeins til tölur um
stöðuna gagnvart Seðlabankan-
um, en þær sýna lítilsháttar bata I
Iausafjárstöðu þeirra. Hins vegar
fara hér á eftir tölur um innlán og
útlán viðskiptabankanna, en um
81% heildarinnlána er hjá þeim,
svo að þessar tölur eiga að gefa
góða mynd af þróuninni hjá inn-
lánsstofnunum i heild.
Aukning heildarinnlána nam
32,6% á árinu 1976 og er það
talsvert meiri aukning en árið
áður, er hún nam 28,3%. Einkum
er aukning spariinnlána um
36,3%, til samanburðar við 26,4%
árið áður, athyglisvert batamarki.
Að nokkru leyti virðist mega
þakka þennan árangur hinu nýja
vaxtaaukareikningsfyrirkomu-
lagi, en i árslok höfðu safnazt
8.651 millj. kr. á vaxtaaukareikn-
inga bankans.
Utlán viðskiptabankanna juk-
ust um 12.587 millj. kr. á árinu,
eða um 25,8:, en árið áður hækk-
uðu útlánin um 26,2% að með-
töldum lánum til breytilegra
lausaskulda sjávarútvegsins í
löng lán. Hin svokölluðu þaklán
jukust til muna minna en heildar-
útlánin, eða um 21,6%, en þá eru
undanskilin afurðalán og reglu-
bundin viðbótarlán bankanna.
Varð útlánaaukningin mun minni
en á horfðist fram eftir árinu, þar
sem veruleg útlánalækkun varð i
desember.
Stefnt hafði verið að því, að
útlánaaukning bankanna yrði um
20% á árinu, en þótt ofangreindar
tölur sýni, að farið hafi verið um
6% fram úr því marki, kemur þar
á móti, að þróun spariinnlána hef-
ur eynzt mun hagstæðari en
undanfarin ár. Sæmilegt jafn-
vægi náðist því í heildarviðskipt-
um bankanna á árinu.
ÚR REIKNINGUM VIÐSKIPTABANKA
Millj. kr. Staða í árslok Hreyfingar
1975 1976 1975 1976
Heildarútlán 48817 61404 10542 12587
Heildarínnlán 42578 56448 9393 13869
Veltiinnlán og geymslufé 11595 14223 2931 2628
Spariinnlán 30983 42225 6463 11242
Falla tölvuúr undir verksvið
úrsmiða eða útvarpsvirkja?
AÐ undanförnu hefur aukizt nokkuð innflutningur á svonefnd-
um tölvuúrum og hafða Morgunblaðið af þvf tilefni samband við
Garðar Olafsson úrsmið og spurðist fyrir um hvort aukin
notkun tölvuúra myndi smám saman gera úrsmiði óþarfa.
Garðar sagði að Svisslending-
ar væru komnir langt á þessari
braut og taldi að þjónusta með
slík tölvuúr yrði áfram í hönd-
um úrsmiða. Við þurfum að
læra eitthvað meira í sambandi
við þetta, sagði Garðar, en ég
reikna ekki með því að stéttin
muni deyja út. Það er með okk-
ur eíns og aðra iðnaðarmenn að
við þurfum að bæta sífellt við
okkur, fara utan eða fá sérfræð-
inga hingað til að leiðbeina og
ég geri ráð fyrir að svo verði
einnig í þessu tilviki. Við eigum
frekar við önnur vandamál að
stríða, sagði Garðar, það eru
margir um söluna á þessum úr-
um, þeir aðilar sem hafa selt
vasatölvur og önnur skrifstofu-
tæki bjóða fram þessi tölvuúr,
séu þeir umboðsmenn fyrir
sama fyrirtæki.
Ennfremur leitaði Mbl. álits
Sigurðar Ölafssonar útvarps-
virkja á því hvort þessi tölvuúr
heyrðu undir útvarpsvirkja
fremur en úrsmiði.
— Þetta er álitamál, sagði
Sigurður, og öll rafeindatækni
hefur til þessa tilheyrt okkur,
en hún er hins vegar komin inn
á mörg svið núna, t.d. í bíla.
Varðandi tölvuúrin má segja að
oftast er skipt um allt verkið í
þeim eða meginhluta þess og
úrsmiðir hafa ekki mjög mikla
þekkingu á því, en þó veit ég
ekki hvað þeir hafa lært í þess-
um fræðum. Það er stundum
leitað til útvarpsvirkja með
svona úr.
En mér fyndist ekki óeðlilegt
að úrsmiðir bættu þessum þætti
inn í sína menntun og það er
mjög margt sem flokka má und-
ir okkar stétt að lagfæra þarf og
endurbæta t.d. námið í grein-
inni.
I því sambandi má nefna að
nú er starfandi nefnd til að
endurskoða nám í útvarpsvirkj-
un og sagði Sigurður að gamla
starfsheitið útvarpsvirkjun
væri ekki lengur rétt nafn á
faginu. Talað væri um að um
leið og námstilhögun yrði
breytt, t.d. á þann veg að fyrstu
tvö — þrjú árin væri sameigin-
legt námsefni, sem síðar
greindist í nokkur sérsvið,
myndi það verða kannski nefnt
rafeindavirkjun, eða eitthvað í
þá átt.