Morgunblaðið - 22.02.1977, Side 3

Morgunblaðið - 22.02.1977, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUPAGUR 22. FEBRÚAR 1977 3 Vasili Smyslov, aðstoðar maður Spasskys, og eigin- kona hans við komuna til Reykjavíkur á sunnudaginn. Engar pólitísk- ar spurningar í upphafi blaSamannafundarins imt skékmönnunum i gmt sagSi Eínar S. Einarsson, að béSir hafSu skék- mennimir beðiS um aS þeir yrðu ekfci beðnir aS svara pótitlsfcum spurning- um. Þé vildu þeir ekki léta trufla sig dagana fram aS einviginu, né moSen é þvi st»8i. Myndatökur vtaru aSeins leyfSar fyrstu fimm minútur hverrar skékar. „Vil ekki f órna öllu lífi mínu fyrir skákina” — segir tékkneski stórmeistarinn Hort og telur að Fischer ynni Karpov Vlastimil Hort á fundi með fréttamönnum í gær, við hlið hans er Einar Einarsson, forseti Skáksambandsins, Guðmundur Arnlaugsson, yfirdómari í einviginu. og Gunnar Gunnars son, aðstoðardómari. — segir Boris Spassky fyrrverandi heimsmeistari, vel undirbúinn fyrir einvígid og fullur sigurvilja — Spassky er ef til vill sterkari núna en þegar hann tefldi við Fisch- er ‘hér í Reykjavík, en hann er sjö árum eldri en ég og ég held, að ég þekki hann betur en hann þekkir mig og þar liggja mfnir möguleikar, sagði Vlastimil Hort á fundi með frétta- mönnum á Hótel Loftleiðum I gœr. Tékkinn var hress i bragði, brosti mikið og hló, sagði gamansögur af vini sínum Bobby Fischer og lék á als oddi Eina skiptið, sem hann varð vandræða- legur, var er hann hitti Spassky í anddyri hótelsins og þar þvertók hann fyrir að tekin yrði mynd af honum með Spassky Aðrar myndatökur leyfði hann fúslega og svaraði greiðlega öll- um spurningum blaðamanna Hort var spurður á fundinum hver yrði næsti heimsmeistari í skák og svaraði þvl til, að hann teldi, að Karpov ætti eftir að verma sæti heimsmeistar- ans í mörg ókomin ár. — Karpov hefur fengið allt á silfurfati, beztu þjálfara, beztu aðstöðu og allt hefur verið lagt í hendurnar á honum, sagði Hort. — Hann er orðinn mjög sterkur skákmað- ur og lifir fyrir skákina. Hann reykir ekki, hann drekkur ekki og ég veit ekki hvort honum líkar nokkuð vel við kon- ur. Hann er eins og Mecking Þeir lifa bara í heimi skákarinnar Ljubojevic er sama manngerðin, og Anderson sænski. Þetta eru skrýtnir menn, svona er Fischer líka og margir fleiri skák- menn. — Þeir eru eins og apar, sagði Hort, en leiðrétti sig þó fljótlega og sagði, að þessir skákmenn væru eins og munkar. Ruglaðist stórmeistarinn þarna I annars ágætri ensku sinni, sagði „monkeys", en ætlaði að segja „monks". — Ég vil ekki fórna öllu lífi mínu fyrir skákina og ég held ekki að það sé nauðsynlegt til að ná árangri í skákinni. Ef þeir settust að skákborðinu Karpov og Fischer þá held ég að Karpov ynni ekki. Fischer með alla sína reynslu held ég að hefði vinninginn, sagði Hort Hort sagði á fundinum, að hann hefði undirbúið sig síðastliðna tvo mánuði fyrir einvigið Aðstoðarmaður hans verður landi hans, doktor Alster, en hann er alþjóðlegur meistari i skák og varð fyrir nokkrum árum Tekkóslóvakiumeistari Sagði Hort að hann og Alster væru miklir vinir og auk þess að vera góður skákmaður væri hann yfirvegaður og reyndur og hefði góð áhrif á sig sálfræðilega. Kvast Hort vera mjög ánægður með að vera kominn til íslands og tók fram, að hann hefði neitað að tefla i Frakk- landi, þar sem kona Spasskys væri frönsk og þau hjónin byggju þar — Ég er ekki hræddur við Spassky og tel mig eiga góða möguleika á sigri, sagði Hort — Ef Spassky tapar þessu einvigi þá held ég að ferill hans sé á enda. Hann hefur örugglega undirbúið sig mjög vel og sigraði Kavalek 4:2 í einvigi fyrir skömmu Kavalek er Tékki eins og ég af sama skákskóla, það segir kannski nokkra sögu um að Spassky ætlar sér sigur i þessu einvigi, en ég er hvergi hræddur og vona auðvitað að ég vinni í einvíginu, sem vonandi verður spennandi og skemmti- legt fyrir áhorfendur, sagði Vlastimil Hort að lokum. —áij mannafundinum I gær, sagði að margt hefði breytzt síðan hann hefði verið hér síðast og þá sérstaklega eftir að hann fluttist frá Sovétrikjunum i ágústmán- uði á síðasta ári. Hefur hann látið sér vaxa mikið hár og sagði um aldur sinn að tíminn væri sinn vinur og þvi óttað- ist hann ekki þó árin færðust yfir hann. Aðstoðarmaður Spasskys verður Sovétmaðurinn Vasili Smyslov og kom hann til landsins á sunnudaginn rétt á eftir Spassky. — Ég er mjög ánægður með að Smyslov skuli verða mér til aðstoðar i einvíginu hér, sagði Spassky. — Hann er góður vinur minn, fyrrverandi heimsmeistari og i eina tið konungur skáklistarinnar Ég kynntist Smyslov ungur piltur og tókst meira að segja að sigra hann á móti i Búkarest 1953, þá 1 5 ára gamall Sagði Spassky að lif sitt hefði breytzt mjög eftir að hann tapaði heimsmeist- aratitlinum til Fischers árið 1972. — Mánuðirnir eftir einvigið hér í Reykja- vik voru erfiðir og ég var langt niðri eftir einvígið. í 9 mánuði tók ég ekki þátt í skákmóti, en varð síðan meistari í Sovétríkjunum 1973 og það lyfti mér aftur upp Árið 1 974 lenti ég i útistöð- um við sovézka skáksambandið og er þeir sendu skeyti til mótshaldara i Solingen í V-Þyzkalandi og sögðu að ég gaeti ekki tekið þátt i mótjnu þar sem ég væri þreyttur. Það var ekki rétt og ég fékk að tefla i mótinu. — Eftir það var allt lokað fyrir mér, þangað til ég fluttist til Frakklands á síðasta ári Nú er allt opið fyrir mig og ég verð Hort hættulegur andstæðing- ur, sagði Spassky og brosti. — Ég held ég verði ekki heimsmeistari aftur, en vissulega vildi ég það gjarnan, ég er ekki bjartsýnismaður lengur Það er margt annað i skákinni en að sigra Meðan Fischer — ÉG VEIT að þetta verður erfitt og spennandi einvígi, en ég er ekki hræddur við andstœðing minn. Ég er aldrei hræddur vi8 nokkurn mann, aðeins vi8 sjálfan mig. En nú er ég vel upplagður og sigurviljinn er fyrir hendi. Ég er ekki bjartsýnismaSur lengur, en tel mig eiga góða mögu- leika í þessu einvígi. Þannig mæltist Boris Spassky, fyrr- um heimsmeistara i skák, á fundi með fréttamönnum í gær, en Spassky kom hingað til lands á sunnudaginn, ásamt hinni frönsku eiginkonu sinni Marinu, til einvígisins við Tékkann Vlastimil Hort. Sagðist Spassky vera mjög ánægður með að vera kominn aftur til íslands, þrátt fyrir „sinn glæsilega ósigur" gegn Fischer hér í Reykjavík fyrir fimm árum, eins og hann orðaði það. — Mér líkaði vel á íslandi árið 1 972 og bæði ég og kona mín höfum yndi af að ferðast, kynnast nýju fólki og nýjum stöðum, sagði Boris Spassky Spassky talaði ensku við blaða- menn, en kona hans aðstoðaði hann i málinu þegar hann rak í vörðurnar Saman töluðu þau á rússnesku Spassky var mjög frjálslegur á blað- andstæðinginn. Ég vil skapa meira i skákinni, sem er þó ekki bara list, heldur einnig íþrótt. Gróf iþrótt at- vinnumannsins. — Hort er vel þjálfaður skákmaður og sterkur um þessar mundir Hann hefur góða tækni og hans still er kannski ekki við mitt hæfi Hann teflir ekki ósvipað og Tigran Petrosjan, sem ég tapaði fyrir árið 1966, en náði síðan heimsmeistaratitlinum af árið 1969 var „normal” ÞAÐ var létt yfir stórmeistaranum Hort é fundinum f gær og sagði hann meðal annars skemmtilegar sögur af Bobby Fischer fré þvf a8 hann var „normal" eins og Hort orðaði það. Sagði Hort m.a sögu af þvi er þeir fóru saman að tina sveppi. Sagði Hort, að Fischer hefði aldrei áður gert slíkt og hefði hann haft einstakt lag á að tína þá sveppi, sem eitraðir voru — Ég hafði nóg að gera við að henda eitruðu sveppunum úr körfunni og sagði Fischer að ef hann æti svona svepp tefldi hann aldrei framar, sagði Hort. — Þegar heim var komið voru sveppirnir matreiddir, en þegar komið var með tvo diska, annan fyrir mig, hinn fyrir Fischer, sagði hann að fyrst skyldi ég borða sveppina Hann ætlaði sjálfur að horfa á mig borða og ef ég væri lifandi eftir 2 tima þá borðaði hann kannski sveppina. sagði Hort og hló innilega Þá sagði hann frá þvi, að hann hefði einu sinni hitt Fischer i Bandaríkjunum og á heimilinu þar sem Fischer dvaldi hefði verið ungur drengur. sem hefði haft gaman af að tefla — Fischer vann að sjálfsögðu alltaf, en ég tók eftir þvi að hann var taugaóstyrkur svitnaði mjög og skalf Þegar ég spurði hann hvað væri að honum sagðist hann ekki vita hvort hann ætti að leyfa drengnum að ná einu sinni jafntefli eða vinna hann alltaf Þetta hafði svo mikil áhrif á hann, að hann varð mjög tauga- óstyrkur en ekki gat hann tekið ákvörðun um þetta atriði, sagði Hort og endurtók Þetta var meðan Fischer var „normal". — Ég er ekki í vafa um að Karpov er bezti skákmaðurinn núna, þar sem Bobby Fischer teflir ekkert Ef einvígi færi fram á milli þeirra yrði það stór- kostlegt fyrir skákíþróttina Það var eðlilegt að Fischer ynni mig, hann var einfaldlega sterkari. Karpov var mjög heppinn þegar hann varð heimsmeist- Framhald á bls. 42. „Ég er ekki bjartsýnis- madur lengur, en tel mig eiga góða sigurmöguleika”

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.