Morgunblaðið - 22.02.1977, Side 12

Morgunblaðið - 22.02.1977, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1977 Stúlkurnar í pökkunarsal fyrirtækisms raða dósunum með þorskhrognunum í kassa. en hrognin verða síðan borin á borð í Englandi. Póllandi eða annars staðar í heiminum £ Fiskiðjan Arcric hf. á Akranesi hefur nú starfað í um 10 ár. Það er Jón Árnason, alþingismaður, sem er forstjóri fyrirtækisins, en Þorsteinn Jónsson, sonur hans, sér um allan daglegan rekstur. Hjá fyrirtækinu er lagður níður kavíar úr grásleppuhrognum og soðin niður þorsk hrogn. Þessi gómsæti matur er síðan fluttur út og seldur til ýmissa landa, svo sem Englands, Frakklands, A- Þýzkalands, Spánar, ítaliu og Bandarikjanna. Á ferð Morgunblaðsmanna um Akranes á dögunum lit- um við mn hjá Arctic og spjölluðum stutta stund við Þorstein Jónsson. — Það er alveg furðulegt hve íslendingar eru linir við að nota sér þessa Ijúffengu rétti, sagði Þorstemn — Af þvi sem er hér innanlands fer meira til sölu hjá .jslenzkum markaði" á Keflavikurflug- velli, heldur en i allar aðrar verzlanir á landinu. Það eru allt of fáir kassar, sem seljast af kavíar og hrognum til al- mennings, en hins vegar er talsvert keypt af kavíar á túp- um, sem fluttur er inn frá Noregi og Sviþjóð Við höf- um hug á að hefja slíka fram- leiðslu innan skamms og þá tekur landinn vonandi við sér og byrjar að kaupa þessa islenzku framleiðslu, segir Þorsteinn Nú þarf enginn að halda að kavíarinn sem framleiddur er hér á landi sé raunveruleg- ur kaviar i upprunalegri merkmgu þess orðs. Bæði islendingar, Norðmenn Danir og aðrir stórir framleiðendur kaviars í heiminum nota grá- sleppuhrogn til sinnar fram- leiðslu, en hrogn styrjunnar eru aðeins í fáum löndum notuð í kavíarinn og í stöðugt minna mæli þar sem þessi fisktegund er á undanhaldi eins og svo margar aðrar vegna hinnar miklu ásóknar fiskimanna. — Ég held því stíft fram, að okkar kavíar standi styrju- hrognunum ekki nokkurn skapaðan hlut að baki, segir Þorsteinn í Arctic — Ég held að það fólk sem lætur þetta lostæti sér til munns með kampavini á dýrustu veitingastöðum Parisarborg- ar finni ekki nokkurn mun á tegundum Allmörg fyrirtækiá landinu vinna hrogn og kavíar, nefna má ORA í Kópavogí, K. Jóns- son á Akureyri og Siglósíld á Siglufirði Arctic er hins veg- ar eína fyrirtækið hér á landi sem eingöngu vinnur úr þessum tegundum og sér- hæfir sig i þeim Það er Sölu- stofnun lagmetis, sem sér um að selja þessar afurðir til annarra landa Þorskhrognin eru aðallega seld til Englands og Póllands, en kavíarinn til Spánar og A-Þýzkalands, en þessar vörutegundir fara einnig til annarra landa. í sambandi við hráefnisöfl- un eru hæg heimatökin á Akranesi hvað varðar grá- sleppuhrognin því þeim fjölg- ar stöðugt, sem gera út á grásleppu á vorin Siðastliðið vor munu þeir hafa fært þjóð- arbúinu á milli 80 og 90 milljónir í gjaldeyristekjur. Um 1000 tunnur af grá- sleppuhrognum voru hreins- uð og söltuð hjá Arctic síðast- liðið vor Þorskhrognin eru keypt af fiskvinnslunum á Akranesi, en einnig annars staðar að af landinu Eru þau soðin niður, bæði ný og fryst, og siðan flutt út Hjá Arctic starfa minnst 13 manns, en fleiri þegar mest er um að vera hjá fyrirtækinu Þorskhrognin eru flutt út i blikkdósum, þremur stærð- um, en kaviarinn i glerkrukk- um og plastilátum, sem taka allt frá 50 grömmum upp í 1 0 kg Það er Sölustofnunin, sem sér um sameiginlegan útflutning framleiðenda hérá landi og eru þessar vörur fluttar út undir heitinu „lce- landic Waters" en Arctic hef- ur merkið Jöklakaviar eða Jökla-hrogn á sinni fram- leiðslu. Sœtir furöu hve landinn notar lítið af þorsk- hrognum og kavíar (Ljósm Mbl Friðþjótur ) — Það hefur oft verið um það rætt, að við íslendingar ættum að gera meira að þvi en verið hefur að fullvinna okkar framleiðsluvörur og þá sérstaklega sjávaraflann, sem er eitt bezta hráefni sinnar tegundar í heiminum, segir Þorsteinn Jónsson. — Ekki er þvi að neita að nokkuð miðar f rétta átt, en betur má ef duga skal Það er mikið verk að vinna í sam- bandi við kynningu á okkar framleiðsluvörum í markaðs- löndunum og við aðar iðnað- arþjóðir að keppa. -— Samt sem áður, ef rétt verður á haldið með vöru- vöndun og dugnaður sölu- manna lætur ekki á sér standa, þá ætti islendingum með sitt fyrsta flokks ómeng- aða hráefni að vera auðvelt að hasla sér völl og hafa í fullu tré við aðrar þjóðir, og það er einmitt niðurlagning- ariðnaðurinn, sem ætti að hafa þar mikla framtíðar- möguleika, sagði Þorsteinn Jónsson að lokum — áij Þorsteinn Jónsson í Arctic við sýnishorn af framleiðsl- unni, kaviar í krukkum og þorskhrogn í dósum. Þörstéihn Jöhsson l Arcfíc á Ákranesi heimsöitur Heim aey jarskipulag- ið í Norræna húsinu: „Lifum á mynd- um frá Eyjum í 2 mánuði” Rætt við Elinu og Carmen Corneil sem sigruðu í norrænu skipulagssamkeppninni fyrir Heimaey • (JT þessa viku stendur yfir f anddyri Norræna hússins sýning á verðlaunateikningum úr nor- rænu skipulagskeppninni um miðbæ Heimaeyjar. Þrjár úr- lausnir fengu sem kunnugt er verðlaun og voru tslendingar f öðru sæti. Einnig voru keyptar fjórar aðrar tillögur, en allar þessar tillögur eru til sýnis f Nor- ræna húsinu og eru þær þannig settar upp að mjög aðgengilegt er fyrir fólk að kynnast þvf hvernig þátttakendur hugsa sér uppbygg- ingu og breytingar byggðarinnar. Sigurvegararnir í norrænu sam- keppninni um skipulag Vest- mannaeyjakaupstaðar, komu frá Kanada fyrir skömmu í stutta hei- sókn til þess að heimsækja Vest- mannaeyjar, en þangað höfðu hjónin Elin og Carmen Corneil aldrei komið áður. I samtali við blm. Mbl. sögðust þau hreinlega hafa lifað á myndum frá Vest- mannaeyjum í tvo mánuði, eða allan þann tíma sem þau unnu að vekefninu. Elín er norskur arki- tekt, en er búsett í Kanada, þar sem hún starfar með manni sín- um sem einnig er arkitekt. Þátttakendum samkeppninnar voru afhent landakort á sínum •tíma og ljósmyndir af Heimaey, til þess að vinna út hugmyndir um hverfi íbúðarhúsa nálægt hinu nýja Eldfelli og einnig skipuleggja miðbæ kaupstaðar- ins. Eins og margir þátttakend- anna höfðu sigurvegararnir aldr- ei komið til Vestmannaeyja. „íbúarnir unnu erfitt starf við að bjarga heimilum sínum og þessi samkeppni ber vott um mik- inn og bjartsýnan vilja,“ sagði Elin, „og við reyndum að taka tillit til þess.“ Skipulagsúrlausnirnar eru nú í athugun hjá bæjarstjórn Vest- mannaeyja, en dómnefndin í sam- keppninni var ekki á einu máli um veitingu fyrstu verðlauna. Elin og Carmen Corneil eru vel kunn í Kanada og Noregi fyrir verk sín, en meðal þeirra er endurskipulagning hafnarinnar Toronto, arkitektaskólinn f Ott- awa og einnig unnu þau m.a. að skipulagningu sýningarinnar EXPO 67. Þau hafa kennt húsa- gerðarlist og bæjarskipulag við Tækniháskóla Noregs í Þránd- heimi og stunda nú bæði kennslu- störf við Háskólann i Toronto og Listaháskóla Ontario. Hjónin kynntust fyrst í Finnlandi 1959 þar sem Elin stundaði nám á skólastyrk frá Tækniháskóla Nor- Hermann hætt- ir f ormennsku í Hlíf eftir 35 ár • Ég hef lengi ætlað mér að hætta formennsku í Hlíf, en alltaf látið undan áeggjan félaga minna. Fyrir ári skýrði ég frá því á aðalfundi, að ég myndi eigi gefa kost á mér til formennsku oftar, sagði Hermann Guðmunds- son, formaður Verkamannafélagsins Hlffar í Hafnar- firði í samtali við Morgunblaðið í gær. Hermann Guðmundsson hefur verið formaður Hlffar f 35 ár og einnig um tíma forseti Alþýðusambands ís- lands. Eftirmaður Hermanns í formannsstóli hjá Hlíf verður Hallgrímur Pétursson, sem verið hefur ritari stjórnar og starfsmaður félagsins um árabil. Kom aðeins einn listi nú fram til stjórnarkjörs, listi uppstillinga- nefndar og trúnaðarráðs, og var því sjálfkjörið í stjórn- ina. — Það er alls ekki sársauka- laust að hætta formennsku í Hlíf, þar er stór hluti af minni ævi og minu starfi, sagði Hermann i gær. — Ég held þó að nú sé timi til kominn að yngri menn taki við og haldi baráttunni áfram. Hermann var fyrst kosinn for- maður Hlífar árið 1940 og 1944 varð hann forseti ASÍ. Við spyrjum hann hvað sé eftirminni- legast frá þessu timabili. —'Margir kærkomnirsigraf hafá* * * unnizt á þessum árum, en þó held ég að stærsti sigurinn hafi verið árið 1942 þegar gerðardómslögin voru brotin á bak aftur. Verka- fólk fékk þá viðurkenningu á 8 stunda vinnudegi, sumarleyfi var viðurkennt fyrir verkamenn og fleiri veigamikil atriði, svaraði Hermann. Hermann hefur verið fram- kvæmdastjóri Iþróttasambands íslands i mörg ár og sagði að erfitt væri að gegna formennsku í stóru vtrkáfýðsfékagl * nreð' fjOro' st*arfr. * ** — Ég vil ekki vera hálfdrætting-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.