Morgunblaðið - 22.02.1977, Page 16
*
16
í höndum
heimamanna
A þingkjali 168 flyt ég tillögu
til þingsályktunar um athugun á
sölu Graskögglaverksmiðjunnar í
P’latey á Mýrum í Austur-
Skaftafellssýslu.
í tíllögunni er lagt til, að ríkis-
stjórninni sé falið að rannsaka
möguleika á að selja samtökum
bænda í Austur-Skaftafellssýslu
Graskögglaverksmiðjuna í Flatey
á Mýrum.
Ég vil í upphafi leggja ríka
áherzlu á, að hér er einungis lagt
til að rannsaka möguleikana á
sölu verksmiðjunnar. I stuttri
greinargerð er bent á þá stað-
reynd að framkvæmdin var fyrst
og fremst fyrir frumkvæði heima-
manna sjálfra og sú eindregna
skoðun flutningsmanna látin i
ljós, að fyrirtæki sem þetta sé
bezt komiðí höndum þeirra.
Framfarir
í vinnslu og
dreifingu
Um langan aldur hefur íslenzk-
ur landbúnaður verið mjög fast-
mótaður. Hinar ytri aðstæður, svo
sem landkostir, ræktunarkostir
og veðrátta hafa mótað land-
búnaðinn að nokkru að stað-
háttum hvers byggðarlags. Þótt á
siðari árum hafi átt sér stað mikil
uppbygging og vélvæðing i land-
búnaði, þá hefur fjölbreytni í
framleiðslu hans á framleiðslu-
stigi líti aukizt. I vinnslu og dreif-
ingu hefur hins vegar átt sér stað
mikil breyting. Vinnslustöðvar
hafa verið reístar og iðnaður stór-
aukizt, sem fær hráefni frá land-
búnaði. Það er svo mál út af fyrir
sig, að hin mikla verðmætaaukn-
ing i landbúnaði hefur ekki siður
komið þéttbýiinu til góöa, þar sem
verzlun með vörur landbúnaðar-
ins fer að mestu fram þar. Menn
standa sem sagt gagnvart þeirri
staðreynd, að umsvif í landbúnaði
á síðari árum hafa ekki að marki
lagfært byggðaþróunina í
landinu. Sá þáttur verður þó ekki
rakinn hér nánar, þótt erfitt sé að
hugsa sér, að til langframa verði
litið framhjá þessari staðreynd,
heldur reynt að efla sveitirnar
með nýjum verkefnum.
Fóðuriðnaður
í þessum efnum sem öðrum eru
þó til undantekningar. Ný fram-
leiðslugrein í landbúnaði hefur á
síðari árum hafizt til nokkurs
vegs, en það er fóðuriðnaðurinn.
Arið 1962 voru fyrstu grænfóður-
verksmiðjurnar reistar, en þær
eru eins og kunnugt er i (lunnars-
holti '63 og á Hvolsvelli 62. Síðan
bættust við verksmiðjurnar í
Brautarholti á Kjalarnesi, í
Dölum vestur (23), þrjár litlar
verksmiðjur — Svalbarðsströnd
— Brautarholt á skeiðum —
Fjallafóður, Eyjafjöllum — i
framleiðslu heyköku og verk-
smiðjan í Flatey í Austur-
Skaftafellssýslu, sem þessi tillaga
fjallar einmitt um. Aðdraganda
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1977
Valddreifing:
að byggingu verksmiðjunnar i
P'latey er ótvírætt að rekja til
þeirra ræktunarframkvæmda,
sem bændur í sýslunni höfðu
unnið að, m.a. á félagslegum
grundvelli, allt frá árinu 1962. Sú
ræktun var stærri í sniðum en
áður hefur þekkzt og auk þess
sem í landbúnaði í sýslunni náðist
Sverrir Hermannsson
Fyrirtæki
í höndum
heimaaðila
nú stórbættur árangur, var veldur þó þrennt mestu um; 1.
mönnum nú enn ljósara en áður Hringdansinn í kerfinu sem
hinir ákjósanlegu ræktunarkostir embættismennirnur slá undir af
þar i sýslu. Er þá ótalið sem
mestu varðaði og réð raunar úr-
slitum um stofnun verksmiðj-
unnar, en það var hið mikla starf
samtaka bændanna í sýslunni að
vinna að framgangi málsins, og
síðar, við upphaf framkvæmd-
anna, áð taka að sér framkvæmd
ræktunarinnar, sem var auðvitað
forsenda þess að verksmiðju-
rekstur gæti hafizt. Þessi fáu orð
um aðdraganda að verksmiðju-
framkvæmdum læt ég nægja til
að sýna, hvern hlut bændur í
Austur-Skaftafeilssýslu hafa átt
að þeim framkvæmdum og þar að
leiðandi hversu starfsemi verk-
smiðjunnar er, eða a.m.k. ætti að
vera, nátengd störfum bændanna
þar.
Eignarformið
hemiil á hraða
verkþátta
Margir þeir, sem unnið hafa að
uppbyggingu Flateyjarverksmiðj-
unnar hafa lagt af mörkum gott
starf, og meta verður það að verð-
leikum, að verksmiðjan er nú
komin í sæmilegt rekstrarform.
En ýmsa og raunar marga erfið-
leika og tafir, sem orðið hafa á
hraða hinna einstöku verkþátta,
er að rekja til þess eignarforms,
sem nú er á verksmiðjuani. Þar
setningi. 2. Takmarkantr a fjár-
magnsöflun, sem bundnar eru við
það eignarform, sem nú er. 3.
Ekki eins hnitmiðuð forysta og
þörf er á vegna fjarlægðar foryst-
unnar.
Ekki þykir mér ástæða til að
ræða þessa þætti frekar, þar sem
uppbyggingu verksmiðjunnar er
að verulegu leyti lokið og ætti
þessi skipan að gera starfseminni
í Flatey minna til hér eftir en
hingað til. Þótt reynslan af bygg-
ingu verksmiðjunnar í Fiatey
bendi ótvírætt til, að heppilegra
sé að slíkt fyrirtæki sé í eigu aðila
i héraði, sýnist mér þó. að rök-
semdir, er snerta framtíðina, séu
enn ótvíræðari. Það sem kemur
fyrst fyrir sjónir er, að hér er um
landbúnað að ræða og fram til
þessa hefur þótt bezt hæfa, að
AIÞMGI
hann væri í höndum bændanna í
landinu. Verksmiðjurekstur í
fóðurframleiðslu og búskapur
bændanna á það sammerkt, að
hann grundvallast á ræktun túna
og grænfóðurakra. Því er það, að
þar sem bændurnir hafa náð
tökum á að rækta og uppskera
fyrir sín eigin bú, er þeim hægur
vandinn að inna af hendi hlið-
stætt verkefni fyrir grænfóður-
framleiðslu, og raunar er reynsla
þeirra dýrmæt trygging fyrir að
vel farnist í þeim efnum.
Ein fjolskylda
skapar
atvinnutækifæri
5 til viðbótar
Oftlega hefur verið á það bent,
að einhver tiltekinn atvinnuvegur
eða framleiðslugrein gæfi færi á
nýjum verkefnum á öðrum
sviðum. Formaður Stéttarsam-
bands bænda sagði nýverið frá
því, að framleiðsla einnar fjöl-
skyldu í landbúnaði fengi fimm
fjölskyldum starf við sölu og
vinnslu á framleiðsluvörum at-
vinnugreinarinnar. Að þessu ber
mjög að hyggja varðandi verk-
smiðjuna í Flatey. Þegar slík
framleiðsla er fjarri þéttbýli og
vinnuafl þvi ekki tilækt á staðn-
um, væri æskilegt, að unnt reynd-
ist að fá önnur viðfangsefni við
hliðina á verksmiðjunni. E.t.v.
gætu ýmis verkefni beinlínis átt
þar samleið, t.d. viðgerðarþjón-
usta af ýmsu tagi. Enn fremur
ýmsar greinar létts iðnaðar. Þótt
gengið sé út frá þeirri forsendu,
að ríkið skili verksmiðju-
rekstrinum skammlaust er aug-
ljóst, að það megnar ekki að laða
fram önnur þau áform, sem æski-
legt væri að yxu þar upp einnig.
Slikt getur ekki orðið með öðrum
hætti en þeím, að heimaaðilar og
þá sérstaklega sveitarfélögin sjálf
hafi þar forgöngu um.
Traust
kaupenda
framleiðslunnar
Enn er ótalinn sá þátturinn,
sem ég tel hvað mestan, en það er
að samræma sjónarmið og hags-
muni framleiðandans og kaup-
andans. Þar kemur þá fyrst til
athugunar verðlag á framleiðslu
verksmiðjunnar. Þótt að baki
kostnaði á slíkri framleiðslu séu
margir þættir, mun þó hag-
kvæmni og vinnutilhögun valda
mestu um þegar fram líða
Þingræða
Sverris
Hermannssonar
um grasköggla-
verksmiðju í
Flatey
á Mýrum
stundir. Með því að fá samtökum
bænda slíkan rekstur í hendur,
verður um leið eðlilegt aðhald í
rekstri verksmiðjunnar, þar sem
sameinast í einum punkti sjónar-
mið bóndans, að framleiðslan
verði verðlögð á því verði, að hún
reynist í búrekstri fjárhagslega
hagkvæm, og framleiðandans að
framleiða vöru, sem tryggir verk-
smiðjureksturinn, en nýtur jafn-
framt trausts kaupandans.
Vera má, að mönnum þyki sú
tillaga, sem hér liggur fyrir,
ótímabær, þar sem milliþinga-
nefnd skipuð af landbúnaðarráð-
herra hefur málið í heild til
endurskoðunar og mun nefndin
skila áliti bráðlega. Ég vil þó
leggja áherzlu á, að þessu tvennu
er óþ^arft að blanda saman, m.a.
vegna þess að hér er einvörðungu
rætt um eignarform á verksmiðj-
unni og nálega útilokað að hugsa
sér, að breytt skipan í þeim efn-
um varðandi verksmiðjuna f F’Iat-
ey geti gengið i berhögg við
væntanlegar tillögur i þessum
málum.
Valddreifing
Að lokum legg ég áherzlu á, að
sú tillaga, sem hér er til umræðu,
felur aðeins í sér könnun á hvort
hugsanlegt sé að breyta til um
eiganda graskögglaverksmiðj-
unnar í Flatey. Auðvitað er já-
kvæð afstaða beggja aðila, þ.e.
samtaka bænda i Austur-
Skaftafellssýslu og ríkisins, for-
senda þess, að svo geti orðið.
Afstaða þessara aðila hlýtur að
mótast af undangengnum viðræð-
um milli þeirra um málið. A það
vil ég legg.ja áherzlu, að sala er
vart hugsanleg af hendi ríkisins
heldur öllu heldur afhending.
Afhending eða sala ríkisins á
fyrirtækjum, sem það hefir reist,
eða eignazt með öðrum hætti, í
hendur sveitarfélögum, samtaka
heimaaðila eða einstaklinga, er sú
valddreifing sem fyrst og fremst.á
að koma til álita.
Stjórnarfrumvarp:
Stjórnskipan Póst- o g
símamálastofnunar breytt
— Umræða um atvinnulýðræði
Halldór E. Sigurðsson,
samgönguráðherra. mælti í
gær í efri deild Alþingis fyrir
stjórnarfrumvarpi til laga um
stjórn og starfrækslu póst- og
síma, sem ætlað er að leysa
af hólmi liðlega 40 ára göm-
ul lög að stofní til. Póstur og
sími er stærsta rikisstofnunin
og snertir beint og óbeint
daglegt líf hvers lands-
manns, sagði ráðherrann, og
því nauðsynlegt, að vanda
vel til lagasetningar hér að
lútandi. Rakti hann i ítarlegu
máli sögu stofnunarinnar allt
frá fyrstu lögum um hana
(nr. 8/ 1 935).
Frumvarpið felur í sér að-
skilnað i stórum dráttum milli
stefnumörkunar (yfirstjórn-
unar) og rekstrar. Þetta þýðir
verulegan flutning á verkefn-
um og forsjá mannafla út í
umdæmín, sem verða fjögur,
i samræmi við valddreifingar-
og byggðastefnusjónarmið
Umdæmin verða stærri og
sjálfstæðari starfseiningar.
Stofnunin skiptist að öðru
leyti i fjórar höfðudeildir:
Fjármáladeild, tæknideild,
umsýsludeild og viðskipta-
deild
Stjórnunar og rekstrar-
aðilar stofnunarinnar gera
sameiginlegar áætlanir til
nokkurra ára, sem lagðar
verða fyrir Alþingi ýmist sem
fjárlagatillögur eða langtima-
áætlanir. Samkvæmt bráða-
birgðaákvæði nær fyrsta
áætlunin til áranna 1978 og
1979 en verða síðan gerðar
til fjögurra ára í senn.
Lögin kveða nánar á um
starfssvið og einkarétt stofn-
unarinnar sem ber framvegis
nafnið Póst- og símamála-
stofnunin, ef frumvarpið
verður að lögum.
Frumvörp milli deilda.
Fjögur frumvörp voru af-
greidd frá efri deild (til neðri
deildar) í gær: 1) Framlag
íslands til Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins, 2) Lífeyrissjóður
bænda, 3) Viðbótarsamning-
ur milli íslands og annarra
Norðurlanda um aðstoð i
skattamálum og 4) Skot-
vopn.
Atvinnulýðræði.
Sighvatur Björgvinsson
(A) mælti fyrir frumvarpi
þingmanna Alþýðuflokksins
um atvinnulýðræði. Frum-
varpið, sem er að hluta sniðið
eftir norskri löggjöf, en að-
hæft hérlendum aðstæðum,
fjallar um hlutdeild starfs-
manna í stjórn fyrirtækja og
stofnana, um samstarfs-
nefndir starfsfólks og eig-
enda fyrirtækja, og tilheyr-
andi breytingar á gildandi
lögum um hlutafélög, sam-
vinnufélög og tiltekiri ríkis-
fyrirtæki í sambandi við efni
frumvarpsins. — Nokkrar
umræður urðu um málið
Það kom fram I máli Eðvarðs
Sigurðssonar (Abl) að milli
60 og 70% vinnuþega hér á
landi væru í atvinnu hjá fyrir-
tækjum og stofnunum, sem
væru í eigu ríkis, sveitar-
félaga eða samvinnufélaga.
Hliðstæðum málum hefur
oft áður verið hreyft á
Alþingi, en þá í formi tillagna
til þingsályktunar.