Morgunblaðið - 22.02.1977, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 22.02.1977, Qupperneq 18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. FFRRUAR 1977 18 % ífr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjórn Guðmundsson. Bjorn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480 Askriftargjald 1 100.00 kr. á mánuði innanlands. j lausasolu 60.00 kr. eintakið. Fjárhags- vandi bænda Búnaðarþing kemur saman til fundar í dag og má búast við því að þingfulltrúar muni m.a. fjalla um afkomu bænda, sem virðist vera misjöfn og lakari en oft áður. Þeim sem bezt þekkja til ber saman um að þegar á heild- ina er litið sé fjárhags- afkoma bænda slök og umtalsverð vandamál á ferðinni í búrekstrinum. Athyglisverðar umræður fóru fram á Alþingi í síð- ustu viku um þessi málefni og þar taldi Pálmi Jónsson, aö þriðjungur bænda byggi við góða afkomu, þriðj- ungur við bærilega, en þriðjungur við afleit kjör eins og mál stæðu um þess- ar mundir. Pálmi Jónsson nefndi nokkur dæmi um það, sem valdið hefði þessum vanda bænda og sagði eitt af því hversu seint þeir fengju greitt fyrir afurðir sínar. Nauðsynlegt væri að auka afurða- og rekstrarlán til landbúnaðar þannig, að bændur fengju 90% and- virðis afurða sinna greitt við afhendingu. Þing- maðurinn sagði að í óða- verðbólgu væri það bein tekjuskerðing að fá and- virði afurða greitt löngu eftir á og hann varpaði fram þeirri spurningu, hvaða aðrar stéttir mundu þola það að fá ekki % af launum sínum greidd fyrr en löngu eftir á. Þá benti Pálmi Jónsson á þá ástæðu fyrir fjárhagsvanda bænda, að útflutnings- bætur hefðu ekki verið greiddar í árslok, sem einnig þýddi rýrnun á launum bændastéttar- innar. Að vísu væri útlitið betra á þessu ári, en þessar bætur þyrftu að hans dómi að greiðast reglubundið árið um kring og væri nú stefnt að því. Loks taldi Pálmi Jónsson, að fjármagnsliðir verðgrund- vallar væru vanreiknaðir, vextir hefðu hækkað, verð- skuldbinding komið til samhliða því að bæði stofn- og rekstrarfjárþörf land- búnaðar hefði stórvaxið. Annar þingmaður, Stein- þór Gestsson, taldi að sá fjárhagsvandi, sem um væri að tefla spannaði hluta bændastéttar um land allt, óháð óþurrka- svæðum. Rekstrarfjár- skortur gæti eyðilagt búrekstur á skömmum tíma. Hver einasti bóndi ræki nú umsvifamikinn viðskiptabúskap og þyrfti því að hafa nægjanlegt rekstrarfé undir höndum, ef vel ætti að vera. Bændur leituðu eftir óhagstæðum lánum ef ekki byðust önn- ur betri til þess að halda rekstri sínum gangandi og kostnaður við lánsfé rýrði afkomu þeirra. Þessi lána- þörf bóndans væri þeim mun meiri vegna þess, hversu seint þeir fengju af- urðir sínar greiddar. Þessi fjárhagsmál bænda verða vafalaust mjög til umræðu á búnaðarþingi næstu vikur. Allur kostn- aður við búrekstur er orð- inn mjög mikill. Fólki hef- ur fækkað í sveitum og þess vegna hafa bændur orðið að vélvæða búskap sinn meir og meir. Stöðugt koma fram ný og ný tæki, sem talið er nauðsynlegt, y j tanríkisráðherra hef- U ur birt nöfn flestra um- sækjenda um stöðu fram- kvæmdastjóra Sölu varnar- liðseigna. Ráðherrann kveðst hafa gefið 6 um- sækjendum drengskapar- loforð um að skýra ekki frá nöfnum þeirra. Einn þeirra hefur þegar gert það sjálfur, svo að 5 nöfn eru óbirt. Það ætti að vera föst regla, að þeir sem sækja um opinber störf verði að sæta því að nöfn að nota við búrekstur. Þessi tæki eru dýr og rekstrarkostnaður þeirra er mikill, en þau eru þó undirstaða þess, að hægt sé að halda landbúnaðarfram- leiðslunni gangandi með svo takmörkuðu manna- haldi, sem raun ber vitni um. Þá eru miklar kröfur gerðar til húsa á jörðum og áburðarkostnaður er t.d. geysimikill. En geta búin staðið undir þessum mikla kostnaði? Svo virðist sem hluti þeirra geti það ekki, þegar við bætast önnur vandamál eins og dráttur á afurðagreiðslum í verð- bólguþjóðfélagi. þeirra verði birt. Annað getur valdið tortryggni eins og nú hefur gerzt. Kjarni þessa máls er þó sá að setning Alfreðs Þorsteinssonar, borgarfull- trúa Framsóknarflokksins og blaðamanns Tímans, í þetta starf er bersýnilega pólitísk embættaveiting. Engin önnur „rök“ eru fyr- ir þessari veitingu. Þess vegna vekur hún undrun, þar sem um mjög við- kvæmt starf er að tefla. Pólitísk embættaveiting ^STIKUR Jóhann Hjálmarsson Vetur í Stokkhólmi II Tölvusamfélagið og Blái turninn SvEN O Bergkvist er íslendingum að góðu kunnur Hann hefur samið tvær ágætar bækur um ísland Át Hácklefjáll — lángt senare (1964) og Pá vulkanens brant (1975) Auk þess hefur hann í samvmnu við Heimi Pálsson þýtt islenskar smá- sögur Beráttelser frán Island (1976) Sjálfur er Sven O Bergkvist metnaðarfullur rithöfundur af þeim skóla sem kenna má við verkalýðs- höfunda Hann hefur samið fjölda skáldsagna úr lífi alþýðufólks og ritgerðasöfn þar sem hann hefur gerst málsvari þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu Einkum hefur hann beitt sér fyrir auknum skilningi á málefnum öryrkja Sonur hans, Stefan, sem er nýlátinn var haldinn vöðvalömun. en andlega heilbrigður Hann eyddi ævinm i hjólastól og átti erfitt með að tjá sig Hann skildi eftir sig skrifaðar hug- leiðingar sem vitna um skarpa greínd og lifslöngun Helsta áhuga- mál hans var verndun náttúrunnar. Sven 0 Bergkvist segist nú vera að semja framtíðarskáldsögu um tölvu- samfélag Sagan verður tileinkuð syninum og mun að öllum líkmdum verða umdeild í henni kemur fram sú skoðun að samfélagið losi sig smám saman við þá sem eru til byrði Öryrkjar og gamalt fólk fá ekki að lifa í slíku samfélagi Merki um þetta segist Sven 0 Bergkvist greína i velferðarrikinu Sviþjóð og hann telur að nauðsynlegt sé að benda fólki á hættulegd þróun Þeim fjölgar, segir Sven 0 Bergkvist. sem halda þvi fram i fullri alvöru að grípa verði í taumana og stöðva August Strindberg f Bláa turn- inum 1908 aðstoð til þeirra sem ekki afla þjóð- félaginu tekna S ven 0 Bergkvist hefur sagt mér að þeir rithöfundar sem hafi haft mest gildi fyrir sig séu August Strindberg og Halldór Laxness Síð- ustu árum ævi sinnar 1 908— 1 2 eyddi Strindberg í Blá tornet Drottn- inggatan 85 Þar er nú safn til minningar um skáldið I vinnuher- bergi hans er allt í röð og reglu, hver hlutur á sinum stað Strindberg var maður nákvæmninnar í íbúðinni eru tveir símar Annan þeirra notaði Strindberg til að komast i samband við hjónin á hæðinni fyrir neðan sem leigðu honum Honum var færður matur Ef honum likaði ekki maturinn hrmgdi hann og kvartaði Dóttir hjónanna hreif Strindberg og hafði hann í hyggju að kvænast henni En dauðmn batt enda á þær ráðagerðir Á síðustu Ijósmyndinni af Strindberg er hann einn á gangi í snjófjúki á Drottninggatan Óþekktur Ijósmyndari tók þessa mynd Skáld- sagan Ensam sem Strindberg samdi á þessum árum lýsir ótta við elli og hrörnun Dagmn sem Sven 0 Bergkvist sýndi mér Blá tornet var Ijóðadag- skrá í húsinu Finnska skáldið Lars Huldén las úr verkum sinum Meðal annars las hann Ijóð sitt um þjóð- hátíðardag íslendinga, glettið Ijóð um karl og konu sem ákveða að gera eitthvað til að gleðja íslendinga í tilefni dagsins Lars Huldén sagði að af sænskum skáldum þætti sér Strindberg bestur. Ekk. langt frá Drottninggatan 85 eða við Norra Bantorget stendur húsið þar sem Strindberg var með eikhús sitt Intima Teatern í Blá tornet er hægt að fá keypt Ijósrit af bæklingi sem hann samdi handa leikurunum Memoandum till medlemmarne^p af Intima Teatern frán regissören Þar segir meðal annars að leiklistin sé erfiðust og um leið auðveldust allra listgreina í húsnæði Intima Teatern er nú kaffi- hús fyrir leigubílstjóra opið allan Sven O. Bergkvist Per Olov Enquist sólarhringinn Það nefnist Röda rummet Við fengum að skoða okkur um Þar sem áður var skrifstofa Strindbergs sat kona og taldi pen- inga Sven O Bergkvist sagði að fáir gerðu sér grein fyrir menningar- sögulegu gildi þessa húss og senni- lega yrði það rifið bráðlega V onandi fær Blá tornet að standa, en lengi hefur verið rætt um að rífa húsið August Strindberg og hjónaband hans og Siri von Essen virðist ótæm- andi uppspretta leikhúsfólks Það er meðal annars efniviðurinn í Nótt ástmeyjanna eftir Per Olov Enquist sem Þjóðleikhúsið sýnir um þessar mundir Væntanlegt er einnig sjón- varpsleikrit um sama efni Dóttir Strindbergs og Siri von Essen. Karin, samdi tvær bækur um hjóna- band foreldra sinna Strmdbergs första hustru (1 935) og Sá var det í verkligheten (1956) Fyrir nokkru kom út fimmtánda bindið í bréfasafni Strindbergs Það nær yfir timabilið 1 904 — 1 907 Á þessum árum leystist hjónaband hans og leikkonunnar Harriet Bosse upp Þegar þau giftust var hann 52 ára, hún 23 Aldur og mótlæti hafði merkt hann Hún var ung, fögur og eftirsótt Á þessum árum samdi Strindberg Ett drömspel. það leikrit hans sem mest gildi hefur haft fyrir þróun leikritunar Hann samdi einnig skáldsöguna Svarta fanor. beiska samfélagsádeilu Strindberg var ekkert eftirlæti landa sinna, en eftir Svarta fanor jókst hatrið á honum og hann varð einmana og bitur Hang talar með fyrirlitningu um Henrik Ibsen sem á þessum árum var hylltur sem höfuðskáld leikritunar, en Ibsen dó 1906 Þá var Strindberg beðinn um að láta i Ijós skoðun sina á verkum Ibsens Hann neitaði Per Olov Engquist hefur ásamt Anders Ehnmark samið leikritið Chez Nous sem fjallar um ágengni stórfyrirtækja og þykir höggva nærri ýmsum þekktum fjármálamönnum Málaferlum hefur verið hótað gegn höfundunum og fá verk eru nú meira rædd en Chez Nous Dramaten sýnir verkið Per Olov Enquist sagði undirrituðum að hann óttaðist ekki málsókn Þeir Anders Ehnmark myndu vinna málið Ég er orðinn þreyttur á öllu þessu tali og skrifum um Chez Nous, sagði Engquist En sænskir rithöfundar hljóta að spyrja Ef ekki má segja það sem sagt er í Chez Nous á sviði hvað má þá segja? Leikhúsið verður líka að fá málfrelsi Það er mikil- vægt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.