Morgunblaðið - 22.02.1977, Side 19

Morgunblaðið - 22.02.1977, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1977 19 - ■ HREINN Halldórsson — Strandamaðurinn sterki — er I miklum ham þessa dagana og skammt er stórra högga á milli hjá kappanum. Á sunnudaginn setti hann nýtt íslandsmet i kúluvarpi innanhúss er hann varpaði 19.84 metra. Sjálfur átti hann eldra metið — að sjálfsögðu — og var það 19.68. Kappinn gerði f raun enn betur þvf f upphitun flaug kúlan 20.15 metra hjá honum og f sfðasta kastinu f keppninni fór kúlan 20.22 metra, en Hreinn gerði ógilt er hann datt fram fyrir sig og út úr hringnum. Má búast við miklu af Hreini á Evrópumeistaramótinu. sem fram fer innan skamms. I KLAMMER TEKUR FORYSTU — RÚSSI sigrar í þessu móti, sagði Austurríkismaðurinn Franz Klammer, áður en keppni hófst i bruni í Laax I Sviss á laugardag- Klammer f keppninni f Laax inn, en keppni þessi var liður i heimsbikarkeppninni á skiðum. En spá Klammers stóðst ekki. Hann var sjálfur i sérflokki i keppninni, og hefur sennilega aldrei sýnt annað eins öryggi og leikni og I móti þessu. Fór hann 3600 metra langa brautina á 1:59,10 mín., meira en hálfri mín- útu betri tíma en Vestur- Þjóðverjinn Sepp Ferstl sem fór brautina á 1:59,51 min. Þriðji I keppninni varð svo Svisslending- urinn Bernhard Russi, sem Klammer spáði sigri og var tími hans 1:59,54 min. Með þessum sigri tók Franz Klammer forystu í stigakeppni heimsbikarkeppninnar. Hefur hann nú hlotið samtals 195 stig. Svíinn Ingemar Stenmark er í öðru sæti með 175 stig, Klaus Heidegger, Austurríki, i þriðja sæti með 151 stig, en siðan koma Bernhard Russi, Sviss, með 122 stig, Gustavo Thoeni, ttaliu, með 108 stig, Piero Gros, Italiu, með 101 stig, Heini Hemmi, Sviss, með 98 stig, Sepp Ferstl, V- Þýzkalandi, með 97 stig og Josef Walcher, Austurriki, með 84 stig. r ”1"" N „Titillinn á að vera okkar nema ehthvað óvænt geríst" - segir Jóhannes Eðvaldsson, en Celtic hefur nú 5 stiga forystu í Skotlandi inu. Ayr komst í 2:1 og þannig var í hálfleik en í seinni hálf- leik skoruðu Andy Lynch og Kenni Daglish (2) og Celtic vann 4:2.“ Jóhannes bjóst við því að verða i liðinu áfram fyrst að svona vel gengi, en McDonald, sem vék úr stöðu fyrir Jóhann- esi vegna meiðsla, hefur ekki náð sér fullkomlega ennþá. í kvöld leikur Celtic gegn Patrick Thistle á útivelli i úr- valsdeildinni. Jóhannes sagði að Celtic-liðið væri betra núna en I fyrra og baráttan um stöður i liðinu geysihörð. Hann kvaðst að lokum vera mjög ánægður með frammistöðu sína í leikjunum að undanförnu og hann taldi að hann hefði sýnt það, að hann ætti alveg eins heima i aðalliðinu og hver ann- „CELTIC hefur nú náð fimm stiga forystu og hefur leikið tveimur leikjum færra en næstu lið, svo að titillinn ætti að vera okkar nema eitt- hvað óvænt gerist,“ sagði Jóhannes Eðvaldsson, í samtaii við Mbl. á sunnu- daginn. aftur og skaut að markinu og boltinn var að fara yfir mark- linuna þegar Graig spyrnti i ' boltann og „stal“ af mér mark- Lið Jóhannesar, Celtic, lék á laugardaginn gegn Ayr United á útivelli, og lék Jóhannes stöðu miðvarðar. „Við vorum full kærulausir i byrjun," sagði Jóhannes. „Ayr skoraði fyrsta markið en Joe Graig jafnaði fyrir Celtic. Það var tekin horn- spyrna og ég fékk boltann. Ég skaut að markinu en markmað- urinn varði, ég fékk boltann ÁGÚST AFTUR TIL MALMBERGET? ALLAR Ilkur eru á þvl að ÍR-risinn Ágúst Svavarsson haldi beint til Svfþjóðar að lokinni keppninni I Austurríki og fari að leika með Malmberget frá Norður-Sviþjóð. Eins og kunnugt er lék Ágúst með liðinu viðgóðan orðstir I fyrravetur og vilja forráðamenn liðsins ólmir fá Ágúst til sln aftur. Ágúst mun þó ekki hafa verið ánægður með tilboð Svfanna og ekki látið tilleiðast fyrr en nú nýverið, og ástæðan aðallega sú að hann hefur átt erfitt með að fá vinnu hér á landi. Ólafur Benediktsson heldur beint til Svfþjóðar að lokinni keppninni I Austurrfki til liðs við leikmenn Olympfa, sem berjast á toppi 2. deildarinnar. Hefur Olafur gert samning við félagið og verður þar einnig næsta vetur a.m.k. Verða þvf þrfr Íslendingar í Svíþjóð að lokinni b-keppninni, þvf Jón Hjaltalfn leikur með Lugi eins og kunnugt er. Úr FH í Leikni - þaðaní Hauka FH-INGURINN Andrés Kristjánsson hefur sent HSÍ tilkynningu um félagaskipti og hyggst hann ganga f Leikni f Breiðholti. Að þvf er fregnir herma hyggst hann ekki vera þar lcngi, heldur aðeins einn mánuð og fara sfðan yfir f raðir Hauka. Ástæðan fyrir þvf að hann fer f Leikni er sú að með þvf að fara milli héraða — úr Hafnarfirði f Reykjavík — telur hann sig geta byrjað að leika með Haukum eftir tvo mánuði. Ekki er þó lfklegt að stjórn HSt samþykki seinni félagaskiptin þegar þau berast þar eð þau séu ekki f anda laga HSÍ. Á þctta á þó eftir að reyna. Þá hefur Elfas Jónasson gengið á ný f Hauka, en hann kom fyrir skömmu frá Akureyri, eftir að hafa hætt þjálfun Þórsliðs- ins. Elfas þjálfaði Haukana f fyrravetur og hefur f nokkur ár verið einn bezti leikmaður Haukaliðsins. Heimsmet TÉKKNESKA stúlkan Helena Fibing erova setti nýtt heimsmet I kúluvarpi kvenna innanhúss á móti sem fram fór f Prag um helgina. Varpaði hún kúlunni 22.50 metra og bætti þar með eigið heimsmet um hvorki meira né minna en 84 sentimetra. Á móti sem fram fór i Dortmunt ! Vestur Þýzkalandí um helgina setti svo brezka stúlkan Mary Steuvart nýtt heimsmet i 1500 metra hlaupi kvenna innanhúss er hún hljóp á 4:08,1 mln. Eldra metið átti Francie Larrieu Lutz frá Bandarlkjunum og var það orðið rösklega tveggja ára gamalt. Sovétmaðurinn Alexandr Grigor- jev bætti svo ! þriðja sinn I vetur Evrópumet sitt I hástökki innanhúss er hann stökk 2.28 metra á móti I Moskvu. Eldra met hans var 2,27 metrar. Eitt met var svo sett á innanhúss- móti I San Diego f Bandarikjunum. Rosalyn Bryant frá Bandarikjunum setti heimsmet i 500 yarda hlaupi kvenna, hljóp á 1 43.3 min. Meistaramót MEISTARAMÖT íslands f frjáls- um fþróttum innanhúss fer fram f Laugardalshöll og f Baldurshaga dagana 26. og 27. febrúar n.k. Samhliða mótinu fer fram keppni f kúluvarpi og stangarstökki drengja. Þátttökutilkvnningar þurfa að berast hið fyrsta til Frjálsfþróttasambandsins, auk skráningargjalds sem er kr. 100,00 fyrir skráningu og kr. 200,00 fyrir boðhlaup.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.