Morgunblaðið - 22.02.1977, Page 21
21
Ég var sem ofurlítið peð þegar ég kom inn á leikvanginn f Stokkhólmi f fyrsta
landsleikinn minn, segir Franz Beckenbauer.
minn. Fritz Walter horfði á þetta
með öðrum augum Knattspyrnan
var öllu ofar hjá honum, fjárhagurinn
skipti engu máli. Herberger hafði
útvegað honum starf sem sölumaður
hjá Adidas-fyrirtækinu og það var
honum meira en nóg.
Til allrar hamingju fengum við
leyfi til þess að leggja okkur aftur
eftir morgunverðinn. Horst sat á
rúminu sínu og las glæpasögu. Þegar
hann var vakandi var sem ekkert
raskaði ró hans. Þess vegna hafði
Schön sett hann i herbergi mbð mér.
Þegar við lögðum af stað frá hótel
inu til leiksins tók ég fyrst verulega
eftir því hvað allir voru gífurlega
taupatrekktir. Dettmar Cramer lét
þjónustustrákinn á hótelinu færa sér
freyðivín og drakk fullt glas í heilum
teyg. Schön hljóp fram og til baka og
taldi okkur a.m.k. fimm sinnum. í
langferðabifreiðinni sem flutti okkur
til vallarins gekk Brunnmeier fram
og til baka og talaði án afláts. Hann
sagði frá öllu sem fyrir augun bar, og
rak upp gleðióp I hvert einasta sinn
sem bifreiðin ók framhjá stúlkum.
— Úlla-la, kallaði hann, — sáuð þið
þessa strákar. Þessi læti Brunnmeier
komu okkur f gott skap, og fengu
okkur til þess að slaka örlítið á.
Samt var svolltill krampi I hálsinum
á okkur, þegar við vorum að horfa til
hliðar á eftir stelpunum.
Áður en viðfórum til leiksins hafði
þýzki ambassadorinn heimsótt okk-
ur. Hann hélt ræðu sem við höfðum
reyndar heyrt áður. — íþróttafólk
kemur fram fyrir hönd þjóðar sinnar.
Það er stolt þjóðarinnar, og mesta
hjálp „diplómatanna" til þess að
kynna land sitt. Best þykir mér þegar
leikir verða jafntefli, bætti hann svo
við, — jafntefli skaðar okkur ekki,
og Svfarnir verða ánægðir.
Schön hafðiþá tekið framf fyrir
honum. — Þú álftur það, sagði
Schön, — en ég er annarrar skoðun
ar. — Jafntefli í þessum leik þýðir
það að Svfamir fara f lokakeppnina
en ekki við. Við verðum að sigra í
dag. Það gildir ekkert annað. Þess
vegna vil ég biðja þig að vera svo
vinsamlegur að leyfa okkur það.
Schön fékk undirtektir með
dynjandi lófataki frá leikmönnunurh.
og ambassadorinn roðnaði. Það var
greinilegt að hann var ekki alveg
klárá stöðunni f riðlinum.
í búningsklefanum. Við höfðum
allir klætt okkur f keppnisbúningana
og vorum tilbúnir f leikinn. Þá skeði
nokkuð sem ég átti ekki von á, og
hafði haldið að tfðkaðist ekki hjá
landsliðum. Schön og Cramer báðu
okkur að standa upp, mynda hring
og takast f hendur. Þarna stóðum við
allir, eins og við ætluðum að fara að
dansa kringum jólatré. Var ég á
Rásunda leikvangingum f Stokk-
hólmi, eða var ég í leikhúsi? Áttum
við að fara að leika knattspyrnu, eða
hlutverk í leikriti?
Ég var svo slæmur á augum, að
ég átti erfitt með að átta mig á því
hvað var að gerast. Kreisti bara
hendur þær er ég hélt f fastar og
fastar.
. . og við heitum þvf að við skul-
um berjast til sfðasta blóð-
dropa. . enginn má gefast upp. . .við
leggjum : llt okkar f leikinn. . einn
fyrir alla og allir fyrir einn. . .
Ég heyrði þessi orð einhvers stað-
ar úr fjarlægð, og þegar menn loks-
ins hættu að tala, reif ég mig lausan
og ætlaði að þjóta út. Cramer stöðv-
aði mig. — Þessi athöfn virðist virka
undarlega á þig, sagði hann, — en
ég ætla að segja þér að slfkt tíðkast
fyrir hvem'einasta landsleik. Lands-
liðið okkar hefur gert þetta sfðan
1954, sagði Cramer, — og þá urð-
um við heimsmeistarar.
Svo lagði ég af stað út á völlinn.
Það var ekki vandratað þangað —
maður þurfti bara að renna á hljóðið.
Hvert einasta stæði á vellinum var
skipað. Ég sá sænska fána hvarvetna
og eitthvert heia-heia kall enduróm-
aði um völlinn.
Andartak fékk ég það á tilfinning-
una að landsleikurinn væri aukaat-
riði. Aldrei á ævi minni hef ég fengið
það eins á tilfinninguna og þarna úti
á vellinum, áður en leikurinn hófst,
að ég væri eitthvert peð. Þegar þjóð-
söngvarnir voru leiknir fór mér alt f
einu að Ifða betur. Ég skipti einhvern
veginn um gýr.
Ég veit ekkert hvað gerðist f fyrri
hálfleiknum. Ég fylgdist bara með
gulum búningi Svfanna, og stundum
fannst mér furðulegt að mennirnir
sem voru í þeim skyldu heita ein-
hverjum nöfnum. Hvort þeir hétu
Hamrin eða Grahn, það hafði ég ekki
hugmynd um. Ég reyndi að hafa
auga með þeim öllum og þó sérstak-
lega leikmanninum númer átta, sem
við vissum að var hættulegastur
allra. Mér fannst ég hafa góð tök tök
á honum, og allur óstyrkur hvarf
smátt og smátt.
— Gott Franz, heyrði ég einhvern
hrópa nokkrum sinnum, og það varð
til þess að ég varð öruggur með
sjálfan mig. Og þegar staðan var
1—1 um miðjan seinni hálfleik, fór
ég að heyra að Cramer kallaði æ
oftar — Sæktu, sæktu. Vertu með í
sókninni.
Leiktfminn var að renna út. Ég
náði knettinum og sendi hann út á
hægri kantinn. Kantmaðurinn okkar
náði að leika á sænskan leikmann og
senda knöttinn fyrir markið. Ég sá
eins og í þoku, að sænski markvörð-
urinn var of seinn niður og knöttur-
inn fór framhjá honum, fyrir fætur
Uwe Seeler sem var staddur við
vítapunktinn. Seeler lagði knöttinn
fyrir sig og skot hans hafnaði í mark-
inu. 2—1, fyrir okkur. Einhver kom
og faðmaði mig, en mitt í gleðilátun-
um heyrði ég æðislegt öskur frá
Cramer. — Aftur strákar. Komið þið
ykkur aftur. í vörnina!
Ég þaut aftur að vftapunktinum
hjá okkur. Bak við mig öskraði mark-
vörðurinn okkar, Hans Tilkowski.
— Haltu þig þarna, ef þú ferð fram,
sparka ég f rassgatið á þér, það fast
að þú munir eftir því.
Og það veit Guð að ég hélt mig
þarna. Úrslitin urðu 2—1 og við
höfðum áunnið okkur rétt til þess að
leika f lokakeppni heimsmeistara-
keppninnar f Englandi 1966.
í búningsherberginu kom Helmut
Schön til mfn. Ég sá að augu hans
voru full af tárum. Herbergið var
fullt af Ijósmyndurum og blaðamönn
um. Samt sem áður tók Schön báð-
um höndum um höfuð mitt og sagði
brostinni röddu: „Frábært! Frá-
bært!"
ÍMA rauf veldi
Víkingsstúlkna
UM þessa helgi fór fram úrslitakeppni meistaraflokks kvenna í blaki
og áttust þá við lið Menntaskólans á Akureyri, Þróttur og Vfkingur frá
Reykjavfk. Öllum á óvart urðu stúlkurnar frá ÍMA öruggir sigurvegar-
ar og voru þær miklum mun betri en hin liðin. Þróttur varð svo f öðru
sæti og Vfkingur f þriðja, en Vfkingsstúlkurnar urðu fslandsmeistarar
bæði í fyrra og hitteðfyrra og hafa nú orðið talsverðar breytingar frá
því að Víkingsstúlkurnar unnu hvern einasta leik sem þær spiluðu.
Eins og áður sagði voru
stúlkurnar frá IMA miklum mun
betri en andstæðingar þeirra og
unnu þær bæði Þrótt og Víking
örugglega, Þrótt unnu þær 3—0
(15—7, 15—8 og 15—8) og Víking
3—1 (15—6, 12—15, 15—2 og
15—8) og hefur Vikingur aldrei
hlotið aðra eins útreið og i þetta
sinn, það er blátt áfram ótrúlegt
hve miklum framförum IMA-
stúlkurnar hafa tekið á aðeins
einu ári og voru þær svo sannar-
lega vel að sigrinum komnar.
Þróttur sigraði svo Víking i leikn-
um um annað sætið f hörkumikl-
um baráttu leik, 3—2, og stóð
leikurinn i tæpar tvær klukku-
stundir, en úrslit einstakra hrina
urðu sem hér segir. 16—14,
15—13, 9—15, 13—15 og 15—9, og
eins og sjá má af þessum tölum
hefur leikurinn verið geysilega
tvísýnn og spennandi.
Um þessa helgi voru einnig
leiknir 2 leikir í 1. deild karla og
áttust þá við Þróttur og Víkingur
annars vegar og UMSE, og IS hins
vegar.
Um leik Þróttar og Víkings er
það að segja að honum lauk með
öruggum sigri Þróttar 3—0
(15—10, 15—10 og 15—3). Þrótt-
arar sýndu það i þessum leik að
það verður fátt sem getur komið f
veg fyrir að þeir verði Islands-
meistarar í ár og léku þeir af
miklu-öryggi allan leikinn ef frá
er skilið upphaf fyrstu hrin-
unnar., þegar Víkingar höfðu for-
ystuna lengst framan af. Þróttar-
liðið átti góðan leik, þegar á heild-
ina er litið, en enginn skar sig
sérstaklega úr og þvi er réttast að
segja að góð barátta og öryggi
hafi fært þeim sigur gegn afar
slöku Vkingsliði, sem líklega hef-
ur aldrei verið eins slakt og í
þetta sinn og er ljótt að sjá hve
liðið er fljótt að brotna niður ef
eitthvað bjátar á og illa gengur,
og jafnvel þó að liðinu gangi vel,
eins og i upphafi fyrstu hrin-
unnar er það komst i 9—4, er eins
og það hreinlega geti alls ekki
unnið hrinu. Um frammistöðu
einstakra leikmanna þarf ekki að
fjölyrða, allir áttu slakan dag.
Stúdentar unnu UMSE einnig
3—0 (15—11, 15—12 og 15—10)
og var sá leikur talsvert skemmti-
legur og mátti sjá þar margt fall-
egt og sérstaklega er vert að geta
þess hve góð hávörn eyfirðing-
anna var, en þrátt fyrir góðan leik
þeirra Gunnars Jónssonar, Jón
Steingrímssonar og Aðalsteins
Bernharðssonar tókst
eyfirðingunum aldrei að ógna
sigri stúdentanna verulega, én
þeir léku af talsverðu öryggi og
yfirvegun með Sigfús Haraldsson
og Júlíus Birgi Kristjánsson sem
beztu menn. Leikinn dæmdi Gísli
Haraldsson og gerði hann það vel.
HG.
IMA Islandsmeistarar I blaki kvenna 1977.
Fremri rö8 frá vinstri: GuSrún Sigurjónsdóttir, GuSrún Hreinsdóttir,
Margrét Ólafsdóttir og Erna Þórarinsdóttir.
Aftari röðfrá vinstri: Björgúlfur Jóhannsson fararstjóri. Sólveig Jónsdóttir.
Helga Jónsdóttir. Sólveig Anna Jónsdóttir, Anna GuSný Eirlksdóttir og
H : ukur Valtýsson þjálfari.
Erlendir punktar
Á MIKLU alþjóðlegu skfðastökksmóti í Vikersund í
Noregi um helgina sigraði Walter Steiner frá Sviss
mjög örugglega. Fékk hann 564,5 stig, en Toni
Innauer frá Austurrfki fékk 547 stig. Þriðji varð
sfðan Henry Glass frá A-Þýzkalandi með 541,5 stig.
Norðmönnum gekk illa í þessu móti og áttu þeir
engan meðal 10 beztu en f 10. sæti varð Skoda frá
Tékkóslóvakíu.
Klaus Klammer, yngri bróðir heimsmeistarans í
bruni, Franz Klammers, slasaðist í brunkeppni í
Austurríki á sunnudaginn. Missti hann af sér skfði
og féll illa í beygju, en keppendur náðu þar 130 km
hraða. Var Klammer fluttur á sjúkrahús með þyrlu,
en var ekki talinn alvarlega slasaður. Mótinu var
þegar aflýst.
Alexander Grigoryev frá Sovétrfkjunum setti
Evrópumet f hástökki innanhúss er hann stökk 2,28
m á meistaramóti Sovétrfkjanna innanhúss á sunnu-
daginn. Sjálfur átti Grigoryev eldra metið ásamt
landa sínum Molotilov og var það 2,27 m, sett í
Minsk f sfðasta mánuði.