Morgunblaðið - 22.02.1977, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUUAGUR 22. FEBRUAR 1977
sigur, þar sem aðstæðurnar hjá
okkur eru mjög erfiðar, bæði
hvað varðar húsnæði og áhöld.
Staðið hefur til að félagið keypti
tæki, en þau eru óheyrilega dýr.
Sem dæmi um áhuga og dugnað
Gerplustúlknanna má nefna að
félagið hefur æfingu í Iþróttahúsi
Kennaraháskólans kl. 9 á sunnu-
dagsmorgun. Þegar stúlkurnar
þurfa að leggja af stað heiman að
frá sér eru strætisvagnar ekki
byrjaðir að ganga, og þær sem
ekki geta krækt sér í far hafa
einfaldlega hlaupið úr Kópavogi
og verið mættar stundvislega
klukkan 9.
— Við stöndum jafnfætis fim-
leikastúlkum á hinum Norður-
Iöndunum í öllum greinum nema
tvíslánni, sagði Margrét, en þar er
ástandið vægast sagt slæmt. Væri
raunar nauðsynlegt að fá erlend-
an þjálfara hingað okkur til að-
stoðar.
Að lokum sagði Margrét, að það
væri sérstaklega ánægjulegt að
þetta væri í þriðja sinn sem keppt
væri um bikarinn og Gerpla væri
þriðja félagið sem ynni til hans.
Sýndi þetta hversu liðin væru
jöfn.
Guðni Sigfússon, þjálfari Ár-
mannspiltanna, sagði að æfinga-
sókn hefði verið mjög góð hjá
félaginu. — Við búum einnig við
ágæta aðstöðu, sagðu Guðni, —
eigum flest þau tæki sem við
þurfum að nota sjálfir. Einnig
hefur það tvímælaiaust komið til
góða að ég hef sótt námskeið fyrir
fimleikaþjálfara í Svíþjóð, og
mikið af þeim lært.
Guðni sagði að hann teldi nauð-
synlegt að bæjar- og sveitarfélög
ættu þau áhöld sem nota þarf til
fimleika, og gæfu síðan félögun-
um frjálsan aðgang að þeim.
Tækjaskorturinn er víðast mjög
mikill og stendur íþróttinni fyrir
þrifum, sagði Guðni.
Áhorfendur á bikarkeppninni
voru um 500 talsins og ríkti oft
mikil stemmning er fólk hvatti
sín lið. Fimleikafólkið var á aldr-
inum 7 £ 16 ára og gáfu hinir
yngri þeim eldri oft á tíðum lítið
eftir.
(Jrslit í kvennaflokki urðu þau
að Gerpla hlaut 134.0 stig, Björk
131.9 stig, IR 108.4 stig, Ármann
96.1 stig, Fylkir 93.1 stig og KR
90.9 stig.
í karlaflokki hlutu Ármenning-
ar 185.8 stig, KR 127.6 stig og
Gerpla 125.3 stig.
Æfingar á tvfslá reyndust mörgum erfiðar, enda erfið aðstaða til
æfinga.
— Þannig er mál með vsxti,
sagði Sigurður, að af okkur sex
sem æfðum og kepptum saman I
fyrra hafa aðeins tveir æft nú í
vetur, og töldum við, ásamt þjálf-
ara okkar, Inga Sigurðssyni, rétt
að leyfa hinum yngri og áhuga-
samari að spreyta sig frekar en að
fara að smala hinum eldri saman
og mæta með það lið til keppninn-
ar. Þeir yngri koma til með að
taka við af okkur, og ekki ráð
nema 1 tíma sé tekið að þeir öðlist
einhverja reynslu.
Ingi Sigurðsson, þjálfari Sig-
urðar, sagði að Sigurð skorti til-
finnanlega tækifæri til þess að
keppa við jafnoka sína en til þess
þyrfti hann að fara utan. — Ég
tel, sagði Ingi, að Fimleikasam-
band Islands ætti að sjá sóma sinn
í því að senda Sigurð utan til
æfinga og þátttöku í mótum. Það
gæti orðið til þess að hann yrði
enn betri.
Morgunblaðið ræddi einnig
stuttlega við þjálfara hinna ný-
bökuðu bikarmeistara í kvenna-
flokki, Margréti Bjarnadóttur:
— Ég þakka öðru fremur dugn-
aði og áhuga stúlknanna að við
skyldum ná svo góðum árangri og
sigra í mótinu, sagði Margrét. —
Við stefndum að öðru sæti, en
létum okkur aldrei dreyma um
FIMMTUDAGINN 17. febrúar s.l.
fór fram Bikarkeppni Fimleika-
sambands Islands og var þetta f
þriðja sinn sem sllkt mót fer
fram. Að þessu sinni varð Kópa-
vogsfélagið Gerpla sigurvegari í
kvennaflokki, eftir harða og tvf-
sýna keppni við Fimleikafélagið
Björk í Hafnarfirði, en f karla-
flokki urðu Ármenningar sigur-
vegarar með talsverðum yfir-
burðum.
Mótið tók mjög langan tíma, og
var nokkurrar þreytu tekið að
gæta hjá keppendum undir lokin.
Að spurður sagði einn af forráða-
mönnum mótsins, Ólafur Sigur-
jónsson, mótið ganga of hægt, og
kenndi einkum um seinagangi í
dómum og aðstöðuleysi. Taldi ÓI-
afur að æskilegra hefði verið að
hafa mótið á tveimur dögum: Pilt-
ana annan daginn og stúlkurnar
hínn, en ekki láta bæði kynin
keppa sama daginn eins og gert
var. — En inn í þetta spilar að
mjög kostnaðarsamt er að halda
húsinu í tvo daga.
Það vakti talsverða athygli að
íslandsmeistari karla, Sigurður T.
Sigurðsson, KR, var ekki meðal
keppenda en hann er án alls efa
langbezti fimleikamaður lands-
ins. Sigurður var hins vegar með-
al áhorfenda og var hann spurður
um ástæðu þess að hann keppti
ekki:
Al Oerter segist munu
H f ■■ ■■ m m qA nnHnrl/n
sigra i Moskvu
J(J, MÉR er mikil alvara með
þessu. Og ég fer heldur ekkert
dult með það, að ég ætla mér að
vera með f Moskvu til þess eins
að vinna gullverðlaunin. Þann-
ig mælti nýlega hinn frægi
bandarfski kringlukastari AI
Oerter, en sem kunnugt er sigr-
aði hann í kringlukasti á fjór-
um Olympfuleikum f röð, fyrst
f Melbourne 1956, sfðan Róm,
þá Tókyó og loks í Mexikó 1968.
Er það algert einsdæmi, að
sami maðurinn vinni til gull-
verðlauna á fjórum Ól. f röð, og
það í sömu greininni.
Landi Oerters, Mac Wilkins,
sigurvegari í kringlukastinu í
Montreal og jafnframt heims-
methafi í greininni, segist ekki
hafa nokkra trú á því að draum-
ar Oerters um fimmta gullið
rætist. Hann sagði nýlega: „Ég
er hræddur um að hann sé að
kasta kringlunni núna svona
rétt til að trimma svolítið og
það er alls enginn möguleiki á
því að hann geti unnið til
fimmtu gullverðlaunanna hér
eftir. 1 Moskvu verður hann 44
ára, og ég fæ ekki séð að slíkur
öldungur geti kastað kringl-
unni um 67 metra án þess að
mikill vindur komi til hjálpar.
Oerter vann sitt fyrsta gull
árið 1956, sem fyrr segir, en þá
hefur Wilkins sennilega verið
enn á þrfhjóli því hann er ekki
nema 26 ára að aldri. Wilkins
þykir líklegastur til þess að
sigra í kringlunni í Moskvu, svo
komist Oerter í bandaríska Ól-
ympíuliðið 1980, verður fróð-
legt að sjá hvort „gamli maður-
inn“ tekur Wilkins á taugum
þá, en menn hafa margir viljað
útskýra afrek Oerters í kringlu-
kasti á leikunum fjórum með
því að segja, að hann hafi með
framkomu sinni tekið andstæð-
ingana á taugum. Oerter segist
nú vera í um 90% formi, þegar
miðað er við þegar hann var
upp á sitt bezta. Hér á hann við
lyftikrafta, en segist vera von-
góður um að honum takist að
umbreyta þessum kröftum i út-
kast. Bezti árangur Oerters var
um 64.5 metrar og hann vonast
til að kasta um 61 metra þegar i
sumar, þó svo hann hafi ekki
keppt í um 8 ár i Bandarikjun-
um. Segist hann þó ekki vilja
lenda í einvígjum við karla sem
Wilkins fyrr en 1978 eða 1979.
Það verður athyglisvert að
fylgjast með endurkomu
Oerters, en hann hefur gífur-
lega trú á sjálfum sér í sam-
bandi við næstu Ólympiuleika.
Segist hann aldrei hafa þurft
að leggja hart að sér við æfing-
ar eða keppni á ferli sínum.
Hann sagði jafnframt: „en nú
er mér ljóst að ég þarf að leggja
hart að mér, enda hafa framfar-
ir orðið miklar I kringlukastinu
síðustu ár. Ég mun því líta á
næstu ár sem hálfgerð einvigi
við sjálfan mig“. —ágás
Al Oerter. Myndin var tekin er hann sigraði á Olympfuleikunum
1960. Nú ætlar hann sér ekkert annað en gull f Moskvu.
ÁRMANN VARÐ BIKARMEISTARI FSÍ í
KARLAFLOKKI OG GERPLA í KVENNAFLOKKI