Morgunblaðið - 22.02.1977, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRUAR 1977
27
Anthony Crosland og Henry Kissinger á utanríkisráðherrafundi
Atlantshafsbandalagsins f BrUssel I desember s.l. Þá var vitað, að
þetta yrði síðasti utanrfkisráðherrafundur sem Kissinger tæki þátt
f, en þá grunaði engan að Crosland hyrfi einnig af sjónarsviðinu
þótt með öðrum hætti yrði.
Anthony
Crosland
t HUGUM tslendinga hefur
Anthony Crosland eflaust fyrst
og fremst verið maðurinn sem
undirritaði fyrir Breta hönd
óslóarsamninginn skuldbind-
ingu Breta um að stunda aldrei
framar veiðar á tslandsmiðum
nema f samræmi við það sem
tslendingar sjálfir kynnu að
samþykkja.
Crosland var jafnframt sá
brezki ráðherra, sem fyrstur
orðaði að brezkir togarar kæmu
aftur á tslandsmið þegar samn-
ingar rynnu út um veiðar
þeirra f 50 mflna lögsögunni f
nóvember 1975. Nokkrum dög-
um eftir þessa yfirlýsingu var
tslenzka fiskveiðilögsagan færð
út f 200 mflur, og f hönd fóru
viðræður Breta og tslendinga
og átök þeirra á miðunum. Það
var svo hinn 1. júnf 1976 að
Óslóarsamningurinn var udnir-
ritaður, og gilti hann til 1.
deseber s.l. Frá þeim tfma hafa
brezkir togarar ekki verið að
veiðum við tsland.
Þegar Óslóarsamningurinn
var undirritaður lýsti Crosland
þvf yfir að samningurinn væri
sigur heilbrigðar skynsemi og f
samræmí við heimshreyfingu
sem stefndi að 200 mflna efna-
hagslögsögu. t Bretlandi var
samningurinn ákaft gagnrýnd-
ur, og Crosland átti ekki sfzt f
vök að verjast þar sem hann var
þingmaður fyrir Grimsby, sem
er einn mesti útgerðarbær f
Englandi.
Samningurinn við tslendinga
var eitt fyrsta embættisverk
Anthony Croslands eftir að
hann tók við embætti brezka
utanrfkisráðherrans f aprfl-
mánuði 1976. en áður hafði
hann gegnt embætti aðstoðar-
efnahagsmálaráðherra,
menntamálaráðherra umhverf-
ismálaráðherra og verið forseti
brezka verzlunarráðsins, sem
er sérstakt ráðuneyti f Bret-
landi. Það var draumur hans að
verða fjármálaráðherra, og
þegar hann lézt voru góðar
horfur á að sá draumur rættist
sfðar á þessu ári.
Anthony Crosland var fædd-
ur I Lundúnum 29. ágúst 1918.
Faðir hans var embættismaður,
og fjölskyldan tilheyrði sértrú-
arflokki, þar sem vinnusemi og
fábrotnir lifnaðarhættir sátu í
öndvegi. Anthony Crosland
lauk hagfræðiprófi frá Trinity
College I Oxford, og kenndi þar
síðar fræði sín. Hann gekk í
Verkamannaflokkinn er hann
var 16 ára að aldri, og var orð-
inn virkur í stjórnmálum þegar
styrjöldin hófst árið 1939. í
strfðinu barðist hann I Norður-
Afríku, Austurrlki, Italíu og
Frakklandi. Hann tók sæti á
þingi árið 1950, fyrst fyrir
Suður-Glochesterskíri, en frá
1959 var hann þingmaður fyrir
Grimsby.
Crosland var einn helzti hug-
myndafræðingur Verkamanna-
flokksins. Árið 1956 kom út eft-
ir hann bók, sem bar titilinn
„Framtíð sósfalismans" og nú
— tveimur áratugum slðar —
er þessi bók enn talin gagn-
merkt framlag til umræðu um
þetta efni. Þannig sagði stjórn-
málafræðingurinn John Grigg
nýlega í hinu óháða vikuriti
„Spectator": „Um bjartsýni
varðandi framtíð brezkra
stjórnmála getur ekki verið að
ræða þegar spurt er hvaða ungi
þingmaður gæti nú ritað bók á
borð við „Framtfð
sósíalismans".
I bókinni lýsir Crosland
þeirri skoðun sinni, að Verka-
mannaflokknum bæri að víkka
sjóndeildarhring sinn en tak-
marka hann ekki við hagsmuni
verkalýðsins, skilgreinir hug-
takið sósfalismi á þá leið, að eðli
hans sé barátta fyrir raunveru-
legum jöfnuði. Hann telur hag-
kvæmustu leiðina til að ná þess-
um jöfnuði vera þá að auka
hlutdeild ríkisins í ráðstöfun
fjármagnsins, en er um leið
fylgjandi blönduðu hagkerfi.
Crosland var alla tfð
fylgjandi aðild Breta að Efna-
hagsbandalaginu, og þegar
hann lézt var hann forseti
ráðherranefndar bandalagsins.
Hann var þekktur fyrir raun-
sæi og sanngirni, og var jafnan
fús til að leysa ágreiningsmál
með málamiðlun. Þessir eigin-
leikar hans öfluðu honum vin-
sælda innan flokksins, og þegar
Harold Wilson dró sig f hlé f
fyrra var hann einn af fimm
þingmönnum, er komu til
greina við kjör formanns
Verkamannaflokksins. Vitað
er, að Wilson hafði áhuga á
honum sem eftirmanni sfnum,
en reynsluleysi hans í utan-
ríkismálum er talið hafa verið
honum fjötur um fót í því að ná
kosningu að þessu sinni, en
hann var einn þeirra leiðtoga
flokksins sem lfklegastir hafa
þótt til forystu og margir töldu
hann standa næstan þvf að taka
við af James Callaghan er fram
liðu stundir.
Vinsældir Croslands og
traust innan flokksins voru
engan veginn einhlft. Vinstri
öflin f flokknum brugðu honum
oft um tvískinnung. Hann
talaði með ósviknum yfir-
stéttarhreim og hélt sig eins og
höfðingja — átti vandað ein-
býlishús í Lundúnum og sveita-
setur í námunda við Oxford.
Andstæðingar hans innan
flokksins áttu bágt með að
sætta sig við þetta og sögðu
sumir að hann talaði eins og
sósialisti en lifði eins og
kapítalisti. Árið 1955 tapaði
hann f þingkosningum, og við
það tækifæri var haft eftir
honum: „Ég nenni ekki að
standa í þessu þrasi um strit-
andi alþýðu. Ég er hag-
fræðingur en ekki stjórnmála-
maður,“ Þessi ummæli urðu
fleyg, og þau urðu sannarlega
vatn á myllu andstæðinga hans
í stjórnmálum.
Þegar hann varð utanríkis-
ráðherra í aprfl í fyrra sagði
Lundúnablaðið The Times:
„Hann er mjög hæfur maður og
afar geðþekkur, en jafnvel
hans nánustu vinum dytti
aldrei í hug að segja að hann
væri ,,diplómat“.“
Anthony Crosland var ein-
lægur stuðningsmaður Atlants-
hafsbandalagsins, og gerði ség
grein fyrir nauðsyn þess að
Bretar einangruðu sig ekki frá
samstarfi við þær þjóðir, sem
þeir ættu menningarlega og
stjórnmálalega samleið með.
Hann var fulltrúi þeirrar kyn-
slóðar sem tók stjórnmálalega
afstöðu ekki fyrst og fremst á
grundvelli uppeldis og
tilfinninga, heldur byggði hana
á þekkingu og raunsæju mati á
viðfangsefnum Ifðandi stundar.
Það er skarð fyrir skildi
þegar Anthony Crosland, sem
var einn helzti leiðtogi og hug-
myndafræðingur Verkamanna-
flokksins, er nú látinn fyrir
aldur fram, en hann þótti einna
líklegastur til að taka við
forystu flokksins, meðal annars
vegna þess að hann var ekki
þátttakandi f þeim deilum
innan flokksins þar sem menn
skiptust f hægri og vinstri
fylkingar. Hann skipaði sér á
bekk með þeim sem stóðu næst
miðju og hafa f raun og veru
sameinað þennan sundurleita
stjórnmálaflokk.
Við undirritun samningaanna f Ósló hinn 1. júnf s.l.: Matthfas Bjarnason sjávarútvegsráðherra, Einar
Ágústsson utanrfkisráðherra og Anthony Crosland.
Einn helzti leidtogi og hugmyndafrædingur brezka
Verkamannaflokksins — látinn fyrir aldur fram
V í ðtækar vinnudeilur
í vændumí Danmörku
Kaupmannahöfn,
21. febrúar. NTB.
KOMIÐ getur til stórfelldrar
vinnudeilu f Danmörku ef ekki
koma fram nýjar samningatillög-
ur eða fhlutun rfkisstjórnarinnar.
Slitnað hefur upp úr viðræðum
aðila vinnumarkaðarins. Forseti
verkalýðssambandsins, Thomas
Nielsen, segir að bilið milli samn-
ingsaðila sé breiðara en nokkru
sinni fyrr.
Verkalýðssambandið hefur
ekki I hyggju að biðja ríkissátta-
semjara að skerast í leikinn.
Verkalýðssambandið telur, að
stórátök á vinnumarkaðnum sé
það eina sem geti fengið vinnu-
veitendur til að sýna samnings-
vilja.
Alvarlegasti ágreiningurinn er
um lágmarkslaun. Verkalýðssam-
bandið krefst þess að þau verði
hækkuð f 30.60 kr. á klukkustund
en vinnuveitendur vilja ekki fall-
ast á nema 27 kr. á fyrsta samn-
ingsári og 28 kr. á hinu næsta.
Aðilarnir eru einnig ósammála
um túlkun samkomulags þess um
kaup og kjör er tókst í þinginu í
fyrra. Þar var gert ráð fyrir 2%
rauntekjuhækkun.
Aðilar vinnumarkaðarins búast
nú til átaka. Nokkur verkalýðs-
félög hafa þegar boðað verkföll.
Vinnuveitendur hafa svarað með
þvf að boða vinnustöðvun.
ERLENT
Frakkar
reka Rússa
París, 21. febrúar, Reuter
YFIRVÖLD í Frakklandi hafa vísað
sovézkum diplómat úr landi vegna
iðnaðarnjósna
Öryggislögreglan stóð
diplómatann Vladimír Ryabshenko
að verki þegar hann tók við leyni-
legum skjölum um nýja tölvuvél.
Rybashenko var starfsmaður
UNESCO, Menningar- og vísinda-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna
Hann er þriðji Rússinn sem hefur
verið rekinn frá Frakklandi á einu
ári.
Vinir
Agees
teknir
London, 21 febrúar Reuter
ÞRÍR menn voru i dag úrskurðaðir i sjö
daga varðhald fyrir brot á lögum um
opinber leyndarmál
Mennirnir þrlr voru John Berry, fyrr-
verandi hermaður. og blaðamennirnir
Duncan C C mpell og Crispin Aubrey
Þeir höfðu allir stutt baráttuna gegn
þvi að Philip Agee. fyrrverandi starfs-
maður CIA, og blaðamanninum Mark
Hosenball yrði vlsað úr landi þar sem
þeir væru hættulegir öryggi
Cambell og Aubrey starfa við timarit-
ið Time Out sem birti i fyrra grein þar
sem rætt var um brezk fjarskiptar-
leyndarmál, meðal annars aðferðir
Breta til að stöðva kallmerki sem irskir
skæruliðar nota til að sprengja útvarps-
sprengjur