Morgunblaðið - 22.02.1977, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1977
Mjög gód rækju-
veidi í Djúpinu
RÆKJUAFLI hefur verið mjög
góður I tsafjarðardjúpi að undan-
förnu, að sögn Péturs Bjarna-
sonar eftirlitsmanns á tsafirði.
Hefur vikuaflinn hæst orðið 200
tonn hjá þeim 42 bátum, sem
gerðir eru út á rækju frá tsafirði,
Bolungarvfk og Súðavfk.
Að sögn Péturs er heildaraflinn
orðinn 1892 tonn en leyfilegt er
að veiða 2400 tonn á vertiðinni. Á
sama tima í fyrra var heildar-
aflinn um 1400 tonn. Rækjan
hefur verið stór og góð á
vertíðinni og mikil atvinna hefur
verið í plássunum við Djúp við
vinnslu rækjunnar.
Bjórinn eitt sinn sam-
þykktur í efri deild
en féll í hinni neðri
t Morgunblaðinu sl. sunnudag
voru rakin þau 9 bjórmál sem
upp hafa komið f þingsölum á
sl. 30 árum eða frá 1947, og þess
getið að nokkrum sinnum hefði
verið mjótt á mununum að
þessi mál næðu fram að ganga.
Sfðan hefur balðið komizt að
því að skömmu fyrir 1947 hafi
þó bjórmálið komizt næst þvf
að hljóta náð fyrir augum þing-
heims, þar sem var breytingar-
tillaga við þágildandi áfengis-
lög frá þingmönnunum Lárusi
Jóhannessyni og Bernharði
Stefánssyni um að lögleiða
bruggun áfengs öls hér á landi.
Morgunblaðið sneri sér til
Lárusar og innti hann nánar
eftir þessu máli. Lárus sagði, að
það hefði verið einhvern tíma á
tímabilinu frá 1943—47 að
hann bar fram þessa breyt-
ingartillögu við áfengislögin
ásamt vini sínum, Bernharði
Stefánssyni, og hafi þeir gert
ráð fyrir því að hér skyldi
heimilað að brugga áfengt öl i
samsvarandi styrkleikahlut-
föllum og tíðkaðist I Danmörku.
Lárus sagði, að þessi tillaga
hefði þá verið samþykkt f efri
deild Alþingis, en það hefði
síðan verið fellt f neðri deild.
Ástæðan fyrir því, að málið
hefði verið fellt þar, hefði fyrst
og fremst verið sú, að Eysteinn
Jónsson hefði þá barizt hat-
rammlega gegn breytingartil-
lögunni. Andstaða Eysteins við
málið hefði eingöngu stafað af
því að hann óttaðist að þetta
minnkaði sölúna og þá um leið
tekjurnar af Áfengisverzlun-
inni, en Eysteinn var fjármála-
ráðherra á þessum tíma.
G jafir til heilsu-
gæzlustödvar
ÞinKeyri. 19. febrúar.
Heilsugæzlustöðinni á
Þingeyri hafa borizt marg-
ar veglegar gjafir. Þar má
nefna smásjá, en gefendur
V atnsskort-
ur víða í
Miðfirði
StaAarbakka. Mlðfirói 21. teb.
SlÐASTLIÐINN laugardag, á
þorraþræl fór Einar Danfelsson
frá Bjargshóli I eftirleit fram á
afrétt Miðfirðinga á snjósleða.
Fór hann upp úr Vesturárdal og
við Lambá fann hann 6 kindur,
tvær ær og fjögur lömb, þar af tvö
hrútlömb. Kom hann öllum
kindunum samdægurs til byggða.
Voru þær I ágætum holdum og
höfðu sjáanlega aldrei liðið skort.
Tvö lömbin voru norðan úr Vatns-
dal en hinar kindurnar héðan úr
Miðfirðinum.
Óvenjulegt tíðarfar hefur verið
hér í vetur, stöðugar stillur og
úrkoma varla teljandi allt frá þvi
í ágústlok. Víða er farið að bera á
vatnsskorti. Uppsprettur og lækir
hafa þornað. Frost i jörðu mun
vera orðið talsvert enda hefur
snjórinn ekki verið til að skýla
jörðinni.
— Benedikt.
Ljósm. Mbl.ÓI. K. Mag.
ÞYRLA Landhelgisgæzlunnar, TF-GRÓ, fór á sunnudaginn f sjúkraflug til Akra-
ness. Sótti þyrlan þangað barn, sem fæðzt hafði fyrir tímann, og nauðsyn þótti að
koma til Reykjavíkur sem fyrst. Gekk flugið mjög vel og lenti þyrlan við Landspítal-
ann innan hálftíma frá því beiðni um flugið barst frá Akranesi. Á myndinni sést
þyrlan lenda við Landspítalann.
Engin loðnuskýrsla
Fiskifélagið óánægt með fréttamiðlun Loðnunefndar
voru afkomendur Sólborg-
ar Matthíasdóttur og Þor-
valds Kristjánssonar frá
Svalvogum, í tilefni af ald-
arafmæli Sólborgar. Kven-
félagið Von gaf stöðinni
neyðartösku og blóðskil-
vindu og Kvenfélagið Von
og kvenfélag Mýrarhrepps
gáfu í sameiningu súrefnis-
kassa fyrir ófullburða
börn.
Þá má geta þess að Kven-
félagið Von varð 70 ára 17.
feb. sl. og við höfum einn
karlmann í félaginu, en við
munum minnast þess síðar.
— Hulda.
FISKIFÉLAG Islands gef-
ur ekki út neina loðnu-
skýrslu í þessarri viku eins
og undanfarnar vikur. Að
sögn talsmanns félagsins,
þótti ekki ástæða til að
gefa skýrsluna út fyrst
ekki tókst að ganga frá
henni í gær, þar sem töl-
urnar væru orðnar úreltar
ef útkoma skýrslunnar
drægist enn meira.
Morgunblaðiö hefur það eftir
ábyggilegum heimildum, að ein
ástæðan fyrir því að skýrslan
kemur ekki út sé óánægja Fiski-
félagsmanna með fréttamiðlun
Loðnunefndar af veiðunum. Eru
Fiskifélagsmenn mjög óánægðir
með að Loðnunefndin skuli gefa
upp jafnóðum aflatölur efstu bát-
anna og skapa þannig samkeppni,
sem gæti haft það I för með sér að
öryggisreglur yrði ekki virtar sem
skyldi. Þá mun Fiskifélagsmönn-
um hafa gramizt, að aðeins eitt
blað, Morgunblaðið, birti skýrslu
þeirra I heild eftir síðustu helgi.
Mývetningar leita
að eftirlegukin dum
Annríki hjá
lögreglunni
MIKIÐ annrfki var hjá lög-
reglunni og rannsóknarlög-
reglunni ( Reykjavfk um helg-
ina. Mikið var um innbrot, en
þau voru flest smávægileg.
Alls fékk rannsóknarlögreglan
30 útköll um helgina, sem er
með mesta móti.
Björk, Mývatnssveit 21. febr.
SÍÐAN um áramót hafa
fundizt sjö kindur á
Mývatnsfjöllum, þar af
þrjú lömb. í byrjun janúar
fóru þeir Hermann
Kristjánsson og Jakob
Stefánsson á vélsleða til
leitar á Norðurfjöllum, þ.e.
á svæðinu öllu austur af
Jökulsá og norður að Detti-
fossi. Fundu þeir í þessari
ferð þrjár kindur, tvær ær
og eitt lamb, og fluttu til
byggða.
Fyrir nokkru fór Árni Halldórs-
Fimm menn 1
gæzluvarðhaldi
FIMM ungir menn sitja í gæzlu-
varðhaldi vegna fíkniefna-
málanna, sem verið hafa i rann-
sókn. Áður sátu sex menn inni, en
einum var sleppt á laugardaginn.
Þarna mun vera um að ræða mjög
umfangsmikið mál og hafa
rannsóknarmenn ekki enn talið
sér fært að skýra fjölmiðlum frá
málavöxtum.
Hóf í tilefni afmælis BÚR:
Að BÚR megidafnaog eflast”
99
BIRGIR lsleifur Gunnarsson
borgarstjóri hélt hóf I Höfða
s.l. föstudag til að minnast þess
að 30 ár voru liðin hinn 17. þ.m.
frá því að fyrsti togari Bæjarút-
gerðar Reykjavikur kom til
landsins, en stofnun BÚR
hefur verið miðuð við þann
dag.
Borgarstjóri rifjaði upp að-
dragandann að stofnun Bæjar-
útgerðar Reykjavíkur og sagði
að þegar ákveðið var að kaupa
nýsköpunartogarana eftir stríð-
ið hefði bæjarstjórn Reykja-
víkur samþykkt að beita sér
fyrir því að Reykjavík héldi
hlut sfnum í togaraútgerð eins
og hann hefði verið fyrir strfð.
Þegar útgerðaraðilar í borginni
treystu sér ekki til að kaupa þá
togara sem samkvæmt þessu
komu til Reykjavíkur var
Bæjarútgerð Reykjavíkur
stofnuð til að annast rekstur
þeirra. Togaraútgerð myndaði
grundvöll að vexti og viðgangi
borgarinnar og þvf hefur
borgarstjórn ávallt haft þá
stefnu að yiðhalda togaraút-
gerð í borginni.
Borgarstjóri sagði að BÚR
væri eitt stærsta fyrirtæki
Reykjavikur, en þar vinna nú
að staðaldri rúmlega 500 manns
til sjós og iands. Enn meiri
fjöldi fólks hefur óbeina
framfærslu sfna af útgerðinni
með alls konar þjónustu sem
tengd er rekstrinum.
Borgarstjóri sagði að togara-
floti BÚR hefði nú nýlega verið
efldur og fyrir dyrum stæði að
bæta aðstöðuna í landi, fyrst
með því að koma upp fiskmót-
töku í Bakkaskemmu í Vestur-
höfninni og væntanlega síðar
með byggingu frystihúss.
Borgarstjóri þakkaði forystu-
mönnum BÚR og starfsfólki
öllu fyrr og síðar mikil og góð
störf f þágu fyrirtækisins og lét
í ljós þá von að BÚR mætti
dafna og eflast í framtíðinni.
Ragnar Júlíusson formaður
stjórnar BÚR, óskaði eftir þvi
við Svein Benediktsson, sem
annan af tveimur fyrstu fram-
kvæmdastjórum fyrirtækisins
og stjórnarformann um árabil,
að hann segði nokkur orð í til-
efni af ræðu borgarstjóra.
Sveinn Benediktsson þakkaði
stuðning Birgis Isleifs borgar-
stjóra við Bæjarútgerð Reykja-
vfkur fyrr og síðar og þafin
skilning sem komið hefði fram
hjá honum í ræðunni, að efla
útgerðina sem mest.
í lok ávarps Sveins óskaði
hann þess að viðstaddir
hrópuðu ferfalt húrra fyrir
borgarstjóra og stuðningi hans
við Bæjarútgerð Reykjavíkur,
og var tekið kröftuglega undir
það.
son f Garði austur fyrir Nýja-
hraun og leitaði þar allviða. Fann
hann tvær kindur, sem honum
tókst að ná og flytja til byggða. t
gær fór Hermann Kristjánsson á
vélsleða og leitaði á svokölluðum
Miðfjöllum og nágrenni. Hann
fann tvær kindur. Gekk honum
greiðlega að handsama þær og
flytja heim. Þrátt fyrir þessar
leitir vantar enn fé. Til dæmis er
vitað um eina forystuá, er sást f
göngum f haust en tókst ekki að
ná. Ef veður og færð leyfir um
næstu helgi er áformað að hópur
vaskra vélsleðamanna haldi til
leitar suður með Jökulsá á Fjöll-
um allt inn í Grafarlönd og
Herðubreiðarlindir og ef til vill
lengra.
Að undanförnu hefur verið fiér
ágæt færð fyrir vélsleða og veður
bjart og fagurt. í gær óku þeir
Haraldur Helgason á Grænavatni
og Gylfi Yngvason á Skútustöðum
langt suður á öræfi. Ekki urðu
þeir kinda varir, en á heimleið-
inni óku þeir upp á Sellandafjöll,
sem er 988 metra yfir sjó. Þykir
það vel gert og hefur ekki áður
verið gert á vélsleðum.
Kristján.
Allir í loðnu
sem vettlingi
geta valdið..
Eskifirði 21 febr.
STANZLAUS loðnufrysting hef-
ur verið hér á staðnum sfðan á
föstudag og unnið nótt og dag.
Eru allir í vinnu, sem vettlingi
geta valdið. I morgun kom skut-
togarinn Hólmanes inn með 150
tonn af þorski, sem togarinn fékk
á Austfjarðarmiðum.
—/Evar
intf rnitmiit nu < *
* jt Jt-JB JC J* JK Jl Jt ,T f» 4 9 IMtlMKIIIM e •» ■,»»*.*>.*