Morgunblaðið - 22.02.1977, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1977
Borgin kaupir fleiri
verk eftir Kjarval
— Skipulag listaverkakaupa í athugun
Viðgerðir á tog-
urum BÚR og utan-
ferðir vegna þeirra
— deiluefni í borgarstjórn
SIGURJÓN Pétursson (Abl)
gerði að umtalsefni á síðasta
fundi borgarstjórnar 17. febrúar
utanferð formanns útgerðarráðs
vegna viðgerðar á b.v. Snorra
Sturlusyni, en sem kunnugt er
sigldi skipið til Þýzkalands I við-
gerð vegna skemmda sem orðið
höfðu á þvl f haffs í lok síðastlið-
ins árs. Sigurjón Pétursson sagð-
ist ekki hafa verið á þeim fundi
útgerðarráðs sem um málið fjall-
aði og því vildi hann ræða málið
hér. í máli Sigurjóns kom fram að
framkvæmdastjóri BÚR fór til
Cuxhaven til að fylgjast með við-
gerð á skipinu. En síðan sagði
Sigurjón: „formaður útgerðar-
ráðs brá sér líka til Þýzkalands",
hægt hefði verið að senda tækni-
mann en hann gæti ekki séð að
Ragnar Júliusson hefði þurft að
fara til Þýzkalands líka. Formað-
ur útgerðarráðs Ragnar Júlfusson
(S) svaraði og sagði að fimm skip
hefðu laskast f ísnum í lok sfðasta
árs. Svo illa hefði viljað til þegar
verið var að taka eitt skipið upp
hér f Reykjavfk að slippsleðinn
hafði brotnað.
í Slippstöðinni á Akureyri voru
tvö skip tekin upp vegna þessa og
það sem var f sleðanum hér sigldi
til Cuxhaven. Hann kom að veið-
um snemma morguns 12. jan og
var þegar fenginn kafari til að
skoða skemmdirnar. Dagana áður
hafði Marteinn Jónasson fram-
kvæmdastjóri BÚR kannað
markaðsmöguleika f Þýzkalandi
með sölu á fiski í huga og umboðs-
maður og konsúll í Cuxhaven
Ernst Stabel hafði einnig kannað
möguleika á að fá viðgerð á skip-
inu. Hvort tveggja reyndist í lagi
og lagði Snorri Sturluson úr höfn
fyrir hádegi miðvikudaginn 12.
janúar. Marteinn Jónasson fram-
vkæmdastjóri BÚR fór svo utan
og kom til Cuxhaven 16. jan. Þann
17. seldi Snorri Sturluson 222
tonn á 132.85 pr. kfló. Síðari hluta
dags 18. janúar var Snorri Sturlu-
son tekinn á land og var þá þegar
haldinn fundur sem sátu Mart-
einn Jónasson, Ernst Stabel, um-
boðsmenn Loyds og fulltrúar frá
tryggingarfélagi skipsins og yfir-
verkfræðingur skipasmfða-
stöðvarinnar. Á fundinum upp-
lýstist að sex þýzkir togarar sem
byggðir eru eftir mjög svipaðri
BORGARFULLTRÚAR Fram-
sóknarflokksins lögðu fram eftir-
farandi tillögu á sfðasta fundi
borgarstjórnar. A. Borgarstjórn
samþykkir að kjósa hlutbundinni
kosningu þriggja manna nefnd,
er annast skuli kaup á lista-
verkum fyrir borgarsjóð I sam-
ræmi við fjárhagsáætlun hverju
sinni. Jafnframt geri þessir
aðiiar tillögur til borgarráðs um
staðsetningu þeirra listaverka,
sem sett kunna að verða upp á
útisvæði f borginni. Kjörtfmabil
nefndarinnar verði til næstu
borgarstjórnarkosninga, en sfðan
fari kosning fram á næsta fundi
og gildi I 4 ár. Nefndin veiji sér
sjálf formann.
Kristján Benediktsson (F)
fylgdi tillögunni úr hlaði og sagði
að kostnaður ætti ekki að verða
mikill. Þá fylgdi borgarfulltrúinn
annarri tillögu úr hlaði sem
hljóðar: Borgarstjórn telur, að
borgin þurfi að eignast fleiri verk
eftir Jóhannes S. Kjarval, einkum
olíumálverk. Þetta sjónarmið beri
því að hafa í huga í sambandi við
kaup á listaverkum.
Kristján sagðist ekki telja að
um tillögur þessar þyrftu að
verða miklar deilur. Hann sagðist
vilja taka það fram að embættis-
maður sá sem ákveðið hefði kaup
eða séð um þau hefði unnið af
samviskusemi og vfðsýni. En
ástæða væri til að koma betra og
fastara skipulagi á þessi mál en
verið hefði. I framhaldi af þess-
um tillögum var lfka rædd tillaga
frá Þorbirni Broddasyni
(Abl)svohljóðandi: Borgarstjórn
samþykkir að ráða sérmenntaðan
starfskraft til að vinna að skrán-
ingu og skýrslu um verk
Jóhannesar Kjarvals. Þorbjörn
fylgdi tillögu sinni úr hlaði og
sagði að ágætur rithöfundur,
Indriði G. Þorsteinsson, hefði
verið ráðinn til ritunar sögu Kjar-
vals þó ekki hefði það gengið
hljóðalaust fyrir sig. Þorbjörn
sagðist vona að Indriði ynni gott
verk. Ræddi hann síðan nokkuð
um álitsgerðir sem fram komu í
sambandi við þetta mál fyrr í
vetur. Þorbjörn sagðist styðja til-
lögu borgarfulltrúa Framsóknar-
flokksins heils hugar en vildi um
leið taka fram að stuðningur sinn
byggðist ekki á vantrausti á
embættismanninn. Olafur B.
Thors (S) sagðist geta tekið undir
þau orð sem fallið hefðu um sam-
viskusemi embættismannsins og
ræddi nánar um verksvið stjórnar
og listráðs Kjarvalsstaða. Hann
lagði siðan til að tillögunni um
skipan nefndar um kaup á lista-
verkum yrði vfsað til borgarráðs
og tillagan um að borgin þurfi að
eignast fleiri verk Kjarvais yrði
samþykkt. — I máli Ölafs B.
Thors kom fram að i næsta
mánuði verður opnuð sýning á
verkum Kjarvals að Kjarvalsstöð-
um og er ætlunin að hún verði
opin um lengri tfma. Davfð Odds-
son (S) sagði að ekki væri annað
hægt að segja en Kjarval væri hér
mikið á dagskrá. Hann minnti á
heiður sem listamaðurinn hefði
sýnt borginni með gjöf sinni og
sagði síðan; „Okkur ber öllum að
sýna Kjarval ræktarsemi." Davíð
gat þess að öll verk Kjarvals í
eigu borgarinnar hefðu verið
skráð og lagði síðan til að tillögu
Þorbjörns Broddasonar yrði vfsað
til hússtjórnar Kjarvalsstaða.
Elfn Pálmadóttir (S) sagðist sam-
mála umræddri málsmeðferð.
Albert Guðmundsson (S) sagðist
sammála málsmeðferð tillagna
Framsóknarflokksins. Varðandi
tillögu Þorbjörns tók hann undir
áður fram komin orð Davíðs
Oddssonar að borgin hefði þegar
látið skrá verk Kjarvals sem f
hennar eigu eru eftir tillögu sem
hann (AG) hefði flutt. Um allt
verkefnið sagði Albert telja að
hér væri alfarið um ríkisverkefni
að ræða. Tillaga um kjör nefndar
til listaverkakaupa var samþykkt
að vísa til borgarráðs með 15 at-
kvæðum. Tillaga um að borgin
þurfi að eignast fleiri verk eftir
Kjarval var samþykkt samhljóða.
Þá var samþykkt að vísa tillögu
Þorbjörns Broddasonar til hús-
stjórnar Kjarvalsstaða.
Borgarstjórn Reykjavíkur:
Að dregið verði úr
mengun frá álverinu
Meira flúormagn í Hljómskálagarði en annar staðar - leitað að orsökum
KRISTJÁN Benediktsson (F)
lagði fram eftirfarandi tillögu á
fundi borgarstjórnar 17. febrúar:
Þar sem rannsóknir benda ein-
dregið til þess, að fluormengun
frá álbræðslunni í Straumsvík
fari ört vaxandi, leggur Borgar-
stjórn Reykjavfkur rfka áherslu á,
að viðkomandi stjórnvöld fylgi
því fast eftir, að gerðar verði
ráðstafanir f verksmiðjunni til að
draga úr þeirri mengun, sem frá
henni stafar.
— Jafnframt felur borgarstjórn
borgarlækni og garðyrkjustjóra
að fylgjast sérstaklega með þeim
athugunum, sem gerðar eru hjá
Rannsóknastofnun iðnaðarins,
um magn og útbreiðslu fiuors frá
verksmiðjunni, og láta borgar-
stjórn í té eigi sjaldnar en tvisvar
á ári skýrslu um ástand þeirra
mála. Flutningsmaður ræddi
nokkuð mengunarmál og sagði
svo að fagna bæri samþykkt
bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um
þessi mál. Kristján tók fram að
sér hefði ekki verið kunnugt um
hana er hann samdi tillögu sfna.
Elfn Pálmadóttir (S) sagði að
það væri full ástæða til að fylgjast
með allri þeirri mengun sem vart
yrði við í borginni. Hún sagði að
samkvæmt reglugerð væri það
skylda náttúruverndarnefnda að
hafa gát á að gróðri sé ekki spillt
og það væri þvi hér hlutverk heil-
brigðismálaráðs og umhverfis-
málaráðs. Fram kom að rannsókn-
ir á þessu sviði eru með fluor hjá
fluornefnd og eiturefnanefnd
fylgist með köfnunarefnisoxfði
frá áburðarverksmiðju og út-
blæstri bila. Skýrslur koma ár-
lega frá Fluornefnd sagði Elín og
sem betur færi hefðu rannsókn-
irnar ekki enn gefið tilefni til
óróa í Reykjavík en ef svo yrði
myndi snarlega tekið til
höndunum. í landi Reykjavfkur
eru nú tekin sýni á níu stöðum af
fluornefnd. Reynslan hefði sýnt
að magn hefði verið mjög óveru-
legt og langt neðan hættumarka.
En f Hljómskálagarðinum hefði
fundist meira magn en annars
staðar þó langt neðan hættu-
marka væri og svo væri að það
hefði þegar verið það áður en
álverið tók til starfa en nú væri
unnið að þvf að finna orsök þessa.
Elín sagði að ekki væri sfður
ástæða til að fylgjast með mengun
frá áburðarverksmiðjunni en
álverinu. Elín sagði að með
þessum málum þyrfti að fylgjast
náið og sjálfsagt væri að ganga
hart eftir að hreinsitæki yrðu sett
upp. Elfn lagði síðan til að fyrri
hluti tillögunnar yrði samþykktur
en sfðari hlutanum yrði vísað til
umhverfismálaráðs og heil-
brigðisráðs. Adda Bára Sigfús-
dóttir (Abl) ræddi nokkuð um
ísl. álfélagið og samskipti þess við
ísl. stjórnvöld. Hún sagði m.a. að
hér væri um að ræða fyrirtæki
sem ekki væri skylt að hlíta ísl.
lögum og þvf væru ekki komin
upp hreinsitæki.
Páll Gíslason (S) sagði rétt að
beita þeim þrýstingi sem til væri
og sagðist geta fallist á málsmeð-
ferð um fyrri hluta till. en um
seinni hlutann gilti, að þar spil-
uðu mörg atriði inn í og þvf væri
sú málsmeðferð sem hér hefði
komið fram eðlileg.
Kristján Benediktsson samþykkti
fram komnar tillögur um máls-
meðferð en vakti um leið athygli
á því að sffellt þyrfti að hafa
vakandi auga með mengun f
Reykjavfk. Fyrri hluti tillögunnar
var samþykktur með 15 sam-
hljóða atkvæðum og þá var sam-
þykkt að vfsa síðari hlutanum til
umhverfis- og heilbrigðismálarás
með sömu atkvæðatölu.
teikningu (á skrokk) og Spánar-
skipin höfðu orðið fyrir svipuðum
tjónum og höfðu nokkrar viðgerð-
ir farið fram f þessari skipasmíða-
stöð; verklýsingar og vinnu-
teikningar voru því allar til staðar
sagði Ragnar. Á fundinum var
sfðar ákveðið af öllum að fram-
kvæma viðgerð þessa með þeim
breytingum sem teikningarnar
fólu í sér. Ragnar sagði að þetta
kvöld hefði Marteinn haft síma-
samband við sig og skýrt frá.
Hann hefði farið þess mjög ein-
dregið á leit við sig að koma til
Cuxhaven og sjá með eigin augum
hvað fram færi með tilliti til þess
Framhald á bls. 42.
Afmælis
BÚR
minnzt
ÞRÍR borgarf ulltrúar minntust
afmælis Bæjarútgerðar Reykja
víkur á fundi borgarstjórnar 17.
febrúar slðastliðinn. Þetta voru
borgarfulltrúarnir Björgvin
Guðmundsson (A), Sigurjón
Pétursson (Abl) og formaður
útgerðarráðs Ragnar Júllusson
(S). í máli þeirra allra kom fram
hlýhugur I garð fyrirtækisins og
árnaðaróskir til þess og Reykvik-
inga I tilefni afmælisins. Björgvin
Guðmundsson minnti á að aðal-
hvatamenn að stofnun BÚR
hefðu verið Bjarni Benediktsson
þáverandi borgarstjóri og Jón
Axel Pétursson. Hann sagði að
komið hefði fram I fjölmiðlum að
bezta gjöf til BÚR frá borginni
væru tveir nýir togarar, af minni
gerðinni. Björgvin sagði, að nú
væri unnið að þessum málum I
útgerðarráði með samstöðu allra
flokka þ.e. að efla fyrirtækið.
» i 4,
í 1 I 3
' -u