Morgunblaðið - 22.02.1977, Page 34

Morgunblaðið - 22.02.1977, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1977 + Litli sonur okkar GUÐJÓN ÓLAFSSON, andaðist i Landsspítalanum 20 febrúar s I Sigriður Sigurbjörnsdóttir, Olafur Grétar Guðjónsson, Efstasundi 90, Reykjavík. Maðurinn minn og faðir okkar, GUÐMUNDUR EIRÍKSSON, gullsmíðameistari. er látinn Amalía Þorleifsdóttir og dætur. + SÓLVEIG HVANNBERG andaðist að Elliheimilinu Grund 1 9 febrúar Fyrir hönd vandamanna, Guðrún Hvannberg. + Móðir mín. tengdamóðir og amma GUÐBJORG A SIGURÐSSON fyrrverandi símakona andaðist á heimili sinu Búlandi 8. 20 þessa mánaðar Ester Haraldsdóttir Ólafur Alexandersson Haraldur Viggó Ólafsson + Faðir okkar og fósturfaðir SIGURÐUR SIGURBJORNSSON, frá Ekkjufelli, lézt 1 8 febrúar í Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað Jarðarförin fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju föstudaginn 25 febrúar kl 2 Sölvi Sigurðsson, Guðný Sigurðardóttir, Margrét Sigurðardóttir, Erlingur Sigurðsson, Sigríður Ósk, Beck, Sigurður Ármannsson + Eiginmaður minn. faðir. tengdafaðir og afi SIGURÐUR GUÐJÓNSSON, bæjarfógeti f Ólafsfirði, lézt í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 1 8 febrúar s I Jarðarförin sem fer fram í Reykjavik verður ákveðin síðar Guðbjörg Egilsdóttir, Hildur Sigurðardóttir, Stefán Brynjólfsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Zimsen, Agla Sigurðardóttir, Matthías Sigurpálsson. Þóra Jónsdóttir, Bróðir okkar og mágur SIGURÐUR SIGURÐSSON. Laufási. Þingeyri, andaðist á Borgarspítalanum 18 febrúar Einar Sigurðsson, Þórunn Sigurðardóttif, Ásta Sigurðardóttir, Jóhanna Bjarnadóttir, Fjóla Sigurðardóttir Steingrlmur Guðmundsson, Gunnhildur Sigurðardóttir, Gunnar Einarsson, Hrefna Sigurðardóttir, Kjartan Ingimundarson, Lilja Sigurðardóttir, Halldór Sigurbjörnsson, og aðrir aðstandendur. + Maðurinn mmn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR MAGNUSSON, bífreiðastjóri, Vesturbergi 2. verður jarðsunginn í dag þriðjudaginn 22 febrúar kl 3 frá Fossvogs- kirkju Hólmfríður Brynjólfsdóttir, Þór Guðmundsson, Brynja Guðmundsdóttir, AldísÓ. Guðmundsdóttir, Hilmar Svavarsson, Margrét Guðmundsdóttir, Jón Þ. Þorbergsson, Magnús Guðmundsson, Inga H. Guðmundsdóttir. og barnabörn Minning: Guðmundur Magnús- son bifreiðarstjóri Fæddur 13. október 1906 Dáinn 15. febrúar 1977 Þegar góður vinur og samferða- maður á llfsins braut er nú kvadd- ur að sinni, er efst í huga þakk- læti fyrir trausta vináttu og hug- ljúfar samverustundir um margra áratuga skeið. Guðmundur Magnússon, sem nú er kvaddur hinstu kveðju, var persóna sem gott er að hafa kynnst. Hann var einn þeirra traustu og ljúfu manna, sem flytja með sér velvild og prúð- mennsku hvar sem leið þeirra liggur. Skyldurækinn og hljóðlátur gekk hann að störfum sinum hvern dag, lengst af án hvildar- daga með trúmennsku og heiðar- leika í fyrirrúmi. Hann var maður sem í engu mátti vamm sitt vita. Þeir hinir mörgu sem við hann Birting afmælis- og minning- argreina ATIIYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagshlaði, að berast i síð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu lfnubili. + Maðurinn minn, ELLERT JÓHANNSSON, bóndi. Holtsmúla, lézt á Sjúkrahúsi Skagfirðínga hinn 1 9 febrúar Ingibjórg Sveinsdóttir skiptu í hálfrar aldar starfi, munu geta staðfest þessa umsögn, enda báru menn óskorað traust til hans, og mun hann aldrei hafa skort viðskiptamenn, jafnvel ekki á kreppuárum, svo vel varð hon- um til vina. 1 atvinnugrein Guðmundar var og er ekki um nein uppgrip að ræða, heldur gildir þar þrotlaust starf ásamt ráðdeildarsemi og reglusemi. Hann bjó yfir þessum kostum í rikum mæli og þess vegna var hann farsæll í lifi og starfi. Hann vann hörðum hönd- um alla ævi og tókst, ásamt mikil- hæfti konu sinni, Hólmfriði Bryn- jólfsdóttur, að skil miklu og góðu dagsverki og sjá farborða stórri fjölskyldu svo vel, að til fyrir- myndar er. Ástkær eiginmaður, faðír og afi er nú kvaddur með sárum sökn- uði, en ljúfar minningar munu milda sorgina. Dýpstu samúðarkveðjur sendi ég og fjölskylda min öllum að- standendum. Björgvin Schram. Guðmundur Magnússon bifreið- arstjóri er látinn. Hann var fædd- ur að Eskiholti í Borgarhreppi; 13.10. 1906, sonur hjónanna Maríu Ólafsdóttur og Magnúsar Jóhannessonar sem þar höfðu þá heimili, þar til þau fluttust að Kárastöðum í sömu sveit og hófu þar búskap. Uppeldisstöðvar hans voru þó aðallega i Borgarnesi þvi foreldr- ar hans fluttust þangað árið 1914 og bjuggu þar þangað til þau fluttust til Reykjavikur árið 1940. í Borgarnesi ólst hann upp í stórum, glöðum og hraustum syst- kinahópi þvi hann átti sex syst- kini sem öll eru á lífi og harma nú sinn hreinlynda og góða bróður. Ég kann þvi miður ekki nógu vel að rekja ættir þessa trausta og ágæta fólks, en ég veit af eigin raun að það er af mjög sterkum og dugmiklm ættum. Móðurafi hans var hinn mæti stórbóndi Ólafur Vigfússon sem lengi bjó að Lækjarkoti í Borgarhreppi. Faðir Guðmundar var fæddur að Lýsu- hóli í Staðarsveit og er mér sagt að frændur séu á mjög mörgum bæjum þar í sveit, ættin er-afar margmenn. Þetta er nú að vísu mjög ófullkominn ættartala hins látna vinar okkar. Ég á nú eftir að tjá mínar eigin þakkir fyrir tryggð hans og vin- + Eiginmaður minn og faðir okkar, BJÖRN ÓLI PÉTURSSON verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju míðvikudaginn 23 febrúar kl 1 5 00 Blóm og kransar afbeðið en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag islands Þuríður Guðmundsdóttir, Haukur, Pétur Sigurður og Steingrlmur Björnssynir. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi ÞORLÁKUR GUÐBRANDSSON frá Veiðileysu til heimilis að Köldukinn 30, Hafnarfirði verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 24 febrúar kl 3 e h Jarðsett verður i Hafnarfjarðarkirkjugarði Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir flytjum við öllum sem vottuðu okkur hluttekningu við fráfall eiginmanns, föður, tengdaföður og afa JAKOBS ÓLAFS PÉTURSSONAR frá Hranastöðum. Við biðjum þeim blessunar guðs Margrét Jónsdóttir Hrefna Jakobsdóttir Ingi R. Loftsson Erna Jakobsdóttir Ólöf Jakobfna Þ. Margrét og Nanna Guðrún Ingvadætur skap sem ég varð alla tið aðnjót- andi. Það mun hafa verið árið 1930 sem við kynntumst og var alla tið sama hvenær ég leitaði til hans-þá var sjálfsagt hjá honum að leysa mín mál og alltaf tilbúinn að rétta mér hjálparhönd. Guðmundur Magnússon er öll- um harmdauði, hann var sérstak- iega vel liðinn hjá samstarfs- mönnum sínum, og þeim mörgu viðskiptavinum sem nutu aðstoð- ar hans. Nú þýðir ekki lengur að hringja í 11720 og biðja um Guð- mund Magg. Ég held ég megi þakka fyrir hönd hinna mörgu viðskiptavina hans fyrir prúðmannlega fram- komu og örugga^þjónustu, ég held að B.S.R. hafi við fráfall Guð- mundar misst eitt af sínum aðals- merkjum sem sú stöð hefur ætíð borið. Þótt okkur öllum sé erfitt að viðurkenna, en verðum að gjöra okkur að góðu að vinur okkar og góður kunningi sé horfinn okkur um stundarsakir vitum við að lát- inn lifir, og þegar okkar stund rennur upp mun hann taka á móti okkur, leiðbeina okkur og vísa okkur leiðina í þeirri för sen eng- inn sleppur við að fara. Ég trúi að hans góðu foreldrar taki nú á móti sinum góða syni með opnum örmum, og gleði þeirra, gæska og höfðingsskapur sem aldrei brást þeim hér í lífi, megi nú umvefja þennan góða dreng við komuna á land Iifenda. . öll getum við þakkað Guð- mundi fyrir sam/ylgdina og þeim góða Guði sem skóp hann og gerði hann slikan ágætisferðafélaga sem hann var. Hann var alla tíð mikill atorku og starfsmaður glað- sinna og gleðimaður á gleðistund, þegar nú heilsa hans brást, gerði hans samhenta og góða fjölskylda allt sem hún gat til að létta hon- um og lífið og halda i horfinu. Hinn 24. mai 1935 giftist Guð- mundur hinni ágætustu konu, Hólmfríði Brynjólfsdóttur, og hafa þau alla tið verið mjög sam- hent og samtaka í :ð efla og bæta sitt hlýlega og fagra heimili. Þau eignuðust 5 börn, 3 stúlkur og 2 drengi, mesta ágætis- og mann- dómsfólk og eru þau öll búsett hér í borg, ég veit þau líta til liðins tima með mjög þakklátum huga og þakka gjafaranum allra gæða fyrir sinn góða föður. Hólmfriði og börnum hennar, tengdabörnum og barnabörnum vottum við okkar dýpstu samúð um leið og við biðjum góðan Guð að styrkja þau og blessa. Það hryggir mig að aðstæðurn- ar urðu þannig að ég get ekki verið við útför míns kæra vinar en ég sendi mínar þakkir til hans fyrir allt. H.Kr. S. Helgason hf. STCINIÖJA llnholti 4 Slmar 24677 og 14254

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.