Morgunblaðið - 22.02.1977, Side 40

Morgunblaðið - 22.02.1977, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1977 V1M> /'Jn'- M0RöJK(-5ý'v^ KArriNU ú ! 5 f Jf -<&o^. Hafi ég skilió kenninguna, þá þetta víst pabbi minn sem þarna flýgur? Ég er hér meó mann sem var aó reyna að kíkja gegnum bréf- lúguna mína. 7BEC- Hann er með skilahoð til mín frá konunni sinni þess efnis, að hún telji að hann eigi að fá launahækkun. — Hvað segir þú um það, Fjallveig mfn? Ólykt, glerbrot og plastsneplar BRIDGE Umsjón: Páfí Bergsson SPILURUM þykir venjulega sjálfsagt, að sex spila litur í hálit sé tromp. En það er furðu oft, að grandsamningur er betri þð slík- ur litur sé f.vrir hendi. Spilið í dag er úrspilsviðfangsefni. Eftir að austur opnar á einum spaða er besta lokasögnin þrjú grönd spil- uð í norður. En lesendur fá að spreyta sig á fjórum hjörtum spil- uðum í suður. Austur gefur, enginn á hættu. Norður S. KD7 H. ÁG3 T. K63 L. A654 Suður S. 98 II. KD7652 T. 42 L. K72 Vestur spilar út spaða 6 og aust- ur tekur kónginn með ás. Hann spilar til baka spaðagosa (vestur lætur þrist), sem tekinn er í blindum. Trompás og gosi og báð- ir eru með. Hvernig á nú að vinna spilið, sé gert ráð fyrir tígulás hjá austri eftir opnun hans. Þaö er hugsanlegt, að vinna spilið ef austur á laufdrottningu ásamt einu eða tveim smáspilum. Trompa þá spaða heima, spila laufi á ásinn og aftur laufi. Láti austur þá drottningu fær hann að eiga slaginn. Eigi hann ekki fleiri lauf verður hann að spila spaða eða tígli sér i óhag í báðum tilfell- um. Austur spilar því þriðja lauf- inu ef hann á það til. En þá er liklegt að þrettánda laufíð verði gott í blindum. Og við eigum auð- vitað innkomu á tromp þvi tvist- inn eigum við enn á hendinni. Þetta var ágæt leið en til er önnur betri. Við tökum á lauf- kóng, síðan laufás og spilum síð- asta spaðanum frá blindum. Aust- ur leggur auðvitað tíuna á en við gefum, látum síðasta laufið af hendinni. Nú er spilið unnið því; a) hann á tvö lauf og verður næst að spila sér í óhag; b) hann á þrjú lauf og þá verður fjórða lauf blinds tiundi slagurinn; c) hann á fjögur lauf en þá er tígulásinn sennilega einspil. Hendur.austurs óg vesturs gætu verið þannig. A\lll H'- .llli''11 COSPER. 7332 l'1*'*1"'1~~ / KJ 'l'., / ©PIB Nei, vinur, svona stórir fiskar hafa aldrei verið dregnir hér á land, það veit ég. „Nú liður óðum að vori þó lítill hafi veturinn verið hér I Reykja- vik og nágrannasveitum. Borgin fer að blómstra og bæta við verka- mönnum I sinn hóp til að fegra umhverfið fyrir sumarið. Blóm- um er dreift um bæinn og gróður- sett, grjóti og alls kyns spýtna- og bréfarusli rakað saman og því fleygt. Verkstjórinn stuggar við mönnum sínum sem blunduðu á grasflötinni uppi við vinnuskúr- inn í vorgolunni. Verkafólkið hjá borginni er komið að vinnu sinni á ný eftir hvildahléið og farið að dreifa skarnanum milli trjánna sem nýi strákurinn á olífugræna jakkanum ók til þeirra. Það eru allir i sólskinsskapi. Það rýkur úr skarnahaugnum í hvert sinn sem skóflu er stungið í hann. Ölyktin berst að vitum gamals sjóara með sjóriðu, sem leið átti framhjá. Honum þótti nú slorlyktin aldrei upp á marga fiska, en þessi ólykt ... Að hún skuli vera til. Hann leit hornauga til vinnuhópsins, hélt síðan leiðar sinnar, og lét sér fátt um finnast. Allir flýttu sér á fund vorsins sem var að bjóða sumarið velkomið. Læt ég ólyktina vera þó hún sé tilkomin af rotnandi llfrænum matarleifum og alls kyns rusli. Þetta er að vísu sæmilegur áburð- ur en það eru glerbrotin og plast- ræmurnar f skarnanum sem gera hann lítið áhugaverðan, og varla finnst mikill áburður i þeim. Fólk virðist skeyta litið um það. Bölvar heldur tilkomulítilli lykt- inni. Borgarstjórn ætti að huga betur að görðum sfnum. Glerbrot- in og plastsneplarnir leysast ekki upp svo snögglega og óprýða því borgina. Svo eru beðin út um alla borgina fyllt upp af þessum ófögnuði. Hví hugsar fólk ekki örlftið fram í tímann og kannski ofurlítið annað en það sem það ætlar að kaupa sér um næstu mánaðamót? Við erum að reyna að fegra borgina og umhverfi okkar en svo er flestu rusli keyrt í svokallaða sorpeyðingarstöð, sem gerir lítið annað en mýkja það og tæta og sfðan er því dreift um höfuðborg- arsvæðið. Gjörsamlega úr öskunni í eldinn. Það minnsta sem þeir menn gætu gert sem stjórna þessu er að láta fjarlægja allt gler, plast og annaó svipað slæmt Vestur S. 63 II. 98 T. G9875 L. D983 Austur S. ÁG10542 II. 104 T. ÁDIO L. GIO ROSIR - KOSSAR - OG DAUÐI 37 — Ég hefði sem hægast getað komið mér úr baðherberginu og fram I borðstofuna á meðan Puck var að anda að sér kaffi- ilminum I eldhúsinu... og sfð- an hefði ég getað farið úr borð- salnum, gegnum forstofuna og upp stigann, meðan hún var að aðgæta hvað væri á seyði í svefnherberginu. Ég er snör I snúningum enda þótt aldurinn sé sums staðar farinn að segja til sín... — Og dyrnar sem sneru út að garðinum, hvernig myndirðu þá skýra það, Fanny? Ekki varð tlmi til að spyrja fleiri spurninga þvf að lög- reglumaður nálgaðist og hann tilkynnti hálfafsakandi. — Það eru komnir blaða- menn frá Örebro og Skógum og við vitum ekki almennilega hvað á að láta þá fá frjálsar hendur... Anders Löving sneri sér að Olto, sem hafði staðið óþolin- móður á fætur. — Þér viljið kannski vera við meðan ég tala við þá? — Nei! Nei. Helzt ekki.. .£g á við, er nauðsynlegt að hleypa blaðamönnum innf húsið? £g geri mér grein fyrir að ekki er óeðlilegt þótt skrifað verði um.. .morðið, en er ekki hægt að sjá til þess að það verði eins Iftið og mögulegt er? Hann gekk yfir flötina með lögreglust jóranum og þegar lögreglumaðurinn sem orðið hafði eftir gaf f skyn að blaða- mennirnir iðuðu f skinninu að fá mynd af hinum fræga lög- regluforingja og unnustu hans, tók Christer Wijk undir höndin á Gabriellu sem virtist skelf- ingu lostin við tilhugsunina og þau forðuðu sér inn f húsið. Ég ráfaði stefnulaust f áttina að hliðinu og gekk f makindum inn f skóginn. Mér fannst hrein unun að þvf að vera ein um hrfð, vera laus við að horfa rannsakandi og tortryggin á aðra og verða fyrir þvf hinu sama sjálf, brjóta heilann um hvað hafði gerzt og allt sem sagt hafði verið og gefið i skyn. Ekki lék lengur minnsti vafi á að Frederik Malmer hafði verið myrtur og við vissum f stórum dráttum hvernig glæpurinn hafði verið framinn. En þegar ég fór að velt afyrir mér þvf sem við EKKI vissum, uppgötv- aði ég fljótlegá að hugur minn hafði tilhneigingu til að dvelja við fjöldann allan af óviðkom- andi smáatriðum f stað þess að snúast um hin verulegri vanda- mál, svo sem eins og fjarvistar- sannanir hinna aðskiljanlegu aðila — hverjar gætu verið lognar og hverjar sannar — og sfðast en ekki sfzt ástæðum sem gætu legið að baki morðinu. Mér varð hugsað um þunga rósaílminn inni á skrifstofu forstjórans, ég sá hann fyrir mér hvar hann stóð við skálina með hvftu rósunum kvöldið áð- ur og ég heyrði hann segja: Það er út af erfðaskrá... nýrri erfðaskrá, sem ég hef talið þörf á að gera... Og ég hugsaði um Helene Malmer f gula æpandi kjólnum og um Otto og Fanny frænku, sem var alltaf virðulega og rétt klædd við hvert tækifæri.. .og um Gabriellu sem sagði með Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi táraflóð á vöngum: „Og svo gekk afi mér f föður stað.. .og nú er hann Ifka dáinn...“ Og svo hugsaði ég um Daniel Severin, sem hafði rólega skýrt frá þvf að sprungið hefði á bfln- um hans. Svo var það meðala- flaskan, sem hafði verið þurrk- að af. Og morðinginn sem hafði verið með hanska á höndun- um.. .Hvaða hanzka? Og hvað hafði orðið af þeim? Þá datt mér allt f einu f hug hvort það hefði verið skynsamlega gert af Anders Löving að tala svona opinskátt í allra viðurvist um það sem sérfræðingarnir höfðu komist á snoðir um, en sekúndu sfðar gerði ég mér grein fyrir að enda þótt morðinginn hefði verið á meðal okkar voru upp- lýsingarnar um vatnsglasið scm hafði verið þvegið og um fingraförin sem vantaði ekki neitt fréttnæmt fyrir HANN. Eða kannski HANA? En það leið ekki á löngu unz hugsanr mfnar urðu enn tætingslegri, ég hætti að velta þessu fyrir mér og naut kyrrð- arinnar og fegurðarinnar um- hverfis mig. Ég gekk eftir mjó-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.