Morgunblaðið - 22.02.1977, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRUAR 1977
41
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL. 10 — 11
. FRÁ MÁNUDEGI
nt !w (/JAmtVí''att'u n
áður en sorpið fer í mulningsvél-
arnar.
Eða væri kannski betra að
flytja eingöngu næringarmikla
gróðurmold f beðin hér í borg og
örlítið af húsdýraáburði eða fram-
leiddum áburði þótt það sé eitt-
hvað dýrara? Það er slæmt að
sóða út höíuðborg okkar um leið
og við þykjumst vera að fegra
hana og bæta. Stuðlum að aukinni
umhverfisvernd.
Með þökk fyrir birtinguna.
Einar Yngvi Magnússon.*1
Það fer ekki hjá því að manni
verði hugsað til vorsins við lestur
þessa bréfs, ekki sízt þegar þetta
mál er til umræðu, þar sem þetta
er eitt af hinum sígildu vorverk-
um sem við höfuðborgarbúar
missum aldrei af þótt við gjarnan
vildum, því þessi umrædda lykt
fer varla framhjá neinum.
% Veröugt
umhugsunarefni
„Fimmtudaginn 17. febr. var
flutt i Ríkisútvarpinu leikrit eftir
ungan mann, örn Bjarnason. Ég
vil ekki láta hjá líða að þakka
honum fyrir leikritið og ríkisút-
varpinu fyrir flutning þess. Það
flutti okkur verðugt umhugsunar-
efni.
Dagblaðið þann dag eyddi aftur
á móti heilli sfðu, bls. 2, undir
efni sem ég tel ekki neinu blaði til
sóma. Vita ekki þessir veslings
menn hver reynsla annarra þjóða
er af áfengu öli?
I skýrslum frá Finnlandi segir
að þegar sala öls hafi verið leyfð
þar f rúm 2 ár hafi ofbeldisglæp-
um og árásum fjölgað um 51% og
hinum alvarlegustu þeirra glæpa,
morðunum, um 61%. I Svfþjóð
var leyfð sala milliöls árið 1965.
Þeir héldu það myndi draga úr
neyzlu sterkra drykkja. Reynslan
varð allt önnur, svo sala þess
verður bönnuð frá júlfmánuði
1977. Hvað svo með öllandið Dan-
mörku? Þar eykst neyzla sterkra
drykkja jafnt og þétt. Þar er öl-
drykkja vandamál á vinnustöð-
um, f skólum, ofneysla bjórs er
þar algeng meðal barna og of-
drykkja skólabarna stórfellt
vandamál. Og svo eru til ábyrgir
menn uppi á íslandi sem vilja
kalla þennan ófögnuð yfir okkur.
Á Sólnes einhverra hagsmuna að
gæta? Hann hlýtur að vera skyn-
samari en frumvarp hans bendir •
til. Ég skora á hann að draga
breytingartillögu sfna til baka.
íslenzkar konur, takið nú hönd-
um saman og mótmælið bjórfrum-
varpinu, ef ekki ykkar vegna, þá
vegna barna ykkar.
Sigrún Sturludóttir."
Þessir hringdu . .
% Hægfara
hraðbréf
Ein sem fær stundum hraðbréf:
— Það hefur komið fyrir í
nokkur skipti að undanförnu að
ég hef fengið hraðbréf erlendis
frá og er það f sjálfu sér ekki f
frásögur færandí. Ég bý f Reykja-
vík og f hverfinu, sem ég bý f er
borinn út póstur á morgnana. Yf-
irleitt er hann kominn heim um
kl. 10. En í þau skipti sem ég hef
fengið hraðbréf bregður svo við
að sá póstur kemur ekki fyrr en
um og eftir hádegi.
Þetta finnst mér undarlegt, þvf
nú er pósturinn oft flokkaður á
morgnana, áður en póstburðar-
fólkið fer út, þannig að varla ætti
það að vera seinlegra að flokka
hraðbréfin. Og tæpast eru þau svo
mörg að flokkun þeirra taki meiri
tfma en venjulegra bréfa.
Manni verður því hugsað sem
svo hvort ekki sé eitthvað ábóta-
vant í skipulagningu dreifingar
hraðbréfa hér á höfuðborgar-
svæðinu. Það væri í þessum tilvik-
um nær að senda hraðbréfin með
þeim „venjulega“ pósti, sem kem-
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á heimsmeistaramóti stúdenta
1976, sem haldið var f Caracas í
Venezúela í ágúst, kom þessi
stað'a upp i skák Rigan, sem hafði
hvftt og átti leik, gegn Diaz:
15. Hxb7! Hd8, (Eftir 15.. Bxb7,
16. Da4+ — Kd8,17. Bxb7 — Hb8,
18. Hdl+ verður svartur mát.) 16.
Db3! — Bxb7 (Svartur átti engra
kosta völ. T.d. 16. . .Dc5, 17. Be3),
17. Dxc3 — Bxe4,18. Bg5 og svart-
ur gafst upp. Sigurvegari á mót-
inu varð sveit Sovétríkjanna,
næstir komu Bandaríkjamenn og
í þriðja sæti varð sveit Kúbu. ís-
lenzka sveitin á mótinu lenti í 12.
sæti, en sveitir frá 21 þjóð tóku
þátt f mótinu.
ur alltaf klukkan 10 á morgnana.
Það væri þvf gaman að spyrja
póstfróða menn hvort of fáir séu í
útburði hraðbréfa — eða hvort
þau sitji hreinlega á einhvern
hátt á hakanum — hvort skorti
eitthvað á skipulagningu dreif-
ingarinnar eða hverju þetta yfir-
leitt sætir. Þetta er annars ekkert
stórmál, en mér finnst það undar-
legt þar sem það hefur komið
fyrir oftar en einu sinni.
HÖGNI HREKKVÍSI
V*
1 s
Fleira til greiðslutryggingarinnar?
Margar góðar gjafir
til Hallgrímskirkju
BYGGINGARFRAMKVÆMDUM
við Hallgrfmskirkju hefur miðað
vel áfram f góðviðrinu f vetur
segir f fréttatilkynningu frá
kirkjunni. Á ártfðardegi
Hallgrfms Péturssonar 27. okt. s.l.
var steyptur áfangi ofan á kór
kirkjunnar og 25. jan. s.l. var
steypt ofan á stuðla-gaflinn milli
kórs og skips og sfðan hefur í
góða veðrinu verið hægt að halda
áfram mótasmfði þar uppi. Góðar
horfur munu vera á þvf að bygg-
ingu kirkjunnar miði vel áfram á
næstunni.
Kirkjunni hafa borizt góðar
gjafir að undanförnu. Góðvinur
hennar, sem ekki vill láta nafns
sfns getið, sendi í annað sinn pen-
ingagjöf að upphæð 500 þúsund
kr. Þá hefur fr. Guðfinna Skag-
fjörð, Snorrabraut 42 Reykjavík,
sent kirkjunni 100 þús. kr. sem
100 ára minningargjöf um Sigurð
Skagfjörð húsasmíðameistara og
fyrri konu hans Sigríði Guðrúnu
Halldórsdóttur. Annar hollvinur
kirkjunnar, sem ekki vill láta
nafns síns getið sendi kr. 100 þús.
með blessunaróskum og þ. 11.
þ.m. afhenti Ásbjörn Ólafsson
stórkaupmaður í Reykjavík gjöf
að upphæð 1 millj. kr. í minningu
foreldra sinna, Vigdisar Ketils-
dóttur frá Kotvogi i Höfnum og
Ólafs Ásbjarnarsonar frá Innri
Njarðvík. Gjöfin skal notuð til að
kosta gerð skírnarfonts
Hallgrímskirkju þegar þar að
kemur. Fjölmargar aðrar góðar
gjafir og áheit hafa kirkjunni
einnig borizt að undanförnu, sem
allar hjálpa til og flýta fyrir
kirkjubyggingunni, segir í lok
fréttatilkynningarinnar.
Dórothea Ólafsdóttir
— Afmæliskveðja
Sjötug er í dag frú Dórothea
Ólafsdóttir, Skúlagötu 76. Fyrir
tuttugu og fimm árum síðan
hlotnaðist okkur sú mikla ánægja
að kynnast Dórotheu eða Doddu
eins og hún er ávallt kölluð, og
hefur ekkert skyggt á þá vináttu
okkar öll þessi ár. Dodda er glæsi-
leg og tíguleg kona, hún er ekki
aðeins glæsileg í útliti heldur hef-
ur hún til að bera flesta þá kosti
sem ein kona getur haft, gott
hjartalag og glaðlyndi e'ru ein-
kenni Doddu. Þó oft hafi á móti
blásið, þá hefur hennar góða og
glaða lund jafnan verið öðrum til
uppörvunar enda alltaf fyrst
hugsað um að styðja og styrkja
aðra.
Ávallt stendur hið hlýja og vist-
lega heimili hennar opið fyrir
ættingjum og vinum, jafnt ungum
sem gömlum, enda gestrisni mikil
og ekki spillir húsbóndinn neinu
þar um. Það er ávallt gaman að
koma í heimsókn til þeirra hjóna,
þiggja kaffi og brúna (því enginn
getur bakað brúna eins og
Dodda) og spjalla saman og heyra
hinn dillandi hlátur húsmóður-
innar, þá er gleði, og þaðan er líka
farið léttari \ lund en komið var.
Heimilið ber þess merki að þar er
mikil húsmóðir sem áldrei fellur
verk úr hendi enda sýnir það
handavinnan sem hún hefur unn-
ið um dagana af vandvirkni og
smekkvísi og það eru ekki svo fá
heimilin sem hafa notið þess að fá
að gjöf handavinnu frá Doddu.
Það er erfitt að trúa því að hún
Dodda okkar hafi sjötlu ár að
baki, svo ungleg er hún, en af því
að kirkjubækur segja það þá verð-
um við að trúa því.
Dodda giftist 9. maí 1930 Gunn-
ari Jónassyni sem starfaði mörg
ár í Vélsmiðjunni Héðni. Þau
eignuðust fjögur börn, en urðu
fyrir þeirri sorg að missa elsta son
sinn á besta aldri, tveir synir eru
giftir og búsettir hér, og dóttir
þeirra er gift og búsett erlendis.
Við óskum Doddu innilega til
hamingju með þennan merkisdag
og biðjum henni og fjölskyldu
hennar alirar blessunar um ókom-
in ár. Dórothea verður I dag stödd
á heimili sonar slns og tengda-
dóttur að Smáraflöt 46, Garðabæ.
Tvær vinkonur.