Morgunblaðið - 22.02.1977, Síða 44
f
ak;lysin(;asimi\n er:
22480
BlorflimbTntiivi
ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1977
Góð færð
GÓÐ færð var um mest allt
land f gær nema á helztu fjall-
vegum á Vestfjörðum, á Norð-
austurlandi og á fjallvegum
austanlands. A Vestfjörðum
var vfðast hvar fært innan
f jarða, góð færð um allt vestan-
vert Norðurland og þá bæði til
Siglufjarðar og til Ólafsfjarðar
um Múlann. Cr Eyjafirði var
fært austur á bóginn um Dals-
mynni. Þegar komið er austur
fyrir Tjörnes fer þó færð að
þyngjast en engu að sfður mun
stórum bflum fært út frá Þórs-
höfn til Vopnafjarðar. Á Aust-
fjörðum eru flestir fjallvegir
ófærir en fært var suður með
fjörðunum og yfir Lónsheiði til
Suðurlands.
Meðfylgjandi mynd er frá þvf
er Lónsheiði var mokuð á dög-
unum. (Ljósm. Hermann
Stefánsson).
M jög góður afli
fæst í flottroll
á Kögurgrunni
Afbragðs línuafli
Vestfjarðabáta
SKUTTOGÁRARNIR hafa fengið
mjög góðan afla f flottroll undan
Vestfjörðum undanfarna daga, að
sögn Jóns Páls Halldórssonar,
framkvæmdastjóra á Isafirði.
Fiskurinn, sem togararnir hafa
fengið, er stór og fallegur. I gær
voru allir Vestfjarðatogararnir að
tveimur undanskildum að landa
afla sfnum, en þeir voru með
120—170 tonn eftir 4—7 daga
veiðiferðir. Er geysimikið að gera
f frystihúsunum á Vestfjörðum
þessar mundir, að sögn Jóns Páls.
Það var um miðja síðustu viku
að togararnir fóru að fiska svona
vel á Kögurgrunni, um 60 mílur
frá landi. Er nú fjöldinn allur af
skipum á þessum slóðum og nota
þeir flottroll enda varla hægt að
nota botnvörpu á þessum slóðum.
Sem fyrr segir hafa togararnir
fengið mjög fallegan fisk, aðal-
lega þorsk í flottrollið, og sagði
Jón Páll að stór hluti aflans væri
hrygningarfiskur.
Þá hafa línubátar frá Vestfjörð-
um einnig aflað mjög vel að
undanförnu. Hafa þeir verið með
7—11 lestir í róðri af afbragðs
góðum fiski. Hefur aflinn verið
mjög lítið steinbftsborinn, en nú
fer sá timi f hönd á Vestfjörðum,
þegar mikið aflast af steinbít.
99
Stefnir í metvertíð”
segir formadur Loðnunefndar — Aflinn í gær 15,250 lestir
SlÐASTI sólarhr-ingur var sá
næst bezti á loðnuvertfðinni.
Samtals tilkynnti 41 bátur afla til
loðnunefndar frá miðnætti f
fyrrinótt til klukkan 23 f gær-
kvöldi og var afli þeirra samtals
15,250 lestir. Vitað var um fleiri
báta sem voru að fá afla, t.d.
Albert, Flosa og ef til vill Loft
Baldvinsson. Er heildaraflinn á
vertfðinni þá orðinn tæpar 300
þúsund lestir. „Það stefnir f met-
vertfð", sagði Gylfi Þórðarson,
formaður Loðnunefndarinnar, f
samtali við Morgunblaðið f gær-
kvöldi. Árið 1974 var metvertfð
en þá komu á land 462 þúsund
lestir, en að öilu óbreyttu bjóst
Gylfi við þvf að aflinn á þessri
vertfð færi yfir 500 þúsund lestir.
í gær var fremsta loðnugangan
komin að Skaftárós og voru
bátarnir þar 'á veiðum. Þeir
dreifðust með aflann á margar
hafnir, allt frá Seyðisfirði vestur
til Akraness. Að sögn Gylfa
Þórðarsonar hefur loðnuvertíðin
gengið mjög vel að þessu sinni.
Veður hefur verið hagstætt og
aflinn dreifzt, þannig að bátarnir
hafa sjaldan þurft að bíða lengi
eftir löndun. „Það hafa engin
vandræði verið og þessi vertíð
hefur gengið bezt af þeim sem
Loðnunefndin hefur haft afskipti
af,“ sagði Gylfi. Hæstu bátarnir
eru nú Guðmundur RE með
11,700 lestir, Börkur NK með
11,500 lestir, Sigurður RE með
11,000 lestir og Grindvíkingur GK
með 9,700 lestir.
41 bátur hafði tilkynnt Loðnu-
nefnd afla frá miðnætti í fyrri-
nótt til klukkan 23 í gærkvöldi,
samtals 15,250 lestir:
Sæberg SU 260, Hringur VE 100, Klængur
ÁR 200, Glófaxi VE 70, Flfill GK 540, Faxl
GK 80, Asberg RE 380. Gullberg VE 580,
Gunnar Jónsson VE 300, Siguróur RE 1300,
BJarni Ólafsson AK 510, Steinunn SF 100,
Freyja RE 240, Skfmir AK 420, Steinunn RE
175, Skarðsvfk SH 400, Hilmir SU 530, Kap II
Framhald á bls. 42.
Norglobal
væri búinn
að bræða
um 40 þús-
und lestir
—NORGLOBAL hefði
líklega verið búinn að
bræða um 40 þúsund
tonn af loðnu ef hann
hefði fengizt hingað til
íslands á vertíðina,
sagði Gylfi Þðrðarson,
formaður Loðnunefnd-
ar, f samtali við Morgun-
blaðið í gær.
Eins og kom fram á
sínum tíma, Vildu Norð-
menn ekki leigja skipið
að þessu sinni og er það
nú við Noregsstrendur
og bræðir þar loðnu. Að
sögn Gylfa er afkasta-
geta skipsins 13—1400
lestir á sólarhring, og
mánaðarafköstin því um
40 þúsund lestir.
Austur-þýzka endur-
skoðunin endursend-
ir bréf frá íslandi
Bréfið átti að fara til austur-
þýzka skáldsins Reiners Kunze
JÓHANN Hjálmarsson, skáld,
sem m.a. hefur þýtt ljóð austur-
þýzka skáldsins Reiner Kunze,
sendi honum hinn 30. desem-
ber sfðastliðinn ábyrgðarbréf
með nokkrum úrklippum úr
Morgunblaðinu, þar sem fjall-
að er um Kunze og list hans.
Einnig er f greinunum fjallað
um þær þrengingar, sem hann
hefur þurft að ganga f gegnum
vegna aðgerða austur-þýzkra
stjórnvalda gegn honum.
Jóhann hefur nú fengið bréfið
endursent. Það hefur verið opn-
að af austur-þýzkum stjórn-
völdum og Ifmt aftur með lfm-
bandi. Framan á umslagið er
Ifmdur miði, sem númeraður er
A 019219, en á honum stendur:
„Endursendið! Innihaldið brýt-
ur gegn grein 1.1.1. á lista yfir
Reiner Kuuze
„Bannaða hluti“: Á miðann er
jafnframt skrifað 28.1. Utan-
áskriftin til Reiner Kunze er
yfirstrikuð á umslaginu, en
nafn hans er eitt ekki yfirstrik-
að.
í nóvember síðastliðnum var
Kunze rekinn úr austur-þýzku
rithöfundasamtökunum að því
er talið er fyrir bók sfna Die
Wunderbaren Jahre, sem fjall-
ar einkum um austurþýzk og
tékknesk efni í stutt im þáttum.
Fjallar Kunze þar m.a. um þíð-
una í Tékkóslóvakíu á valda-
tfma Alexanders Dubceks. Hef-
ur Kunze yfirleitt haft talsvert
mikil samskipti við tékkneska
rithöfunda, þýtt verk þeirra á
þýzku og ritað um þá. Hann er
kvæntur tékkneskri konu. Þótt
þetta efni hafi verið Kunze
hugleikið hefur hann aldrei
tekið ákveðna afstöðu gegn
stjórnvöldum i Austur-
Þýzkalandi, nema að því leyti,
sem menn hafa þótzt lesa úr
verkum hans. Hefur hann
UMSLAGID upp rifið með miðanum frá ritskoðuninni austur-
þýzku, þar sem segir að innihaldið brjóti í bága við austur-þýzk
lög og úrklippur úr Morgunblaðinu séu á lista yfir bannaða hluti.
aldrei tjáð sig opinskátt um
ástandið í heimalandi sínu, en
menn hafa sagt hann tali undir
rós — eins og sagt er.
Samkvæmt upplýsingum
jóhanns Hjálmarssonar hefur
hann staðið f talsverðum bréfa-
skriftum við Kunze og hafa
sendingar hans jafnan komizt
til skila. Bréfaskiptin hafa
ávallt farið fram i ábyrgðar-
pósti, því að með því móti geta
bréf ekki týnzt og komizt þau
ekki til viðtakanda verður að
endursenda þau. Síðasta
kveðja, sern Jóhann fékk frá
Kunze, barst 22. desember og
var jólakveðja og staðfesti hún
m.a. að Kunze hafði fengið
sendingar frá Jóhanni, sem áð-
ur höfðu verið sendar.
Reiner Kunze er eitt af
þekktustu skáldum Austur-
Þýzkalands. I nóvember síðast-
liónum var honum vikið úr
austur-þýzku rithöfundasam-
tökunum, að því er talið er fyrir
áð irnefnda bók, „Hin dásam-
Framhald á bls. 42.