Morgunblaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR OG LESBÓK 63. tbl. 64. árg. LAUGARDAGUR 19. MARZ 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. VANTRAUST Á BREZKU STJÓRNINA Lundúnum — 18. marz — Reuter. MARGARET Thatcher, formaður brezka fhaldsflokksins, lagði fram vantrauststillögu á stjórn Callaghans f dag, og bregður til beggja vona hvort stjórnin stend- ur þessa hríð af sér eða hvort stjórnarandstöðuflokkarnir sam- einast um að greiða tillögunni atkvæði á miðvikudaginn kemur. Verkamannaflokkurinn hefur nú 314 þingmenn en andstöðu- flokkarnir samtals 315. Þar af eru 278 þingmenn thaldsfiokksins. Vantrauststillagan kemur í kjölfar þess að í gær var felld án umræðna tillaga stjórnarinnar um niðurskurð rikisútgjalda í samræmi við skilyrði Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins fyrir 3.9 mill- jarða dala láni fyrir skömmu. Mikil spenna ríkti í brezka þinginu i dag, og sögðu sumir að þar yrði nú vart kosningaskjálfta. Þinglið Verkamannaflokksins hefur þegar hafið atkvæðaveiðar, og er helzt talið að stuðnings sé að vænta meðal 10 þing- manna frá Norður-lrlandi eða þingmanna Frjálslynda flokksins, sem eru 13 að tölu. í kvöld var haft eftir áreiðanlegum heimild- um að viðræður milli Verka- mannaflokksins og Frjálslynda flokksins hefðu farið fram bak við tjöldin, og almennt er talið að Frjálslyndi flokkurinn vilji koma i veg fyrir kosningar nú, þar sem hann hefur yfirleitt tapað fylgi i aukakosningum að undanförnu eins og Verkamannaflokkurinn. Frakkar auka hern- aðaraðstoð við Zaire Kinsíiasa — 18. marz — AP. Reuter FRAKKAR hafa ákveðið að auka hernaðaraðstoð við Zaire vegna tilmæla stjórnarinnar i Kinshasa. Fulltrúi franska utanrfkisráðu- neytisins skýrði frá þessu f dag og sagði, að á næstu dögum yrðu send skotfæri og eldflaugar, en hann vfsaði á bug fregnum um að hernaðarlegir ráðgjafar væru þegar komnir til Zaire. Svo virðist sem hlé hafi orðið á sókn innrásarhersins frá Angóla, sem sótt hefur fram um 300 klló- metra leið á einni viku. Yf irvöld f Zaire segja, að fregnir um að Kol- wesi, sem er miðstöð kopar- vinnslu, hafi fallið f hendur inn- rásarliðsins, hafi ekki við rök að styðjast og ber flestum heimild- um saman um að það sé enn í 150 kflómetra f jarlægð þaðan. Þá var haft eftir opinberum heimildum í Brtissel I dag, að enn virtist allt með kyrrum kjörum í Kolwesi, en ástandið væri ótryggt, og enn lægju ekki fyrir áreiðan- legar heimildir um bardaga i Shaba, sem áður hét Katanga. Óljósar fregnir hafa borizt af bar- dögum þar og á að hafa orðið mikið mannfall I her Zaire, en yfirvöld visa á bug þeim fregnum. Bandariska utanrikisráðuneyt- ið sagði í dag, að stjórnin í Angóla Framhaldábls22. Nýtt hlerunarmál í V-Þýzkalandi Bonn — 18. marz — Reuter NVí'l' hlerunarmál er komið upp f Vestur-Þýzkalandi, og er skrifstofu- stjóri Helmut Schmidts kanslara sakaður um að bera ábyrgð á málinu, sem leitt getur til þess að hefja verði að nýju réttarhöld f morðmáli Baader—Meinhof-hópsins, sem þegar haf a staðið f tvö ár. Málavextir eru þeir, að f gær staðfesti Traugott Bender, dómsmála- ráðherra f Baden-Wurtenberg, að hleruð hefðu veTÍð samtöl sakborn- inga f Baader—Meinhofmálinu við verjendur þeirra en til þess hefði borið brýna nauðsyn til að koma I veg fyrir árás hryðjuverkamanna. Hefði markmiðið með árásinni fyrirhuguðu verið að fá lausa sakborn- ingana þrjá. Hleranir af þessu tagi brjóta í bága við lög, og eru viðurlög allt að fimm ára fangelsi. Fulltrúar þriggja helztu stjörn- málaflokkanna I V-Þýzkalandi voru þegar kallaðir til Bonn þegar staðfesting dómsmálaráðherrans í Baden-Wurtenberg lá fyrir í gær, og til marks um hversu alvarlegs eðlis málið er sneri utanrikisráð- herra stjórnarinnar, Hans Dietrich Genscher, þegar heim á leið, en hann hefur verið i opin- berri heimsókn á Spáni. Fulltrúi Schmidts kanslara sagði í dag, að hleranirnar hefðu verið samþykktar eftir ofbeldis- öldu, sem kom i kjölf ar brottnáms stjórnmálamanns í Berlín og árás- arinnar á v-þýzka sendiráðið i Stokkhólmi. Þá hefur forsætisráð- herra Bande-Wurtenbergs, Hans Filbinger, sagt að ákvörðun um hleranir þessar hafi verið neyðar- úrræði, sem gripið hefði verið til í almannaþágu. Sakborningarnir þrír, Gudrun Ensslin, Jan-Carl Raspe og Andreas Baader, eru i fangelsi í Stuttgart, og er fyllsta öryggis gætt við gæzlu þeirra. Þau eru ákærð fyrir þrjú morð að yfir- lögðu ráði, sex sprengjutilræði, sem urðu samtals fimm manns að bana og þar sem 54 særðust, auk sex bankarána. Jimmy Carter ávarpar fastafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum f fyrrakvöld. Hann fjallaði mjög um mannréttindamál f ræðu sinni, og f fréttum frá Sameinuðu þjóðunum f gær sagði, að greinilega hefði hún mælzt vel fyrir meðal fastafulltrúanna og væri almennt litið svo á að orð forsetans væru upphafið að nýju tfmabili f samskiptum Sameinuðu þjóðanna og stjórnarinnar ( Washington. 200 myrtir í hefnd- arskyni í Líbanon Beirut — 18. marz — AP — NTB. MÖRG hundruð kristnir Líbanir lokuðu i dag aðaldyrum forsetahallarinnar í Líbanon til að leggja áherzlu á kröfu sína um vernd vegna hefndarráðstafana eftir morðið á Kamal Jumblatt, leiðtoga vinstri manna. Fjölgað hefur verið um 4 þúsund manns í sýrlenzku friðargæzlusveitunum í fjallahéruðunum þar sem flestir hafa verið myrtir síðustu daga, en í dag var haft eftir opinberum heimildum, að þeir væru yfir 200 talsins. Þar af voru 30 myrtir í þorpinu Barouk, flest konur og börn. Kyrrð var komin á að mestu í fjallahéruðunum í dag, en þar rikti þó mikil spenna. Snemma í morgun heyrðust vélbyssuskot- hríð og sprengingar í Beirút, en er líða tók á daginn var ástandið að komast f eðlilegt horf. Sýr- Bráðabirgðasamningur EBE og Færeyinga: Fá að veiða 1.250 tonn við Færeyjar til 30. apríl lenzku friðargæzlusveitirnar hafa hert á eftirliti í borginni í dag og þar hefur verið unnið að þvi að rýðja burt vegatálmunum, sem stuðningsmenn Jumblatts höfðu komið fyrir. Haft var eftir málsvara krist- inna hægri manna í dag, að um 7 þúsund manns hefðu flúið heimili sín í þorpum i nánd við heimili Jumblatts af ótta við hefndarað- gerðir. Frá fréttaritara Mbl. I l'æiryjum, Jögvan Arge. LÖGÞING Færeyja samþykkti I gær tillögu landst jórnarinnar um veiðiheimildir til handa fiski- skipum frá aðildarrfkjum Efna- hagsbandalagsins. Samkomulagið gildir frá 22. marz til 30. aprfl n.k. og kveður á um að EBE- þjóðunum skuli heimilt að veiða 1.250 tonn af þorski og ýsu innan 200 mflna fiskveiðilögsögu Fær- eyinga. Samkomulagið er f sam- ræmi við rammasamning þann, sem Færeyingar og EBE undirrit- uðu fyrr f vikunni, en samkvæmt Handtökur í Leningrad Leningrad — 18. rnarc — NTB. ÞRÍR andófsmenn hafa verið handteknir f Leningrad, að þvf er haft er eftir áreiðanlegum heimildum. Þar á meðal er Vladimir Borisov, sem sleppt var af geðsjúkrahúsi hinn 4. þessa mánaðar. Þá voru handteknar skáld- konan Julia Vosnesenskaja og Natalia Kazarinova, sem er í Helsinki-nefndinni svokölluðu. Kazarinovu hefur verið sleppt, en hún verður kölluð til yfir- heyrslu innan skamms. Vosnesenskaja var handtekin eftir að yfirvöldum hafði borizt vitneskja um að hún dveldist i Leningrad enda þótt hún hefði verið dæmd til fimm ára Siberíuvistar í desember s.I. fyrir að ófrægja Sovétríkin. honum eiga að fara fram viðræð- ur á næstunni þar sem stefnt verður að því að koma á samning- um til frambúðar. Samkomulagið kveður á um frekari takmörkun veiðisvæða en verið hefur i gildi að undanförnu, en umsamið aflamagn bráða- birgðasamkomulagsins er 60 af hundraði heildarafla EBE- þjóðanna við Færeyjar fyrstu fjóra mánuði ársins 1976, að frá- dregnu þvi sem veitt hefur verið frá áramótum. Tillaga landsstjórnarinnar var samþykkt með 22 atkvæðum af 26. Erlendur Patursson greiddi atkvæði gegn tillögunni, en hinir voru annaðhvort fjarverandi eða sátu hjá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.