Morgunblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1977 13 Vísindi og menningar- sjúkdómar Konrad Lorenz: DAUÐASYNDIR MANNKYNS. Vilborg Auður tsleifsdóttir þýddi. Almenna bókafélagið 1977. Það verður að segja um Dauðasyndir mannkyns eftir Konrad Lorenz að þrátt fyrir margar góðar ábendingar höf- undarins er bókin hálfvand- ræðaleg. I formála sem skrifaður er 1972 (bókin kom fyrst út 1973, en var upphaflega útvarpser- indi) neyðist Lorenz til dæmis að leiðrétta ýmislegt i bókinni, m.a. vafasamar fullyrðingar. Lorenz skrifar: „Maðurinn, sem auðsýnilega var þeirrar skoðun- ar, að hann prédikaði aleinn i eyðimörkinni, talaði, eins og siðar kom í ljós, fyrir fjölmörg- um skilningsríkum eyrum". Þetta gildir ekki síst um skiln- ing manna á vistfræði og vern- dun umhverfis sem hefur auk- ist mikið á síðustu árum. Bók Lorenz er því að töluverðu leyti upprifjun þess sem flestir skyn- bærir menn viðurkenna. Segja má að það sé aldrei endurtekið of oft, en það sem máli skiptir er að menn vinni gegn þeirri eyðingu sem „kapphlaup mannsins við sjálfan sig“ getur komið til leiðar. Konrad Lorenz tekst kannski best að lýsa eftirsókn manna eftir hégóma. Fatatískan mótar menn. Þörf fyrir einkennisbún- inga kemur fram með ýmsum hætti. Menn vilja eiga finni bil en nágranninn. Menn eru hræddir við að vera ekki með á nótunum og tileinka sér þess vegna skoðanir frægra vísinda- manna. Auglýsingarnar stjórna fólki í æ rikara mæli. Þannig mætti lengi telja. Oll þessi gagnrýni Lorenz hefur við rök að styðjast, en víða verður vart tvískinnungs hjá honum. Stundum hvetur hann til frjáls- lyndis, stundum er hann ekki annað en leiðinlegur vandlæt- ari af gamla skólanum. Það vekur athygli að Lorenz telur að kjarnokurvlgbúnaður mannkyi^þns valdi hættu sem auðveldara sé að varast en eftirfarandi sjö dauðasyndir: offjölgun, umhverfiseyðingu, kapphlaup mannsins við sjálf- an sig, útkulnun tilfinninga, hrörnun erfða, hefðarof og inn- rætingu. Þetta vantraust á mannkynið er að nokkru hrakið i formála bókarinnar þar sem meiri bjartsýni gætir en í ein- stökum köflum hennar. Á einum stað sýnir Lorenz fram á að sjálf vísindin verða Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON ómannúðleg vegna þess að vís- indamenn eru börn sins tíma og haldnir sömu menningarsjúk- dómum og almenningur. Bók hans er öðrum þræði ritdeila við vísindamenn sem ekki eru sama sinnis og hann. Sú um- ræða er heiðarleg vegna þess að Lorenz gerir sér far um að skýra kenningar þeirra um leið og hann snýst gegn þeim. Eng- inn sem Iesið hefur bók Lorenz Talað við dýrin efast um að hann er merkur visindamaður. Ekki síst þess vegna ber að gefa varnaðarorðum hans gaum. En sem betur fer hefur fjöldi fólks fallist á þann rökstuðning sm veigamestur er i Dauðasyndum mannkyns. Af þeim sökum er islensk útgáfa bókarinnar seint á ferðinni. mynd Konrad Lorenz Smóvörur til heimilisnota Skrúfur, boltar, rær, krókar, naglar í smápökkum. Einstaklega handhægt og þægilegt. Eitt af því, sem þarf að vera til á hverju heimili. Fást í öllum byggingavöruverzlunum og einnig á bensínstöðvum. Matvöruverzlun í fullum rekstri til sölu á góðum stað í bænum. Mánaðarvelta ca 8 millj. Mjólkurvörur. Þeir, sem óska frekari uppl. leggi inn tilboð til Mbl. fyrir 26. þ.m. merkt: Matvöruverzlun — 2272. Urvalsferó tilMallorca fyriir 46þúsund krónur , í c Nú getur þú líka valið stutta ferð til Mallorca. 5, 7, 9, 10, 1 2 eða 1 5 daga Úrvalsferð fyrir ótrúlega gott verð. Stuttar úrvalsferðir: 5 daga ferð verð frá kr: 7 " " „ " " 9 ................... 10 ................... 12 ...................... 15 ................... 48.000- 46.000- 50 000 - 53.000,- 59.000,- 59.000 - Þetta eru ferðir, sem allir geta ráðið við. Stuttar ferðir — lítið verð! FERÐASKFUFSTOFAN URVAL Eimskipafélagshusinu simi 26900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.