Morgunblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1977 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MANUDEGI fljúga hér innanlands. Rökin eru kannski þau að fremra skilrúmið sé færanlegt og staðsetning þess fari eftir því hvað fraktin er mik- il, en ég held að það megi bara hafa laus spjöld, sem sett eru við nokkur fremstu sætin og merkt þeim sem ekki reykja, eins og gert er í millilandavélunum og færa spjöldin aftar ef stækka þarf vöruflutningarýmið. Ef skýring er til á þessari ráðstöfun þá væri fróðlegt að heyra hana og sjá, því eins og menn sjálfsagt vita og hafa tekið eftir þá eru kröfur andreykingamanna sífellt að verða meiri og meiri og þeir vilja heyra skýringar á þessu eins og öðru sem snertir reykingar. Með vonum um skýringar og þakklæti fyrir annars góð sam- skipti við Flugleiðir h.f. Flugfarþegl." Það er rétt að það munar ekki miklu hvort bannað er að reykja hægra eða vinstra megin í flug- vélunum og sennilega er það ekki svo fráleit uppástunga að skipta farþegarýminu öðru visi milli reykingamanna og andreykinga- manna. f) „Far vel Bakkus“ „Halló Velvakandi — Ég veit að margir lesa þig. Má ég benda á viðtal í „Vikunni" i dag, 17. marz, við þrjá alkóhólista, fyrrverandi, „Far vel Bakkus", þar tala menn um sína reynslu. Þessir hringdu 0 Stórir bílar vid Stóragerði tbúi við Stóragerði: — Mig langar til að greina frá þvi að hér við götuna leggja oft- lega 2 til 3 stórir bílar, sem mikill óþrifnaður stafar af. Það rennur frá þeim aurbleytan og þegar ekið er eða gengið um götuna berst þetta út og jafnvel svo að ekki verður varizt þvi svo auðveldlega að fá þetta inn í húsin. Ég er ekki sú eina sem hef yfir þessu að kvarta, þetta hafa fleiri rætt um og það má lika nefna að hætta getur stafað af þessu, börn- in geta orðið fyrir bilum, sem koma akandi um Smáagerði og ætla inn i Stóragerðið, þvi þeir sjá ekki vel yfir fyrr en þeir eru komnir langt inn á Stóragerðið. Börnin fara þarna um á leið í Hvassaleitisskólann og þeim get- ur vissulega stafað hætta af þessu. Þetta er erfitt vandamál við að glíma, það er kannski ekki hægt að banna mönnunum að leggja þarna, einhvers staðar verða þeir SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á SVÆÐAMÓTINU i Vraca í Búlgaríu 1975 kom þessi staða upp í skák þeirra Neckars frá Tékkóslóvakíu og Guðmundar Sigurjónssonar, stórmeistara, sem hafði svart og átti leik: 1 % m ií 1 i & • £ 4 m A ÉL S 32... Dxel + !, 33. Bxel — Re2+, 34. Kh2 — Rxc3 og svörtum tókst siöar að þvinga frani vinning í skjóli liðsyfirburða sinna. Reynd- ar var Guðmundur mjög óhepp- inn að fá ekki farseðil á milli- svæðamót á þessu móti, þvi að hann var í efsta sæti allt fram i síðustu umferð er hann tapaði óvænt fyrir einum af neðstu mönnum mótsins, hinum aldna ísraelsmanni Czerniak. Það urðu því þeir Matanovic og Gheorghiu sem hrepptu hin eftirsóttu sæti að þessu sinni. að vera, en ég held þó kannski að finna megi annan stað. — Það er rétt sem þessi ibúi við Stóragerði nefnir að það er erfitt að finna þessum stóru bilum stað, á einstaka stað má sjá að gert hefur verið sérstakt bílastæði fyr- ir stóra bila, en sennilega er það einkum í nýjum hverfum. En það hlýtur að vera hægt að gera þær kröfur á hendur bílstjórum þess- ara tækja að þeir gangi þannig frá þeim að ekki stafi öðrum hætta af. HOGNI HREKKVISI 83? SlöeA V/GGA £ 1/lveWW Zaire fer fram á aukna aðstoð Bandaríkjanna Kennarar mættu hafa þessa „Viku“ með í skólann er þeir fræða nemendur um alkóhól. Einnig mættu þeir I Áfengis- varnaráðinu lesa hana og lækna sem ekki hafa kynnzt svona sjúkl- ingum sem setjast kannski upp i miðjum uppskurði og bjóða góðan daginn, eins og einn gerði. Það er kominn tími til að fræða landsins lýð um sjúkdóma, sem falla undir feimnismál. Hér með er „Vikunni" þakkað framlag hennar og í næstu „Viku“ verða lesendur fræddir um kynsjúk- dóma. Sennilega gleymist þessi fræðsla ekki í grunnskólanum — eða hvað? Svava Valdimarsdóttir." Washington — 21. marz — Reuter. STJÓRN Zaire hefur farið þess á leit við Bandarfkjastjórn, að hún auki aðstoðina vegna innrásar Katangamanna frá Angóla, að þvf er skýrt var frá I Washington f dag. Fulltrúi utanrfkisráðuneytis- ins vildi ekki láta uppi hversu mikla aukningu Zaire hefði farið fram á eða f hvaða mynd sú aðstoð væri, sem óskað væri eftir. Bandaríkin urðu við þeirri málaleitan Mobutus Zaire-forseta í siðustu viku að senda yfir milljón dala virði i varahlutum í hergögn, fjarskiptaútbúnaði og læknisgögnum, og hefi varningur- inn þegar verið sendur til Zaire i tvennu lagi. Þessar tvær sending- ar eru hluti af hergagnasöiu Bandaríkjanna til Zaire, sem alls nemur um 30 milljónum dala á þessu ári. Þá hafa Belgar og Frakkar einnig sent hergögn til Zaire. Bandaríkin takmarka birgða- flutninga sína við útbúnað, sem ekki getur „grandað mannslíf- um“, og segja stuðningsmenn Zairestjórnar i Washington að þar gæti mjög þess hugarfars sem ríkjandi hafi verið skömmu síðar eftir Víetnamstríðið þegar her- gagnasala sé annars vegar. 0 Meira um bændabrauðin Húsmóðir við Háaleiti: — Ég er viss um að það má bæta einhverju út í bændabrauð- in til að þau molni ekki svona, og mér fannst svarið frá bakaríinu ekki nógu gott. Það er nú ekki ætlun Velvak- anda að málefni bændabrauðanna verði svo mjög á dagskrá en ef svars við þessu er óskað þá er það velkomið. Til þín ertað hugsa um Áður en þú ákveður hvaöa þak þú ætlar að kaupa, skaltu hugsa aðeins lengra fram í tímann. Mörg þakefni hafa vissa veikleika og ókosti sem fyrr eða síðar mun skapa vandræði og kosta peninga. Það er ekki alltaf best að kaupa það ódýrasta, því það getur orðið það dýrasta þegar frá líður. Ef þú kynnir þér þakefnin nákvæmlega, kemstu að raun um að A/ÞAK, er varanlegt og ódýrast þegar til lengdar lætur, og mun leysa öll þakvandamál í eitt skipti fyrir öll. FULLKOMIÐ KERFI ..TIL SÍÐASTA NAGLA INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7 REYKIAVÍK. SlMI 22000-PÓSTHÓLF 1012 TELEX 2025 SÖLUST|ÓRI: HEIMASÍMI 71400.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.