Morgunblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 32
 al(;lVsin(;asimi\n er: 22480 B1»rö»nl)Ioöiíi MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1977 Fiskveiðasjóður: Lánsumsóknir um smíði á 4 nótaskip- um og 5 togurum UM þessar mundir liggja fyrir lánsumsóknir hjá Fiskveiðasjóði um bvggingu á S skuttogurum og 4 nótaskipum, en að því er Sverrir Júlfusson, forstjóri Fiskveiða- stjóðs, tjáði Morgunblaðinu f gær hefur stjórn sjóðsins enga af- stöðu tekið en til þessara um- sókna. Talið er að hvert nótaskip- anna muni kosta að meðaltali 700 — 800 millj. kr. og skuttogararnir um 700 millj. kr., þannig að ef þessi skipakaup verða heimiluð verður heildarverðmæti skipanna ekki undir 6.3 milljörðum króna. Þá hafa nokkrir aðilar sótt um lán til að láta lengja og byggja yfir skip sín, en á síðasta ári voru fjölmörg skip lengd og yfirbyggð. Einnig munu nokkrir útgerðar- menn hafa áhuga á að láta skipta um vélar í skipum sínum á þessu ári, enda eru vélarnar í mörgum þeim nótaskipum, sem hafa verið Framhald á bls. 18 Einar Sigurðsson út- gerðarmaður lézt 1 gær Í gær lauk heimsókn sænska utanrfkisráðherrans, Karfn Söder og skoðaði hún m.a. Hitaveitu Reykjavfkur. Hér er Jóhannes Zöega hitaveitustjóri, ásamt Karin Söder og fleirum úr fylgdarliði hennar við dælustöð hitaveitunnar á Reykjum. Sjá frétt á bls 16. Ljósm. Friðþjófur. EINAR Sigurðsson útgerðar- maður andaðist f Landakots- spítala í Reykjavík S gærdag. Hann var 71 árs að aldri. Einar Sigurðsson var um margt frum- herji f íslenzkum sjávarútvegi á nútíma vísu og var einn mesti athafnamaður landsins í útgerð og fikiðnaði um áratuga skeið. Einar fæddist að Heiði í Vest- mannaeyjum hinn 7. febrúar 1906, og voru foreldrar hans Sig- urður Sigurfinnsson hreppstjóri og seinni kona hans Guðríður Jónsdóttir. Að loknu prófi frá Verzlunarskóla íslands sneri Einar sér að útgerð og rekstri fikvinnslustöðva, en hann hafði ungur byrjað kaupsýslustörf í Vestmannaeyjum. Einar var búsettur i Eyjum til 1950, en fluttist þá til Reykjavikur, þar sem hann bjó til dauðadags. Einar gegndi mörgum trúnaðar- störfum í þágu samtaka útgerðar- manna og fiskiðnaðarfyrirtækja. Hann var varaformaður stjórnar Sölumiðst. hraðfrystihúsanna. stjórnarformaður skipafélagsins Jökla, átti sæti í stjórn Tryggingarmiðstöðvarinnar, for- maður stjórnar Umbúða- miðstöðvarinnar utn skeið, átti sæti í stjórn Sildar- og fiskimjöls- verksmíðjunnar hf. í Reykjavik og stjórnarformaður Goldwater Seafood Corp. í Bandaríkjunum. Einar lét einnig til sín taka á öðrum sviðum. Hann var vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskjördæmi 1959—63 og átti þá sæti á Alþingi, og var einnig bæjarfulltrúi i Vestmanna- eyjum 1942—50. Þá var hann for- maður Knattspyrnufélags Vest- Framhald á bls. 18 Sr. Bernharður Guðmundsson í Eþíópíu í simtali við Morgunblaðið: Mikil skálmöld ríkjandi en verðum ekki fyrir aðkasti Einar Sigurðsson STARFSMENN útvarpsstöðvar Lútherska heimssambandsins I Addis Abeba f Eþfópfu bfða þess nú eins að fá vegabréfsáritan til að geta yfirgefið landið, og f sfm- tali við Morgunblaðið f gær sagði sr. Bernharður Guðmundsson, sem starfaði við útvarpsstöðina þar til stjórnvöld þjóðnýttu hana á dögunum, að hann vonaðist til að hann og f jölskylda hans fengju vegabréfsáritun f næstu viku. Bernharður sagði, að aðeins örfá- ir útlendingar væru enn f land- inu, enda væri þar gffurleg ólga og skálmöld rfkjandi. Ekki kvað þó Bernharður útlendingana verða fyrir neinu teljandi að- kasti, enda landsmenn uppteknir af skærum innbyrðis. „Það hefur ekkert breytzt varð- andi rekstur útvarpsstöðvarinn- ar,“ sagði sr. Bernharður í samtal- lendu starfsmenn stöðvarinnar fáum eftir sem áður að fara ferða okka um borgina, en hins vegar er okkur ekki leyft að taka á móti neinu utanaðkomandi fólki. Skilst mér, að það stafi af því að stjórn- völd óttist að reynt verði að koma fyrir sprengjum í stöðinni ög þar Framhald á bls. 18 Sr. Bernharður Guðmundsson. inu við Morgunblaðið." Stjórnin hefur hana enn á valdi sínu, og enda þótt útsendingar séu ekki nema tvo tíma á dag núna, þá er strangur hervörður við stöðina allan sólarhringinn. Við hinir út- Skattfrelsi spari- skírteina skilyrt Sérfrædingar telja þó veikan grundvöll til skattlagningar áfallinna verdbóta SEÐLABANKINN hefur aug- lýst útboð verðtryggðra spari- skírteina ríkissjóðs og hafa skfrteinin f auglýsingum verið sögð skattfrjáls og framtals- frjáls og hin sfðari misseri hef- ur verið bætt við „á sama hátt og sparifé“. 1 útboði fyrir nokkrum árum var þetta þó orðað svo, að skfrteinin væru „skattfrjáls og framtalsfrjáls á sama hátt og verið hefur.“ Einnig hefur Seðlabankinn auglýst, að skfrteinin jafngildu fjárfestingu í fasteign. Þá má geta þess, að í skattafrumvarp- inu, sem liggur fyrir Alþingi, er ekki gert ráð fyrir neinum breytingum á skattskyldu sparifjár eða spariskírteina. Ef menn kanna skilgreiningu á skattfrelsi sparifjár í lögum nr. 68 frá 1971, kemur í Ijós að sparifé er skattfrjálst sé því skilyrði fullnægt að viðkom- andi sé skuldlaus. Mega menn skulda jafnvirði hámarksláns frá Húsnæðismálastofnun ríkis- ins til einstaklinga um hver áramót, enda séu skuldirnar fasteignaveðslán, tekin til 10 ára eða lengri tíma og sannan- lega notaðar til þess að afla fasteigna eða endurbæta þær. Hámarkslán frá Húsnæðismala- stofnun er nú 2,7 milljónir króna. Bergur Guðnason, lögfræð- ingur, sem ritað hefur greinar f Morgunblaðið að undanförnu um skattamál benti á þessa annmarka á skattfrelsi ríkis- skuldabréfanna síðastliðinn laugardag. Þar sagði hann: „Það er staðreynd að ríkissjóó- ur hefur undanfarinn áratug hamrað inn í þegnana, að þeir högnuðust bezt á því að kaupa spariskírteini ríkissjóðs í þess- ari óðaverðbólgu. Að þessi sömu skirteini gætu orði tekju- skatt- og eignarskattsstofn, ef aðstæður kaupandans breyttust á eignarhaldstímanum, hefur verið látið kyrrt liggja. M.ö.o. ríkissjóður hefur á lævíslegan hátt „platað“ þegnana til kaup- anna“. Nú hefur verið lagt fyrir Al- þingi frumvarp til nýrra skatta- laga. Það i sjálfu sér breytir engu um þessi atriði frá gild- andi lögum og er sparifé og spariskírteini áfram undanþeg- in framtals- og skattskyldu við ákveðin skilyrði, þ.e. að eigandi þeirra sé skuldlaus. Eina breyt- ingin á meðferð skulda, sem skattalagafrumvarpið gerir ráð fyrir er að skuldastaðan 31. des- ember er ekki lengur lögð til grundvallar um ákvörðun skatt- frelsis sparifjár eða spariskír- teina, heldur vaxtagreiðslur og vaxtagjöld viðkomandi. Er það talinn sanngjarnari mæli- kvarði, þar sem þá er útilokað að menn færi til skuldir um áramót og geti því sýnt betri Framhald á bls. 19 Fingraför tekin af nemendum í heilum skóla FYRIR nokkrum dögum munu fingraför hafa verið tekin af allflestum nemendum f Varmahlfðarskóla f Skagafirði vegna þjófnaðarmáls er þar kom upp. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgun- blaðinu hefur verið látið f té, mun fullur brennivfnskassi hafa horfið úr húsi skammt frá skóianum og fljótlega tók einhverja að gruna að ein- hverjir nemendanna hefðu stolið kassanum. Var þvf ákveðið að taka fingraför af nemendum skólans og var það gert, nema hvað Mbl. hefur verið tjáð að einn nemend- anna muni hafa neitað að láta taka af sér fingraförin og kom- ist upp með. Um það bil er fingrafaratöku var að Ijúka kom brennivfnskassinn f Ijós og hafði ekkert verið hróflað við honum. Morgunblaðið hafði sam- band við Jóhann Salberg Guð- mundsson sýslumann á Sauð- árkróki og neitaði hann að gefa nokkrar upplýsingar um málið, sömuleiðis neitaði skólastjórinn í Varmahlíð að gefa upplýsingar og vfsaði á sýslumann. Enginn sótti um embætti vara- ríkissaksóknara UMSÓKNARFRESTUR um em- bætti vararfkissaksóknara rann út á mánudaginn. Samkvæmt upplýsingum Baldurs Möller, ráðuneytisstjóra f dómsmálaráðu- ncytinu, barst engin umsókn um embættið. Ilaltvarður Einvarðs- son mun gegna embættinu til 1. aprfl n.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.