Morgunblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1977 vtte MORöJN KAFF/NO 'Ö’ ’ir vv\ ’ (0 -—lí'V'i ^itl. Þetta var sannkallartur veizlu- matur hjá þér I daf; elskan mín. — Var hún manna þín hér I <lag? Þa<) er nú hara lirtið heilt ár síðan és eignaðist síðast fíkju- hlað! Um leið og ég þakka yður lækn- ir, fyrir alla hjálpina við svima- köstum föður mins, hað hann mig að skila því til yðar að þér mættuð eiga mig og helming eigna hans! Að fella eða drepa taflmenn BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson BÖRNUM er kennt ungum, að ljótt sé að gabha fólk. En Ifklega höfum við, sem spilum hridge, gleymt þessu. Að minnsta kosti er hlekki — spilamennska einn skemmtilegasti hluti spilsins og oft árangursrfkur. Varnarspilarinn I spili dagsins var vel vakandi og beitti veiðar- færi sín með beitu, sem dugði. Vestur gefur, norður og suður á hættu. Norður S. KG98 H. K9642 T. 5 L. ÁG6 Vestur S. D1063 H. Á3 T. ÁK872 L. 83 Áustur S. 74 II.G875 T. G1094 L. 752 7562 ©FIB COSPER Núna þegar mikið er fjallað um skákiþróttina i fjölmiðlum verður það tilefni bréfaskrifta hjá Sigurgrími i Holti. Þar ræðir hann um orðnotkun þá sem menn viðhafa þegar fjallað er um skák- skýringar: „Ég er ekki skákmaður, samt hef ég gaman af að horfa á skák- menn í sjónvarpi skýra skákir stórmeistaranna. En ég hef raun af orðalagi þeirra flestra. Alltaf er talað um að „drepa“. Nú er manntafl talin göfug íþrótt og skilji ég rétt þá er taflið hugsað sem átök milli tveggja andstæðra herja, þar sem hvítur og svartur konungur tefla fram liði sínu og afleiðingin hlýtur að vera mann- fall. Yfirleitt nota skákskýrendur orðið „drepa“. Þetta orð særir málsmekk minn og hugsun. I íslensku máli er víða rætt um bein átök milli manna sem eru sama eðlis og á skákborði og þá er vafalaust stundum notað orðið að „drepa“ en ég held oftar orðið að „vega“. Ásatrúin talar um að menn „falli" í orrustu. Heyrt hef ég Guðmund rektor Arnlaugsson skýra svo skák að „þarna fórnaði hann manni“ eða „fór í mannakaup". Vilja ekki skákmenn vera svo ljúflyndir að nota orðið „fella" i stað þess að „drepa“ — eða annað mildara orð. Tafl er tómstundaiðja, íþrótt, en ekki hryðjuverkastarfsemi. Því á að fara um það orðum sem hæfa djúpt hugsuðum leik. Sigurgrímur Jónsson." Velvakandi getur vel fallizt á það sjónarmið Sigurgrims, að nota skuli orð sem hæfi iþróttinni en ekki hryðjuverkastarfsemi eins og talað er um i bréfinu, en þetta fer alveg eftir einstakling- um og vera má að Guðmundur Arnlaugsson vandi meira en aðrir orðfæri sitt við skákskýringar, en Velvakandi hefur samt ekki tekið svo mjög eftir þvi. % Reykurinn fer út um allt Flugfarþegi skrifar: „Mér finnst það ekki nógu góð ráðstöfun hjá Flugleiðum i innan- landsfluginu að skipta vélunum eftir endilöngu eftir þvi hvort fólk reykir eða ekki. Það skiptir mjög litlu máli hvort setið er hægra eða vinstra megin í vélinni hvað það snertir, því svo mjór er gangurinn á milli. Maður sem sit- ur þannig hægra megin i vélinni, við ganginn, og reykir, er litlu lengra frá manninum sem situr við ganginn vinstra megin i vél- inni en ef hann sæti við hlið mannsins. Það væri þvi án efa heppilegri ráðstöfun að skipta fram- og aft- urhluta farþogarýmisins milli reykingamanna og þeirra sem ekki reykja, þar yrði þó lengra millí flestra, a.m.k. Þannig er skipt í þotum Flugleiða, sem eru í millilandaflugi og ég skil ekki hvers vegna má ekki skipta þann- ig líka i Fokker-vélunum, sem Þú verður aú láta mig fá gleraugu! — Því þá það? Suður S. Á52 II. D10 T. D63 L. KD1094 Eftir að vestur opnaðí á einum tígli varð suður sagnhafi í þremur gröndum. Vestur tók fyrsta slag á tigulás og spilaði síðan lágum tigli. Suður fékk á drottninguna og tók laufslagina fimm. Það var auðséð fyrir vestur, að sagnhafi átti níu slagi beint með því að „svína“ spaðagosa svo eina ráðið var að leiða hann á villigöt- ur. I þriðja laufslaginn lét hann því spaðatíu og síðan spaðaþrist. En í þann fimmta lét hann hjarta. Suður hafði nú skyndilega um tvær leiðir að velja i spaðalitnum. Heldur þótti honum ótrúlegt, að spilari með drottningu á undan kóng-gosa kastaði af sér á þennan hátt. Hann beit því á agnið, spilaði lágum spaða á kónginn og síðan gosanum frá blindum. Lét lágt frá hendinni og vestur átti þá alla slagina, sem eftir voru. Sex slagir til austurs og vesturs, tveir niður i upplögðu spili. ROSIR - KOSSAR - 0G DAUÐI 62 fannst hún vera róleg og glöð, já beinllnis hamingju- söm... Hún hélt sig aðallega heima við hjá Bfrni og okkur leið svo fjarskalega vel saman, að ég held svei mér að við höfum aldrei ... æ, hvað I ósköpunum var þetta? Kalli hafði verið svo niður- sokkinn f endurminningar sín- ar að hann hafði alveg gleymt að hlusta eftir þrumuveðrinu sem náigaðist óðfluga og það sem hafði gert honum bilt við nú var ægileg þruma sem virt- ist kveða við rétt fyrir ofan húsið. Við hjálpuðum gamla manninum inn og spurðum óttaslegin hvar Björn og Pia héldu til og hann fullyrti að þau hefðu farið inn í skóginn. — Upp á eyðibýlið geri ég ráð fyrir. Þau stefndu á veginn þangað og voru með luktir og alls konar tæki með svo að ég veit ekki hvort þau hafa ætlað sér að vera þar I nótt en það er söveg hreinasta vitleysa fyrst svona veður er skollið á. Christer, Einar og ég horfð- um þrumulostin hvert á annað. Þetta var meira en lítill rugl- ingur... og Einar tjáði það sem við vorum öll að hugsa um þeg- ar hann sagði. — Hvort sem er þrumuveður eður ei getum við ekki látið Piu gista á eyðibæ ásamt með Birni Udgren. Við verðum bara að vona að við komumst þangað áður en orðið er aldimmt. Kallí virtist hafa mjög óljósa hugmynd um hversu langt væri að eyðibænum, en það var auð- velt að rata sagði hann ef maður hélt sig á stfgnum. Hann lánaði okkur tvö vasaljós, en luktirnar hafði Björn tekið, að þvf er hann sagði. Christer gekk f fararbroddi. öðru hverju kváðu við voldug- ar þrumur og eldingar lýstu upp stfginn. Við gengum svo hratt að við gátum ekkert talast við, en við urðum þó sammála um, að við hefðum ekki haft trú á þvf að Björn hefði svo mikinn áhuga á Piu að hann hefði farið með hana út f svona i-vintýri. — Það er kannski Pia sjálf sem hefur þrengt sér inn á hann, sagði ég. En ég fann af hraðanum, sem Christer hélt á göngunni, að hann var órólegri en hann vildi vera láta. Og smám saman náði þessi óhugnaður sem var f honum, einnig tökum á okkur hinum. Okkur fannst leiðin endalaus og auk þess varð hún grýttari og erfiðari yfirferðar eftir þvf sem lengra kom. Ég var komin með kökk f hálsinn af þreytu þegar við komum loks auga á hrörlegt hús sem þarna stóð eyðilegt f meira lagi inni f skóginum. Dyrnar á húsinu voru opnar, en okkur tif óblandinna von- brigða var dimmt inni og ekki sálu að sjá. Eg hneig örmagna niður á þrepin og fann regdrop- ana berja mig f andlitið. — Þetta verður nú meira veðrið, hugsaði ég en svo hætti ég að hugsa um veðrið þegar ég heyrði rödd Einars handan hússins. —Halló, hvar eruð þið? Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi Komið hingað,. þá getið þið séð... Til að byrja með sá ég ekki annað en hvftan regnfrakka sem lá f grasinu, en þegar ég fylgdi fingrfnum sem benti sá ég dáiftið og greip andann á lofti. Daufri Ijósglætu stafaði frá litlu jarðhúsi sem var í um það bil þrjátfu metra fjarlægð frá húsinu. Það var ekki vafi á þvf að Ijósið kom innan úr hýsinu og Chríster var sneggri f snún- ingum en ég. Hann þaut þarna niður en við dyrnar rakst hann á Piu, sem var náföl og skjálfandi og endurtók f sffellu: —Ó, guð minn góður, — ó guð minn góður... Svo hnipraði hún sig saman og ælan stóð út úr henni á gras- ið við jarðhúsið. Ég hugsaði aðeins hvort ég ætti að vera kyrr hjá henni, en sá út af fyrir sig ekki að ég gæti aðstoðað hana og þvf gekk ég inn f kjallarann... og fannst ég þó gera það gegn mfnum eigin vflja. Chríster og Einar voru þarna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.