Morgunblaðið - 25.03.1977, Page 2

Morgunblaðið - 25.03.1977, Page 2
 2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1977 C i ín Klikkun í kerfinu Ljósmyndaranum brá heldur betur þegar hann gekk fram á þessa bfla hlið við hlið á bflastæði ( gær. Það var ekki um að villast, sama númerið er á þeim báðum. Þarna hefur greinilega orðlð klikkun ( kerfinu, en væntanlega verður þvf kippt f lag hið fyrsta og tölvan skömmuð, ef hún á sökina. Bráðabirgða- samkomulag um kaup á Norglobal FORRÁÐAMENN skipafélagsins Hafskip h.f. hafa að undanförnu rætt við eigendur norska bræðslu- skipsins Norglobal, um kaup á skipinu og sagði Magnús Magnús- son, forstjóri Hafskips, f samtali við Morgunblaðið, f gær, að bráða- birgðasamningur hefði þegar ver- ið undirritaður. Kaupverð skips- ins yrði 16,5 milljónir banda- ríkjadala eða rösklega 3,1 milljarður fsl. króna. Þeir Jan Fossbakk, fram- kvæmdastjóri Norglobal, og Rolf Hjelseth, skipamiðlari f Ósló, sögðu hins vegar f samtali við Morgunblaðið f gær, að ekki væri búið að ganga frá samningum um sölu á skipinu til tslands, hins vegar sögðust þeir hvorki geta játað né neitað að slfkt stæði jafn- vel til. Magnús Magnússon sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær, að eigendur Hafskips hefðu i febrúarmánuði s.l. farið að huga að kaupum á bræðsluskipi. Fljót- lega hefði komið í ljós, að aðeins tvö skip kæmu til greina, Norglobal og svo annað skip, sem nýbúið var að selja er þeir könn- uðu kaup á því. „í fyrstu voru eigendur Nórglobal ekki til viðræðu um að selja skipið, en síðan breyttist af- staða þeirra og hinn 16. marz s.l. gerðum við bráðabirgðasamning um kaup á skipinu, og höfum við nú látið sjávarútvegsráðherra vita af málinu. Kaupverð skipsins er 3,150 milljónir króna eða 16,5 millj. dollara. Við höfum frest til 15. maí til að taka ákvörðun um kaup eða ekki,“ sagði Magnús. Þá sagði hann, að hann og fleiri menn myndu brátt halda til Nor- egs til að skoða skipið, en það er nú við loðnubræðslu við N-Noreg. Norglobal er 26. þúsund lestir að stærð og getur brætt rúmlega 2000 lestir á sólarhring. Sem kunnug er hefur skipið verið hér við land í tvær loðnuvertíðir og brætt loðnu með mjög góðum árangri og komizt upp í að taka á móti 80 þúsund lestum af loðnu á vertíð. Eyjar: Tvíkviknaði í Fesinu 15-20 milljóna kr. tjón ELDUR kom tvisvar upp í Fiskimjölsverksmióju Einars Sigurðssonar í Vest- mannaeyjum í gær. Um miðnætti í fyrrakvöld kviknaði í einum af þremur þurrkurum verk- smiðjunnar og logaði um tíma upp úr reykháfum nokkrar skemmdir hlutust af. FESIÐ, eins og verk- smiðjan er kölluð í daglegu tali hefur tekið á móti 34700 tonnum af loðnu en verksmiðjart bræðir um 800 tonn á sólarhring. IJósmynd Mhl. SÍRurReir í Kyium. Framkvæmdastjóri skipsins: „Ekki búið að ganga frásamningum,, 13 bátar með 3080 lestir Sigvaldi Kaldalóns tónskáld. Frá kl. 15 í fyrradag fram til kl. 18 í gær tilkynntu 13 loðnuskip um afla samtals 3080 lestir, en loðnuna fengu skipin í Reykjanes- röst og í Faxaflóa. Enn hefur ekk- ert bólað á loðnunni sem menn vænta að komi að Snæfellsnesi. Rannsóknarskipið Árni Friðriks- son fór í lóðnuleiðangur í fyrra- kvöld og var í gær staddur norður af Snæfellsnesi, en ekkert hafði frétzt um hvort einhver loðna hefði fundist þar i gærkvöldi. Skipin sem tilkynntu um afla i gær voru þessi: Stapavík SI 280 lestir, Albert GK 360, Isleifur VE 380, Huginn VE 300, Sigurður RE 120, Gísli Árni RE 150, Gunnar Jónsson VE 200, Jón Finnsson GK 140 Helga 2. RE 200, Börkur NK 370, Fífill GK 150, Kap 2. VE 100 og Örn KE 380 lestir. Borgarráð samþykkir að gera minnisvarða um Sigvalda Kaldalóns BORGARRÁÐ samþykkti á fundi á þriðjudaginn til- lögu um að láta gera minnisvarða um Sigvalda Kaldalóns tónskáld og setja hann upp í Reykjavík. Enn- fremur samþykkti borgar- ráð að athuga möguleika á varðveizlu húss þess við Garðastræti, er skáldið fæddist i. Albert Guðmundsson borgarfull- trúi flutti framangreinda tillögu. Tillagan var sam- þykkt með þremur sam- hljóða atkvæðum i borgar- ráði. INNLENT Slökkviliðið f Eyjum brá skjðtt við og kom f veg fyrir stðrskemmdir tvíveg- is á einum sólarhring f Fiskimjölsverksmiðju Einars Sigurðssonar f Eyjum. verksmiðjunnar. Slökkvi- liðið í Eyjum kom mjög skjótt á vettvang og náði að slökkva eldinn á skömmum tíma og koma í veg fyrir stórskemmdir. Var allur reykháfurinn rauðglóandi niður í gólf um tíma og eyðilagðist 15—20 millj. kr. blásari við reykháfinn, en tækið svo gott sem bráðn- aði niður í hitanum. Vegna þessa óhapps stöðvaðist vinnsla í verksmiðjunni til hádegis í gær, en skömmu eftir að aftur var sett í gang þar, kviknaði í sama þurrkaranum á ný, en slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins áður en Húsnæði fyrir Rannsóknarlögreglu ríkisins: „Erum að athuga með hús í Kópavogi en ekkert er afráðið” JL Ljósm. Mbl. RAX. — segir Eiríkur Tómasson, adstodarmadur rádherra —JÚ, það er rétt, við höfum verið að athuga með húsnæði f Kópavogi fyrir Rannsóknarlög- reglu ríkisins en ekkert hefur verið ákveðið 1 þeim efnum, sagði Eirfkur Tómasson, að- stoðarmaður dómsmálaráð- herra, f samtali við Mbl. í gær en Eirfkur hefur unnið að þvf fyrir hönd ráðuneytisins að finna húsnæði fyrir hina nýju stofnun. Húsnæði það, sem um ræðir, er Auðbrekka 61 f Kópa- vogi. Eiríkur staðfesti það, að starfsmenn rannsóknarlögregl- unnar í Reykjavík, sem flestir hverjir munu starfa við hina nýju Rannsóknarlögreglu ríkis- ins, væru óánægðir með staðar- valið. „Þeir hafa bent á ýmis atriði, Framhald á bls. 19 Auðbrekka 61 f Kópavogi, en rfkið hefur til athugunar að kaupa þetta hús fyrir Rann- sóknarlögreglu rfkisins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.