Morgunblaðið - 29.03.1977, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.03.1977, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1977 <g BÍLALEIGAN 5IEYSIR LAUGAVEGI 66 CAR RENTAL 24460 28810 Hótel- og flugvallaþjónusta. LOFTLEIDIR BÍLALEIGA C 2 1190 2 11 88, Hópferðabílar 8—21 farþega. Kjartan Ingimarsson Sími 86155, 32716 og B.S.Í. Ulvarp Reykjavík ÞRIÐJUDKGUR 29. marz MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugreinar dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Knútur R. Magnússon les söguna „Gesti á Ilamri“ eftir Sigurð Helgason (4). Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Hin gömlu kynni kl. 10.25: Valborg Bentsdóttir sér um þáttinn. Morguntónleikar kl. 11.00: Michael Ponti og Sinfóníu- hljómsveitin i Hamborg leika Píanókonsert i fís-moll eftir Skrjabin; Hans Drewanz stj. / John de Lancie og Sinfóniuhljóm- sveit Lundúna leika Konsert- sinfóniu fyrir óbó og strcngjasveit eftir Jacques Ibert, André Previn stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Hvað er lifsgeislun? Þórarinn Jónsson frá Kjaransstöðum flytur erindi. 15.00 Miðdegistónleikar Yehudi Menuhin og Louis Kentner leika Fantasiu i C- dúr fyrir fiðlu og píanó eftir Schubert. Eileen Croxford og David Parkhouse leika Sónötu i g- moll fyrir selló og pianó eftir Rakhmaninoff. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.00 Popp 17.30 Litli barnatiminn Finnborg Scheving sér um timann. 17.50 Á hvitum reitum og svörtum Guðmundur Arnlaugsson flytur skákþátt. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Vinnumál — þáttur um lög og rétt á vinnumarkaði Lögfræðingarnir Gunnar Eydal og Arnmundur Bach- man sjá um þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins Ásta R. Jóhannesdóttir kynn- ir 20.50 Að skoða og skilgreina Kristján E. Guðmundsson og Erlendur S. Baldursson sjá um þáttinn. 21.30 Þjóðleg tónlist á Irlandi Hallfreður Örn Eirfksson og Ronnie Wathen tóku saman. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passfusáima (43) 22.25 Kvöldsagan: „Sögukafl- ar af sjálfum mér“ eftir Matthías Jochumsson Gils Guðmundsson les úr sjálfs- ævisögu hans og bréfum (13). 22.45 Harmonikulög Bragi Hllðberg og félagar hans leika. 23.00 Á hljóðbergi „Tíkarsagan" eftir Mark Twain. David Wayne les. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 29. marz 20.00 Fréttir og veður 20.30 Áuglýsingar og dagskrá 20.35 Rcykingar „Og duftið hverfur...“ Þriðja og sfðasta myndin um ógnvekjandi afleiðingar sígarettureykinga. Meðal annars er rætt við fólk, sem hefur hætt að reykja. Þýðandi og þulur Jón O. Ed- wald. 21.00 Colditz Bresk-bandarískur fram-| baldsmyndaflokkur. „En sú úrhellisrigning" Þýðandi JÓn Thor Haralds- son. 21.50 Töfrageislinn Brezk fræðslumynd um leiser-geislann. Vfsinda- menn reyna nú að hagnýta hann á hinum ólfkustu svið- um, svo sem læknisfræði og málmiðnaði. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. 22.35 Dagskrárlok. ® 22-0*22* RAUÐARÁRSTÍG 31 DATSUN 7,5 I pr. 100 km Bilaleigan Miðborg Car Rental i OA Sendum l‘/4 LADA beztu bílakaupin 1145 þús. m/ryðvörn Biireiðar k Landbúnaðurvélar hf. IMfi' li - Bokjiv* - Mw a Klukkan 23.00: Á hljóðbergi: Saga eftir Mark Twain Mark Twain ÞÁTTURINN á hljóðbergi er á dagskrá í kvöld klukkan 23.00. Það er Björn Th. Björnsson list- fræðingur, sem yfirleitt velur og kynnir efni í þennan þátt, sem er vikulega á dagskrá í útvarpinu, og efnið er eins og hlustendum er kunnugt flutt á erlendum tungu- málum. í kvöld les David Wayne „Tikarsöguna“ eftir Mark Twain. Mark Twain var pennanafn Samuels Langhorne Clemens (1835—1910), einhvers frægasta rithöfundar og grínfugls, sem Bandaríkin hafa átt, höfund ótelj- andi sjálfsævisagna, ferðabóka og skáldsagna. Fyrstu þrjá áratug- ina, sem Samuel Langhorne lifði, varð hann fyrir ýmiss konar reynslu, sem hafði mikil áhrif á hann allt hans líf; sem drengur í smáþorpi i Missouri-fylki, sem vélstjóri á gufuskipi, fréttamaður á vesturvígstöðvunum og ferða- langur úti um hinn stóra heim safrtaði hann að sér efnivið í sínar vinsælustu og bezt seldu bækur. Hann fæddist þann 30. nóvem- ber árið 1835 í Florida, sá þriðji í röðinni af fimm börnum smá- kaupmanns og lögfræðings, sem að sögn var ekki býsna framgjarn né snjall. Fjölskyldan hafði flutzt frá ein- um stað á annan og hvergi tókst heimilisföðurnum að koma undir sig fótunum. Frá Florida fluttist fjölskyldan þegar Samuel litli var fjögurra ára til Missouri, nánar tiltekið til smábæjar, sem heitir Hannibal. Þaðan átti síðar Mark Twain sínar skemmtilegustu bernskuminningar, sem hann not- aði sem efnivið í sínar beztu bæk- ur. Þarna rann stórfljótið Mississippi fram hjá eða fyrir austan þorpið. Á hina höndina voru skógar, ræktuð akurlendi og grassléttur. Mississippi-fljótið varð brátt mikilvægur þáttur í lífi hins unga drengs. Það bar með sér strauma frá menningunni, óteljandi forvitnilega ferðalanga, og þar fóru um alls slags hópar fólks, heilu sirkusarnir, sem og innflytjendur á leið til vestur- strandarinnar. Samuel og vinir hans fengu sig aldrei fullsadda á að fylgjast með ferðum fljótabát- anna. Á sumrin fékk hann stund- um tækifæri til að heimsækja bú- garð föðurbróður sins nálægt Florida og við endurminningar þaðan og frá heimabæ sfnum ylj- aði hann sér allt sitt líf. Um menntun hans í æsku er litið að segja og Samuel þótti ekki mjög efnilegur nemandi. Eitt- hvert hallæri hefur líklega verið rikjandi í skólamálum bæjarins, þvi einu sinni þurfti hann að sækja kvennaskóla, sem fáum þykir kannski í frásögur færandi nú á tímum. Faðir hans dó árið 1847 og var þá fjárhagur fjöl- skyldunnar heldur bágborinn. Ári síðar hætti Samuel alveg að ganga í skóla og var sendur í læri til prentara. Tveimur árum síðar hóf hann störf hjá eldri bróður sínum, sem þá hafði hafið blaða- útgáfu í Hannibal. En þrátt fyrir það, að hann væri aðeins „prent- ari“ sá hann um mest af fréttum i blað bróður síns, svo og bók- menntagreinar. Orion bróðir hans var álíka „greindur" í fjármálum og faðir þeirra hafði verið og dró það úr þolgæði Samuels. Að lok- um gafst hann upp á'þvi að vinna við blað bróður sins og hélt í átt til austurstrandarinnar, vann við dagblöð í St. Louis, New York og Fíladelfíu. En Samuel var eirðar- laus og þoldi illa að dvelja á ein- um stað til lengdar. Árið 1856 ákvað hann að láta æskudraum sinn rætast og fara með fljótabát niður Mississippi-fljótið og halda siðan til Suður-Ameríku. Eftir átján mánaða reynslu i siglingu á fljótabátnum var hann ráðinn sem vélstjóri og vann sem slikur fram til 1861, þegar þræla- stríðið brauzt út og umferð um fljótið varð illmöguleg. Um árin á fljótabátnum sagði Mark Twain síðar, að þar hefði hann komizt í kynni við næstum allar mann- gerðir. „Þegar ég hitti fyrir ljós- lifandi persónu i ævintýri eða skáldsögu, vaknar áhugi minn og mér verður hlýtt til hennar, því

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.