Morgunblaðið - 29.03.1977, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1977
Frá lögreglunni:
Lýst eftir vitnum
SLYSARANNSÓKNARDEILD
lögreglunnar hefur beöið
Morgunblaðió að auglýsa eftir
vitnum að eftirtöldum ákeyrsl-
um:
Á timabilinu frá 8.— 11. marz
s.I. er talið að einhver hafi ekið á
bifreiðina R-20534, Renault-
fólksbifr., árg. 1968, þar sem hún
stóð á Rauðalæk gegnt húsi nr. 6.
Skemmdir: Vinstra afturaur-
bretti og afturhöggvari dælduð og
skemmd og afturljósker brotin.
Sunnud. 20. marz. Ekið á
bifreiðina R-106, Ford Cortina,
árg. 1971, brúna að lit þar sem
hún stóð á horni Öldugötu og
Brekkustígs átímabilinu kl. 19.00
kvöldið áður til kl. 07.00 um
morguninn þ. 20. Skemmdir:
Vinstra framaurbretti dældað og
var rauður litur I ákomustað,
væntanlega af tjónvaldi.
Mánud. 21. marz. Ekið á bifreið-
ina R-5449, Fiat-fólksb., árg. 1967,
hvíta að lit, þar sem hún stóð á
Freyjugötu á móts við hún nr. 1. á
tímabilinu kl. 19.00 kvöldið áður
til kl. 08.30 að mörgni þess 21.
Skemmdir: Vinstri hurð öll dæld-
uð og var grænn litur á ákomu-
stað.
Fyrirlestur um
stjórnsýslulög-
gjöf í Danmörku
Dr. Juris Niels Eilschou Holm,
skrifstofustjóri í danska dóms-
málaráðuneytinu, heldur fyrir-
lestur á vegum lagadeildar
Háskóla íslands um undirbúning
að setningu almennrar stjórn-
sýslulöggjafar 1 Danmörku.
Fyrirlesturinn verður haldinn í
stofu 103 í Lögbergi, húsi laga-
deildar, kl. 11 árdegis þriðjudag-
inn 29. marz 1977. öllum er
heimill aðgangur.
Nú eru liðin 60 ár frá því Mjólkurfélag Reykjavíkur hóf
þjónustu við íslenskan landbúnað sem sjálfstæð samtök bænda.
MR Laugavegi
164
Þar eru MR búðirnar
Á götuhæð
sími 11125
Girðingaefni, túngirðinganet, lóðanet, járn-
staurar, álstaurar, tréstaurar, pappasaumurog
þaksaumur. Garðyrkjuáhöld, og verkfæri
alls konar. MR grasfræblöndur MR skrúð-
garðablöndur, óblandað grasfræ,
grænfóður fræ, sáðbygg og sáðhafrar.
Á 2.hæð
símar 24339
og 24355
Á 3.hæð
sími 11125
Matvörur, sælgæti, gosdrykkir, hreinlætis-
vörur, snyrtivörur, búsáhöld, vefnaðarvörur
ofl.
Skrifstofa. Tekið við fóðurpöntunum og pönt-
unum til MR búðanna ef óskað er.
MJÓLKURFÉLAG
REYKJAVÍKUR
Laugavegur sími 111 25 \
Ostaneyzla stóð 1 stað
— 7,3 kg af smjöri og
5,9 kg af osti á hvert
mannsbarn í fyrra
—OSTA- og smjörsalan hefur á sfðustu árum kynnt sérstaklega
matreiðslu osta og árangur þeirrar kynningar hefur orðið mjög góður.
Þannig hefur ostasala tvöfaldazt á um 6 árum eða úr um þremur
kflóum f tæplega sex kfló f fyrra. Auknar ferðir fólks til útlanda hafa
lfka haft áhrif á matarvenjur, en ostaneyzla hér á iandi er þó aðeins
um helmingur af neyzlunni vfða erlendis, sagði Óskar H. Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Osta- og smjörsölunnar sf. á blaðamannafundi, sem
haldinn var að ioknum ársfundi fyrirtækisins. Fram kom hjá Óskari,
að nokkur aukning varð f smjörsölunni á sl. ári eða 6.8% en ostaneyzla
landsmanna stóð f stað f fyrra miðað við árið 1975. Meðalney/la á fbúa
af smjöri á árinu reyndist vera 7.3 kg en af ostum 5,9 kg.
Heildarsala Osta- og smjörsöl-
unnar á árinu 1976 nam 2.6 mill-
jörðum og jókst salan milli ára
um tæpar 450 milljónir eða
20.7%. Á árinu varð heildarfram-
leiðsla smjörs 1834 lestir og jókst
um 314 lestir. Verulegur sam-
dráttur varð i framleiðslu 45%
osts, en heildarframleiðsla 30 og
45% osta nam 1595 lestum, það
var 379 lestum minna en árið
1975. Sölukostnaður Osta- og
smjörsölunnar, sem sér um ið
selja um 70% af allri smjör- og
ostaframleiðslu i landinu, nam
2.7% af veltu fyrirtækisins, ef
kostnaður við ýmsa þjónustu-
starfsemi er dreginn frá útgjöld-
um. Endurgreiðsla til mjólkurbú-
anna af umboðslaunum nam 86.4
milljónum króna.
Hjá Óskari kom fram, að inn-
vegin mjólk til mjólkursamlag-
anna 1976 reyndist 0.4% meiri en
Frá ársfundi Osta- og smjörsölunnar. Óskar H. Gunnarsson f ræðustól.
Osta- og smjörsalan er sameignarfyrirtæki Sambands fslenzkra sam-
vinnufélaga og Mjélkursamsölunnar í Reykjavfk.
LEIKLIST VIÐ
EYJAFJÖRÐ
Sölumaöur deyr
á Akureyri
Sölumaður deyr, leikrit Art-
hurs Miller, var frumsýnt hjá
Leikfélagi Akureyrar fyrir
skömmu. Leikstjóri er Herdis
Þorvaldsdóttir leikkona frá
Þjóðleikhúsinu.sem um þessar
mundir starfar sem gestur hjá
L.A. Þýðingin er Skúla Skúla-
sbnar með nokkrum leiðrétt-
ingum Gisla Jónssonar og leik-
stjórans. Leikmynd er eftir
Hallmund Kristinsson. í hlut-
verkum eru: Marinó Þorsteins-
son — Willie, Sigurveig Jóns-
dóttir — Linda, Þórir Stein-
grímsson — Biff, Aðalsteinn
Bergdal — Happy, Gestur E.
Jónasson — Bernard, Jóhann
Ögmundsson — Charley, Saga
Jónsdóttir — Konan, Jón
Kristinsson — Ben frændi,
Guðmundur Rúnar Heiðarsson
— Howard, Áslaug Ásgeirs-
dóttir — Jenny, Ása Jóhannes-
dóttir — Miss Forsyte. Ljósum
stýrir Árni Valur Viggósson.
Aðstoðarmaður leikstjóra er
Saga Jónsdóttir.
Arthur Miller er einn þekkt-
asti og virtasti leikrita-
höfundur þessarar aldar. Eftir
hann liggja verk á borð við
Allir synir minir (1947), Sölu-
maður deyr (1948), I deiglunni
(1953), Horft af brúnni (1955).
Öll þessi verk hafa verið flutt
hér á landi og eru vel þekkt.
Kristinn G. Jóhannsson leikstjóri
Sjóleiðarinnar á Ólafsfirði.
Sölumaður deyr er það verka
Millers sem hvað mestrar
frægðar nýtur og er nú þegar
orðið fastur liður i bókmennta-
efni því sem lesið er við banda-
ríska skóla. Almenningsvin-
sældir leiksins eiga rót sína að
rekja ekki hvað sízt til þess að
hann fjallar um efni sem flestir
samtímamenn kannast við af
eigin raun — miðstéttar-
manninn, sem alla ævi hefur
verið talin trú um, og sjálfur
ástundað þá sjálfsblekkingu, að
sigurvon, auður og frægð bíði
hans á næsta leiti en vaknar
síðan upp við það allt í einu, að
æviárin eru orðin sextíu og af-
rek ævinnar harla smá.
Leikstjórann Herdísi Þor-
valdsdóttur þarf ekki að kynna.