Morgunblaðið - 29.03.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.03.1977, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1977 18 m, * KLM-þolan, sem fórst á flugvellinum við Santa Cruz á sunnudaginn. Myndina tók Olafur K. Magnússon ljósmyndari Mbl. á flugvellinum á Gran Canaria f sfðasta mánuði. Heiti þotunnar „The Rhine“ er málað á Ijósu röndina fremst á skrokk þotunnar. Júmbóþoturnar með öruggustu farþegaflugvélum í heiminum Madrid 28. marz — Reuter. FLUGSLYSIÐ á Kanarfeyjum f gær er þriðja slysið, sem Júmbó-þota eða Boeing 747 lendir f frá þvf að flugvélin var tekin f notkun árið 1970. Meira en 300 flugvélar hafa verið smfðaðar og þeim hefur verið flogið milljónir kílómetra á löngum flugleiðum á vegum flugfélaga um allan heim. Nú þremur árum eftir að framleiðsla vélar- innar hófst tala sérfræðingar um hana sem eina af öruggustu farþegaflugvélum heimsins og lofa flugeiginleika hennar. Það liðu fjögur ár frá þvi 747 kom á markað þar til fyrsta meiriháttar flugslysið henti hana og engin önnur flugvélartegund getur státað slíku. Upphaflega áttu flugfélögin i erfiðleikum með að fylla öll 374 sætin í Júmbó en á samdráttarár- unum voru margar þoturnar endurbyggðar þann- ig að aðeins hluti farþegarýmis var notaður fyrir fólk en hinn hlutinn fyrir vörur. Þegar full nýting hefur -fengizt á 747 hefur flugvélin reynzt vera gullnáma fyrir flugfélögin, sem mörg nota hana til leiguflugs með sólarlandafarþega. Fyrsta slysið varð i nóvember 1974 þegar 747 í eigu vesturþýzka flugfélagsins Lufthansa fórst i flugtaki í Nairobi í Kenýa. 59 fórust. 1 maí 1976 fórust 17 farþegar og áhöfn þegar 747 íranska flughersins fórst i stormi við Huete nærri Madrid á Spáni. Erfidir fundir um Barentshaf iMoskvu, 28. marz NTB. VIÐRÆÐUR Norðmanna og Rússa um verndun fiskstofna á svæði sem þeir deila um á Barentshafi ganga mjög erfið- lega. Eftir þriðja viðræðufundinn í dag var óljóst hvort samkomulag tækist að þessu sinni eða hvort Jens Evensen hafréttarráðherra og Alexander Ishkov sjávarút- vegsráðherra yrðu að fresta við- ræðunum. Arne Treholt ráðuneytisstjóri sagði í samtali við NTB að viðræð- urnar gengju mjög treglega og ekki yrðu Ijóst fyrr en á morgun hvort samkomulag tækist að þessu sinni. Aðspurður hvort skriður væri kominn á viðræðurnar sagði Treholt aðeins að nokkuð hefði þokað áfram. Hann lagði áherzlu á að viðræðurnar mótuðust af góðum samstarfsanda og viija til að finna lausn. Evensen og Ishkov náðu sam- komulagi i janúar um grund- vallaratriði lausnar á deilunni. Síðan hefur sambúð Norðmanna og Rússa kólnað og sumir telja að það geti verið skýringin á erfið- leikunum i viðræðunum nú. Einnig getur verið að sovézkir herforingjar hafi valdið erfið- leikum með þvi að halda því fram að samkomulagið við Norðmenn gæti skaðað hernaðarhagsmuni Sovétríkjanna. Eftir fundina í janúar sagði Evensen að niðurstöður viðræðna hans og Ishkovs yrðu lagðar fyrir ríkisstjórnir landanna til staðfest- ingar og að í næsta áfanga við- ræðnanna yrði gengið frá einstökum efnisatriðum sam- komulagsins. Siðan virðist afstaða sovézku stjórnarinnar hafa harðnað. • • Ofgasamtök stóðu að baki sprenging- unni í Las Palmas Alsfr, 28. marz. Reuter. SAMTÖK aðskilnaðar- sinna á Kanríeyjum, M.P.A.I.A.C., lýsti því yfir í dag, að þau bæru ábyrgð á sprengingunni, sem varð í flugstöðinni á flugvell- inum við Las Palmas á eynni Gran Canari, en Las Palmas var áfangastaður beggja risaþotnanna, sem rákust á á flugvellinum við Santa Cruz á nágranna- eynni Tenerife. Aðskilnaðarsamtökin hafa bækistöð í Alsír, og málsvari þeirra, Antonio Cubillo, lét hafa eftir sér í dag, að slysið væri spænsk- um yfirvöldum að kenna, þar sem þau hefðu vísað öllum flugvélum til Santa Cruz til að draga athyglina frá sprengingunni í Las Palmas, enda þótt vitað væri að skyggni væri slæmt á Tenerife. Sagði Cubillo ennfremur, að samtök hans ættu i styrjöld við spænsk yfirvöld, og væri sprengingin i Las Palmas liður í mikilli sprengjuherferð, sem hefði byrjað 1. nóvember s.l. I sprengingunni í flugstöðvar- byggingunni særðust a.m.k. fimm manns, þar af einn alvarlega. Sprengjan var tengd við loft- ræstingarkerfi byggingarinnar og sprakk i blómabúð. Afgreiðslu- stúlka, sem þar var við störf, særðist illa. Öfgasamtökin, sem lýst hafa ábyrgð á þessu illvirki á hendur sér, hafa að undanförnu látið mjög til sín taka á Kanaríeyjum. í síðustu viku var ungmenni skotið til bana og lögreglumaður særðist hættulega í mótmælaaðgerðum vegna fiskveiðisamnings milli Spánar og Marokkó, og er talið að samtökin beri ábyrgðina í báðum tilvikum. Svalirnar fyrir framan flugstöðvarbygginguna f Las Palmas. Fyrir innan glerveggínn eru verzlanir, — þar á meðal blómabúðin þar sem sprengingin varð á sunnudaginn var. Sprengingin varð til þess að báðum risaþotunum var snúið til Santa Cruz á nágrannaeynni Tenerife. (Ljósm. Ól. K. Magn.). Sand- kassinn LEIKLISTARSVIÐ MENNTASKÓLANS VIÐ TJÖRN INA: SANDKASSINN. Leikrit I tveim þáttum eftir Kent Anderson. Þýðandi: Stefán Baldursson. Leikstjóri: Glsli Rúnar Jónsson. Sandkassa- og Jóhannssögur: Bergþór Pálsson. Róbertssöngur: Sven Erik Johansson. LEIKRIT Kent Andersons eru I miklu uppáhaldi hjá menntaskólanemum um þessar mundir Menntaskólinn I Kópavogi sýnir Elliheimilið, Mennta- skólinn við Tjörnina Sandkassann. Bæði þessi leikrit eru hópvinnu- verkefni leikara við Borgarleikhúsið I Gautaborg, Sandkassinn saminn 1968. Eins og Elliheimilið er Sand- kassinn félagslegt leíkrit þaf sem deilt er á velferð nútlmans, eða öllu heldur skinhelgi sem þróast I þjóð- félagi sem telur sig fyrirmynd ann- Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON arra Leikritið þarf ekki endilega að vera bundið við Svlþjóð (þótt upp- haflega sé gen ráð fyrir þvl) heldur er sökin allra svokallaðra velferðar- þjóðfélaga Lýst er samskiptum for- eldra og barna á ádeilukenndan hátt Eðlilegar tilfinningar barna og unglinga fá ekki útrás heldur eru slfellt bældar Árangurinn verður eftir þvl Sumir falla inn I kerfið Og taka að llkja eftir foreldrum sínum, aðrir verða taugaveiklun að bráð Firring mannsins I samfélaginu er hér enn á ferð. Leikstjórinn Gisli Rúnar Jónsson virðist samkvæmt leikskrá haldinn nokkrum efasemdum um verkið Hann segir m.a að leikritið sé „farið að láta nokkuð á sjá og ádeilan ekki eins beínskeytt og Var fyrir nokkrum árum, eða um það leyti er verkið var skrifað þó I heild standi það ágæt- lega fyrir slnu." Undir þetta skal tekið Tímabundin ádeiluverk glata fljótt gildi slnu. Verk Kent Andersons og félaga hans eru fyrst og fremst leiksviðsverk. Skáld- skapur þeirra er ekki minnisstæður. Leikstjóri og leikendur Leiklistar- sviðs Menntaskólans við Tjörnina hafa breytt Sandkassanum töluvert Þeir hafa bætt inn atriðum og per- sónum, fellt sumt niður Þetta er skiljanlegt með tilvitnuð orð leik- stjórans I huga og hefur að mlnu viti tekist vel Leikstjóranum er I mun að auka á gáska leiksins Aftur á móti hvarflar það að manni að það hefði verið við hæfi að semja allan leikinn upp, semja nýtt verk I ærsla- og ádeilustfl með hliðsjón af Sandkass- anum En llklega hefði það verið I of mikið ráðist í heild sinni komst verkið ágæt- lega til skila Hér verður ekki gert upp á milli leikara Allir stóðu þeir sig prýðilega, sumir framar vonum. Börn I sandkassa léku Gunnar Borgarsson, Bergljót Guðmunds- dóttir, Auður Möller, Ásta Þorleifs- dóttir, Bergþór Pálsson, Anna M Stefánsdóttir og Guðrún Nordal Gæslufólk léku Ámundi Sigurðsson. Jónlna Valsdóttir, Margrét Guð- mundsdóttir og Sirrý Garðarsdóttir Fleiri leikarar koma fram, meðal þeirra Halla Kjartansdóttir(Tragedla) og Þurlður Steinarsdóttir (Kómedia) Þessar persónur voru meðal nýj- unga verksins Bjargey Þ Ingólfs- dóttir lék undir, Ijós sá Sigurgeir Þórarinsson um, leikmynd var leik- stjórans, leikhljóð annaðist Steinþór Grfmsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.