Morgunblaðið - 29.03.1977, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.03.1977, Blaðsíða 40
rU<a,VsiN(ÍASÍM!NN KK: 22480 JHoveunblnöit) au(;lysin(;asímí\n er: 22480 JHoreimblnÖiD ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1977 Loðna finnst í Ólafsfirði: Arni tvífyllti sig þar um helgina □ -----------------------------n Loðnuskýrslan er birt á bls 3G □ -----------------------------□ — ÞAÐ VAR haft samband við mig frá Ólafsfirði og mér sagt að það væri „Ioðnulegt“ f firðinum. Ég ákvað að kanna máiið og ég hef fengið tvisvar í bátinn núna um helgina, sagði Eggert Gfsla- son, skipstjóri og margfaldur aflakóngur á loðnuskipinu Gfsla Arna RE f samtali við Mbl. f gær- kvöldi. Hann var þá að landa 520 tonnum af loðnu hjá SR á Siglu- firði en aðeins nokkrum klukku- tfmum áður hafði hann landað 400 tonnum hjá sömu verk- smiðju. Að sögn Eggerts virðist talsvert vera af loðnu í Eyjafirði. Þetta er falleg loðna og hún á ennþá eftir viku í hrygningu. Þegar fréttirn- ar bárust um loðnufundinn í Eyjafirði lögðu margir bátar af stað þangað, þar af nokkrir bátar, sem hættir voru á veiðum vegna Framhald á bls. 46 99 Ég vil ekki vinna Spassky á þennan hátt — MÉR þykir þetta mjög leiðinlegt, ég vil ekki vinna einvfgið á þennan hátt, sagði Vlastimil Hort frá Tékkó- slóvakfu f viðtali við Morgun- blaðið i gærkvöldi. Var Hort greinilega sleginn yfir fréttun- um um veikindi Spasskys og endurtók f sífellu að hann hefði engan áhuga á að sigra f einvfginu með því að Spassky veiktist. — Ég vil tefla, en ég veit að Spassky getur ekki setið við skákborðið eftir aðeins eina viku. Ég vona að honum batni fljótt, þótt sjúkdómurinn hafi sennilega skemmt fyrir hon- um þetta einvfgi, þá vona ég að hann geti fljótlega setzt að skák einhvers staðar annars staðar. í gær var hann heil- brigður, nú er hann illa hald- inn á sjúkrahúsi, ég skil þetta ekki, sagði Hort, yppti öxlum og fórnaði höndum. Maður drukknaði í Hornsvík SÍÐDEGIS á sunnudag varð það slys f Hornsvfk, sem er skammt austan við Stokksnes, að litlum hráðbáti með þrem- ur mönnum innanborðs hvofldi. Einn mannanna, Jón E. Ágústsson drukknaði, en hinir tveir, Ásgeir Núpan og Guðjón Jónsson, náðu til lands þrekaðir mjög. Jón E. Ágústs- son var 34 ára gamall, bifreiða- eftirlitsmaður á Höfn í Horna- Framhald á bls. 46 ORSAKIR OKUNNAR — Rannsóknarlögreglan f Reykjavfk hefur ekki ennþá getað kannað til hlftar hvað olli brunanum f Bernhöftstorfunni á laugardaginn. Ástæðan er sú, að ekki hefur verið tekin ákvörðun um brottflutning brunarústanna og á meðan svo er, getur lögreglan ekki gert sfnar athuganir á staðnum. Það liggur þó Ijóst fyrir, að rafmagns var leitt f húsin, þannig að fkveikja þarf ekki að hafa verið orsök brunans. Myndin sýnir hvernig umhorfs var á brunastað f gær. Ljósm. Mbl. RÁX. Fiskiskipaflotinn: Aflaverðmætið jókst um tæp 60% eða 9,9 milljarða á s.L ári Aflahlutir sjómanna jukust um 46% eða 2,9 milljarða TALIÐ er að aflaverðmæti fs- lenzka fiskiskipaflotans milli ár- anna 1975 og 1976 hafi vaxið úr 16.7 f 26.6 milljarða kr. eða um 9.9 milljarða kr. sem eru tæp 60%. Skiptaverðmætið hækkar meira en aflaverðmætið eða um 68% og byggist á lækkun greiðslna f stofnfjársjóð. Afla- hlutir hafa hins vegar hækkað nokkru minna en aflaverðmætið, eða um 46% og er það vegna lækkunar á skiptaprósentunni. Þetta kom m.a. fram f ræðu Mgtt- hfasar Bjarnasonar sjávarútvegs- ráðherra á sjávarútvegsráðstefn- unni, sem haldin var f félags- heimilinu á Hnffsdal s.l. sunnu- dag. Um 80 manns voru á sjávarút- vegsráðstefnunni, sem hófst kl. 10 um morguninn og lauk kl. 17.30 síðdegis. í upphafi ráðstefnunnar fluttu eftirtaldir erindi auk sjáv- arútvegsráðherra: dr. Björn Dag- bjartsson, dr. Jakob Magnússon, Ingólfur Ingólfsson og Kristján Ein víginu lokid — eða því f restað um mánuð? Skáksambandið byrjaó að taka niður útbúnað á Loftleiðum „UM FRAMHALD einvfgisins er ekkert hægt að segja á þessu s‘igi málsins, en ljóst er að Spassky mun ekki geta sinnt skákkeppni næsta mánuðinn." Þannig segir f fréttatilkynningu frá Skáksam- bandi tslands, sem gefin var út í gærkvöldi. Vegna veikinda Spasskys hefur einvfgi hans við Hort verið frestað og málið falið dómnefnd þeirri, sem skipuð var fyrir einvfgið, til umfjöllunar. Mögulegt er að skákeinvfgi Horts og Spasskys sé hér með lokið og Spassky skorinn upp vegna botnlangabólgu BORIS Spassky, fyrrverandi heimsmeistari í skák, var í gær- kvöldi skorinn upp á Land- spítalanum og tekinn úr honum botnlanginn. Kenndi Spassky veikinda þegar að lokinni 12. einvfgisskákinni á sunnudags- kvöldið og var sóttur fyrir hann næturlæknir þá um nóttina. Um hádegi í gær var Spassky svo fluttur á Landspítalann. Er hann þar á eins manns stofu og voru þau Marina Spassky, kona hans, og Vasily Smyslov hjá honum á sjúkrahúsinu mestan tímann. Það var greinilegt að lokinni skákinni á sunnudaginn að Spassky var ekki heill heilsu, en fáa grunaði að hann væri svo þjáður, sem síðar kom í ljós. í fréttatilkynningu frá Skáksam- bandinu, sem gefinn var út í gærkvöldi, segir að Spassky hafi gengist undir uppskurð og hafi reynzt vera um bráða botn- langabói^u að ræða, litlu hefði mátt muna að botnlanginn hefði sprungið. Segir í tilkynn- ingunni að uppskurðurinn hafi gengið að óskum. að Hort verði úrskurðaður sigur- vegari. Þá er einnig fyrir hendi sá möguleiki að keppendur sættist á að Ijúka einvfginu eftir mánuð, en samkvæmt reglum FIDE um slfk einvfgi á hver keppandi rétt á að fresta þremur skákum vegna veikinda og þýðir það f raun að Spassky ætti að mæta við skák- borðið á þriðjudaginn eftir viku. Skáksambandsmenn byrja í dag að taka niður útbúnað þann sem settur var upp á Loftleiðahótelinu fyrir einvígið. Verður sjónvarps- kerfið fjarlægt, svo og lýsingin, sem sérstaklega var sett upp fyrir einvígið. Á morgun verður því væntanlega fátt eitt eftir á Hótel Loftleiðum, sem minnir á einvígið, en um helgina á að hefj- ast þar ráðstefna, sem ákveðin var fyrir meira en ári siðan. Einar S. Einarsson, forseti Skáksambandsins, sagði i viðtali við Morgunblaðið í gær að Skák- sambandið hefði vísað þessu máli til dómnefndar, sem skipuð var fyrir einvigið. i henni eiga sæti þeir Guðmundur Arnlaugsson, Framhald á bls. 46 Meðalháseta- hlutur 405 þús. kr. Meðalhásetahlutur á vest- firzku skuttogurunum er nú 405 þús. kr. á mánuði miðað við að þeir afli svipað og á sfðasta ári. Hins vegar er meðalhásetahlutur á öllum minni skuttogurum lands- manna 359 þús. kr. á mánuði, miðað við sama aflamagn og f fyrra og verðlag nú. Orlof er hér ekki reiknað með, en út- haldsdagar taldir vera 330 tals- ins. - Framhald á bls. 38 Ragnarsson. Að erindunum lokn- um svöruðu þessir sömu menn fyrirspurnum fundarmanna, og einnig sátu fyrir svörum þeir Ein- ar B. Ingvarsson aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra, Jón I. Arn- alds ráðuneytisstjóri, Halldór Hermannsson skipstjóri og Þórð- ur Eyþórsson fulltrúi. 1 ræðu sinni á ráðstefnunni vitnaði Matthías Bjarnason sjáv- arútvegsráðherra i skýrslu Þjóð- hagsstofnunar og sagði: „Eftir hækkun skiptaverðmætis um ná- lægt 68% og lækkun skiptapró- sentu um 14.4% hækka aflahlutir til sjómanna milli áranna 1975—1976 um 2.9 milljarða kr. eða 46%. Ekki liggur ljóst fyrir hver breyting hefur orðið á fjölda sjómanna og þar með tekjum á hvern sjómann. Hins vegar má geta þess til sam- anburðar, að kauptaxtar verka- fólks og iðnaðarmanna hafa hækkað um 26—27% og meðal atvinnutekjur þeirra um 30% Framhald á bls. 46 „Þjófur í Paradís”: Borgardómur felldi lögbannið úr gildi DÓMUR var f gær kveðinn '_^>p f borgardómi Reykjavfkur f máli, sem Sigrfður Jónsdóttir og börn hennar og Tómasar Jónssonar höfðuðu til staðfestingar á lög- banni, sem að þeirra beiðni var sett á lestur sögunnar „Þjófur f Paradfs" eftir Indriða G. Þor- steinsson f útvarp fyrir nokkrum mánuðum. Varð niðurstaða dóms- ins sú, að Indriði G. Þorsteinsson og Rfkisútvarpið var sýknað af öllum kröfum og lögbannið úr gildi fellt. Dóm þennan kváðu upp Guðmundur Jónsson borgar- dómari, sem var dómsforseti, og meðdómendurnir Jón Arnalds lögfræðingur og Vésteinn Ólason lektor. Málskostnaður var felldur niður, en málsaðilar verða að greiða lögfræðingum sinum sjálfir kostnað við rekstur máls- ins. Lögfræðingur stefnenda var Kristján Eiríksson hrl., lögfræð- ingur Indriða G. Þorsteinssonar var Hrafnkell Ásgeirsson hrl. og lögfræðingur Ríkisútvarpsins var Lúðvik Ingvarsson prófessor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.