Morgunblaðið - 29.03.1977, Blaðsíða 22
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1977
Heildarloðnuaflinn
orðinn 544 þúsund
lestir um helgina
SAMKVÆMT skýrslum Fiskifél-
ags fslands hafði 81 skip fengið
einhvern afla s.l. laugardags-
kvöld. Vikuaflinn var samtals
26.344 lestir, og heildaraflinn frá
byrjun vertíðar samtals 544.663
lestir. Á sama tíma f fyrra var
heildaraflinn samtals 326.530
lestir og þá höfðu 76 skip fengið
afla.
Aflahæstu skipin i vikulokin
voru:
1. Sigurður RE 4 — 20.324 lestir.
Skipstjórar Kristbjörn Árnason
og Haraldur Ágústsson.
2. Börkur NK 122 — 18.390 lestir.
Skipstjórar Magni Kristjánsson
og Sigurjón Valdimarsson.
3. Guðmundur RE 29 — 17.958
lestir. Skipstjórar Páll Guð-
mundsson og Hrólfur Gunnars-
son. ‘
Loðnu hefur verið landað á 23
stöðum og mest á eftirtöldum
stöðurfi:
Lestir
1. Vestmannaeyjum 90.656
2. Seyðisfirði 57.720
3. Neskaupsstað 43.292
Meðfylgjandi er skýrsla yfir
Hákon ÞH 10.510
Huginn VE 10.451
Þórður Jónass. EA 10.017
Helga Guðmundsd. BA 9.873
Hrafn GK 9.797
Guðm. Jónsson GK 9.557
Skarðsvík SH 9.544
Bjarni Ólafss. AK 9.210
Kap II VE 8.895
Helga II RE 8.652
Óskar Halldórss. RE 8.411
Stapavík SI 8.380
Sæbjörg VE 7.557
Svanur RE 7.175
ísleifurVE 7.133
Magnús NK 6.410
HelgaRE 6.114
Skírnir AK 5.877
Keflvíkingur KE 5.716
Gunnar Jónss. VE 5.622
Hilmir KE 5.553
Freyja RE 5.468
Húnaröst AR 5.322
Náttfari ÞH 5.285
Ársæll Sigurðss. GK 5.274
Flosi IS 5.205
Hrafn Sveinb.s. GK 5.106
Ársæll KE 4.904
Vörður ÞH 4.873
Skógey SF 4.843
afla báta og skýrsla um löndunar- Dagfari ÞH 4.770
hafnir. Víkurberg GK 4.557
Sigurður RE 20.324 Sigurbjörg OF 4.461
Börkur NK 18.390 Vonin KE 4.340
Guðmundur RE 17.958 Sæberg SU 4.270
Gísli Árni RE 16.614 FaxiGK 3.948
Grindvíkingur GK 14.518 Andvari VE 3.656
Pétur Jónsson RE 14.226 Árni Magnúss. AR 3.425
Súlan EA 13.894 Arnarnes HF 3.405
örn KE 12.818 Kári Sólm.s. RE 3.300
Hilmir SU 12.766 Ólafur Magnúss. EA 3.102
Eldborg GK 12.538 Þorkatla II GK 2.586
Rauðsey AK 12.462 Bára GK 2.577
Loftur Baldvinss. EA 12.272 GeirGoði GK 2.489
Fífill GK 12.016 Bylgja VE 2.342
Albert GK 11.705 Sóley AR 2.297
Gullberg VE 11.138 Víkingur AK 2.112
Jón Finnsson GK 10.946 Arnar AR 2.022
Árni Sigurður AK 10.608 Bergur VE 2.016
Árni Sig. AK 10608 Hamravík KE 1.934
Ásberg RE 10.572 Framhald á bls. 38
Önnur aðferð við út-
hlutun síldveiðileyfa
EINS OG Morgunblaðið skýrði
frá f sfðustu viku þá hefur Haf-
rannsóknastofnunin lagt til við
sjávarútvegsráðuneytið að leyfa
veiði á 25 þúsund lestum af síld f
haust. Undanfarin tvö ár, eða frá
þvf að sfldveiðar hófust á ný við
Suðausturland, hefur ákveðnum
kvóta verið úthlutað á hvert skip,
sem sótt hefur um leyfi til veið-
Iskov væntanleg-
ur til Islands
ISKOV, sjávarútvegsráðherra
Sovétríkjanna, er væntanlegur til
íslands einhverntíma á næstunni
og er jafnvel búist við honum í
apríl n.k. Upphaflega var ráðgert
að Iskov kæmi hingað í þessum
mánuði en, sú áætlun breyttist
vegna anna hjá ráðherranum I
viðræðum um fiskveiðilögsögu-
mál /■ við Efnahagsbandalag
Evrópu og Norðmenn.
Á sjávarútvegsráðstefnunni,
sem haldin var í Hnífsdal á
sunnudag, kom það fram hjá
Matthíasi Bjarnasyni sjávarút-
vegsráðherra, að á meðan Iskov
dvelur á íslandi mun hann undir-
rita samning Sovétríkjanna og Is-
lands um fiskverndun og fiskileit.
anna og hafa færri fengið leyfi en
viljað hafa.
Matthías Bjarnason sjávarút-
vegsráðherra sagði á sjávarút-
vegsráðstefnunni í Hnífsdal s.l.
sunnudag, að sami háttur yrði
hafður á I haust. Hins vegar sagði
ráðherra, að hann hefði hug á, að
önnur skip en verið hefðu fengju
leyfi til veiðanna í haust. Flest
þeirra stóru nótaskipa, sem feng-
ið hefðu leyfi til veiðanna s.l. 2 ár,
hefðu nú möguleika á að stunda
sumarloðnu og jafnvel koimunna-
veiðar. Með því að veita öðrum
skipum leyfi til sildveiðajina
myndi ásókn i þorskstofninn
minnka að vissu marki, því ef-
laust myndu mörg þessara skipa
stunda þorskveiðar ef þau fengju
ekki síldveiðileyfið.
t gær voru sýningaraðilar að leggja sfðustu hönd á undirbúning
sýningarbásanna. (Ljósm. Mbl. Rax.).
W
Islenzk mat-
vælakynning
opnuðí dag
KYNNING á fslenzkum mat-
vælum hefst f dag f húsi
iðnaðarins við Hallveigarstfg
og verður hún opnuð kl. 14.00.
Aðgangur er ókeypis. Kynning
þessi verður sfðan opin daglega
milli kl. 12 á hádegi til kl. 22 til
sunnudags og gefst fólki kostur
á að kynna sér framleiðslu inn-
lendra fyrirtækja á sviði mat-
vælaframleiðslu og bragða á
týmsum framleiðsluvörum.
Það er íslenzk iðnkynning,
sem stendur fyrir þessari mat-
vælakynningu og sagði Pétur
Sveinbjarnarson, framkvæmda-
stjóri iðnkynningar, að þetta
væri fyrsta matvælakynning
hérlendis og kvaðst vona að
eftir þetta brautryðjendastarf
myndu fleiri slíkar matvæia-
kynningar fylgja í kjölfarið. 26
fyrirtæki kynna framleiðslu-
vörur sinar í 15 sýningardeild-
um og eru tvær sérkynningar, 6
lagmetisframleiðendur standa
sameiginlega að vörukynningu
og 7 sælgætisframleiðendur
kynna framleiðslu sína. Þau
matvæli, sem kynnt verða, eru:
kjöt, ostar, smjör, mjólk, ís, lag-
meti, brauð og kökur, súpur,
kex, smjörlíki, drykkjarvörur,
sælgæti og sultur.
Eins og fyrr segir gefst
gestum færi á að bragða á fram-
leiðsluvörum flestra fyrirtækj-
anna og nokkur fyrirtæki munu
bjóða vörur sínar á sérstöku
kynningarverði. Þá er einnig
unnt að fá uppskriftir og á
hverjum degi verður gesta-
happdrætti og dreginn út einn
vinningur. í dag verða 300 lítr-
ar af Tropicana í verðlaun, en
það er ársneyzla 4 manna fjöl-
skyldu.
Á matvælakynningunni
verða sérstakir dagar helgaðir
einstökum matvælategundum,
á morgun lagmeti, á fimmtu-
daginn sælgæti, föstudag mjölk
og brauð, laugardag kjöt og
sunnudag gosdrykkir og aðrar
drykkjarvörur, en til gamans
má geta þess að ársneysla á
hvert mahnsbarn af gosdrykkj-
um er um 67 lltrar. Þess má
einnig geta að fyrirtækin eru
mjög misjafnlega gömul, hin
elstu frá 1926, en hin yngstu
stofnuð á s.l. ári, 13 fyrir 1950
og 13 eftir 1950 en sumar
greinar matvælaiðnaðarins eru
mun eldri. Pétur Sveinbjarnar-
son sagði að takmark þessarar
matvælakynningar væri að fólk
kæmi og kynntist íslenskum
matvælaiðnaði og að enginn
færi svangur út.
Vestfirdir:
Heimilað að veiða
ÍOOO tonn af hörpudiski
©
INNLENT
Á ÞESSU ári er gert ráð fyrir að
1000 lestir af hörpudiski verði
veiddar á Vestfjörðum, en þessar
veiðar hafa að mestu legið niðri
þar f nokkur ár, nema hvað eitt-
hvert magn hefur verið unnið á
Bfldudal og Patreksfirði.
Haf-
rannsóknastofnunin mun fyrir
nokkru hafa lagt til við Sjávarút-
vegsráðuneytið að það heimilaði
veiði á 500 lestum af hörpudiski f
tsafjarðardjúpi, og á 500 lestum
annars staðar á Vestf jörðum eða f
Arnarfirði, Dýrafirði og Tálkna-
firði.
Fjórir bátar hafa nú fengið
leyfi til hörpudisksveiða frá ísa-
firði, eru þrír bátanna á vegum
niðursuðuverksmiðju O.N. Olsen
og 1 á vegum Rækjustöðvarinnar.
Verksmiðja O.N.Olsen hefur nú
fest kaup á mjög fullkominni
hörpudisksvinnsluvél frá Skot-
landi og kostaði vélin um 20
milljónir króna.
í samtali við Morgunblaðið
sagði Theódor Norðquist, fram-
kvæmdastjóri verksmiðjunnar, að
vinnsla með vélinni ætti að hefj-
ast í dag og I gærkvöldi kom full
trúi framleiðanda i Skotlandi til
aó fylgjast með vélinni I byrjun.
Hörpudisksvélin er mjög afkasta-
mikil og getur unnið 4 tonn af
hörpudisk upp úr sjó á klukku-
stund. Sagði Theódór að það væri
nauðsynlegt fyrir fyrirtækið að fá
aukinn kvóta ef vélin ætti að bera
sig og kvað hann sig ekki skilja
hvers vegna annað fyrirtæki á
ísafirði hefði fengið leyfi til
vinnslu. Þar ætti að handskera
hörpudiskinn, en menn hefðu gef-
ist upp á þeirri aðgerð vegna mik-
ils kostnaðar fyrir nokkrum ár-
um.
Fyrsti
samninga-
fundurinn
á morgun
Ríkissáttasemjari Torfi
Hjartarson hefur boðað samn-
inganefndir Alþýðusambands ís-
lands og Vinnuveitendasambands
Islands til fyrsta samninga-
fundarins um kaup og kjör klukk-
an 14 á morgun að Hótel Loftleið-
um.
Að sögn Torfa verður þetta
mjög fjölmennur fundur en i
samninganefnd ASÍ munu vera
37 manns og 27 manns í samn-
inganefnd VSÍ. Þá mun nýskipuð
sáttanefnd verða á fundinum en
Torfi Hjartarson er formaður
hennar.
Áformað er í dag að nokkrir
aðilar úr- hvorri samninganefnd
hittist hjá sáttasemjara til undir-
búnings samningagerðinni.
Grindavíkurhöfn:
Tveimur mönn-
um bjargað á
síðustu stundu
Grindavík, 28. marz.
TVEIR menn duttu f höfnina um
helgina en báðum var fyrir snar-
ræði bjargað á sfðustu stundu.
Aðfararnótt laugardagsins féll
ungur maður í höfnina af þilfari
báts. Skipverjar á nærstöddum
bát, Fjölni GK, urðu varir við
þetta og gátu þeir náð manninum
upp. Hann hefur alveg náð sér.
I gærkvöldi datt svo fullorðinn
maður í höfnina. Fyrir tilviljun
heyrðu skipverjar á Jóhannesi
Gunnari GK þegar maðurinn
hrópaði á hjálp og gátu þeir náð
honum úr höfninni. Maðurinn var
orðinn mjög kaldur og liggur
hann nú á sjúkrahúsinu í Kefla-
vík.
— Guðfinnur.
Keppni í lands-
liðsflokki hefst
á fimmtudaginn
KEPPNIN f landsliðsflokki á
skákþingi íslands hefst á fimmtu-
daginn, en 12 skákmenn keppa í
þessum flokki. Flest stig þeirra
hefur Helgi Ólafsson hlotið, eða
2440, en Islandsmeistarinn frá í
fyrra, Haukur Angantýsson, er
með 2390 stig. Haukur hefur Iftið
teflt sfðan á sfðasta skákþingi,
enda verið til sjós á ísafold, sem
gerð er út frá Danmörku.
Aðrir þátttakendur i landsliðs-
flokki Skákþingsins að þessu
sinni verða eftirtaldir, stig þeirra
innan sviga: Jón L. Árnason
(2385), Björgvin Víglundsson
(2370). Margeir Pétursson
(2340), Júlíus Friðjónsson
(2320), Björn Þorsteinsson
(2300), Kristján Guðmundsson
(2300), Ásgeir Þ. Árnason
(2285), Gunnar Gunnarsson
Gunnar Finnlaugsson (2225) og
Þröstur Bergmann (2215).
Flugverndarfélagið:
Kvikmyndasýning
og aðalfundur
SfÐASTI fræðslufundur Fugla-
verndarfélags islands á þessum vetri
verSur haldinn I Norræna húsinu
miðvikudaginn 30. marz og hefst
hann kl. 20.30.
Sýndar verða kvikmyndir af fugla-
Iffi. — Disney-mynd um sjaldgæfa
fugla og aldauSa, og mynd um fugla-
Iff f skógum Frakklands.
A8 kvikmyndasýningunni lokinni
verSur haldinn aSalfundur Fugla-
verndarfélags Íslands.