Morgunblaðið - 29.03.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.03.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1977 29 Jafntefli í tíunda sinn Hvltt: Vlastimil Hort Svart: Boris Spassky 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5 — a6, 4. Ba4 (I 10. skákinni lék Hort hér 4. Bxc6 og sigraði. Hann hefur þó ekki búist við að koma að tómum kofanum hjá Spassky öðru sinni) Rf6, 5. 0-0 — Be7, 6. Bxc6 — (Mun algengara er 6. Hel, en Hort vill ekki gefa Spassky kost á að tefla Breyer afbrigðið sem hann gjörþekkir 6. Hel — 0-0, 7. c3 — d6, 8. h3 — b5, 9. Bb3 — Rb8) dxc6, 7. d3 (Aðrir möguleikar í stöðunni eru 7. Del — Rc3 og Hel, 7. d3 miðar m.a. að þvi að svara 7.. .Bg4 með 8. Rbd2) Rd7, 8. Rbd2 (í skákinni Kura- jica — Smejkal Wijk aan Zee 1976 reyndi hvítur hér 8. d4?!, en fékk iakari stöðu eftir 8... exd4, 9. Rxd4 — 0-0, 10. Rc3 — Re5, 11. b3 — Bc5, 12. Rce2 —• Dh4!) 0-0, 9. Rc4 — f6, 10. Rha4 — Rc5, 11, Df3 (í skák þeirra Karpovs og Petrosjans í sovézku deildakeppninni 1975 var hér samið um jafntefli eftir 11. Rf5 — Bxf5, 12. exf5 — Dd5, 13. Dg4 — e4, 14. Re3 — De5, 15. Rc4 — Dd5) Re6! (Jafn- ar taflið. Eftir ll...He8 hefði hvítur e.t.v. tima til að byggja upp sókn á kóngsvæng með 12. Re3 og 13. Ref5) 12. Rf5 (12. Dg3? geng- ur auðvitað ekki vegna 12.. ,Rd4 og svartur vinnur a.m.k. peð) Rd4, 13. Rxd4 — Dxd4, (13. ..exd4 var auðvitað lakara vegna 14. Dg3 með hótuninni 15. Bf4) 14. Be3 — Dd8, (Minnugur 10. skákarinnar hefur Spassky ekki viljað veikja peðastöðu sina á drottningarvæng með 14.. .Dd7, 15. h3 — b5?!) 15. Ra5!? (Markmiðið með þessum undarlega riddaraleik virðist vera að halda biskup svarts á c8 og e.t.v. lokka svart til að veikja sig með b7 — b6 siðar) Bb4, 16. Rb3 — Bd6, 17. De2 (Eftir 17. Dg3 kemur 17.. ,f5 sterklega til greina) De7, 18. f3 (18. f4 — exf4, 19. Bxf4 — Bxf4, 20. Dxf4 — Dd6 leiðir heldur ekki til neins fyrir hvít) a5, 19. a4 — Be6, 20. Rd2 — Bc5, 21. Df2 — Bxe3, 22. Dxe3 — Db4! (Hörku- leikur sem heldur hvitum við efn- ið) 23. b3 — llfd8, 24. Hfcl — Hd7, 25. Rfl — b6 (Svartur stend- ur nú örlítið betur vegna virkari stöðu sinnar) 26. Rg3 — Dd4, 27. Dxd4 — Hxd4, 28. Re2 — Hd7, 29. Kf2 — c5, 30. Rc3 — Hf8, 31. Hel — g5 (Svartur þreifar fyrir sér, en hvíta staðan reynist of traust) 32. g3 — Hg7, 33. He3 — Kf7, 34. Hhl — Hfg8, 35. lleel — h5, 36. Rdl — h4, 37. Re3 (Eftir 37. g4 getur hvítur aðeins beðið eftir þvi að svartur brjótist I gegn á drottningarvæng) Hh7, 38. Rg2 — Bh3, 39. Re3 — Be6, 40. Rg2 Jafntefli. eftir Margeir Pétursson Djörf taflmennska Larsens dugði ekki gegn Lajos Portisch UNGVERSKI Stórmeistarinn Lajos Portisch tryggði sér sigur í einvigi sínu við Bent Larsen með þvi að sigra i 10. einvígisskákinni, sem tefld var á laugardag. Þrátt fyrir að munurinn á milli kepp- enda væri talsvert mikill, 6'/i — 3V4, var einvígið þó alls ekki án spennu, því báðir keppendur frömdu oft furðuleg mistök i hita leiksins. Frammistaða Larsens hlýtur að valda talsverðum von- brigðum eftir sigur hans á milli- svæðamótinu í Biel, en snarpur skákstill hans virðist njóta sín betur i mótum en einvígjum. Lajos Portisch hefur verið meðal sterkustu stórmeistara i heimi um árabil, en hann hefur þó aldrei á skákferli sínum náð eins langt og núna. Við skulum nú líta á 10. einvigisskákina, en óneitanlega virðist Larsen hafa teflt hana tals- vert undir styrkleika. Hvftt: Lajos Portisch Svart: Bent Larsen. Kðngsindversk vörn 1. Rf3 — g6, 2. c4 — Bg7, 3. d4 — Rf6, 4. g3 — 0-0, 5. Bg2 — d6, 6. Rc3 — c6, 7. 0-0 — Bf5!? (Larsen heldur mjög upp á þennan leik. Hugmyndin er að hindra e2 — e4 hjá hvitum með því að leika sjálf- ur Rf6 — e4) 8. Rh4! — Bd7?! (Þessi leikur bætir ekki stöðu svarts. 1 einni af einvigisskákum þeirra Botvinniks og Smyslovs 1957 lék sá siðarnefndi hér 8... Be6. Framhaldið varð: 9. d5 — exd5, 10. cxd5 — Bd7, 11. Be3 — Ra6, 12. Bd4 — Da5 með aðeins betra tafli fyrir hvit) 9. e4 — e5, 10. Rf3 — He8, 11. h3 — Ra6, 12. Hel — exd4, 13. Rxd4 (Nú er komin upp þekkt gerð af stöðum i 4. g3 afbrigðinu i Kóngsind- verskri vörn. Svartur á þó hér i talsvert meiri erfiðleikum en venjulega vegna slæmrar stöðu biskupsins á d7 sem gerir peðið á d6 að enn meiri veikleika) Db6?!, (Betra var 13... Rc5. T.d. 14. Bf4 — Re6, 15. Bxd6? — Rxd4, 16. Dxd4 — Rxe4! eða 14. Rxe6 — Bxe6, 15. b3 — Rh5. Bezt er senni- lega 14. Rb3 og svartur á við ein- hverja erfiðleika að etja) 14. Rb3 — Had8, 15. Be3 — c5? (Eftir þennan leik er staða svarts töpuð. Eini möguleikinn var 15... Dc7 þó að hvítur geti þá valið um að viðhaldspressunni með 16. Dc2 og 17. Hadl eða að skipta upp i mun betra endatafl með 16. Bf4 — Be6, 17. c5 — Bxb3, 18. cxd6 — Bxdl, 19. dxc7 — Rxc7, 20. Bxc7 — Hc8, 21. e5! — Rd7, 22. Bd6 — • b c d • fgh 16. Bg5! — (Nú kemst svartur ekki hjá skiptamunstapi) Be6, (Eftir 16... h6, 17. Bxf6 — Bxf6, 18. Rd5 tapar svartur manni) 17. Df3 — Rd7, 18. Bxd8 — IIxd8, 19. Rd5 — Bxd5, 20. exd5 — Bxb2, 21. Habl — Bg7, 22. Rd2 — Da5 (eða 22. . . Dc7, 23. He7) 23. Hxb7! — Dxd2, 24. He7 — f5, 25. Hbxd7 — Hxd7, 26. Hxd7 — Dxa2, 27. De3 — Dal +, 28. Kh2 — De5, 29. Dxe5 — Bxe5, 30. f4 og svartur gafst upp. Það verður þvi Lajos Portisch sem mætir Hort eða Spassky I fjórðungsúrslitum áskorendaeinvígjanna. Tiðindalhii skák á Ítalíu EKKI dró til tiðinda i 10. einvigis- skák þeirra Petrosjans og Korchnois sem var tefld á laugar- dag. Höfðu menn þó búist við að Petrosjan, sem hafði hvitt og er nú einum vinningi undir, mundi láta sverfa til stáls. Skákáhuga- menn urðu þvi fyrir talsverðum vonbrigðum, er samið var í 15. leik i daufri skák. Reyndar herma fregnir frá Ítalíu þar sem einvigið fer fram að Korchnoi líti út fyrir að vera fullur sjálfstrausts á meðan Petrosjan gangi eirðarlaus um gólf. Hvftt: Tigran Petrosjan Svart: Viktor Korchnoi Drottningarindversk vörn 1. d4 — e6, 2. c4 — Rf6, 3. Rf3 — b6, 4. g3 — Bb7, 5. Bg2 — Be7, 6. 0-0 — 0-0, 7. Rc3 — Re4, 8. Dc2 — Rxc3, 9. Dxc3 — Be4 (Þessi leik- ur var talsvert vinsæll hér áður fyrr, en nú er 9... c5 algengara sbr. 9. einvigisskák Polugaevskys og Meckings). 10. Bf4 — Rc6, 11. Hfdl — d5, 12. Re5, (12. cxdð — Dxd5, 13. Rel? er svörtum i hag eftir 13... Bb4!) Rxe5, 13. Bxe5 — Bxg2, 14. Kxg2 — c6, 15. Hacl. Hér bauð Petrosjan jafntefli, sem Korchnoi þáði. Petrosjan fékk frest ELLEFTU skák Petrosjans og Kortsnojs, sem tefla átti í gær var frestað samkvæmt ósk Petrosjans. Sagðist hann ekki vera við góða heilsu og verður skákin tefld á miðvikudaginn ef Petrosjan braggast. Staðan f ein- viginu er nú þannig að Kortsnoj hefur 5V4 vinning, en Petrosjan, sem er fyrrverandi héimsmeist- ari, er með 4V4 vinning. Heitt f kolun- um í Lucerne TÍUNDA einvlgisskák þeirra Meckings og Polugaevskys var tefld á laugardag, en sem kunn- ugt er baó Polugaevsky um frest- un vegna höfuðverkjar á miðviku- dag. Vmsir halda þvi þó fram að um höfuðverkinn einan hafi ekki verið að ræða, heldur hafi Poluga- evsky viljað kynna sér gang mála á Ítalíu þar sem þeir Petrosjan og Korchnoi eigast við. Sagt er að ef Petrosjan tapi þá tapi Poluga- evsky einnig því hann vill ekki eiga yfir höfði sér taugastrið eins og nú geisar á Italíu. Annars dró mjög til tfðinda í 10. skák Meckings og Polugaevskys eftir að skákin hafði farið i bið. Þegar Mecking var i miklu tima- hraki varð Polugaevsky það á að fella einn af mönnunum á borð- inu án þess að rétta hann við f sínum eigin tima. Mecking taldi þetta að sjálfsögðu freklegan dónaskap og kvartaði við dómar- ann, en sá þorði ekki að taka afstöðu. Polugaevsky sá þó að sér og bauð jafntefli í stöðu sem var talin talsvert betri á hann. Meck- ing þáði boóið, en kærði þó skák- ina. Hvftt: Henrique Mccking Svart: Lev Polugaevsky Drottningarindversk vörn 1. Rf3 — Rf6, 2. c4 — b6, 3. g3 — Bb7, 4. Bg2 — e6, 5. 0-0 — Be7, 6. Rc3 — 0-0, 7. d4 — Re4, 8. Bd2 (t níundu skákinni lék Polugaevsky hér 8. Dc2 sem leióir til einfald- ara tafls) — Bf6, 9. Dc2 — Rxd2, 10. Dxd2 — d6, (Eftir 10.. . d5, 11. Re5! stendur hvítur betur) 11. e4 — Rd7, 12. d5 — Re5!? (Athyglis- verð nýjung. I skák þeirra Framhald á bls. 38 Staðan nú gjörbreytt í einvíginu HVORKI Hort né Spassky komust í rauninni neitt áleiðis í skák þeirra i fyrrakvöld og eðlileg niðurstaða varð því jafntefli. Það var heimsmeistarinn fyrrverandi, Boris Spassky, sem bauð það og Hort gat varla annað en sagt já takk. Hafði Hort hvítt í skákinni, en fór rólega í sakirnar og undir lok skákarinnar hafði hann þrengra tafl og heldur lakara ef eitthvað var. Mikill mann- fjöldi fylgdist með skákinni á sunnudaginn, sennilega fleiri en nokkru sinni fyrr i þessu ein- vigi. Áhorf- endur hafa trú- lega verið eitthvað á áttunda hundraðið, en uppselt varð á skömmum tíma. Var þá gripið til þess ráðs að opna Vikingasalinn fyrir skákgesti og var skákin skýrð þar fyrir á annað hundrað manns. Skákin var tiltölulega róleg, en þó mikil undiralda i henni. Byrjunin mun vera kennd við Ruy Lopes og gjarnan kölluð spánski leikurinn. Hafa tékknesk- ir skákmenn talsvert notað þessa byrjun, þannig að hún hefur varla komið Spassky á óvart. Hvorugur skákmannanna náði afgerandi frumkvæði í skákinni, en Spassky tókst þó að ná heldur rýmri stöðu. Jafntefli var samið i 39. leik eins og áður sagði. Er Spassky gekk út úr skák- salnum strax og pappírar höfðu verið undirritaðir, var þar greini- lega þreyttur maður á ferð. Er hann beið eftir lyftunni studdi hann sig upp við vegginn og grúðfi andlitið i höndum sér. Þar fór greinilega þjáður maður, en að hann væri eins illa haldinn og síðar kom í ljós grunaði ekki þá er með fylgdust. Næturlæknir var sóttur til Spasskys skömmu siðar og undir hádegi í gær var hann fluttur á sjúkrahús. Var hann þar til rannsóknar og dró heldur af honum en hitt er leið á daginn. Þau Marina Spassky og Smyslov voru hjá Spassky síðari hluta dags í gær. Staðan i einvíginu hefur nú gjörbreytzt. Hvað gerist næstu daga er ekki gott að segja, en trúlega verður bið á að næsta skák verði tefld. Ekkert sparkað undir borðum Það var margt spjallað á Loft- leiðum meðan skákmennirnir sátu að tafli i gær. Skákin þótti heldur róleg svo menn gátu rætt um heima og geima án þess að eiga á hættu að missa af nokkrum stórviðburðum. Ingvar Ásmunds- son sagði frá þvi, að á einhverju móti í Bandaríkjunum hefðu skákmennirnir óspart sparkað hvor í annan undir borðið og þeir Kortsnoj og Petrosjan háó svip- aða baráttu undir borði í frægu einvígi þeirra 1974. Það var ekki laust við að menn vildu að eitt- hvað slíkt gerðist á Loftleiðum. Svo hefur þó ekki verið, endaþeir Hort og Spassky sannir iþrótta- menn. Hort ku ætla að vera að minnsta kosti eina viku hér á landi eftir að einviginu lýkur og hefur falazt eftir þvi við unga, snoppufríða stúlku að hún aki honum um í nágrenni Reykjavíkur, e.t.v. Þing- vallahringinn og sýni honum sögustaði. Kannski fær Hort tíma til annars en skáklistar meðan Spassky jafnar sig af veik- indunum. Hort mætti til skákarinnar á sunnudaginn á tilsettum tima og stikaði stórum. Hampaði hann stórum eldspýtnastokk, með vindlapakka upp á vasann. Bauð hann Spassky af rausn sinni eld- spýtu og fyllti reyndar stokk þess síðarnefnda, sem var af venju- legri stærð. Síðan hófst taflíð og tíunda jafnteflið var samið eftir 39 leiki, aðeins tvisvar hefur skák i einviginu lokið með sigri. Spassky vann þriðju skákina, Hort þá elleftu. Gunnar Gunnars- son aðstoðardómari sagði í lok skákarinnar að þetta hefði verið augljóst jafntefli allan tímann, en það má auðvitað ekki hafa það eftir Gunnari. Baldur Möller og Guðmundur Arnlaugsson ræðast við á Loft- leiðum á sunnudaginn. Eru þeir I dómnefnd þeirri, sem skipuð var fyrir einvfgið og þarf nú að skera úr um hvað gerist. Er Guðmundur Arnlaugsson formaður nefndar- innar. eftir Ágúst I. Jónsson „Spassky hafði rýmra, en hvað gat hann gert?” EINS og menn voru ósammála um jafnteflið, sem samið var 111. skákinni á þriðjudaginn fyrir viku, voru menn almennt sam- mála um að ekkert hefði verið I stöðunni eftir 39 leiki á sunnu- daginn, annað en jafntefli. Við spjölluðum stutta stund við dr. Vladislav Alster að lokinni skákinni og sagði hann að skákin hefði verið baráttuskák, þar sem hvorugur hefði gefið neitt eftir. Þegar reynt hefði verið til þraut- ar hefði eðlilegt jafntefli verið samið. — Það er mikið rétt, Spassky hafði rýmra tafl undir lokin, — en hvað gat hann gert? sagði dr. Alster. — Ef hann reyndi að sprengja eitthvað upp, t.d. að skipta upp á öllum hrókunum, stóð hann eftir með verri stöðu. En að það hefði dugað Hort til sigurs er ég vantrúaður á. Það var ekkert i þessu annað en jafntefli. Þetta var athyglisverð skák og það er mjög sjaldgæft að sjá öll peðin 16 standa eftir á borðinu eftir 39 leiki, sagði dr. Vladislav Alster.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.