Morgunblaðið - 29.03.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.03.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1977 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar IVIatthias Johannessen Styrmir Gunnarsson Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingasjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 1010C Auglýsingar Aðalstræti 6. simi 22480 Áskriftargjald 1100.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasolu 60.00 kr. eintakið. Hvað hefur atvinnurekst- urinn gert til að geta greitt hærra kaupgjald? Undanfarnar vikur hefur mjög verið rætt um kröfugerð verkalýðsfélaganna og áhrif hennar á afkomu atvinnuveg- anna og þjóðarbúsins, ef hún nær fram að ganga En það eru til fleiri hliðar á kjaramálunum en þær, sem snúa að launþega- samtökunum og þeim kröfum, sem launþegar gera til hækkandi launa. Hér er átt við það, sem að atvinnurekendum snýr og hvernig atvinnureksturinn er í stakkinn bÍBnn til þess að taka á sig kjarabætur. Um margra ára skeið voru það hefðbundin viðbrögð hjá atvinnurekendum að lýsa þvíyfir við upphaf kjarasamninga, að atvinnureksturinn gæti ekka staðið undir nokkrum kjarabótum og skrifa nokkrum vikum síðar undir samninga um verulegar kauphækkanir. Þetta var ekki traustvekjandi afstaða og dró úr tiltrú almennings til atvinnurekenda. Á þessu hefur orðið veruleg breyting hin síðari ár og engin vafi er á því, að yfirleitt er það vilji atvinnurekenda að greiða starfsfólki sánu eins há laun og kostur er, enda er það í þágu atvinnurekstursins sjálfs að landsmenn búi við góð launakjör. Sú yfirlýsing Davlðs Schevings Thorsteins- sonar, formanns Félags tslenzkra iðnrekenda, fyrir nokkrum dögum, að iðnaðurinn sé tilbúinn til þess að greiða starfsfólki stnu mun hærri laun, ef tilteknum skilyrðum um aðbúnað iðnaðarins er fullnægt, er einnig til marks um ný viðhorf t röðum atvinnurek- enda. Nú þegar nýir og örlagartkir kjarasamningar standa fyrir dyrum er ástæða til þess að beina athygli manna að málefnum atvinnu- veganna og varpa fram nokkrum gagnrýnum spurningum. í fyrsta lagi er það alveg Ijóst, að geysileg yfirvinna er unnin f fjölmörgum atvinnugreinum. Þetta á bæði við um ýmsar fram- leiðslugreinar, ekki sízt t fiskvinnslu en einnig um margar þjónustugreinar. Kostnaður við yfirvinnu er margfaldur á við dagvinnukaupið. Úr þvt að atvinnureksturinn hefur haft efni á þvt að greiða svo mikinn yfirvinnukostnað, sem raun ber vitni um, hlýtur sú spurning að vakna, hvort hægt sé með aukinni hagræðingu og betra skipulagi á framleiðslunni, að draga úr yfirvinnu en nota það fjármagn, sem á undanförnum árum hefur farið t yfirvinnukostnað, til þess að hækka dagvinnukaupið Sjálfsagt er hægt að færa fram ýmsar skýringar og röksemdir gegn skoðunum af þessu tagi, ekki stzt t fiskvinnslu, þar sem afli berst á land með mismunandi hætti, og kallar óhjákvæmilega á mikla yfirvinnu. Hér er þó um að ræða þátt t kjarasamningunum, sem full ástæða er til að taka til alvarlegrar umræðu. í öðru lagi er vitað, að í atvinnulífinu er mjög mikið um yfirborganir, þ.e.a.s. atvinnurekendur greiða starfsfólki stnu verulega hærri laun en nemur gerðum kjarasamningum. Þessar yfirborganir eru sjálfsagt mjög mismunandi eftir atvinnugreinum og mismunandi útbreiddar, en kunnugir menn telja, að ekki sé óalgengt, að yfirborganir nemi um 20—25% ofan á gerða kjarasamninga. Úr þvt að sltkar yfirborganir eru jafn útbreiddar og raun ber vitni um, ætti að vera Ijóst, að atvinnureksturinn hefur talið sig færan um og sér í hag að greiða starfsfólki stnu mun hærri laun í fjölmörgum tilvikum en nemur umsömdum taxta launþegafélaganna. í þriðja lagi má spyrja, hvort atvinnurekstrinum sé nægilega vel stjórnað. Það getur ráðið maklu um afkomu og möguleika á að greiða starfsfólki hærri laun, hvort fyrirtækjum er vel eða illa stjórnað, starfsemi þeirra vel eða illa skipulögð. í fjórða lagi er eðlilegt að spurt sé, hvort atvinnufyrirtækin hafi reist sér hurðarás um öxl með of mikalli fjárfestingu á undan- förnum árum. Rangar stjórnunarákvarðanir af þvt tagi geta átt sinn þátt f því, að atvinnureksturinn geti ekki borgað nægilega hátt kaupgjald Um leið og menn leggja út í of mikla og dýra fjárfestingu, sem fyrirtæki þeirra ( raun og veru geta ekki staðið undir, er auðvitað augljóst, að svigrúm fyrirtækjanna til þess að greiða hærra kaupgjald er mun minna en ella væri. Þetta er einn af þeim þáttum, sem áhrif hafa á kjör almennings t landinu. Hér setja lánastofnanir ekki skilyrði um takmörkun fjárfestinga, eins og víða er gert erlendis. Allt eru þetta þættir t kjaramálunum, sem nauðsynlegt er að ræða ( þeim kjarasamningum, sem framundan eru. Með sama hætti og þess verður krafizt, að launþegasamtökin útskýri með hvaða hætti þau ætla að ná fram þeirri 40—60% hækkun kaupgjalds, sem þau hafa farið fram á, án þess að ný óðaverð- bólgualda skelli yfir, sem fyrst og fremst komi niður á láglauna- fólki, verður (jess einnig krafizt, að foravársmenn atvinnurekenda geri grein fyrir þeim þáttum, sem hér hefur verið drepið á óg geri grein fyrir því, hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar til þess að auka svigrúm atvinnurekstursins til greiðslu hærra kaupgjalds og hvaða aðgerðir eru t undirbúningi I atvinnurekstrinum f sama skyni. Nú er vetur úr bæ Sumardag- urinn fyrsti „Þessu lýkur ekki fyrr en á sumar- daginn fyrsta,” sagði Sigurður vara- fréttastjóri við mig niðri f kaffistofu Rlkisútvarpsins á Skúlagötunna hérna á dögunum, og ég vona, að hann hafi lög að mæla. þvl þetta er indælt strlð sem háð er hér I salarkynnum Flug- leiðamanna í Gylfaginningu Snorra Sturlusonar segir svo: „Hvern dag, þá er þeir (Einherjar) hafa klæzk. þá hervæða þeir sik og ganga út I garðinn ok berjask ok fellr hver annan; Þat er leikr þeirra; ok er llðr at dögurðarmáli, þá rlða þeir heim til Valhallar ok setj- ask til drykkju svá sem hér segir: Allir Einherjar Óðins túnum I höggvask hverjan dag; val þeir kjósa og rlða vigi frá sitja meirr af sáttir saman " Sama er að segja I skákinni. þar verður mannfall svo uppi standa kóng- arnir einir, en að kvöldi verða þeir heilir aftur og geta hafið baráttu á ný næsta dag árla Kapparnir Spassky og Hort eru vlg- reifir I dag Báðir hafa notað tlmann vel og safnað kröftum Kristján forseti vor hefur haldið þeim góða veislu úti á Bessastöðum og mér kæmi ekki á óvart þó á þá renni berseksgangur á endasprettinum Sennilega hafa þeir félagar farið seint á fætur I morgun þvl hvorugur var fáanlegur til að hefja strlðið fyrr en klukkan fimm I eftirmiðdag Llklega hafa þeir vanist (jeim ósið okkar Islend- inga að liggja fram eftir á sunnudögum og skreiðast ekki úr bólinu fyrr en að afliðnum messutlma Mér finnst prestar ættu að taka rögg á sig undir stjórn biskups og drlfa I þvl að reka fólk á fætur á sunnudags- morgnum þó ekki væri til annars en að útlendingar sæju að mannllf hér hefst um svipað leyti á helgum dögum og gengur og gerist I siðuðum löndum. Þetta er hreinasta hörmung þegar mað- ur fer út að spásséra um nluleytið á sunnudögum að sjá ekki kvikindi, nema þá helst nokkrar illa þefjandi mannpersónur á Hlemmtorgi nýskriðn- ar úr Hverfissteini betlandi aura fyrir brennsluspritti. Garnirnar gaula Annars eru menn ekkert upplitsdjarf- ir hér I dag Blaðamenn annaðhvort timbraðir eða ekki búnir að ná sér eftir slðustu skákina. sem endaði með ósköpum eins og mönnum er I fersku minni Mig minnir en er þó ekki alveg viss um að rétt sé munað, að vinir okkar hér á Loftleiðahótelinu hafi I upphafi einvígisins haft orð á þvl að bjóða okkur upp á almennilegan máls- verð áður en yfir lyki og eru nú þegar komið slðustu forvöð að gera alvöru úr þvl Annars er ég hálfsmeykur um að kokkayfirvöld séu hrædd um að við séum eitthvað llkir Boloun þjóni Lúkas- ar höfuðsmanns I sögunni af Svejk dáta en um hann segir Jaroslav Hasek: „Ég er alltaf hungraður, herra liðs- foringi, sagði Baloun Ef einhver leifir brauðbita. kaupi ég leifarnar fyrir vind- linga og ekkert dugir Svona hef ég alltaf verið Stundum finnst mér ég vera orðinn nokkurn veginn saddur, en ekki er þvl að heilsa Eftir andartak fara garnirnar að gaula og maginn er gal- tómur. Ef ég sé eitthvað ætilegt. fer munnvatnið óðara að vætla út úr mér, jafnvel þótt það séu engar kræsingar. Mætti ég mildilegast biðja um tvöfald- an matarskammt, helst vel úti látinn." Þó við hérna séum flestir kviðdregnir og illa útlltandi (nema þá helst hann Bragi hjá Dagblaðinu) þá held ég að við gerum okkur ánægða með einfald- an matarskammt Kannski hann Hilmar veitingastjóri muni eftir okkur um kvöldmatarleytið og sendi okkur hamborgara og kók. sem væri betra en ekkert, þvl óneitan- lega höfum við lagt fram drjúgan skerf til að laða fólk hingað úteftir, og dágóður sjóður hefur áreiðanlega runnið i kassa Flugleiða fyrir okkar tilstilli. Ég mæti alltaf fyrstur á mótstað og sýni óneitanlega mestan áhuga og þessvegna væri ekki úr vegi að lauma að mér svosem einsog einni rjómatertu eða einhverju állka I kaupbæti. Ég ætlaði að nefna þetta við hann Svein blaðafulltrúa en hann sést varla hér á vlgstöðvunum enda varla við þvi að búast að hann blandi mikið geði við venjulegt fólk, eftir að vera kominn I forstjóraklassa Þeir eru pólitlskir strákarnir hérna I kringum mig og auðvitað er framsókn enn efst á baugi enda ekki neinna tiðinda að vænta annars staðar frá Svefnlyf eða brenndur Bismark Leikurinn er hafinn Augsýnilega eru báðir taugaóstyrkir Spassky gefur Hort eitthvað gott uppl sig og Hort kveikir I vindli, reynir að vera rólegur en undir niðri leynir sér ekki spenn- ingurinn og nervusltetið Hingað eru komnir feðgar, þeir Ingi R. og Árni sonur hans, og þess vegna er ég undir öruggri leiðsögn um allar skýringar. Var þeð svefnpilla eða brenndur Bismark sem Spassky gaukaði að Hort áður en slagurinn hófst? Ég vona að við rithöfundar og blaða- menn verðum lausir við þann rumpu- lýð sem lagt hefur undir sig vistarveru okkar á stundum Hingað hafa læðst inn svo tröllheimskir gasprarar að manni hefur legið við ógleði Raunar ætti að setja utan á dyrnar: Nem szabat. sem þýðir aðgangur bannaður á annaðhvort ungversku eða tékknesku Hingað er komið margt fyrirfólk og nóg að starfa hjá Braga Sæmundur á Vlsi er mættur með unga dömu, senni- lega einkaritara eða teiknidömu. Þeir apa allt eftir okkur Moggamönnum þeirá litlu blöðunum Spassky hefur pantað far til Sviss á morgun, ekki til að tefla því danski Larsen hljóp I skarðið fyrir hann á mótinu þar sem þeir tefla þeir Guð- mundur og Friðrik Nú raular Hort: Á veg hins vinar horfna sú vonarstjarna skln að eignast endurfundi við ástir, róstur vín. En þessa vlsu kvað sjálfboðaliðinn I bókinna um dátann Svejk Uppskiptaaf- brigði spánska leiksins kemur upp. eitthvert tilbrigði sem Hort hefur teflt áður. Ég hef trú á þvi að þeir Spassky og Hort eigi eftir að koma hingað aftur og dvelja hér vað ástir, skákróstur og ef til vill vln. Helgi Ólafs- son stjarna 1 1 leikjum er lokið og Sigurður varafréttastjóri segir að 8 leikir séu ótefldir Helgi Ólafsson gerir mikla lukku I „guðseiginlandi" og segja slðustu frétt- ir að hann hafi gert jafntefli við gömlu kempuna Rehsevsky, sem á árunum tefldi við Botvinnik um heimsmeistara- titilinn. Efnispiltur hann Helgi, enda á hann kyn til þess Nú vantar mig nauðsynlega teiknara Mér finnst ekk- ert varið I þessar Ijósmyndir, þær eiga ekki við minn stll. Nú er fjölmennt hér I blaðamanna- kamersinu eða stjórnarherberginu einsog Loftleiðamenn kalla þessa kompu Hér er diskúterað hvort Hort hafi ekki teflt þessa skák við einhvern Ivkov og unnið. Kannski það verði Tékkó sem stendur uppi með pálmann I höndunum Hort púar slgaravindil og ber sig fjári mannalega Einhverjir flugfreyjuvinir eru að súpa útlendan bjór innl sal og hafa hátt, sennilega einhver fyllerls- heemspeki að minnsta kosti er þaðekki skák sem þeir eru að spjalla um. Nú er heima Þeir eru komnir útúr teórlunni eftir 1 2 leik og allt I óvissu Skoðun Sigga Sig um sumardaginn fyrsta sem lokadag. er þegar komin I endurskoðun og einhver minntist á að setja málið I nefnd. Hilmar veitingastjóri gengur um sali með dularfullan svip og hefur ekki minnst á miðdaginn flna Á hinn bóg- inn vorum við Bragi á einu máli um að engir fengju aðgang þar, ef til kemur. nema þeir sem hafa bréf uppá, að þeir séu næstum hálfvitar I skák. Algjört skilyrði er að ekki verði minnst á tafl- mennsku yfir borðum. í Vtkingasalnum Eins og ég hef oft sagt áður þá æsist leikurinn og berst vftt Um húsið Mar- geir Moggaskýrari er kominn upp á senu í sjálfum Vlkingasalnum að skýra fyrir þá sem styzt eru komnir. Til þess að komast í hóp víkinga þarf að fara útá hlað og þræða tröðina I átt að aðalbækistöðvum Loftleiða Það eru ekki ýkja mörg ár sfðan ég vann mig upp í símaskrána en nú er svo komið að ég hef fengið birta eftir mig grein í SKÁK og lengra verður varla komist f taflkúnstinni hérlendis. Fyrir hina fjölmörgu lesendur mfna, leyfi ég mér að benda á 1 1. tölublað támaritsins Skákar arþ sem viðruð er gömul hugmynd um áframhald á stór- virkjum skákfþróttarinnar á íslandi Nóg um það Klukkan er sjö og ekkert verulegt mannfall á skákborðinu í Kristsalsaln- um. Engar áreiðanlegar fréttir hafa bor- izt úr Vfkingasalnum. Miklar vangavelt- ur hér í blaðamannaherberginu og ýmsar hugmyndir og heimspólitfskar vangaveltur varðandi lokaeinvfgið. Nú er klukkan að halla f átta og enn standa báðir uppi og Hort hefur aðeins lakari tíma en enginn er fáanlegur til að spá um úrslit. Ingvar Ásmunds vill heldur hafa svörtu stöðuna og sama segir Gunnar Eyþórsson. 20. leikurinn er f seilingarfjarlægð. Hér ganga um sali fulltrúar utanrfkis- og menntamála. Enginn ráðherra sést en þó er það ekki að marka, þvf mannfjöldinn er slfkur að erfitt er að þekkja einstaka menn jafnvel þótt þeir hafi ráðherratign. c-3 eða c-4 that is the question eins og Hamlet prins sagði forðum. Þetta seiglast f áttina og heldur hallar á tékkneska björninn án þess ég vilji nokkru spá. Hefur Spassky grip Spassky hefur grip, segir einhver spekingurínn hér inni. Ég leit aðeins inn I Kristalsalinn og verð að gera játningu. Mér hafa orðið á alvarleg mistök. Spassky er aftur kominn I græna vestið með tiglunum og er þess- vegna til alls vls. Hort llður ekki vel og þó þorir enginn að taka af skarið og spá. Á barnum er áfengisfnykur I loftinu, en fjallaloft I Víkingasalnum og þar eru þeir Skúli tónskáld og mágur hans Gunnar endurskoðandi Sigurður varafréttastjóri segir að þetta llti betur út en um daginn Mikil kaffidrykkja en lltið meðlæti. „Hann bltur ekkert gras með þessu," segir Ingvar Ásmundsson og enginn veit hver þessi „hann" er Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að svarta staðan sé betri og menn reyna að gera grein fyrir atkvæðum slnum „Hvltur hefur ekkert mótspil". „Svartur hefur frjálsari stöðu," segir annar. Ég hitti hér á ganginum verðandi flokks- bróður minn, Pál Heiðar, og með hon- um íhaldsmanninn Harald Blöndal, systurson Sveins Ben , sem ólyginn sagði mér á dögunum að væri einn af fyrstu blaðastrákunum hér I borg Hann ku hafa selt VIsi aS dagblaði ásamt Valdimar (Silla og Valda) og þeir sennilega einu mennirnir sem upplifað hafa hinn svokallaða „american dream". Blaðsölustrákurinn sem verð- ur stórveldi Nú er friðurinn úti hérna I blaðamannaherberginu. hingað komn- ir óvinir Rússa og þá er ekki að sökum að spyrja. Spassky kominn með koltap- að. Hort hefur vinninginn eða að minnsta kosti heldur jöfnu Engin nöfn nefnd. Jói Jóns er kominn I sendiherrastöð- ina og þá gengur alltaf betur Ég meina fréttaflutningurinn gengur betur fyrir sig. Hrókur Finnur átta og hrókur Einar einn. Spenningurinn I algleymingi Raf- magnsneistar fljúga um loftið og nokk- urn veginn víst að annar hvor vinnur. Ó, hver grefillinn Jafnteflislykt fer um loftið og hetjurnar báðar afar móð- ar Ætli þeir fái að vinna fyrir matnum slnum I nótt þeir Alster og Smyslov? Ingi R er kominn neðan úr sjónvarpi og segir jafnteflið liggja I loftinu þó svartur hafi kannski obbolltið betur Ætlar spáin hans Sigga Sig að rætast? Báðir hafa nægan tlma. Og enn skellur skömmin yfir. Jafntefli. Spassky er gjörsamlega útkeyrður og við borð liggur að Marina þurfi að styðja hann innl lyftuna Aumingja maðurinn að fara svona með sig Nú veit enginn hvenær þessi ósköp taka enda Sigurður Sigurðsson segist vera á förum til Finnlands til aðfylgjast með málum Norðurlandaráðs og hafi harn góða ferð b. eftir Björn Bjarman

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.