Morgunblaðið - 29.03.1977, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.03.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1977 41 félk í fréttum Hún mátti ekki verða leikkona + Þetta andlit kemur okkur kunnuglega fyrir sjónir. Jú, það er alveg rétt, þetta er Mæja á Stormey. Réttu nafni heitir hún Rose-Marie Rosenback og á heima I Falim, litlum bæ I Dölunum í Svfþjóð. Sagan um Mæju á Stormey nær yfir 57 ár og við sáum Mæju bæði sem unga stúlku og gamla konu. Trúlega hafa margir reynt að giska á hve gömul hún er t raun og veru. Rose- Marie Rosenback er 30 afa, og segist vera ósköp venju- leg stúlka. Hún vinnur hluta úr degi á teiknistofu er ekki gift en býr með manni sem heitir Sune og starfar sem aðstoðarmaður fógeta. Þau eiga einn son, Thomas, sem er 5 ára. Rose-Marie Rosenback er fædd og uppalin á Álands- eyjum. Faðir hennar var smiður og fjölskyldan var fátæk. Hana dreymdi um að verða leikkona en það máttu foreldrar hennar ekki heyra nefnt, það var engin framtfð f þvf, og þá fóru börnin eftir þvf sem foreldr- arnir sögðu. Allir sem leika f myndinni um Mæju á Stormey eru áhugaleikarar og þeir eru allir ættaðir frá Álandseyjum. Það var f byrjun árs 1975 sem byrjað vara að taka myndina og þa tók f allt 120 daga, stund- um með löngum hléum á milli. Henni var þó lokið fyrir árslok. Fólkið bjó t tjöldum á Stormey á meðan á gerð myndarinnar stóð og Rose-Marie Rosenback segir að það hafi verð yndislegur tfmi. Janne heitir f veruleikanum Leif Sundberg og er málari á Álandseyjum. Rose-Marie segir að erfiðast hafi verið að fá nógu mörg börn til að leika barnahópinn hennar. Börnin stækka eftr þvf sem á myndina Ifður og alltaf þurfti að vera að skipta um . T.d. leika 5 stúlkur elstu dóttur hennar Marfu. Son- ur hennar, Thomas, leikur einn son hennar f mynd- inni. „Ég á margt sameigin- legt með Mæju á Stormey," segir Rose- Marie. „Við erum báðar hlédrægar og ekki mikið fyrir að trana okkur fram og ég held að við hugsum eins. Myndin um Mæju ó Stormey hefur verið sýnd f mörgum löndum og hefur hlotið mikið lof. Rose- Marie segir að hún hafi f fyrstu haft dálftið gaman af, þegar fólk sneri sér við á götu og spurði hana hvort hún væri virkilega Mæja á Stormey, „En ég komst fljótlega að þvf, að það er best að vera bara venjuleg óþekkt stúlka " Spánarstjórn hækkar kaup Madrid, 25. marz Reuter SPÆNSKA stjórnin tiikynnti í dag meiriháttar hækkun á lág- markslaunum og hækkun launa opinberra starfsmanna og hermanna f samræmi við almenna verðþróun. En stjórnin brást vonum stjórnarandstöðunnar um að hún myndi leysa upp hina valdamiklu Þjóðhreyfingu, sem var eina stjórnmálahreyfing sem leyfd var á dögum einræöðisstjórnar Francos. Eftir 10 klukkustunda langan fund tilkynnti atvinnumálaráð- herrann að Iágmarkslaun myndu hækka um 27,5% en þau hafa haldist óbreytt í eitt ár. Til þess að bæta upp almennar verðhækkanir sem hafa verið um 20% á ári, lofaði stjórnin opinber- um starfsmönnum og hermönnum launahækkun frá næsta ári. Ekki var tilgreint hve mikil hækkunin ætti að verða. Hermenn sem hafa aukastörf, mega hins vegar ekki gegna borgaralegum störfum eftir að launahækkanirnar hafa komið til framkvæmda. Þjóðarhreyfingin, sem hefur 50.000 starfsmenn, er sterkasta stjórnmálaafl á Spáni og stjórnar- andstaðan óttast að hún muni hafa mikil áhrif í kosningunum i sumar í gegnum öll þau dagblöð og útvarpsstöðvar sem hún hefur yfir að ráða. í tilkynningu frá rfkisstjórnar- fundinum sagði aðeins að fallist hefði verið á tillögur hreyfingar- innar sjálfrar um breytta stööu hennar. Nánar var ekki farið út í þau atriöi. Heilsuræktin Heba Nýtt námskeid í leikfimi og megrun hefst 4. apríl. Innritun er hafin í síma 42360. Pantiö tímanlega. Heilsuræktin Heba, Auðbrekku 53, Kópavogi. Hamborq 12 mannamatar-ogkaffistell úr pólsku steintaui Vegna sérstaklega góðra innkaupa getum við boðið þessi stell á mjög góðu verði. 12 manna matarstell kr. 15.780,- 1 2 grunnir diskar 1 2 djúpir diskar 2 steikarföt 1 sósukanna 1 mjólkurkanna 3 áleggsdiskar 31 . stykki Gerið góð kaup 12 manna kaffistell kr. 10.300,- með kaffikönnu kr. 11.220,- 1 2 bollar 1 2 brauðdiskar 1 sykurkar 1 rjómakanna 1 kaffikanna 1 kökudiskur 40 stykki bdsahöi G LERVÖRU R Sendum f póstkröfu um allt land

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.