Morgunblaðið - 29.03.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1977
5
COLDITZ er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld klukkan
21.00. Þessi þáttur nefnist „En sú úrhellisrigning". Þýð-
andi er Jón Thor Haraldsson.
ég veit að ég hef þekkt hana áður,
— hitt hana á fljótinu," sagði
Twain. Árið 1864 hóf Mark Twain
störf sem fréttamaður, fréttarit-
ari og greinahöfundur við ýmis
dagblöð i San Francisco. Árið
1865 bárust Mark Twain spurir af
stórbruna, sem hann skrifaði svo
snjalla frétt um að hún fór eins og
eldur í sinu um öll stórblöð
Bandaríkjanna. Sögur, sem hann
skrifaði um bernskuár sín, voru
einnig farnar að vekja athygli, sér
í lagi vegna frábærrar kímnigáfu
höfundar. Hann var ekki ein-
göngu að verða landsþekktur
heldur voru gagnrýnendur stór-
blaða annars staðar farnir að
„eyða“ á hann plássi. Fyrir ferða-
fregnir, sem hann skráði, vakti
hann einnig athygli. En efnivið-
inn, sem hann aflaði sér í störfum
fréttaritara viðs vegar, átti hann
siðar meir eftir að nota í sína
fyrstu skáldsögu. Árið 1867 var
hann sendur sem fréttaritari frá
einu stórblaðinu í San Francisco
og svo trausts álits naut hann hjá
sínum yfirmönnum, að þeir sendu
hann á engan einn vissan stað en
gáfu út þá tilskipun að það væri
sama í hvaða átt hann stefndi,
hversu lengi hann yrði fjarver-
andi — hann gæti þess vegna
verið óháður tima og rúmi, ef
hann aðeins sendi þeim vikulega
bréf. Og það gerði hann, bæði frá
Hannibal, heimabæ sinum, New
York og öðrum borgum. Hann
hélt einnig fyrirlestra í mörgum
borgum og bæjum í mið- og vest-
urríkjum Bandaríkjanna og gaf
út sína fyrstu bók árið 1867. Það
sama ár hélt hann til Frakklands,
Ítalíu, Grikklands, Tyrklands og
Landsins helga. Þaðan sendi hann
svo fréttir og greinar til stórblaða
heima fyrir og fékk góð laun fyr-
ir. Með skrifum sínum vildi hann
leiðbeina ferðalöngum og gerði
það á .annan hátt heldur en tíðk-
azt hafði í leiðsögubókum sem
slikum og var það þá helzt vegna
hans frægu kímnigáfu. „Ef ég
væri í raun verður einhverrar
stúlku, mundi ég ekki kvænast
henni. Hún væri ekki nógu góð
fyrir mig,“ sagði hann. Hann varð
ástfanginn af veikbyggðri og
heilsulausri stúlku að nafni
Olivia Langdon. Ástabréf til
hennar áttu síðar meir eftir að
verða ein af perlum bókmennta
hans. Þau giftu sig árið 1870. Síð-
ar skrifaði hann nánum vinum
sínum gamansöm bréf og talaði
um konu sína sem harðstjóra, sem
sumir sfðari tíma sagnfræðingar
hafa tekið alvarlega, þrátt fyrir
það að samtímafólk Twains hefði
orð á því hvað hjónaband þeirra
væri gott. Twain hélt áfram að
skrifa greinar fyrir hin og þessi
tímarit um leið og hann sinnti
ritstörfum sínum. Árið 1891 flutt-
ust þau til Evrópu og bjuggu þar
það sem eftir var, að frátöldum
dvölum þeirra í New York.
Mikil kímnigáfa og samúð hafa
alltaf þótt megineinkenni ritstíls
Mark Twains, sem þó á sér tvær
hliðar. Síðara skeið lífs sins, þeg-
ar hann var búinn að ná fullum
þroska sem rithöfundur, fór hann
að hneigjast að rómantísku stefn-
unni, túlkaði persónur sinar á fin-
gerðan hátt með ástriðu og skiln-
ingi.
Ein af hans frægustu bókum er
án efa Stikilsberja-Finnur, en það
ævintýri þykir jafnframt ein af
perlum bandarískra bókmennta
fyrr og síðar.
Ferill hans sem rithöfundar
þykir þó misskiptur, sér i lagi þar
sem hann var maður sjálfmennt-
aður, en hvort sem hann vann að
sköpun sinna stærstu listaverka
eða þeirra, sem minna máttu sín,
vann hann alltaf af innlifun. Það
er sagt að reynsla hans sem blaða-
manns hafi oft leitt ritstil hans út
á villigötur. En hann þótti maður
mikilla persónutöfra, sem jafnvel
lesendur geta skynjað við lestur
bóka hans og án efa er nafn Mark
Twains eitt það sem skipar hvað
hæstan sess meðal bandariskra
rithöfunda.
Nýjung í framleiðslu
steypustyrktarstáls
FYRIRTÆKIÐ Timbur og stál
h.f. I Kópavogi hefur hafið
framleiðslu á rafsoðnum
steypustyrktarnetum úr stáli.
Fer framleiðslan þannig fram
að fyrst er hráefnið, sem er
heitvalsaður vír dreginn úr 6.5
mm niður i 5 mm, en við það er
virinn talinn verða um 40%
sterkari að sögn forráðamanna
Timburs og stáls. Virinn er sið-
an réttur og klipptur i hæfileg-
ar lengdir og siðan rafsoðinn i
net. Hægt er að fá þau i m.a.
stærðunum 2,30 sinnum 6
metra, en nú eru framleiddar
fjórar gerðir á lager, auk þess
eftir pöntunum. Fyrirtækið
hefur einnig yfir að ráða vélum
sem klippa og beygja netin t.d. í
bita, allt eftir þörfum notenda.
Arnold Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Timburs og stáls,
segir að notkun stálnetanna
spari um 15—20% af efni mið-
að við þyngd og ennfremur er
mikill tima- og vinnusparnaður
á byggingarstað, sagði Arnold,
þar sem ekki þarf að binda
járnið eins mikið. Auk þess að
framleiða stálnet mun fyrir-
tækið halda áfram að flytja inn
og selja venjulegt steypustyrkt-
I arstál. Arnold sagði að húsnæði
fyrirtækisins að Smiðjuvegi i
Kópavogi ásamt tækjunum
hefði kostað rúmar 100 milljón-
ir, en hjá fyrirtækinu starfa 7
manns.
Þessi sjálfvirka rafsuðuvél er drifin með rafmagni og þrýstilofti.
Hún getur rafsoðið allt að 14 simskeyti samtfmis. Langbönd net-
anna eru þrædd inn i sérstakar rásir af tveimur mönnum, sem sjást
f bakgrunni, en þverböndin eru sett f sérstakt hólf ofan á vélinni.
Rafsuðan rýrir ekki styrkleika stálsins, þar sem hún tekur aðeins
brot úr sekúndu og er undir miklum þrýstingi og þvf hitnar það
ekki of mikið.
Ótrúlega
ódýr bíll
Vegna hagstæðra samninga við pólsku Fiatverksmiðjurnar getum
við nú boðið hinn rúmgóða 5 manna Fiat 125 P á ótrúlega lágu
verði.
SÝNINGARBÍLL Á STAÐNUM
[H Hámarkshraði 135 km, Q Bensíneyðsla
um 10 lítrar per 100 km. [[] Kraftbremsur
með diskum á öllum hjólum []]| Radial —
dekk [[] Tvöföld framljós með stillingu [[]
Læst benzinlok []] Bakkljós [] Rautt Ijós i
öllum hurðum [j Teppalagður [[] Loftræsti-
kerfi [J Öryggisgler [j] 2ja hraða miðstöð [J
2ja hraða rúðuþurrkur [ Rafmagnsrúðu-
sprauta [Jj Hanzkahólf og hilla [J] Kveikjari
| j Litaður baksýnisspegill [[] Verkfærataska
Gljábrennt lakk [Jj Ljós i farangurs-
geymslp [J 2ja Hólfa karborator []] Syn-
kromeseraður girkassi [J Hituð afturrúða [J
Hallanleg sætisbök []; Höf uðpúðar ,
}3.000.'
895.00°''
FIAT EINKAUMBOÐ A ISLANDI
Davíð Sigurðsson hf
SIÐUMULA 35. SÍMAR 38845 — 38888
V