Morgunblaðið - 07.04.1977, Síða 6

Morgunblaðið - 07.04.1977, Síða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1377 Mystery“. Cody noti aldrei vopn í myndum sínum nema keyri sitt, drekki aldrei og sé þannig „ímynd siðferðilega fullkomins kúreka í augum klerkastéttarinn- ar og voldugra mæðrasambanda". Bjarni fær bréf frá Bill Cody i janúar 1928 og er Cody þar með miklar áætlanir á prjónunum. Cody segist þar vera með tilboð um að gera flokk mynda í Victoria í British Columbia i Kanada og spyr Bjarna hvort hann viti um einhverja íslendinga, er hefðu áhuga á þessum fyrirætlunum og ættu einhverja fjármuni, því að þarna gefist þeim einstakt tæki- færi til að ávaxta fé sitt, því að þegar hann tilkynni að hann hyggist framleiða kvikmyndir og reisa kvikmyndaver i Victoria muni það vaida mikilli hækkun á fasteignum í Victoria. Veðurfars- skilyrði í Victoria séu einnig svo hagstæð að þar muni rísa önnur Hollywood. Borgarstjórinn í Victoria hafi nýlega sótt hann heim til að ræða þessar áætlanir —“ þetta lítur allt vel út og mikið upp úr þessu að hafa,“ segir Bill Cody. Hvetur hann siðan Bjarna til að fá isienzka vini sína til að fjárfesta í þessu fyrirtæki. Þessi áform Biil Cody reyndust þó eintómar skýjaborgir, eins og fram kemur i viðtali V.S.V. við Bjarna átta árum siðar hér heima á Fróni en þar segir Bjarni að Bill Cody hafi reynt að koma upp sínu eigin kvikmyndafélagi, „en það mistókst." Barney Bronson, eins og Bjarni nefndist í Hollywood, voru lika þegar hér var komið allar bjargir bannaðar í kvik- myndaborginni. Að áeggjan vinar síns Magnúsar A. Árnasonar af- réð hann að halda að nýju kvöld- skemmtanir meðal íslendinga vestra til að vinna sér fyrir fari til New York þar sem hann gæti aftur fengið vinnu við skrautmál- ingu. Bjarni hafði gert sér grein fyrir þvi að hans beið ekki neinn frekari frami 'Holiykwood. ^ Hollywood kvödd í viðtalinu sem áður hefur verið vitnað til, segir hann að honum hafi skilist fljótlega að það kost- aði þúsundir dollara að brjótast áfram i Hollywood. Það hefði orðið að borga mútur til forráða- manna kvikmyndafélaganna, til blaðamannanna og til gagnrýn- endanna, sem hefðu það á valdi sínu að hefja menn upp til skýj- anna eða eyðileggja þá alveg. Þetta hefði verið mikill útgjalda- liður hjá öllum leikurum og hann hafi algerlega verið sleginn út i þeirri samkeppni. Þó hafi hann haldið í vonina og álitið að sér tækist að sigra ef hann aðeins fengi nægan tíma. En þá hafi allt í einu komið einhvers konar stöðnun eða hlé i alla kvikmynda- framleiðsluna, leikurum verið sagt upp í hundraðatali og enginn hafi vitað hverju þetta sætti fyrr en skyndilega hafi verið tilkynnt að fram ætti að fara reynslusýn- ing á talkvikmynd. Þetta var The Jazzsingers með Al Jolson i aðal- hlutverki, talmyndirnar voru komnar til sögunnar. Bjarni segir að þar með hafi ferli margra leik- ara lokið og þar á meðal hans. Magnús Á. Árnason segir lika, að enda þótt Bjarni hafi talað ensku reiprennandi, þá hafi hann aldrei náð verulega góðum framburði, svo að vonlaust hafi verið fyrir hann að koma að í talmyndum. Hins vegar hafi framburðurinn verið fullkominn þegar hann hermdi eftir einhverjum og þá verið sama hvaða mállýzkur voru. Allt eru þetta líklegar skýring- ar á endalokum ferils Bjarna í Hollywood, en þó þykir mér lík- legust skýring Halldórs Laxness þess efnis að Bjarni hafi hrein- lega verið orðinn of fullorðinn, þegar hann freistaði gæfunnar í Hollywood. Viðhorfin hefðu vafa- laust verið önnur ef hann hefði strax 1918, þegar hann var 28 ára að aldri í Chicago, fylgt kvik- myndafélögunum, sem voru þá að .'lytja þaðan bækistöðvar sinar ve. ar á Kyrrahafsströnd en knappur fjárhagur hans olli þvi að i þess stað varð hann að evða næstu sex árum í íslendinga- byggðum í Kanada og er þannig 33ja ára þegar hann nær loks fundum kvikmyndanna á nýjan leik — i Hollywood. Betra að verða ógleymanlegur hjá smárri þjóð Halldór Laxness hefur vafa- laust fljótlega fundið, að áform Bjarna um að hljóta frama i kvik- myndum í Hollywood var borin von. I pistli sinum um Bjarna sem hann skrifar i Morgunblaðið frá Kaliforníu segir hann i lokin: „Fyrsta kvöldið sem ég sá Bjarna í Pig’n Whistle og alltaf síðan, þegar við höfum hitst, hefi ég sagt við hann eitthvað á þessa leið: Að vísu veit ég, að þú hefur leikið hér allt frá stigamönnum upp í herforingja, betlurum upp í konunga, en hvað um það, — þú ert og verður Reykvikingur par exellence, og þú átt að birtast aftur heima, þvi það er betra að verða ógleymanlegur hjá smárri þjóð, en hverfa inn í þetta garg- andi mannfuglager milljónaþjóð- arinnar sem Iftilsvirðir sina stærstu menn, nema þvi aðeins að hún geti slétt úr þeim. Gáfur þín- ar eru skapaðar og list þín þrosk- uð i jarðvegi islenzkrar menning- ar, — þar áttu heima! Og um Hollywood veiztu það sjálfur eins vel og ég, að þeir sem hæst hafa komið á stjörnuhimininn eða orðið fastastjörnur hafa lent þar af einhverjum öðrum ástæðum en þeim að þeir voru leikarar. Fram- tíð kvikmyndarinnar byggist ekki á því, sem felst i hinum forna skilningi á orðinu leikari. Auðvit- að ertu kvikmyndaleikari, en það segir ekki neitt, því eftir kröf- unum, sem gerðar eru á því sviði, getur hver auli verið fullgóður kvikmyndaleikari. Þú ert annað og meira: þú ert íslenzkur leikari, og við þá list ertu sérstaklega skyldur, sem þú vanrækir meðan þú lætur þér sæma að taka þátt í fíflaleikjum Douglas Fairbanks og þeirrar fjölskyldu. Láttu ekki freistingar Sumarlandsins gleypa þig að fullu.“jarni Björnsson. „Nú væri gaman, ef Bjarni væri kominn“ Hafi Halldór með þessu verið að búa Bjarna undir vonbrigðin I „Sumarlandinu" og landa sína undir að taka við honum heima á Islandi, þá hafa fáir gert slíkt af meiri smekkvisi. Hitt er vist að um þetta leyti hvarf Bjarni frá Hollywood, skemmti löndum sfn- um í San Fransisco og Seattle og aflaði sér farareyris til New York, eins og Magnús Á. Árnason hafði ráðið honum. Meðan á þeirri ferð stóð eru bréf frá Halldóri tengsl hans við hin fyrri heimkynni í Kaliforniu. Halldór segir honum fréttir af sameiginlegum kunn- ingjum, af persónulegum högum sínum og glímu við kvikmynda- félögin um leið og hann stappar í Bjarna stálinu sem augsýnilega hefur ekki verið laus við bitur- leika er hann kvaddi Hollywood. „Kæri vinur," skrifar Halldór 16. marz 1928 frá San Francisco — „Það gladdi mig mikið að fá loksins línur frá þér aftur og vita, að þú sért heill á húfi þarna norð- ur frá; lakast hvernig fór fyrir þér i Seattle, en ég vona, að þú náir þér upp í bakslagnum. . . Hvað um það þú hefur fengið þér lærdómsríkan og skemmtilegan hressingartúr og hrist af þér Hollywood-rykið." Síðan segir Halldór fréttir af löndum og kunningjum í Kaliforníu, og bæt- ir við: „Ég er að semja nýja skáld- sögu,“ segir Halldór, „sem ég kalla Fimtu stétt, — ársverk. Því miðar gengur þýðing Vefarans ekki eins hratt og ákjósanlegt væri, — höfum þó lokið rúmum þrem bókum, og sent fyrstu bók- ina vélritaða til New York. — Annars líkar mér Magnús manna bezt, hann er óviðjafnanleg sál.“ Hinn 6. júní skrifar Halldór Bjarna enn og segir m.a.: „Ég sé að þú ert kominn til N.Y., — þú lætur þig ekki muna um að „crossa" eina smá-heimsálfu. Þetta er ágæt hugoynd hjá þér að taka til óspilltra málanna í N.Y. (New York)... Ég er að rita og stúdéra eins og fyrri daginn. Hef kynnst Seastorm lítið eitt, hann ætlar að kynna mig fyrir klúnkan- um hjá M-G-M. Annars mundi ég ekki nenna að hanga yfir Holly- wood. Þú manst eftir kvikmynda- greininni minni ensku. Mér var ráðið frá að birta hana hér i álfu svo framarlega sem ég ætlaði mér nokkuð að eiga við Hollywood. Svo ég sneri greininni á þýzku og hefur hún nú verið prentuð í Wienar-stórblaðinu: Das neue Reich (dr. Messner).. . Ég kynntist vini Upton Sinclairs, sem hefur komið mér i samband við þennan þarfa og merkilega baráttumann, og fékk ég nýlega mjög vinsamlegt bréf frá Sinclair og heimboð þegar hann eftir sex vikur hafi lokið nýrri skáldsögu. Ég hlakka til að sjá hann þótt ég sé ekki mjög hrifinn af honum sem rithöf- undi..." „Kæri vinur," skrifar Halldór enn 28. ágúst. „Fáeinar linur til merkis um það, að þín er minnst af góðum mönnum hér á slóðum. Undanfarnar vikur hefur verið mikið um heimboð hjá löndum og iðuleg verið minnst á þig og sagt að „nú væri gaman, ef Bjarni væri korninn.” Yfirleitt finnst mér að öllam Islendingum hér liggi mjög hlýtt orð til þín, svo að þú þarft ekki að vera eins napar í þeirra garð og stundum kemur fram í bréfum þínum. . . Ég held áfram jafnt og þétt með mina stóru nýju bók, vonast til að ljúka henni á næsta vetri. Býst við að fara heim næsta vor — ætlaði mér ekki að dvelja hér lengur en tvö ár. Ég er stundum að makka við kvikmyndamenn, en þeir eru nú á bólakafi í spillingu og svínaríi og er það almælt að aldrei hafi kvik- myndin komist lægra en nú. Hef engin ákveðin svör um upptöku leiks míns, en supervisor hjá M.G.M. segist ætla að „get in touch with me in January". Annars gef ég andsk. í þetta kvikm. svínari og hugsa til heim- ferðar til að kasta mér inn í póli- tik...“ Halldór sendir honum enn linu í október sama ár og segir m.a.: „Ég hugsa oft um, hve leiðinlegt var að við skyldum ekki hafa lengar samdvöl i Los Angeles þessa fáu mánuði. Hér er fátt manna af voru kyni, sem gaman er að umgángast, en þó ameriku- mennirnir séu góðir og blessaðir þá vantar þá sameiginlegan bak- grunn við okkur Evrópumenn — að ég nú ekki kveði nánar á og segi íslendinga... Ég skrælist áfram eftir beztu getu, vóru send- ir heimferðarpeningar frá Is- landi, en tók heldur það ráð að eyða þeim hér í vetur og verða svo aftur strandaglópur i Kaliforniu i vor. Sama hvar frómur flækist, segir máltækið. Allt gengur hægt og bítandi, um pósitifa árangra er litið að rita utan mína góðu liðan L.S.G., — ég er að semja bók um landsins gagn og nauðsynjar, veit ekki hvað hún á að heita, — fjall- ar um búskap, fiskirí, trúarbrögð, listir og ýmislegt fleira. Hef kynnst hér kynstri af merkilegu fólki, þ.á m. Upton Sinclair. Hef tvisvar verið í lunch með honum niðri á Long Beach, þar sem hann á nú heima. Hann ætlar að korrecta þýðinguna af Vefaran- um fyrir oss, þegar Magnás. .. verður búinn, sem ég vona að verði innan dómsdags, ef hann þá ekki slær honum saman við prúttukollinn hjá Guði almáttug- at fyrir þann tíma. ..“ ir Stundum verkefni listarinnar að afhjúpa ósómann I bréfum Halldórs má sjá hvernig hann er smám saman að verða afhuga kvikmyndinni eins og hún er framreidd i Hollywood, og grein hans um Kvikmyndina amerísku 1928, sem hann minnist á í einu bréfanna og síðar birtist í Alþýðubókinni, er uppgjör hans við Hollywood-veldið. Viðhorf Bjarna, vinar hans, til Hollywood virðast hins vegar mótsagna- kenndari. Hann hefur þráð hinn glysgjarna frægðarljóma Holly- wood en sér þó í gegnam hann og gerir sér grein fyrir þvi hvað kvikmyndin hefur fram að færa á vettvangi listanna. Til vitnis um það er grein eftir Bjarna um Hollywood frá 1927, sem til er í handriti. Grein er að visu mjög almenns eðlis, aðallega fróðleiksmolar um upptaf og þróun kvikmyndarinnar en þó bregður fyrir persónulegum viðhorfum Bjarna á stundum. A einum stað er hann að bera saman kvikmyndagerð í ýmsam þjóðlöndum og ber niðar I Rússlandi. “Þeir hafa alveg sérstaka aðferð,” segir hann, „sem vakið hefur mikla athygli. Énda hafa þeir ekki orðið sýktir af veraldarvitleysanni, — heldur kannað nýjar brautir. Þeirra myndir hafa engan aðalleikara, engan „Hero“, þar eru allir jafnir; eins og tekið væri út úr daglegu lifi, — Engin undrun sýnd þótt einhver hafi makað krókinn og orðið milljóner á skömmum tíma eða komist í feitt embætti. Þeir reyna að sýna innra ásigkomulag mannsandans en ekki aðeins ytri hliðina. Meðal annars var Douglas Fairbanks í Rússlandi i fyrra og var hann mjög hrifinn af myndum þeirra. Voru nokkrar þeirra fengnar yfir til sýnis hér. En þegar til átti að taka, tók stjórnin í taumana, var óttast um að áhrifin mundu ekki verða sem hollust fyrir þessa frjálslyndu þjóð (!) og síðan ekki söguna meir!" Á öðrum stað er Bjarni að lýsa fyrstu viðbrögðunum eftir að kvikmyndirnar komu fram og segir að fáir hafi gert sér grein fyrir hvað þar hafi verið að gerast — að ný list var að verða til — „kvikmyndaleiklistin — að hér var að opnast ný hugsanaheimur," segir hann. „Eða var þetta bending frá æðri heimum að hægt væri að sýna æviferil heillar ættar á nokkram minútum. Var þetta mögulegt? —Eða sýna okkur drauma virkilegleikans í myndum hugsananna? Var ekki málið fullkomnast af öllu? — að heyra orðin af vörunum, áhrifamikil og þrungin viti! Var nokkuð fullkomnara eða áhrifameira — var hugsunin sjálf ekki friðhelg. Énginn mundi fara að ryðjast inn í musteri hugsananna — friðhelgi sálarinnar. Þá mætti fara að sýna hinn innri mann. Sýna þá i heimi hugsananna, eins og þeir eru i raun og veru... En það er stundum verkefni listarinnar að afhjúpa ósómann — sýna veginn fram úr ógöngunum. Og ef það tækist — hvllík breyting! Þá mætti nú sópa til i löndunum. .. List þessi hefur þroskast og blómgast á sama eðlilega grundgelli, eins og allar aðrar listir; teknar eftir óbrotnu lifi fólksins; sýnt ástríður og baráttu elskhuganna ungu og talað tungu sem allir skildu. . . Það er eins og kvikmyndalistin hafi allar aðrar listir innifaldar í sér og hefur þess vegna ótakmarkað svið — eins og jafnvel stundum væri skotist inn í aðra ókunna heima." Eftir að til New York kom voru kvikmyndirnar og Barney Bron- son, eins og Bjarni nefndist i Hollywood, skilin að skiptum fyrir fullt og allt. Þar tók hann á nýjan leik til við skrautmálun, og hafði nóg að gera fyrst I stað. I janúar 1928 skrifar hann Katrinu, dóttur sinni, sem þá er á ellefta árinu og byrjuð í tónlistarnámi, og leggur henni lífsreglurnar. „Elsku dóttir min,“ skrifar hann. „Innilegar þakkir fyrir þitt skemmtilega og fréttaríka bréf, og ennfremur fyrir myndina af þér, sem ég hafði mjög gaman af að fá. — Ég setti hana nú bara í ramma og horfi á þig daglega vera að leika þér að kettinum. Mér þyk afskaplega vænt um að fá sem oftast myndir af þér. Mér sýnist þú vera að Ifkjast föðurmyndinni þinni meir og meir með aldrinum. Það er vonandi að það verði ekki Bjarni Björnsson í hlutverki Sherlock Holmes í samnefndu leikriti ásamt Andrési Björnssyni sem lék próf. Moritary í fyrri sýningu Leikfélagsins á þessu verki 1915.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.