Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1977 hefði honum legið á. Hann hafði legið allan daginn svo að segja á sama blettinum og tínt ofan í sig ber. Nú það verður úr að við förum með honum að Rannveigar- helli. Sú saga fylgir nafngift hans, að afbrotakona, Rannveig að nafni, hafi flúið þangað úr byggð og sofið á bálk inni í hellinum. Þegar komið var að hellinum stakk Guðni sér inn, en opið er þröngt og verður að skriða inn um það. Þegar inn er komið er sæmi- lega rúmt og nokkurn veginn manngegnt. Guðni kallar til okkar innan úr myrkrinu og segist ætla að setjast á bálkinn á meðan hon um sé að birta fyrir augum. En 1 hann er ekki fyrr búinn að sleppa orðinu, en hann sendist út úr hell- | inum, ekki á fjórum fótum, held- ur skríðandi á maganum og kváð- i ust sjónarvottar sjaldan hafa séð felmtursfyllri mann á ævi sinni. „Það er einhverandskotinn þarna inni." Hann skalf á beinunum og var lengi að jafna sig. Þórbergur er mjög vanur að fást við drauga, bæði sanna og imyndaða, enda tók hann nú að yfirheyra Guðna eins og hann væri fyrir rétti. „Sástu eitthvað?" „Nei“. „Heyrðir þú eitthvað?" „Já.“ „Hvað heyrðir þú?“ „Eitthvert hljóð inni i berg- inu að baki mér.“ „Hvernig var það?“ „Það var eins og rám rödd eða rifinn væri strigi." „Stór merkilegt." Svona héldu yfir- heyrslurnar áfram í fullan hálf- tíma. Þetta var nú ekki alveg ónýtt að fá draugagang upp úr túrnum. En enginn þorði að feta í fótspor Guðna og fara inn i hell- inn nema hvað birgðamálastjóri koma með okkur að hjálpa okkur upp á jökulinn. Eftir að hafa af- þakkað svo höfðinglegt boð með mörgum fögrum orðum héldum við sem leið lá að Berunesi við Berufjörð og tjölduðum þar um nóttina. Tvistur í dæluna — Og nú hefur átt að leggja á haf út? — Um morguninn hringdi Haukur til Djúpavogs og þar var okkur ráðlagt að taka land í Gleði- vík er við kæmum yfir fjörðinn og líkaði okkur vel nafnið. Nú við lögðum síðan á fjörðinn, Guðni kafteinn sat klofvega framan á. Þarna var byrjað að kula nokkuð suðaustan og alda á móti. Við_ vor- um að sjálfsögðu með gúmmibát- inn i eftirdragi til vonar og vara og verður það að viðurkennast að okkur leyst ekkert of vel á blik- una. Guðni hrópaði í sífellu til min: „Stýrðu innar maður, farðu innar," en það var ekki hægt að fara innar nema gengi yfir far- kostinn. Ut á miðjum firði kom svo allt í einu babb í bátinn. Dælan hætti allt i einu að starfa og við tókum að síga í sjó. Það verður þó að segjast að áhöfnin sýndi mikla karlmennsku og still- ingu, yfirgaf farkostinn ekki en hélt i gúmmíbátinn dauðahaldi allir, nema flotaforinginn, sem að sjálfsögðu ætlaði að yfirgefa skip- ið síðastur ef þá nokkuð yfirleitt. A síðustu stundu datt mér i hug að setja í bakkgir og viti menn, þá snerist dælan öfugt og spýtti von bráðar úr sér vænum tvisthaug. Léttist þá brúnin á hásetunum, sem skiljanlegt var. — Þið hafið hugsanlega verið í nokkurri hættu þarna? — Ekki held ég nú það. — Áfram hefur þá verið hald- ið? Flotaforinginn veikur — Já, en nú var svo komið fyrir mér, að ég var orðinn sárlasinn, með mikinn hita, taldi helzt að ég hefði fengið snert af sólsting á ieiðinni og það varð úr að 24. júli héldum við allir flugleiðis til .'.eykjavíkur vegna veikinda tninna, sem ferðafélagarnir sögðu að hefðu horfið eins og dögg fyrir sólu um leið og flugvélin var kom- in á loft. Það eru að sjálfsögðu hrein ósannindi, ýmsir höfðu haft orð á því að flestir dauðlegir menn hefðu verið dauðir ef þeir hefðu verið eins veikir og ég. — Urðu þetta ferðalokin? — Nei, 10. ágúst héldum við Guðni og Haukur aftur austur til að gera aðra tilraun, en Ingi neit- aði að taka frekari þátt í leiðangrinum nema Haukur yrði gerður að heiðursfararstjóra með neitunarvaldi. Það kom að sjálfsögðu ekki til greina, það get- ur aðeins verið einn flotaforingi í hverri ferð og hann hét í þessu tilviki Pétur Snæland. Gaman- laust held ég að Ingi hafi ekki getað fengið frí. Skemmst er frá því að segja að við komumst að Hala i Suðursveit í seinni áfanga, en þá kom það slys fyrir að gúmmíbáturinn okkar eyðilagðist og þar sem hlaup var komið í Fjallsá varð það úr að við snérum frá í annað skiptið, því að ekkert vit var í að leggja yfir sandana björgunarbátslausir. „Og það voru hljóðir og hógvær- ir menn, sem héldu til Reykjavík- ur“. Þannig lýkur færslu í hina lög- giltu leiðabók Steypireiðarinnar. Skylt er að taka fram, að þetta samtal við Pétur er að miklu leyti byggt á hinum frábæru skrifum Hauks Þorleifssonar í leiðabók- ina, sem að dómi undirritaðs ætti að koma fyrir almenningssjónir í heild sinni, svo margan græsku- lausan hlátur sem hún vekur. Með Þórbergi við Rannveigarhelli Punkturinn verður hins vegar ekki settur aftan við greinína fyrr en birtur hefur verið orðréttur eftirfarandi kafli úr leiðabókinni, sem lýsir því er þeir þre- menningarnir voru með Þórbergi Þórðarsyni, sem það sumar var staddur á Hala hjá Steinþóri bróður sínum, við Klukkugil í Papýlisfjalli og síðan Rann- veigarhelli. En gefum Hauki orðið: „Nú var lagst á gljúfur- barminn og horft með æsandi ótta ofan í vatnið. Þrír okkar færa sig upp á efri hamarinn, en foringinn leggst endilangur á bakið fremst á næstu snös fyrir neðan. Hans heimur er ekki okkar heimur af því að hann hafði rifist við Þór- berg heima á Hala út af pólitík. Þar laust saman tveimur lifs- skoðunum, tveimur heimsálfum. Þarna inni í stofunni var Kóreu- stríðið háð með sprengjugný þess og eldflaugum og við hinir hlut- lausu fórum að óttast um að heimsstríðið skylli á þá og þegar. Steinþór bróðir Þórbergs sat hljóður og horfði i gaupnir sér: „Já, atómbomban, viljið þíð ekki fá ykkur meiri silung, piltar? eða flatkökur með smjöri? Það þótti herramannsmatur í mínu ung- dæmi.“ Heimsstyrjöldinni var afstýrt í bili, en óveðursskýin lágu yfir. Þórbergur fór nú að smáympra á því að okkur lægi ekkert á. Hann kvaðst hafa verið hér á þessum slóðum í fyrra með Skarphéðni á Vagnsstöðumekkert AUTOBIANCHI erbíllinn.... Þaó er aó segja, ef þu vilt bil sem er traustur, eyöir litlu, (aðeins 7 I. á 100 km), hefurfrábæra aksturseiginleika, smekklegt útlit — og er mátulega stór til aö komast alstaðar fyrir — en hefur þó meira farangurs- og farþegarými en þig grunar. Til afgreiöslu nú þegar AUTOBIANCHI er vel gerður bíll, lipur og harðger. BDORNSSON A^o SKEIFAN 11 REYKJAVÍK SlMI 81530 italski smábíllinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.