Morgunblaðið - 07.04.1977, Side 27

Morgunblaðið - 07.04.1977, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1977 75 FRÁ LEHBEIRINGASTðÐ HÚSMÆÐRA Heimilisstörfin koma meira niður á húsmóð- urinni en húsbóndanum Eru heimilis- störfin tímafrek? Konur nota að jafnaði 4 klst. og 30 mín. til að inna af hendi dagleg heimilisstörf, en karl- menn 1 klst. og 7 mín. Tíminn sem fer i eftirlit með börnum er ekki tekinn með. Börnin á heimilunum tóku naumast nokkurn þátt í heimilisstörf- unum. Þetta voru niðurstöður rann- sóknar sem Konsumentverket í Svíþjóð gerði varðandi þann tíma sem fer til heimilsstarfa hjá 110 barnafjölskyldum. Allar f jölskyldurnar áttu a.m.k. eitt barn innan 6 ára aldurs og bjuggu í þriggja eða fjögurra herbergja íbúðum I fjölbýlis- húsum i næsta nágrenni Stokk- hólms. Rúmlega helmingur kvennanna stundaði eingöngu heimilisstörf á eigin heimilum, hinar unnu úti hálfan eða allan daginn. Karlmennirnir stund- uðu vinnu utan heimilis allan daginn nema tveir, sem unnu heima oe tveir sem unnu úti hálfan daginn: Margir karl- menn stunduðu likamlega erfiðisvinnu. Hérumbil allar fjölskyldurnar áttu bifreið og eitt eða fleiri reiðhjól. Nokkrar fjölskyldur höfðu barn i gæslu yfir daginn, var það algengast hjá þeim sem áttu tvö eða þrjú börn. Karlmenn þvo ekki þvottinn Æði mikill munur var á þeim tíma sem konur og karlmenn notuðu til þvotta- og ræsti- starfa. Á virkum dögum sáu konurnar um ræstistörf að jafn- aði 1 klst. á dag en karl- mennirnir 4 mín. Ef tölurnar eru skoðaðar betur kemur I ljós að konur sem vinna heima stunda ræstistörf í 66 mín. á dag en konur sem vinna úti í 54 min. og karlmenn sem vinna úti í 2 mín. Um helgar tóku karlmenn- irnir að sér dálitið stærri hlut af ræstistörfunum og notuðu 9 min. til þeirra verka á laugar- dögum og 24 min. á sunnu- dögum, en konurnar stunduðu þá ræstingu ýmist 45 eða 48 min. Þvotturinn virðist ekki valda karlmönnum neinum vanda- málum. Þeir þvoðu þvott að jafnaði i 3 min. á dag en um helgar var enginn þvottur hjá þeim. Kónurnar þvoðu hins- vegar að jafnaði í 15 min. á virkum dögum, 9 mín. á laugar- dögum og 11 mín. á sunnu- dögum. Þeir sem unnu heima eyddu ekki nema nokkrum mín. í þvottastörf um hel'gar en þeir sem unnu úti notuðu um það bil 15 min. I þvottastörf bæði laugardaga og sunnudaga. Karlmenn eyddu engum tíma i að ganga frá þvottinum, brjóta hann saman og slétta hann en konur næstum því 15 min. á dag. Matreiðsla og uppþvottur tekur lengstan tfma Innkaup, matreiðsla, upp- þvottur og frágangur eftir mat- inn eru þau heimilisstörf sem taka lengstan tíma eða um 60% af þeim tima sem notaður er til heimilisstarfa ef timinn sem fer í að hafa eftirlit með börn- um er ekki talinn með. Að jafnaði tekur það 47 min. að versla, fara á pósthús og í banka, 1 klst. og 30 min. að skipuleggja og laga mat og 46 mín. að þvo upp og ganga frá eftir matinn. í flestum fjölskyldum sáu konurnar um þessi störf. En I þeim fjölskyldum þar sem full- orðna fólkið vinnur úti er al- gengara að það hjálpist að. Það er tímafrekt að eiga börn og húsdýr Að jafnaði er það 1 klst. vinna á dag að hreinsa íbúðina, 22 min. að sjá um húsdýr fjöl- skyldunnar, 16 min. að þvo þvottinn og 14 mín. að ganga frá honum. Þar sem þrjú börn voru eða fleiri var lengri tíma varið til heimilisstarfa en I fjölskyldum þar sem færri börn voru. Fjöl- skyldur sem áttu eitt eða fleiri húsdýr notuðu einnig meiri tima i heimilisstörfin. Störfin tóku lengstan tíma hjá þeim fjölskyldum sem áttu þrjú eða fleiri börn og fleiri en eitt húsdýr eða um 60% lengur en meðaltimann. Ræsting eðainnkaup á laugardögum Þar sem konan vinnur heima var 30% meiri tima varið til heimilisstarfa á virkum dögum en hjá þeim fjölskyldum þar sem konan vinnur úti allan dag- inn. Þær síðarnefndu notuðu hins vegar 20% meiri tíma á laugardögum til þvotta og ræst- inga. Á sunnudögum notuðu báðar fjölskyldur jafnlangan tima við heimilisstörfin en þær notuðu tímann á ólíkan hátt. Þar sem konán vann heima var verslað (I Svíþjóð hafa sumar verslanir opið á sunnudögum), lagaður matur og þvegið upp, en þar sem konan vann úti var þveg- inn þvottur og íbúðin hreinsuð. Bifreið fjölskyldunnar notuð við innkaupastörfin Mjög algengt er að laugardag- arnir séu notaðir til að versla, þó aðallega hjá þeim fjöl- skyldum þar sem konan vinnur heima. Fjölskyldan notar þá bifreiðina og kaupir mikið i einu. Á virkum dögum er bif- reiðin ekki notuð til innkaupa- ferða, þar sem maðurinn notar hana til að komast I vinnu, og það tíðkast yfirleitt ekki að hann versli mikið fyrir heim- ilið. Á virkum dögum sjá konurnar um innkaupin og bera heim allar vörur hvort sem þær vinna úti eða eingöngu heima. Flestar konur versla á hverjum degi og var matvöru- verslun innan við 10 minútna gang frá heimilinu hjá þeim fjölskyldum sem tóku þátt I rannsókninni. Konsumentverket hefur í hyggju að framkvæma ýtarlegri rannsókn á heimilisstörfunum og að notfæra sér þær rann- sóknaraðferðir sem notaðar voru í þessari litlu rannsókn. Menn vonast til að fá þá örugg- ari niðurstöður þvi ekki er vist að niðursstöður þessarar litlu rannsóknar gildi fyrir öll heim- ili, þótt menn hafi að vísu grun um það. S.H. Nýskipaður sendiherra Belgíu Chevalier Pierre Anciaux Henry de Fave- aux afhenti fyrir nokkru forseta íslands trúnaðar- bréf sitt að viðstöddum utanrikisráðherra Einari Ágústssyni. Síðdegis þá sendiherr- ann boð forsetahjónanna að Bessastöðum ásamt nokkrum fleiri gestum. ÆTLIÍ> t>IB> AP FERÐAST? A&V«ÖÍ> 44F A.-r«Vy<SKI VlOOAB. />L AÆ? TVZY&OcJA SUS 0<S FXOAMefOB^ imu fvcir 4Iimom V( æv\ vookjkj a. MttfcA/sj Tie> ERlÆMD . HF BYc£>u‘R- yuJ6oe_ Míáfr roLUtoMNA RHt'í- «ltt Ssha ÞieTrt*- yvococ- w-A- 6t=TierAPANii» tcxím : ^»CV#4T>|1.EG Ve4IC«MT»l . LJV4<>4i*u:oSTMA!E>o«.,A.vjvOrutos*cMA«t>oa. V'ecSrMA. P/*Ej© IS OOe -H-ÓSM6-OIS, lOÖSCMAtXJU- V|J> +tetMFí-OtM|M<*\ S. 6©P - AuKAdíosrMAitooa- veaiMAc , eMX>o«<»eeit>SLA C>MOnv*>s WAÆKR . A-. * SkAí5A«iárActa2AroB. ve<tMA« AotL-jA'ie^-a-c E-ÐA- é>+V/A-prs . 5. FAtZ-AHGUf^ - *»:7©rM#^o®-( SiGBmmDIP- \ Ft-UTMc» t>-R LAÍTlfc SfVlZJÁST A«C> piE> Fe*-ÞIST Ór42-y«dr€> ! 22 DAO-A TB.V6aiM.efc TVUIQ. H3ÓM, SuysArSftToB- 1 MIU-3ÓM FVBlR- HOoBT ( UÍdST AB. Áe»EiMS TOaI \OL. 3.ZSO (fséliLA'C-.iNAiiFAt-iNN')- LeiTlt) FB.CJÍAUI UPBLysiMÆA * ÁBYRGD” TRYGGINGAFÉLAG FYRIR BINDINDISMENN ' SKÚLAGÖTU 63— REYKJAVÍK — SÍMI 2 61 22

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.