Morgunblaðið - 28.04.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.04.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1977 Egill Friðleifsson og Jón Ásgeirsson skrifa um TÓNLIST — Jóhann Hjálmarsson skrifar um LEIKLIST Góður efniviður Leikfélag Reykjavíkur: BlessaA barnalán. Ærslaleikur í fjórum þáttum eftir Kjartan Ragnarsson. Leikstjórn: Kjartan Kagnarsson. Leikmynd: Björn Björnsson. Lýsing: Daniel Wiiliamsson. Ekki verður annað sagt en kveikjan að ærslaleik Kjartans Ragnarssonar, Blessað barnalán, sé góð hugmynd um kynlega endurfundi móður og barna hennar. Þau hafa fengið fréttir um að móðir þeirra sé látin og koma austur á firði til að vera við jarðarför hennar. Að baki allra hinna kátlegu atburða sem stund- um minna á skrípalæti býr alvara höfundar sem leitast við að brjóta til mergjar samskipti móður og barna eftir að börnin eru flest farin að heiman. Það er því könnun á mannlegum samskipt- um sem Kjartan Ragnarsson gerir í Blessuðu barnaláni og boð- skapur hans er i húmanískum anda. Fólk fjarlægist hvert annað í lífsgæðakapphlaupinu, það sem er varanlegt í lífinu verður út- undan. Inga, dóttirin, sem enn býr með móður sinni, er furðuleg persóna. í túlkun Guðrúnar Ásmunds- dóttur jaðrar hún við að vera fáviti, enda er leikur Guðrúnar að þessu sinni yfirdrifinn. Hún tekur of mikið á, hóflegri leikur hefði verið meira við hæfi. Herdís Þorvaldsdóttir er aftur á móti dæmigerð gömul móðir í hlutverki Þorgerðar. Höfundur- inn hefur vandað sig við þessa persónu og Herdís veit hvernig á að túlka hana, skilur hlutverkið. Sigríði Hagalín tókst einnig vel í túlkun sinni á Bínu á löppinni.einni af þeim konum sem ekkert pláss getur án verið. Gísli Halldórsson sýndi yfirburði sína i túlkun hins drykkfellda Tryggva læknis og Guðmundur Pálsson var gesturinn Tryggvi Ólafur, fyndin persóna sem Guðmundur gerði góð skil. Börn Þorgerðar leika auk Guðrúnar Ásmundsdóttur Valgerður Dan (Addý), Soffía Jakogsdóttir (María), Ásdis Skúladóttir (Erla Dögg) og Stein- dór Hjörleifsson (Þórður). Þær Valgerður og Soffía túlkuðu sín hlutverk með prýði, en hlutverk þeirra Ásdísar og Steindórs gefa ekki tilefni til mikilla leikafreka, enda lítt heppnuð og bragðlaus frá hendi höfundar. Sólveig Hauksdóttir kom vel fyrir í hlut- verki Lóu og biskup lék Gestur Gíslason. Mest reyndi á Sigurð Karlsson i hlutverki séra Benedikts. Bene- dikt er sannkönnuð persóna í ærslaleik og gerð hans að ýmsu leyti snjöll. Það var ekki Sigurði Karlssyni að kenna að hlutverk hans er ofhlaðið, það spaugilega við það verður með tímanum af- káralegt. En það sem einna eftir- minnilegast var í þessari sýningu var verk Sigurðar Karlssonar. Hann fékk það út úr hlntverkinu sem hægt er að fá. Gallinn við Blessað barnalán er sá að leikurinn sveiflast á milli þess að vera ærslaleikur og gamanleikur með alvarlegum boðskap. Höfundurinn virðist hafa átt í erfiðleikum með hvaða leið skyldi valin. Hann hefur farið bil beggja, en með þeim árangri að heildaráhrif sýningar- innar verða veik. Maður hefur á tilfinningunni að góður efniviður hafi farið forgörðum. Hér hefði mátt vinna betur. Þetta gildir bæði um höfund og leikstjóra sem að þessu sinni eru sami maðurinn. Með því að skera leikinn niður, þjappa einstökum atriðum hans saman, hefði óneitanlega margt bjargast. Um það verður vitan- lega ekki dæmt fyrirfram. En reynsla áhorfenda gæti til dæmis verið eftirfarandi: í fyrstu vaknar sá grunur að nú sé að hefjast athyglisverður ærsla- eða gamanleikur með raunsæilegu ívafi, lýsingu islensks veruleika. Þegar áhorfandinn kemst að leyndarmáli Ingu sem hefur sett á svið lát móður sinnar verður hann enn spenntari. Hann veltist um að hlátri þegar presturinn sest á heitan hraðsuðuketilinn og önnur hliðstæð atvik eiga sér stað. En skyndilega er líkt og brosið stirðni. Vonbrigðin leyna sér ekki Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON þegar liður á leikinn og að lokum er áhorfandinn þeirrar skoðunar að lopinn hafi heldur betur verið teygður. Fyrir margt skemmtilegt í Blessuðu barnaláni er áhorf- andinn höfundinum þakklátur, en harmar það að ekki tókst betur. Ég er viss um það að Kjartan Ragnarsson á eftir að verða hlut- gengur leikritahöfundur. Sauma- stofa hans lofar góðu og væntan- legt er nýtt leikrit eftir hann hjá Þjóðleikhúsinu. Líklega hefur það verið misráðið að fá hann til að leiksfra eigin verki. Leikmynd Björns Björnssonar er kannski einum of iburðarmikil með hið austfirska sjávarpláss í huga. En að sjálfsögðu var og er viða fínt fyrir austan. Barnasöngur á Akranesi Akranesi 23. aprfl 1977 FIMLEIKASAMBAND Islands og Kennarasamband Vestur- lands efndu til fimleika- og kóramóts á Akranesi um síðustu helgi. Þar sem undir- ritaður átti þess kost að fylgjast með kóramótinu er tilgangurinn með þessum línum að fiytja aðstandendum mótsins bestu þakkir fyrir góða skemmtun. Á mótinu komu fram 6 kórar með um 200 nemendum, en þeir voru frá Akranesi, stj. Jón Karl Einars- son, Ölafsvík, stj. Guðmundur Benediktsson, Leirárskóla, stj. Sigurður R. Guðmundsson, Hellissandi, stj. Helga Gunnars- Tónllst eftir EGIL FRIÐLEIFSSON dóttir, Grundarfirði, stj. Bjarki Sveinbjörnsson, og Laugagerði, stj. María Eðvarðsdóttir. Kórarnir komu fram hver í sinu lagi og einnig sungu þeir nokkur lög sameiginlega undir röggsamri stjórn Maríu Eðvarðsdóttur. Geta kóranna var nokkuð misjöfn eins og við mátti búast, en hins vegar er framtakið lofsvert, vitnar um áhuga og dugnað kennara og verður tónmennt lyftistöng á svæðinu. Sérstaka eftirtekt vakti söngur kórs barnaskóla Akraness undir stjórn Jóns Karls Einarssonar, er hann hefur náð athyglisverðum árangri á stuttum tíma, sem ástæða er til að gefa gaum i framtiðinni. Framkvæmd mótsins og framkoma barnanna var til fyrirmyndar og öllum til sóma er þar áttu hlut að máli. Að sögn þeirra er með fim- leikunum fylgdust var þar einnig um ánægjulega sýningu að ræða. Ég vil enn á ný árétta þakkir mínar og hamingju- óskir i tilefni mótsins. Háskólatónleikar ÁTTUNDU og siðustu Háskóla- tónleikarnir voru haldnir s.l. laugardag í Félagsstofnun súdenta og kom þar fram trió málmblásara. Lárus Sveinsson á trompet, Christina Tryk á horn og Ole Kristian Hansen á básúnu. Það hlýtur að vera nokkrum erfiðleikum bundið að finna verkefni fyrir svo sér- stæða hljóðfæraskipan, en á verkefnaskránni voru þó f jögur af sex viðfangsefnum samin fyrir þessa skipan. Tónleikarnir hófust á litilli svitu eftir Edwin Avril sem tón- leikanefnd, þrátt fyrir itarlgar eftirgrennslanir, veit ekki deili á og undirritaður getur ekki bætt um. Svítan er ekki óáheyrileg og var þokkalega spiluð. Salurinn er þvi miður ekki góður til hljómleikahalds sakir of mikils bergmáls, sem er blátt áfram afhjúpandi fyrir lúðra. Annað verkið á tón- leikunum var Bagatella eftir Béla Bartok. Hvort sem það er í samræmi við nafnið eða ekki, þá var hún svo sem ekki neitt. Sónatan eftir Poulenc hefur tríóið leikið áður og er verkið Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON mjög skemmtileg og góð tón- smíð. Það er svo með flutning á tónlist, að ekki nægir að leika verk einu sinni, heldur þarf hljóðfæraleikarinn að marg- leika verkin til að tileinka sér tungutak þeirra. Hættan á rútínu-spilamennsku er meiri ef sifellt er verið að fást við ný verkefni, em stuttum fyrirvara og án þess raunveruega að fullvinna þau. í sónötunni eftir Poulenc frann undirritaður bregða fyrir þeim blæbrigðum sem eru i ætt við það sem kalla mætti „ég kann þetta alveg". Sömuleiðis var í f jórum þáttum fyrir málmblásara, eftir Purcell þetta sjónarmið augljóst. í gamansömu og ,,jazzy“ verki eftir Lowell Shaw, var spila- mennskan mjög góð, svo og í siðasta verkinu, Tríói eftir Robert Sanders. Það virðist liggja í landi að menn telji að málmblástur sé aðeins viðeigandi utanhúss og ekki sé um aðra tónlist að ræða en skrúðgöngu og herglamurtón- list. Þetta er mikill mis- skilningur og ættu málmblásar- ar að standa vörð um iþrótt sina og fylja liði þegar reynt er að fitja upp á nýjungum. Góður lúðrablástur er sömu ættar og góður söngur enda eru kórlög oft leikin á lúðra og benda má á að frægir kóralar í sinfónískum verkum eru oftast ritaðir fyrir málmbl" ara. Kennaratónleikar ÞAÐ hefur verið venja undan- farin ár að kennarar Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar hafa haldið tónleika fyrir styrktarfélaga og velunnara skólans. Það er góð venja og vel til þess fallin að skapa nem- endum fyrirmynd og auka hróður skólans. Tónleikarnir hófust með sam- leik á selló og píanó. John Collins og Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir léku saman Konsertlög eftir Coupering. John Collins er góður sellisti og er illt til þess að vita að hann er á förum til starfa í Hollandi. Guðríður Valva Gísladóttir lék á þverflautu tvö lög, það fyrra eftir Roussel og fjögur smá- stykki eftir einn af kennurum Tónskólans, John A. Speight. Hvert stykki er mjög stutt, unn- ið samkvæmt raðformúlum tólf- tónakerfisins og er verkið í heild skemmtilega og „melódískt" unnið. Sigrún Gestsdóttir söng fimm lög við undirleik Láru Rafnsdóttur, Blundar nú sólin (Ingunn Bjarnadóttir), Söngur bláu nunnanna, Jarpur skeiðar (Páll isólfsson), i dögun (Arni Björnsson) og nýtt lag eftir Sigursvein D. Kristinsson við texta eftir Þórberg Þórðarson, Það sem einginn veit, skemmti- legt og leikandi lag. Sigrún hef- ur góða rödd en öndun og tón- myndun er ábótavant og ætti hún hiklaust að leita sér frekari þjálfunar í söng, því bæði er röddin góð og hún sjálf tónviss og músikölsk. Eftir hlé léku saman á fiðlu og píanó, Stella Reyndal og Agnes Löve Liebesleid eftir Kreisler og Rondo eftir Beethoven. Eftir John Speight var flutt nýtt verk, tvíleiksverk fyrir fjögur hljóðfæri. Verkið hefst á sam- leik fyrir þverflautu og horn, þar sem notuð eru alls konar tónmyndunarblæbrigði. Eftir einleiksþætti og samleik að nýju, skiptu hljóðfæraleikar- arnir um hljóðfæri. Hornleik- arinn lék á altblokkflautu og þverflautuleikarinn á sópran- blokkflautu og endaði verkið á þrástefjum. Ferli tónhugmynda er ljóst og leikandi og hljóð- færaleikararnir Sigursveinn Magnússon og Gunnar Gunnarsson fluttu verkið með töluverðum tilþrifum. John A. Speight, sem auk þess að vera tónskáld kennir söng við Tón- skólann, söng Widmung, Die Lotosblume og Die beide Grenadiere eftir Schumann og þrjú ensk þjóðlög í raddsetn- ingu Benjamíns Brittens. Speight er kunnáttumaður og var sérlega skemmtilegt að heyra hann flytja ensku þjóð- lögin. Siðasta verkið á efnis- skránni var Sónata fyrir trompett, horn og básúnu eftir Poulenc. Þarna komu fram með Sigursveini Magnússyni, sem lék á horn, Jón Hjaltason trompettleikari og kona hans Janin Hjaltason er lék á básúnu. Margt gott má um flutning verksins segja, en í heild bar leikur þeirra merki um reynsluleysi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.