Morgunblaðið - 28.04.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.04.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1977 Meðof smáa möskva í þorska- netum STARFSMENN Landhelgisgæzl- unnar athuguðu möskvastærð hjá netabátum á Fáskrúðsfirði í fyrradag. Kom í ljós að einhverjir bátanna voru með of smáa möskva og hefur skýrsla um mál- ið nú verið send til sýslumannsins á Eskifirði/- Upprifjunar- námskeið fyrir hjúkr- unarfræðinga Landakotsspítalinn hefur ákveðið að gangast fyrir eins konar upp- rif junarnámskeiði fyrir hjúkrunarfræðinga, sem verið hafa frá störfum um tíma af ein- hverjum ástæðum. Er fyrirhugað að fá á þann hátt hjúkrunar- fræðinga til starfa við sumaraf- leysingar eða um lengri tíma, en mikill skortur er nú á hjúkrunar- fræðingum, sem kunnugt er. Á námskeiðinu, sem ráðgert er að taki um 14 daga, á að fara yfir helztu nýjungar, sem fram hafa komið á siðustu tveim til þremur árum varðandi meðhöndlun sjúk- linga svo og veita lyfjafræðslu. Fluttir verða fyrirlestrar og fræðslv.afni og vonast spítalinn eftir ;>ð í fólk á þennan hátt til starfa að nýju, sem hefur, eins og áður sagði, verið frá störfum um tíma, en vill hverfa til starfa aftur. Nánari upplýsingar er að fá hjá forstöðukonu spítalans. INNLENT Kjörin bóka- safnsnefnd F'RÆÐSLURÁÐ hefur nýlega samþykkt reglugerð fyrir skóla- bókasöfnin og í framhaldi af því voru kosnir í stjórnarnefnd fyrir söfnin Matthías Haraldsson yfir- kennari, Jenna Jensdóttir kennari og Teitur Þorleifsson kennari. í reglugerðinni er gert ráð fyrir að nefndin verði jafnframt dóm- nefnd um val á bestu frumsömdu barnabókinni og þýddu barna- bókinni sem út kom á árinu, sem fræðsluráð veitir viðurkenningu árlega. Jörðum í ábúð fjölg- aði um 8 á síðasta ári — meðalbúið stærst í Landmannahreppi JÖRÐUM í ábúð fjölgaði um átta milli áranna 1975 og 76 sam- kvæmt könnun Landnáms ríkis- ins. Árið 1976 voru 4812 jarðir í ábúð, en eyðijarðir töldust 1391. 1 skrá Landnámsins eru taldir 5778 bændur, þar af 658 búlausir og 118 garðyrkjubændur. Flesta gripi eiga bændur í Landmannahreppi, en þar var meðalbústærð 744 ærgildi. Næst- stærstu búin voru í Þverárhlíðar- hreppi, 725 ærgildi. Meðaltals- búið yfir landið taldi 351 ærgildi. Hlutfallslega fiestar jarðir hafa farið í eyði i Eyjafjarðarsýslu síðustu 25 árin. Þar voru i fyrra 336 jarðir i ábúð, en 50 eyðijarðir. í V-ísafjarðarsýslu eru eyðijarðir hlutfallslega flestar eða 62, en i ábúð eru 66 jarðir. Veiðarfæra- geymsla brenn ur í Keflavík MIKIÐ tjón varð er veiðar- færageymsla Keflavfkur hf. eyðilagðist í eldi f fyrrinótt. Húsið var gamalt timburhús og voru þar geymd veiðarfæri og veiðibúnaður ýmiss konar. Slökkviliðið var kvatt á vettvang laust eftir klukkan 4. Slökkvistarf tók um klukku- stund. Ekkert rafmagn var á húsinu og ekki er vitað um að þar hafi menn verið með eld daginn áður. Myndin er frá slökkvistarf- inu. Ljósm: Ol.K.M. Kapall til viðgerðarinnar tekinn um borð f Arvakur f gær. Þriðja bilunin á rafstrengnum ÞESSI síðasta bilun á raf- strengnum til Eyja er um 1890 metra frá Vestmannaeyjum, eða um 130 metrum utar, en sú síðasta, sagði Baldur Helgason, rafmagnsveitustjóri fyrir Suðurlandi, i samtali við Mbl. i gær. Þarna hefur orðið út- leiðsla og bjóst Baldur við, að í viðgerð yrði farið undir helgina. í gær var verið að setja viðgerðarbúnað um borð í Ár- vakur i Reykjavík og átti skipið að fara áleiðis til Eyja í gær- kvöldi. Þá munu danskir tengingamenn koma til viðgerðarinnar, en að sögn Baldurs á hún ekki að taka meira en 20—30 klukkustundir ef veður leyfir. Þegar Baldur var spurður um ástæðurnar fyrir þessari bilun, sagði hann að þarna væri vafa- laust um „einhverja innan- sleikju“ að ræða frá því varð- skipið Týr skemmdi raf- strenginn á sínum tima. Varasamt kjötfars — niðurstöður matvælarannsóknar Neytendasamtakanna NVTT kjötfars er hvergi talið gott samkvæmt niðurstöðum mat- vælarannsóknar, sem Neytenda- samtökin létu gera í nokkrum verzlunum í Reykjavík í nóvem- ber sl. Rannsóknina fram- kva-mdu Matvælarannsóknir ríkisins, en innkaupin til hennar gerðu þjár konur. Niðurstöður rannsóknar Mat- vælarannsókna ríkisins voru sem hér segir: Matur: Urskurður Matvælar.: Kjötfars Ósöluhæft Kjötfars (nýtt kjöt) Nothæft Rækjusalat Gallað Barnamayonise Gott Kjötfars (nýtt kjöt) Slæmt Fryst rækja Gott Hitinn um frostmark norðanlands og austan en 6—10 stig sunnanlands og vestan VEÐUR gekk niður norðanlands og austan i gær og var kominn stinningskaldi víðast með slvddu eða snjókomu. Sunnan- og vestan- lands var alveg þurrt og sólar- glæta. Norðanlands og austan var hitinn um frostmark, en hitinn þetta 6—10 stig sunnan lands og vestan. Samkvæmt upplýsingum Vega- gerðarinnar var vel greiðfært um allt Suðurland og Vesturland allt í Reykhólasveit og ennfremur norður í Skagafjörð. Á Vestfjörð- um var fært frá Patreksf.rði og yfir Hálfdán, fært var milli Þing- eyrar og Flateyrar, Bolungar- vikur og Súðavíkur, en heiðar á norðanverðum fjörðunum voru allar ófærar. Ófært var í gær til Siglufjarðar og á fjöllum norðanlands var mikill skafrenningur t.d. á Öxna- dalsheiði, en þó munu stórir bíiar hafa farið þar um í ga»r. Ófært var fyrir Ólafsfjarðarmúla. Hins vegar var fært frá Aureyri um Dalsmynni og austur um, en þar var þó erfið færð og yfirleitt voru allir fjallvegir á Austurlandi ófærir. Þó var fært út frá Egils- stöðum og suður um, þar sem Lónsheiði var mokuð i gær. Kjötfars (nýtt kjöt) Kjötfars (saltað) Kjötfars (nýtt kjöt) Hrásalat í plastdós Medister pulsulangi Kjötfars (nýtt kjöt) Rækjusalat í áldós Lifrarkæfulangi Mjög slæmt Gott Slæmt Gallað Ósöluhæft Slæmt Gallað Gott. Þetta er þriðja matvælarann- sókn Neytendasamtakanna. Fyrsta athugunin var gerð 1972 og voru þá athugaðar fjórar teg- undir af rækjusalati, sem allar voru dæmdar gallaðar. í febrúar 1975 var næsta athugun gerð og kom þá i ljós, að hrá medister- pylsa var íöllum tilfellum gölluð. Heilbrigðiseftirlit Reykjavikur kannaði það mál frekar og var pylsutegund þessi tekin af mark- aðnum að lokinni þeirri könnun. Allar upplýsingar, sem Neyt- endasamtökin fá, eru sendar til Heilbrigðiseftirlits Reykjavikur, sem stundar rannsóknir árið um kring. Morgunblaðið sneri sér til Þórhalls Halldórssonar, forstöðu- manns heilbrigðiseftiriitsins, og spurði hann um þessa nýjustu könnun Neytendasamtakanna. ,,Það er erfitt og reyndar ekki raunhæft að mynda sér skoðun um ástand neyzluvara frá gerla- legu sjónarmiði með rannsókn á nokkrum sýnishornum,“ sagði Þórhallur. ,,Til þess að fá rétta heildarmynd þyrfti að taka hundruö, helzt nokkur þúsund sýni. Til dæmis tökum við hjá heilbrigðiseftirlitinu hátt áþriðja þúsund sýni árlega. Hvorki hér á landi né erlendis eru fyrir hendi reglugerðar- ákvæði, sem ákveða hámarks- geriainnihald matvæla annarra en neyzluvatns og nokkurra mjólk Þvi er erfitt að fullyrða, hvað sé viðunandi í þessum efn- um. Hitt er aftur á móti víst, að gæði neyzluvöru, hvað gerlainnihald áhrærir, hefur smám saman farið batnandi, enda þótt sú þróun gangi of hægt að mínu mati.“ Þyrlan leitaði að manni — kom fram heill á húfi í FYRRADAG leitaði þyrla Land- helgisgæzlunnar og menn úr björgunarsveitum Slysavarna- félags íslands, að manni, sem far- ið hafði á skotæfingu kvöldið áður í nánd við Krísuvík. Maður- inn kom heim til sín á sjöunda tfmanum í fyrrakvöld og bar við að hann hefði fest bflinn sinn, en er þá var komið var verið að und- irbúa frekari leit að honum. Að sögn Hannesar Hafstein hjá Slysavarnafélagi íslands og Þrast- ar Sigtryggssonar hjá Landhelgis- gæzlunni var upphaf málsins það, að ungur maður í Reykjavík sagði fjölskyldu sinni að hann ætlaði á skotæfingu suður undir Krísuvík um kl. 18 á mánudag, en hann hefur oft gert það áður. Síðan gerist ekkert fyrr en um hádegi á þriðjudag, að faðir mannsins hafði samband við Slysavarnafélagið og sagði að pilturinn væri ekki enn kominn heim og sagði jafnframt að hann væri á ljósleitum jeppa og hefðu oft farið til skotæfinga á Krisu- víkurleið. Slysavarnafélagið og Landhelg- isgæzlan ákváðu síðan að senda þyrluna TF-GRÓ til að svipast um eftir bilnum og var þyrlan við leit fram yfir þann tíma er maðurinn kom heim, án þess að verða var við jappann. Þegar maðurinn kom heim til sín hafði hann samband við Slysavarnafélagið og spurði hvort Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.